Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 22
22 sport Helgarblað 6. október 2017
Þ
að er allt undir þegar Ís
land heimsækir Tyrkland í
undankeppni heimsmeist
aramótsins í kvöld. Fram
undan eru tveir leikir, fyrst gegn
Tyrkjum og síðan gegn Kósóvó
heima á mánudag. Íslenska liðið
er í frábæri stöðu til að koma sér í
fyrsta sinn á lokamót HM. Reynslan
sem liðið hefur frá Evrópumótinu
í Frakklandi í fyrrasumar telur
drjúgt.
Íslenska liðið er í frábærri stöðu
fyrir síðustu tvo leikina í þessum
erfiða riðli, með þremur risum í
knattspyrnuheiminum í riðli og
í góðri stöðu. Þó að fjögur stig
myndu duga í þessum leikjum
stefna strákarnir á sigur í báðum,
hugarfarið sem komið hefur liðinu
lengra en margur þorði að vona
hverfur aldrei.
Eitt besta varnarlið í heimi
Magnús Már Einarsson, að
stoðarþjálfari Aftureldingar og rit
stjóri fotbolti.net, er einn helsti
knattspyrnusérfræðingur lands
ins þegar kemur að íslenska lands
liðinu. Magnús þekkir íslenska liðið
vel og hann á von á góðum hlutum.
„Ég er bjartsýnn því Tyrkir verða að
vinna, þeir eru svo gott sem úr leik
ef þeir gera jafntefli. Við erum ekki í
þeirri stöðu, á meðan staðan er jöfn
í leiknum þá eru miklir möguleik
ar. Ef jafnt er framan af leik þá þurfa
Tyrkir að færa sig framar og reyna
að sækja sigurinn, við erum með
leikmenn sem geta refsað þeim í
skyndisóknum. Ég er vongóður,
varnarlega hefur íslenska liðið ver
ið eitt það besta í heimi síðustu ár.
Frábært skipulag og svo lengi sem
staðan er jöfn þá er íslenska liðið
í toppmálum. Tyrkir eru fljótir að
kasta inn handklæðinu, bæði leik
menn og stuðningsmenn. Þetta
er ekki sterkasta liðið í mótlæti og
ekki með jafn sterka liðsheild eins
og Ísland hefur. Þeir hafa notað 34
leikmenn í þessari undankeppni
á meðan Ísland hefur notað 21.
Menn þekkjast betur í íslenska
liðinu, miklu betri heild og það er
miklu sterkari kjarni sem er á bak
við liðið heldur en hjá Tyrkjum.
Stuðningsmenn þeirra eru kröfu
harðir og ef illa gengur eru þeir
fljótir að láta það heyrast, það gæti
unnið með íslenska liðinu ef Tyrkir
verða í vandræðum framan af leik.“
Mjög mikilvægt að Aron verði með
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði
liðsins, er í kappi við tímann til að
ná leiknum. Meiðsli eru að hrjá
hann og hann hefur átt erfitt með
að æfa fyrir leikinn. „Það skiptir
mjög miklu máli að Aron Einar
verði með, við höfum séð að það
geta verið vandræði á liðinu ef
Aron er ekki með. Það sem gefur
þó von er að íslenska liðið stóð
sig afar vel í heimaleiknum gegn
Tyrkjum þegar Aron tók út leik
bann. Tyrkland á heimavelli er
annað lið en á útivelli, það vita all
ir. Þetta er erfiðari leikur, það gæti
orðið erfiðara að fylla skarð hans
núna. Ég ætla að vona að hann
verði með, bæði karakterinn og
gæðin sem Aron hefur eru hlutir
sem við þurfum.“
Yrði stærsta íþróttaafrek
í sögu Íslands
Margir eru á því máli að um stærsta
íþróttaafrek í sögu íslensku þjóðar
innar yrði að veruleika ef liðið
kæmist á heimsmeistaramótið,
Magnús er einn af þeim. „Við þurf
um fjögur stig. Tap í Tyrklandi þýð
ir að við þyrftum að treysta á Finn
land. Ef maður leyfir sér svo að vera
bjartsýnn þá gætu sex stig dugað til
að vinna riðilinn, ég er ekki viss um
að Króatía vinni Úkraínu á mánu
dag á útivelli. Sex stig gætu því
mögulega gefið beint sæti á HM í
Rússlandi, það yrði magnað afrek.“
Magnús er ekki frá því að ef
svo færi væri um að ræða stærsta
íþróttaafrek í sögu Íslands: „Það
komast 13 þjóðir frá Evrópu inn á
mótið þar sem allar stærstu þjóð
ir heims etja kappi. Við yrðum fá
mennasta þjóð sögunnar á HM.
