Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Side 58
34 menning Helgarblað 6. október 2017
A
llt frá því að hip-hop spratt
fyrst upp úr fátækrahverf-
um New York fyrir fjörtíu
árum hefur tónlistin verið
náið samstarfsverkefni taktsmiðs
og rappara, undirleiks og raddar.
Starf og hlutverk taktsmiðsins hef-
ur þó tekið stakkaskiptum og nýr
búnaður sem hann hefur tekið í
notkun við tónsmíðarnar endur-
mótað hljóðheim rappsins oftar
en einu sinni.
Blaðamaður DV kynnti sér sögu
hip-hop hljóðsmíða og ræddi við
nokkra íslenska „pródúsera“ um
hljóðheim íslensks rapps, grósku
og tæknibyltingar í hljóðfram-
leiðslu.
DJ-inn verður framleiðandi
Í upphafi var það plötusnúður,
sem var kallaður DJ, sem sá um
að skapa hip-hop tónlistina með
tveimur plötuspilurum og „mixer“,
með því að endurtaka og blanda
saman brotum úr fönk- og sálar-
tónlist, á meðan rapparinn, sem
fékk heitið MC, flutti rímur yfir
taktana.
Á níunda áratugnum þegar
rappið var ekki lengur aðeins götu-
íþrótt fóru hip-hop tónlistarmenn
í auknum mæli að nota trommu-
heila, hljóðgervla og samplera til
að smíða taktana. Hljóðsmiðirnir
voru ekki endilega lengur aðeins
plötusnúðar heldur farnir að
smíða tónlistina frá grunni, þeir
voru framleiðendur lagsins. Það
sem á ensku er kallað „producer.“
Á tíunda áratugnum þegar
hip-hop varð að óumdeilanlegu
afli í alheims-meginstraumstón-
list varð hljómframleiðslan stöð-
ugt fágaðri og um margt svip-
aðri popptónlistarsmíðum.
Vinsælustu rappararnir voru al-
þjóðlegar stjörnur með stór fram-
leiðsluteymi, tónlistarmenn og
risastór stúdíó á bak við sig. Full-
komin hljóðvinnsluver og fjöl-
breyttur tækjabúnaður voru
hljóðfæri „pródúseranna.“
Á fyrsta áratug nýrrar ald-
ar, þegar vinsældir danstónlist-
ar (Electronic Dance Music) voru
að aukast í Bandaríkjunum og
tækin sem tölvutónlistarmenn
notuðu urðu stöðugt öflugri, ódýr-
ari og aðgengilegri, fóru að koma
fram hip-hop framleiðendur sem
notuðu aðeins tölvur með hljóð-
smíðaforritum og midi-hljóm-
borðum til að smíða tónlistina.
Ekki aðeins gátu slíkir framleið-
endur unnið mun hraðar en áður
heldur varð hljóðheimur rapps-
ins þar með náskyldari dans- og
popptónlist samtímans. Þessi
tölvugerða rapptónlist var sú ný-
stárlegasta og ferskasta undir
lok áratugarins og hefur verið
kóngurinn æ síðan, meðal annars
á Íslandi.
Ekkert nema
hljóðnemi og fartölva
Þessi þróun hefur gert það að
verkum að stór hljóðvinnslu-
ver eru orðin lúxus frekar en
nauðsyn. Í dag er auðvelt að
nálgast hljóðvinnslufor-
rit ódýrt (eða með ólög-
legu niðurhali) og hægt
er að verða sér úti um
vel hljómandi staf-
ræna hljóðgervla og
hljóðpakka á netinu.
Á sama tíma hefur
aðgengi að kennslu á forritin og
hvernig skal smíða tiltekin hljóð
aukist með Youtube-myndbönd-
um. Möguleikar á að dreifa tón-
listinni milliliðalaust á netinu
hefur þá gert áhugamönnum og
upprennandi tónlistarfólki auð-
velt að deila efni, eiga í samskipt-
um þvert á landamæri og bregð-
ast við þróun og nýrri tísku á áður
ómögulegum viðbragðshraða.
„Þessi „production“ heimur
hefur sprungið mikið út að
undanförnu, sérstaklega eftir að
EDM sprakk út í Bandaríkjunum
og það varð álitið meira kúl að
pródúsera. Búnaðurinn er orðinn
svo góður og það er orðið svo gott
aðgengi að alls konar kennslu á
netinu, myndböndum sem sýna
manni hvernig er hægt að ná
fram ákveðnu hljóði, og alls konar
„resourcum.“ Þannig að menn
eru orðnir fljótir að læra. Maður
þarf ekkert nema míkrófón og far-
tölvu og þá getur maður búið til
banging hip-hop lag,“ segir Björn
Valur Pálsson sem er þekktastur
fyrir að vinna tónlist með Emm-
sjé Gauta.
„Hljóðin sem fólk er að
nota – soft-syntharnir –
eru farin að hljóma svo
miklu, miklu, miklu betur
en áður. Ef þú ert svo að
vinna með „compact“
hljóðpakka færðu líka
mikið af sömplum sem
er búið að taka upp en
þú færð mikið frelsi til að
breyta þeim eins og þú
vilt. Svo ertu líka kominn
með Youtube og Google,
besta skóla í heiminum –
þar er allt sem þú þarft að
vita,“ segir Helgi Sæmund-
ur úr hljómsveitinni Úlfur
Úlfur.
Arnar Ingi – einnig þekktur sem
Young Nazareth – plötusnúður og
pródúser Sturla Atlas, hefur svip-
aða sögu að segja: „Sjálfur lærði
ég eiginlega allt af Youtube. Það er
orðið svo einfalt fyrir fólk að skapa
Hljóð-
smiðir
rappsins
n Bylting hefur átt sér stað í
hljóðheimi íslensks hip-hops
n Betri forrit, Youtube-
skólinn og aukinn metnaður
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Sampler Samplerar gera tón-
listarmönnum kleift að taka upp
hljóð eða nota hljóð úr eldri upp-
tökum, spila aftur og setja upp
takta með þessum forsmíðuðu
hljóðum. Akai MPC60 sem kom á
markað árið 1988 var lengi vinsæll
meðal hip-hop framleiðenda.
Trommuheili Á níunda áratugnum
fóru hip-hop tónlistarmenn að smíða
takta með trommuheilum,
tækjum sem innihalda
fjölda forsmíðaðra
rafrænna trommu-
hljóða sem er hægt
að raða upp. Afrika
Bambataa, Beastie
Boys, Run–D.M.C.,
LL Cool J, og Public
Enemy voru á meðal
þeirra sem notuðu
Roland TR-808
í taktsmíðum sínum.