Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Qupperneq 6
6 Helgarblað 6. október 2017fréttir Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is KrúnuleiKar á Hvanneyri n Starfsfólk undrandi vegna skipunar rektors n Pólitískt inngrip„Þetta var sam­ eining sem mislukkaðist. „Þetta er ekki eðli­ legur vinnustaður. Þarna er margra ára upp­ söfnuð gremja. Þ ann 21. september var tilkynnt að Sæmundur Sveinsson, doktor í grasafræði, hefði verið skipaður rektor Landbúnaðar­ háskólans á Hvanneyri af menntamálaráðherra til eins árs, en þá yrði staðan auglýst aftur. Málið hefur slegið starfsmenn skólans og margir telja ráðn­ ingarferlið stórundarlegt. Jafn­ framt að það vegi að akademísku frelsi stofnunarinnar og megi telj­ ast pólitískt inngrip. Reynt að koma rektor frá Árið 2005 voru þrjár ríkisstofn­ anir sameinaðar í eina, Land­ búnaðarháskóla Íslands. Starfs­ stöðvarnar eru þó enn á sömu stöðum og fyrir sameiningu, það er á Hvanneyri, í Keldnaholti í Reykjavík og á Reykjum í Ölf­ usi. Nemendur eru 380 talsins og starfsmenn 85. Starfsmaður skól­ ans, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir Landbúnaðarháskól­ ann hafa verið í mikilli kreppu allt frá stofnun. „Þetta var sameining sem mislukkaðist. Það var enginn stjórnandi sem vildi sameiningu en fólkið á Hvanneyri sá þó fyrir sér að hún gæti orðið innspýting fyrir svæðið.“ Raunin varð hins vegar önnur og langflestar akademísku stöð­ urnar eru í Reykjavík en starfs­ mennirnir keyra til Hvanneyrar til að kenna. „Þess vegna er mikil kergja milli vinnustöðvanna. Það er byggðapólitískur vinkill sem gerir þennan skóla sérstakan.“ Hann segir deilurnar mjög miklar og allir spili sinn leik, bæði yfir­ menn og millistjórnendur, og að mörg erfið mál hafi komið upp á undanförnum árum. Nefnir hann sérstaklega tvö eineltis­ mál, annars vegar milli tveggja prófessora og hins vegar milli kennara og nemanda sem tekið var fyrir af erlendri úttökunefnd. Einnig er ritstuldarmál innan skólans auk trúnaðarbrests milli rektors og starfsmanns sem vís­ að var til Félags íslenskra náttúru­ fræðinga. „Þetta er ekki eðlilegur vinnustaður. Þarna er margra ára uppsöfnuð gremja.“ Sumarið 2014 var Björn Þor­ steinsson prófessor skipaður rektor skólans en eiginkona hans, Anna Guðrún Þórhallsdóttir, starfar einnig sem prófessor við skólann. Sumir starfsmenn segja þetta augljósan hagsmunaá­ rekstur sem lýsi sér best í því að rektor hafi ítrekað þurft að víkja af fundum háskólaráðs þegar mál­ efni hennar bar á góma. Heim­ ildarmaður DV segir allt hafa farið í háaloft þegar hann hafi kært annan starfsmann skólans. „Það var mjög erfitt mál innanhúss og fólk skiptist í fylkingar. Í mínum huga var alveg ljóst að það var þarna ákveðinn hópur sem vildi rektor frá og það var orðið mark­ mið í sjálfu sér. Það má segja að það sé fólkið í Keldnaholti sem sé mest í því að rugga bátnum.“ 1.janúar á þessu ári óskaði Björn eftir starfslokum og að hann myndi snúa aftur til fyrri starfa sem prófessor. Var það samþykkt á fundi og ákveðið að auglýsa stöðu rektors. Óvænt uppástunga Umsóknarfrestur rann út þann 25. apríl og þá höfðu sex manns sótt um stöðuna. Matsnefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrír umsækj­ endur uppfylltu skilyrði háskóla­ ráðs og var þeim öllum boðið til viðtals, Kristínu Völu Ragnars­ dóttur, prófessor við Háskóla Ís­ lands, Sigríði Kristjánsdóttur, lekt­ or við Landbúnaðarháskólann, og Hermundi Sigmundssyni, pró­ fessor við NTU í Þrándheimi. Hermundi var einum boðið til frekari viðræðna og hann kom fyrir háskólaráð og lýsti sýn sinni og stefnu fyrir skólann. En þegar á hólminn var komið ákvað hann