Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Side 30
innlit ÍBÚAR: Ágústa Jónasdóttir, 34 ára hönnunarnemi og Róbert Ingi, 34 ára viðskiptafræðingur. ÁHUGAMÁL: Hönnun, hreyfing og tónlist.STÆRÐ: 62 fermetrar – 1 svefnherbergi. STAÐUR: Bryggjuhverfið í Grafarvogi. Fyrsta hæð í fjölbýlishúsi. BYGGINGARÁR: 2017. Heilbrigðar pottaplöntur á öll Heimili Áhugi Ágústu Jónasdóttur á innanhússhönnun kvikn-aði fyrir nokkrum árum þegar hún tók upp á því að kaupa gömul húsgögn og gera þau upp heima í stofu. „Ég bólstraði stóla, pússaði og málaði og reyndi svo að selja á netinu. Það er víst óhætt að segja að það hafi gengið mjög vel því ekki leið á löngu þar til ég varð að redda mér stærra húsnæði fyrir allar mublurnar af því eftirspurn- in varð svo mikil,“ segir Ágústa sem fékkst við þetta áhugamál í rúm fimm ár, meðal annars undir nafninu Álfadís á Facebook. „Svo fékk ég auðvitað leiða á þessu eins og gengur og gerist. Mig langaði að bjóða öðruvísi vöruúrval, finna eitthvað nýtt og spennandi sem sést ekki í öðrum búðum. Stundum er allt svo keimlíkt hérna. Þetta leiddi svo af sér fyrirbærið Íslensk heimili en það er vefverslun sem við Róbert kærasti minn rekum í sameiningu. Það er að segja, ég sé um að velja vörurnar og hann passar upp á bókhaldið.“ Hverjar eru áherslurnar hjá þér þegar kemur að því að gera fínt á heimilinu? „Það getur verið svo margt, allt frá samspili lita yfir það að blanda saman nýjum og gömlum munum. Núna er ég samt alveg yfir mig áhugasöm um alls konar potta- plöntur og stofublóm. Þegar ég var lítil stelpa þá var mamma alltaf að stússast eitthvað með plöntur. Heimilið okkar var gersamlega troðið af plöntum. Eins og frum- skógur. Ég var samt ekkert sérstak- lega áhugasöm um þær þangað til fyrir nokkrum árum. Ég átta mig á að pottaplöntur eru mikið í tísku núna en ég vil auðvitað meina að ég hafi verið langt á undan minni samtíð,“ segir Ágústa og hlær. „Ég er allavega búin að smita margar af vinkonum mínum af þessum áhuga og orðin sérlegur pottaplönturáð- gjafi í vinahópnum. Mér finnst að öll íslensk heimili ættu að inni- halda heilbrigðar pottaplöntur.“ „Heimilið okkar var gersamlega troðið af plöntum. eins og frumskógur. Ég var samt ekkert sérstak- lega áhugasöm um þær þangað til fyrir nokkrum árum. HILLA UNDIR FÍNERÍ „Þetta er String hilla sem ég keypti í Epal fyrir svona hálfu ári. Í henni geymi ég alls konar dót, það er mismunandi hvað er þarna hverju sinni. Maður er alltaf að skipta út og raða upp á nýtt eftir því hvernig stuði maður er í.“ LJÓÐ ERU GÓÐ what if I fall? oh, my darling, what if you fly? GULLFALLEGUR GyÐINGUR „Þessa gullfallegu plöntu tók ég með mér frá Svíþjóð en með tímanum á hún eftir að stækka og verða að fal- legri hengiplöntu. Margir halda að það sé ólöglegt að flytja plöntur á milli landa en það er það ekki. Maður þarf bara að passa að taka ekki fleiri en þrjár í einu.“ ELDHÚSIÐ „Liturinn á eyjunni og innréttingunni hefur eðlilega áhrif á litavalið í þessu opna rými sem sameinar bæði eldhús, borðstofu og stofu. Ef hún hefði verið grá eða kannski svört þá hefði það breytt ásýndinni mikið. Hlutleysið skiptir miklu og líka þessi náttúru- lega áferð. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.