Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Blaðsíða 60
36 menning Helgarblað 25. ágúst 2017 Þ að frjálsræði sem felst í rými listarinnar hefur í gegnum tíðina oft laðað að sér fólk sem er á skjön við hið hefðbundna borgaralega samfélag. Þannig hefur hinseg­ in fólk til dæmis oft verið hluti af bóhemískum kreðsum lista­ manna og róttæklinga þar sem það hefur fengið aukið frelsi til lífs og athafna. Þannig var það til að mynda á sjötta áratugnum á Íslandi þegar karlmenn sem töluðu óvenju fjálglega og opinberlega um hinsegin hneigðir sínar fóru í fyrsta skipti að safnast saman á óformlegum samkomustöðum, til að mynda kaffihúsinu Adlon við Laugarveg 11. Í nýlegri grein í bókinni Svo veistu að þú varst ekki hér – hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi bendir Ásta Kristín Benediktsdóttir, doktorsnemi í ís­ lenskum bókmenntum, á það að í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um samkynhneigð á sjötta ára­ tugnum hafi oft verið sett hálf­ gert samasemmerki milli „kyn­ villinganna“ og ákveðinnar gerðar „slæmra og iðjulausra“ listamanna – hvorir tveggja voru álitnir til marks um útlenska sið­ spillingu sem kom til landsins með nútímavæðingunni. Meira frjálsræði í listamannakreðsum „Í kringum árið 1950 fóru íslenskir fjölmiðlar í fyrsta skipti að tala um samkyn­ hneigð hér á landi – það er að segja ekki bara sem eitt­ hvert loftkennt órætt fyrir­ bæri sem er bara til í út­ löndum. Þessi orðræða um „kynvillinga“ á Íslandi var nánast alltaf neikvæð og fordæmandi. Eitt af því sem mér fannst merkilegt þegar ég skoðaði þetta var að það var stundum talað um þá sem á þeim tíma voru kallaðir „kynvillingar“ á svipaðan hátt og um ákveðna gerð listamanna,“ segir Ásta Kristín. „Þetta kemur skýrast fram í Mánudagsblaðinu, sem var slúðurfjölmiðill þess tíma, en þar er dregin lína beint á milli þess að vera kynvillingur og að vera vondur og iðjulaus lista­ maður. Það er talað um þessa tvo hópa á mjög svipuðum nót­ um, þeir voru sagðir siðspill­ andi, gætu haft slæm áhrif og væru vondar fyrirmyndir fyr­ ir ungt fólk,“ segir hún og vís­ ar meðal annars í umfjöllun Fordæmandi orðræða úr Mánudagsblaðinu 27. okt. 1958 Síðustu ár hefur þó kynvilla farið í vöxt hér á Íslandi. Ein opinber stofnun hefur verið annáluð fyrir brot á velsæmi í þessum efnum, svo mjög að til umtals og ráðstafana hefur komið hjá forstöðumönnum hennar. Sjoppa ein við Laugaveginn, aðsetursstaður mislukkaðra og lukkaðra listamanna, skólakrakka og lýðs, hefur fengið á sig orð sem stefnumótsstaður kynvillinga. Þá er og mjög haft í orði, að ýmsir „klúbbar“ slíkra manna séu við lýði, og enn fremur að einstaka menn haldi „frillur“. Sirkus kynvillinga og vondra listamanna Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „ þessum skoðun- um kemur fram áhugaverð samsuða af því að vondir listamenn séu ákveðin tegund af manneskju og að þeim fylgi vont siðferði. Kynvillubæli Á Laugavegi 11 hittist ákveðin bóhemía á sjötta áratugnum, kreðsa af allskonar fólki, listamönnum og öðrum sem voru viljandi eða óviljandi svolítið á skjön við hið borgaralega samfélag – meðal annars hinsegin fólki. Frá vinstri á myndinni eru Jón Laxdal, Elías Mar, Kristinn Gestsson, Dagur Sigurðarson og Magnús Guðbjörnsson. Ásta Kristín Benediktsdóttir skoðar orðræðu um samkynhneigð og samkomustaði hinsegin fólks á sjötta áratugnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.