að þiggja ekki stöðuna. Einhverra hluta vegna var þó ákveðið að leita ekki til annarra umsækjenda sem þóttu hæfir að mati mats­ nefndarinnar. Þetta þótti mörgu starfsfólki háskólans ákaflega undarleg niðurstaða. Í staðinn var ákveðið að búa til lista yfir hugsanlega umsækj­ endur og sá listi var sendur til menntamálaráðuneytisins. Erfið­ lega gekk þó að fá það fólk til þess að sækja um stöðuna. Heimildar­ maður DV segir: „Fólk sagði ein­ faldlega nei. Stofnunin er kom­ in með vont orð á sig og er talin geislavirk. Einn á þessum lista er vanur breytingastjórnandi og hann sagði að þetta yrði klepps­ vinna í tvö ár.“ Óvænt vending varð hins vegar í málinu þann 7. september þegar fulltrúi ráðherra í háskólaráðinu lagði til nafn Sæmundar Sveins­ sonar og að hann yrði settur til eins árs. Þetta var samþykkt fimm dögum síðar án mótbára og án þess að matsnefnd hefði metið hann hæfan til stöðunnar. Umsækjendur meta stöðuna Þetta kom mörgum á óvart, þar á meðal Kristínu Völu Ragnars­ dóttur. Hún segir: „Ég geri alltaf ráð fyrir því að svona vinna sé unnin faglega en það lítur út fyrir að það sé ekki raunin í þessu til­ felli.“ Framvindan kom henni þó ekki alveg á óvart. „Ég sótti einnig um stöðu rektors á Hvanneyri þegar hún var auglýst árið 2003 og þá var líka stórfurðulegt ferli sem fór í gang. Mér var boðið í tvö viðtöl en ekki við fagfólk heldur aðstoðarmenn ráðherra og skrif­ stofustjóra landbúnaðarráðu­ neytisins. Ég frétti það innan úr ráðuneytinu að það hefði verið mælt með mér en ráðherra hafði lofað vini sínum, sem hafði unnið í hrossarækt en aldrei í háskóla, stöðunni.“ Kristín hefur ekki í hyggju á að kæra ráðningarferlið en hyggst óska eftir rökstuðningi matsnefndar. Sigríður Kristjánsdóttir er einnig að meta stöðuna. Hún segir: „Mér finnst þetta ráðn­ ingarferli mjög skrítið og hef gert athugasemdir við það. Ég er nú að ráðfæra mig við lögfræðing um hvað ég muni gera í framhaldinu.“ Stefnt er að því að auglýsa stöðu rektors á ný eftir eitt ár en ljóst er að sitjandi rektor verður þá í kjörinni stöðu til að fá hana í ljósi reynslu sinnar. Heimildar­ maður DV segir: „Við vitum að þegar staðan verður auglýst á næsta ári þá er ekki nokkur heil­ vita maður sem býður sig fram gegn honum. Það yrði tímasóun.“ Annar ónafngreindur heimildar­ maður bendir á að sitjandi rekt­ or hafi áður sótt um stöðu lektors hjá háskólanum en ekki fengið. Hann segir því mjög sérstakt að hann sé því ráðinn rektor án mats og án þess að uppfylla skilyrðin sem sett voru fram í upphaflegu auglýsingunni. Starfsfólk þreytt og hrætt Viðmælendur DV segja starfsand­ ann í háskólanum nú einkenn­ ast af þreytu og hræðslu. Fólk sé uppgefið vegna innanhúsdeilna og pólitískra inngripa en þori ekki að tjá sig vegna atvinnunnar. „Það er erfitt fyrir fólk sem vinnur í sér­ hæfðum rannsóknum að finna störf annars staðar. Það verður þá að snúa sér að allt öðru.“ Mestar áhyggjur hafa þeir þó af því sem stendur háskólafólki hvað næst, hinu akademíska frelsi. „Þetta er hápólitískt mál og alvarlegt inngrip í akademískt frelsi háskólans. Það er útilokað að háskólaráð hafi lagst yfir mál­ ið og séð þarna stjórnandann sem þeir þurftu. Þarna er einhver frændhygli undirliggjandi.“ Að sögn heimildarmanns hefur mál­ ið verið kært til umboðsmanns Alþingis. n Landbúnaðarháskóli Íslands „Stofnunin er komin með vont orð á sig og er talin geislavirk.“ Mynd SiGtRyGGUR ARi JÓHAnnSSon Kristín Vala Ragnarsdóttir„Ég geri alltaf ráð fyrir því að svona vinna sé unnin faglega, en það lítur út fyrir að það sé ekki raunin í þessu tilfelli.“ Mynd SiGtRyGGUR ARi JÓHAnneSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.