Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 25. ágúst 2017fréttir Spurning vikunnar Hvernig líst þér á Mathöllina? (spurt í Mathöllinni á Hlemmi) Mér finnst hún alveg frábær. Ég var að koma þangað í fyrsta sinn og keypti tvær brauðsneiðar á Jómfrúnni. Benedikt Sveinn Kristjánsson Hún er æðisleg. Ég er búin að fá mér humarloku og hún var mjög góð. Ásta Ósk Þorvaldsdóttir Mér finnst þetta stórglæsilegt. Ég mun storma hingað bæði í hádegi og eftirmiðdag með kórakonunum mínum til að njóta. Margrét Pálmadóttir Það sem ég hef séð finnst mér mjög fínt. Ég er að fara að smakka mat hér í fyrsta skiptið og víetnamski maturinn varð fyrir valinu. Guðmundur Guðmundsson 48% aukning á lestri DV síðustu tvo mánuði S amkvæmt nýbirtum niður- stöðum Gallup um lestur prentmiðla jókst lestur á DV um rúmlega 8,5% á milli mánaðanna júní og júlí. Lestur DV mældist 11,4% í júlí en hafði verið 10,5% í júní. Í maí var lestur blaðsins 7,7% og hefur hann því aukist um rúm 48% á síðustu tveimur mánuðum. DV var eina blaðið sem mældist með aukinn lestur í könnuninni. Fréttablaðið mældist með mestan lestur eða 44,1%, Morgunblaðið með 25,1% og Viðskiptablaðið 9,1%. Starfs- fólk DV er ánægt og þakklátt fyrir þessar góðu viðtökur upp á síðkastið og mun sem fyrr leitast við að bæta og styrkja blaðið enn frekar í hverri viku. Vigfús Bjarni segir fjölskyldu Birnu ekki hafa búist við svo beinskeyttum fréttaflutningi Í byrjun vikunnar hófst aðalmeð- ferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen sem er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Mál Birnu vakti mikla athygli og óhug en Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar. Íslenska þjóðin fylgdist með og tók þátt í leitinni að Birnu en lík hennar fannst, eftir viðamikla leit, við Selvogsvita þann 22. janúar síð- astliðin. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur sem hefur staðið þétt við bakið á nánustu aðstand- endum Birnu frá upphafi gagnrýn- ir íslenska fjölmiðla harðlega fyrir óvenju nákvæmar og ítarlegar lýs- ingar á því sem fram fór í réttar- sal fyrstu tvo daga aðalmeðferðar- innar í Héraðsdómi Reykjaness. Hann segir sumar lýsingarnar þess eðlis að þær hafi valdið óbærileg- um sársauka og skapað hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest; fjölskyldu Birnu Brjáns- dóttur. Hryllilegar lýsingar „Fréttaflutningur undanfarinna daga hefur verið þess eðlis að hann ógnar andlegri heilsu fólks sem á um gríðarlega sárt að binda.“ Þetta segir Vigfús Bjarni í samtali við DV. Til dæmis birtust, í nokkrum fjöl- miðlum, mjög myndrænar lýsingar á þeim áverkum sem fundust á líki Birnu. Vigfús Bjarni segir að ná- kvæmar lýsingar á því hvernig of- beldi Birna var beitt fyrir andlátið eigi alls ekki erindi í fjölmiðla. „Mér finnst að fjölmiðlar hafi, undanfarna daga, verið að birta upplýsingar sem tengjast málinu en koma almannaheill ekkert við. Margt af því sem kom fram í dóm- sal er þess eðlis að það getur sært nánustu aðstandendur. Ég hef aldrei séð svona lýsingar áður.“ Vigfús vill koma því skýrt á framfæri að fjölmiðlar hafi oft staðið sig vel í málinu en því miður hafi einhverjir þeirra farið yfir strikið í vikunni. „Það var eins og einhvers konar sýning væri að hefjast. Mér finnst að fjölmiðlar eigi að taka það til sín að það sem þeir eru að fjalla um er harmleikur sem tengist persónu og fjölskyldu sem er í miklum sárum. Fjölmiðlar eiga ekki að auka á þjáningu þessa fólks með hryllilegum lýsingum sem almenningur hefur ekkert með að gera.“ Enginn bjóst við þessu ferli Aðspurður hvort hann telji að þinghaldið hefði átt að vera lokað kveðst Vigfús ekki geta svarað því. Þeir sem fara í dóm hafi þó val um fara þangað eða lesa dómskjöl. En með því að birta grófar lýsingar á vefsíðum fjölmiðla, beint úr dóm- sal, er valið tekið frá almenningi. „Þær birtast bara fyrir framan aug- un á okkur. Við ættum frekar að einbeita okkur að samúð og sam- hug gagnvart þolendum þessa máls. Þannig berum við virðingu fyrir nánustu aðstandendum og það á að vera í forgrunni.“ Almennt séð segir Vigfús að erfitt sé að fyrir fjölskyldu í sárum að fá yfir sig svona upplýsingar. Enginn vill að fólk minnist sinna nánustu með þessum hætti. Að- spurður hvort fjölskylda Birnu hafi verið búin að undirbúa sig und- ir svo beinskeyttan fréttaflutning úr dómsal svarar Vigfús. „Nei, það gerði hún ekki. Enginn bjóst við að ferlið yrði svona.“ Vigfús vill að almenningur sam- mælist um að það hefði ekki þurft að hafa aðgang að öllum þessum upplýsingum úr dómsal. Þá von- ar hann að fyrstu tveir dagar að- almeðferðarinnar hafi verið lær- dómsríkir fyrir íslenska fjölmiðla sem og almenning. n Kristín Clausen kristin@dv.is „Ég hef aldrei séð svona lýsingar áður“ „Við ættum frekar að einbeita okkur að samúð og samhug gagnvart þolendum þessa máls. Þannig ber- um við virðingu fyrir nán- ustu aðstandendum og það á að vera í forgrunni. Vigfús Bjarni Albertsson Gagnrýnir frétta- flutning fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.