Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Blaðsíða 20
20 sport Helgarblað 25. ágúst 2017 E inn stærsti hnefaleikabar- dagi sögunnar fer fram á laugardag þegar Floyd Mayweather Jr. berst við Conor McGregor í Las Vegas. Lík- lega er um að ræða einn tekju- hæsta bardaga sögunnar en hans hefur verið beðið með mik- illi eftir væntingu. Bardaginn er nefndur „Peningabardaginn“ enda munu báðir kappar þéna hreint ótrúlegar upphæðir. Bar- daginn er þó ekki hefðbundinn enda er Conor McGregor ekki boxari að upplagi eins og Maywe- ather heldur hefur hann orðið stjarna i íþróttaheiminum í gegn- um blandaðar bardagaíþróttir. Bardaginn fer fram í T-Mobile höllinni í Nevada í Bandaríkj- unum en mikil læti hafa verið í kringum bardagann og þeir fé- lagar skipst á að stela sviðsljósinu með umdeildum ummælum. Mayweather er líklegri til sigurs enda keppa þeir í hans íþrótt. Sumir sérfræðingar telja þó að Írinn kjaftfori eigi möguleika á að knýja fram sigur því hann sé höggþyngri en Mayweather. Hver er Conor McGregor? Conor Anthony McGregor er fullt nafn kappans en hann er fæddur árið 1988 í Dublin á Írlandi, hann hóf feril sinn í blönduðum bar- dagaíþróttum árið 2008 og keppti um hina ýmsu titla áður en UFC, stærsta sambandið í blönduðum bardagaíþróttum, samdi við hann árið 2013. Frá fyrsta degi hefur hann verið stjarna UFC enda vek- ur hann athygli hvar sem hann kemur. Stíll hans innan vallar og kjafturinn á honum utan vallar hefur gert hann að einum fræg- asta íþróttamanni dagsins í dag. Ljóst er að á brattann er að sækja fyrir McGregor í þessum bardaga enda er hann að mæta einum öfl- ugasta hnefaleikakappa sögunn- ar á laugardaginn í Las Vegas. Hver er Floyd Mayweather? Mayweather er fæddur árið 1977 en þegar hann kom í heiminn var hann skírður Floyd Joy Sinclair. Í dag ber hann nafnið Floyd Mayweather og er orðinn fertug- ur. Hann hefur aldrei á atvinnu- mannsferli sínum tapað bardaga en hann hefur barist 49 sinnum. Hann hefur 26 sinnum rotað and- stæðing sinn og 23 sinnum hefur hann unnið á dómaraúrskurði. Hann hefur hins vegar ekki barist í rúm tvö ár og einnig gæti aldur- inn verið farinn að segja til sín. Mayweather er þekkt- ur fyrir að vera mjög öfl- ugur tæknilega og læt- ur ekki góma sig með buxurnar á hælunum. Sjaldnast ná and- stæðingar hans að veita honum mörg högg og síð- ustu ár hefur Mayweather oftar en ekki unnið á stigum. Maywe- ather leggur mikið upp úr lífs- stíl sínum og lifir hátt. Hann ber gælunafnið „Money“ og nefn- ist liðið sem er í kringum hann „The Money Team“. Mayweather er hins vegar mjög umdeildur maður og þurfti að sitja í fangelsi í 90 daga árið 2012 fyrir að berja fyrrverandi kærustu sína. Það var ekki í fyrsta sinn sem Maywe- ather kom fyrir dómara vegna of- beldis í garð kvenna. Peningabardaginn Báðir keppendur munu þéna ótrúlegar upphæðir vegna þessa bardaga en upphæðina sem McGregor mun þéna hefur hann aldrei séð þegar hann keppir í blönduðum bardagaíþróttum. Mayweather hefur verið þekkt- ur fyrir að berjast fyrir háar upp- hæðir og var ekki til í bardaga við kjaftfora Írann nema á sín- um forsendum. Bardaginn hafði lengi verið í umræðunni en það var ekki fyrr en McGregor sam- þykkti að berjast á forsendum Mayweather að bardaginn varð að veruleika. Mest af tekjunum kemur í gegnum „pay-per-view“ þar sem ekki er hægt að horfa á bardagann í Bandaríkjunum og Bretlandi nema borga sérstak- an aðgang að honum. Það kostar nálægt 100 dollurum að horfa á bardagann í sjónvarpi í Banda- ríkjunum. Það er þó ekkert sér- staklega há upphæð ef verðið á bardagann sjálfan er skoðað. Ódýrasti miðinn í stúku kostar sem samsvar- ar 170 þús- und íslenskum krónum og er þá um að ræða frekar léleg sæti. Sæti nálægt hringnum kosta svo 1,6 milljónir og þaðan af meira. Mayweather mun þéna meira en 100 milljónir dollara fyrir bar- dagann og McGregor að minnsta kosti 75 milljónir dollara. Þeir skrifuðu báðir undir samning sem bannar þeim að tjá sig um upphæðirnar sem þeir fá. Verður