Trínidad og Tóbagó er fámenn
asta þjóðin sem hefur tekið þátt
hingað til, en þar búa 1,3 milljónir.
Við erum 330 þúsund, þetta yrði
heimsfrétt.“ n
Verður þetta stærsta
íþróttaafrek í sögu Íslands?
n Stærstu leikir í sögu landsliðsins n Magnús Már metur stöðuna
Hvað segja strákarnir?
Aron Einar Gunnarsson „Ég er í kapphlaupi við
tímann í að ná þessum leik, þetta er leiðinleg staða. Ég kem
til með að gera allt til að vera klár, hvort sem það er með-
höndlun eða auka klukkutími í ræktinni. Maður reynir að
gera allt til að vera klár. Þetta er sama gamla sagan, maður
er alltaf smá tæpur þegar maður mætir. Þetta er hluti af
þessu, ég verð vonandi klár.“
Gylfi Þór Sigurðsson „Möguleikarnir eru fínir, við erum
að spila á móti öðruvísi liði en í fyrri leiknum. Þeir eru með
annan þjálfara, kjarninn af hópnum er sá sami. Þetta er á
erfiðum útivöllum, hugarfarið hjá okkur ætti að vera fara
og vinna leikinn. Það hefur gengið vel þannig, fara í leikinn
svipað og á móti Úkraínu. Við ætlum ekki að spila upp á
jafntefli, við þurfum að vinna leikinn ef við ætlum að eiga
séns á að ná fyrsta sætinu. Við erum með sama hóp og þá,
það er gott að hafa það í reynslubankanum. Við erum með
meiri reynslu og gæði núna.“
Sverrir Ingi Ingason „Það eru fínir möguleikar, Tyrkir
eru með gott lið. Þeir eru annað lið á heimavelli, við vitum
hvað við þurfum að gera til að vinna leikinn. Möguleikarnir
í leiknum liggja í því að þeir þurfa að vinna leikinn, ef við
náum að halda skipulagi framan af þá þurfa þeir að koma
framar. Þetta er leikur upp á líf og dauða fyrir þá, möguleik-
arnir gætu legið í því að svæði gætu opnast.“
Ragnar Sigurðsson „Við vitum að þetta verður allt
öðruvísi leikur en á heimavelli þar sem við tókum þá í nefið,
þeir eiga stóran séns núna. Þeir eru á heimavelli og allur sá
pakki. Það eru miklu skemmtilegra þegar það er mikið undir,
við erum að mæta góðum andstæðingum og vitum að
þetta verður erfitt. Þá kemur meiri pressa og stress í mann,
það er skemmtilegast. Við höfum líka skitið á okkur eins og í
umspilinu gegn Króatíu en oftar en ekki þá rísum við upp.“
Jóhann Berg Guðmundsson „Við vitum þeirra
styrkleika. Við vitum að þetta er allt annað lið á heimavelli og
útivelli, þeir sýndu það með því að vinna Króata í síðasta leik.
Við teljum okkur eiga mjög góða möguleika, við vitum hvað
við eigum að gera til að vinna leikinn. Þó að það sé frábært
að vera með stuðning á heimavelli þá getur það unnið á
móti Tyrkjunum. Ef það gengur ekki vel verða stuðnings-
menn og leikmenn pirraðir. Við verðum að pirra þá vel og fá
stuðningsmenn á móti þeim.“
Staðan í riðlinum
1 Króatía 8 5 1 2 12 - 3 9 16
2 Ísland 8 5 1 2 11 - 7 4 16
3 Tyrkland 8 4 2 2 12 - 8 4 14
4 Úkraína 8 4 2 2 11 - 7 4 14
5 Finnland 8 2 1 5 6 - 10 -4 7
6 Kósóvó 8 0 1 7 3 - 20 -17 1
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is