Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Blaðsíða 32
Hamskipti Odee Náði af sér 50 kílóum – Ný sería og nám Listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig, er löngu orðinn þekktur fyrir állistaverk sín. Segja má að hamskipti hafi orðið í lífi hans á tæpu ári, en hann hefur náð af sér 50 kílóum með breyttu líferni, er sestur á skólabekk aftur og fagnar nýrri seríu af listaverkum. Ég er nýbyrjaður í skólanum og er strax byrjaður að fá fyrirspurnir um að greina fólk,“ segir Oddur og hlær, en hann er ný kominn af nýnema­ dögum Háskólans á Akureyri, þar sem hann var að hefja nám í sálfræði. „Kunningi minn hringdi í mig og sagðist vera að tala við konu og var að biðja mig að greina hvað hún meinti með hinu og þessu. Svo var ég uppi í álveri áðan og þar voru tvær konur að tala við mig og mjög varar um sig, hvort ég væri nú með eitthvert sálfræði­ próf á þeim.“ Uppörvandi að stunda nám Oddur var síðast í skóla fyrir þremur árum þegar hann lagði stund á viðskiptafræði við sama skóla, en hann hætti námi þegar vel fór að ganga í listinni. Að­ spurður af hverju sálfræði varð fyrir valinu núna, segir hann hana góðan grunn fyrir margt annað og hann stefni ekki á að verða klínískur sálfræðingur. „Ég hef bara gaman af mannlegum samskiptum, svo er mikil heim­ speki í náminu og þetta er góður grunnur til að læra margt annað. Ég væri til í að klára sálfræðina og fara svo í markaðsfræði til dæmis. Svo er bara svo skemmtilegt að læra og kynnast nýju fólki, það er uppörvandi að vera í skóla,“ segir Oddur. Fjarnámið hyggst hann stunda með állistinni og fullri vinnu, en Oddur vinnur í álverinu á Reyðar­ firði. „Ég vinn fimm daga í einu og er síðan í fimm daga fríi þannig að ég vona að þetta sé hentugt saman. Svo get ég kannski samið um að fá að lesa einhverjar bækur á næturnar í vinnunni.“ Þrjár sýningar og ný állistasería Á Akureyri stendur núna yfir sýning á verkum Odds, eins konar yfirlitssýning, sem lýkur á Akur­ eyrarvöku, sem fer fram núna um helgina, 25.–27. ágúst í Amaró­ húsinu. „Sýningin er eiginlega sam­ antekt af mínum verkum,“ segir Oddur sem fór með öll álverk sem hann átti heima hjá sér á sýninguna á Akureyri. „Ég átti nokkuð gott safn hér heima af blönduðum verkum síðustu þriggja ára, sum þeirra eru frá því að ég byrjaði í listinni og ég er búinn að selja nokkur þeirra á sýningunni.“ Í tilefni 10 ára afmælis Alcoa, verður Oddur síðan með tvær sýn­ ingar í álverinu á Reyðarfirði. „Þar verður peningaserían til sýnis, en hún vakti mikla athygli á Ljósa­ nótt í Keflavík í fyrra. Svo verð ég annars staðar í álverinu með fimm metra álverk til sýnis,“ segir Odd­ ur. Vonast hann til að það verk verði útilistaverk í sundlauginni á Eskifirði, en það bíður umsagnar frá íþrótta­ og tómstundanefnd og menningar­ og safnanefnd Fjarðabyggðar vegna sumarleyfa, „en ég vona að tillagan fái góðar móttökur.“ Ný sería í vinnslu „Svo er ég að vinna í nýrri seríu sem ég vona að ég geti sýnt fyrir jól, hún heitir Ürverk, og þar er ég að vinna með einfaldleikann. Hvert verk er í raun einfalt í sam­ setningu, en mörg saman mynda þau eina heild. Serían tekur á nú­ tíma efnishyggju, hlutum sem fólk langar í og er að kaupa í góðærinu sem er í gangi núna,“ segir Oddur. „Ég er alltaf að leita að nýjum efnivið og nýjum miðlum til að koma verkum mínum á framfæri og ég fylgist vel með nýjustu tækni, ég bind mig ekki við álið en það hentar vel núna. Álið skilar bjartri áferð og litum. Eitt af því sem mótaði listsköpunina hjá mér voru tölvuleikir og kvikmyndir, þetta var eitthvað nýtt þegar ég var að alast upp.“ 50 kíló farin á 10 mánuðum Það er ekki ofsögum sagt að Oddur sé eins og nýr maður í útliti, en hann hefur misst 50 kíló síðan í október í fyrra. Hann fór þó ekki í neinar öfgar og byrjaði einfaldlega á að taka til í matar­ æðinu og ástæðan fyrir breyttu líferni er einföld: betri fyrirmynd fyrir synina. „Mér leið alls ekki illa að vera of feitur, mér leið bara vel, jafnvel betur en núna,“ segir Oddur og hlær. „En þetta var spurning um að prófa eitthvað nýtt, ég ákvað að gera þetta að nýju áhugamáli og vera jafnframt góð fyrirmynd fyrir strákana mína, þeir eru fjögurra ára og eins árs. Ég varð einstæður faðir í október í fyrra og þurfti aðeins að hugsa minn gang og vildi geta gefið strákunum hollan mat og verið fyrirmynd. Svo hefur þetta ýmsa aðra kosti, Ný sería í viNNslu „Svo er ég að vinna í nýrri seríu sem ég vona að ég geti sýnt fyrir jól, hún heitir Ürverk, og þar er ég að vinna með einfaldleikann. Hvert verk er í raun einfalt í samsetningu, en mörg saman mynda þau eina heild.“ Ürverk Eitt af verkum nýju seríunnar, Ürverk, innrammað og komið á vegg. Doktor MaNhattaN Oddur við eitt verk sitt, Doktor Manhattan, en það seldist á sýningunni á Akureyri. Myndin er tekin við Jarðböðin við Mývatn. Fyrir og eFtir Það stórsér á Oddi, en hann hefur misst 50 kíló á 10 mánuðum me ð breytt- um lífsstíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.