sirkus Bubbi Morthens er manna fróð- astur hér á landi um hnefaleika. Á hverju má fólk eiga von? „Fólk getur átt von á skemmt- un, þeir sem hafa fylgst mikið með bardagaíþróttum vita ekki alveg við hverju á að búast. Þetta er sirkus, þetta er eins og ljón að hoppa í gegnum logandi tjörn. Þetta er forvitnilegt vegna þess að þetta er fjarri öllum hefðum sem við höfum séð. Þetta er forvitnilegt vegna þess að Mayweather er með 49 sigra og ekkert tap á ferli sín- um í atvinnumannahnefaleikum, Conor er með engan sigur og ekk- ert tap á ferli sínum í þeirri íþrótt. Floyd er einn allra besti varnarbox- ari sögunnar, hann er í topp fimm yfir bestu varnarboxara sögunnar.“ Sérfræðingur í lesa andstæðinginn Mayweather er einn besti boxari allra tíma og er sérfræðingur að núlla út andstæðing sinn. „Fram- an af ferlinum var Floyd mjög höggþungur, þá var hann að sigra með fléttum og rothöggum. Kannski var hans stærsti sigur á ferlinum gegn Diego Corrales, hann hefur barist undanfar- in 10 ár aðeins gegn elítu boxurum. Þeir hafa ekki átt séns í hann, stundum hafa yf- irburðirnir verið svo miklir að fólk hefur sagt bardaga hans vera leiðinlega. Þeir hafa kannski ver- ið leiðinlegir því andstæðingar hans hafa ekki átt séns. Hann er sérfræðingur í lesa andstæðing sinn, hann gerir það í fyrstu lotun- um. Þannig geta næstu lotur eftir það orðið að niðurlægingu fyrir andstæðing hans, það hefur ekki skipt neinu máli hver það hef- ur verið. Mayweather hefur líka sýnt að hann getur tekið við högg- um. Gegn Sean Mosley tók hann á móti þungu hægri höggi og stóð það af sér, hann fann fyrir því en fór ekki í gólfið. Floyd er að vísu fertugur núna og það getur skipt einhverju máli. Hann er léttari og lægri en Conor, það segir okkur það að Conor á möguleika.“ Minni nánd í MMA McGregor er að fara inn á alveg nýtt svið, hvað þarf hann að gera til að vinna? „Í MMA hafa yfirburðir Conor verið í líkingu við yfirburði Floyd í hnefaleikum en þar gilda allt aðrar reglur og leikurinn er allt öðruvísi fyrir utan þá staðreynd að það eru notaðir hnefar í báð- um íþróttum. Í MMA er nándin miklu minni og þeir eru miklu fjær hvor öðrum en þeir þurfa að vera í hnefaleikum, þar þarftu að vera nær andstæðingi þínum til að geta komið inn. Í MMA er sparkað og menn nota lappirnar sem gefur tækifæri á að vera aðeins fjær. Ef Conor ætl- ar að eiga möguleika þá verð- ur hann að gera eitthvað í fyrstu fjórum lotunum annars verður hann niðurlægður. Hann hefur engu að tapa enda verður þetta í fyrsta sinn sem hann berst sem atvinnumaður í hnefaleikum. Hann á ekki að eiga möguleika.“ Allt undir hjá Mayweather Mayweather hefur aldrei tapað á sínum ferli og er að setja ferilinn undir þegar hann berst við Írann. „Conor er að taka inn milljarða, hann þarf aldrei að hafa áhyggj- ur af fjármálum héðan af, eða afkomendur hans. Hann mun ganga heill frá þessum leik. Hann fer bara aftur inn í MMA og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu. Floyd er að leggja allt undir, hann er að leggja ferilinn undir, hann er að leggja goðsögnina sína undir, það er allt undir hjá hon- um. Öll pressan er á Floyd, það ætti að geta unnið með Conor. May weather er hins vegar vanur þessu, það er daglegt brauð fyrir hann að vinna undir svona pressu. Þetta er bara annar dagur á skrifstofunni fyrir hann, hann er ekki bara að þessu fyrir pening- ana. Samkvæmt bókinni þá tapar Conor og það ætti að koma nein- um á óvart. Það forvitnilega við bardagann verður að sjá hvort hann eigi möguleika gegn besta boxara samtímans. Ég vona, fyrir skemmtunina, að Conor vinni og það er alveg möguleiki. Ef þetta væri stærðfræði þá segði ég að Floyd ynni. Conor þarf að geta slegið hann niður til að eiga möguleika á sigri.“ n Peningabardaginn fer í sögubækurnar n Ótrúleg fjárhæð í spilunum hjá Mayweather og McGregor n Bubbi spáir í slaginn Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Framan af ferlinum var Floyd mjög höggþungur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.