Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Síða 64
40 menning Helgarblað 6. október 2017 Lagið B.O.B.A. hefur á örfáum vikum farið langt með að verða eitt vinsælasta rapp- lag Íslandssögunnar, er mest spil- að á Spotify um þessar mundir og situr á toppi vinsældalista Rásar 2. Nú þekkja allir og amma þeirra hina viðkunnanlegu rapptán- inga JóaPé og Króla en maðurinn á bak við taktinn í þeirra frægasta lagi er minna þekktur, en það Ís- firðingurinn Þormóður Eiríksson. „Ég var að æfa á gítar þegar ég var yngri og byrjaði að „pródúsera“ þegar ég var að reyna að gera „playback“ fyrir gítarinn. Smám saman hætti ég svo að grípa í gítarinn og fór bara að vinna tónlist í tölvunni. Ég hef verið að gera allt frá house og yfir í hip-hop, prófað mig áfram með alls konar tónlist- arstefnur og það er eiginlega fyrst núna sem ég er ákveðinn í því að vinna að rappi. Þegar maður sér að eitthvað er að virka langar mann að halda því áfram,“ segir Þormóð- ur. „Ég byrjaði upphaflega að gera tónlist í FL Studio. En þegar ég byrjaði að taka meira upp þá leit Logic betur út, þannig að ég nota Logic Pro X en hoppa af og til aftur í FL Studio. Sameiginlegur vinur okkar hafði verið að tala mikið um Jó- aPé og Króla og sýna mér lög sem þeir höfðu verið að gera. Svo komu þeir og spiluðu á lítilli hátíð sem var haldin hérna fyrir vestan, LÚR – sem stendur fyrir Langt úti í rass- gati. Eftir það komu þeir upp í stúd- íó til mín og við kláruðum heilt lag á einum degi – það var Oh Shit,“ út- skýrir Þormóður um upphaf sam- starfsins við JóaPé og Króla. Hann kemur að þremur lög- um á nýútkominni plötu þeirra Gerviglingur en það er mismun- andi hvernig lögin hafa verið unn- in enda er hann í hálfgerðu fjar- sambandi við rapparana. Oh shit framleiddi hann frá upphafi til enda, en í laginu *Sagan af okk- ur* smíðaði hann einungis taktinn og í slagaranum B.O.B.A var far- inn einhvers konar millivegur. „Ég gerði taktinn, sendi hann suður þar sem þeir tóku upp hjá $tarra. Svo sendum við upptökurnar fram og til baka. Hann tók upp og sendi mér raddir og ég mixaði þær við, en svo masteraði hann.“ Og hvernig varð B.O.B.A til? „Þetta er eitt af þeim fáu lögum þar sem að ég byrjaði á trommun- um. Samdi svo hljómana og lag- línuna á gítar en forritaði svo lag- ið í Logic Pro. Þegar „beatinn“ var tilbúinn þá sendi ég hann suður og fékk demó til baka um kvöldið, svo þróuðum við uppsetninguna á laginu saman í einhvern tíma. Við vildum gera lag sem myndi virka vel í partíum og svoleiðis.“ Um hvort það skipti máli hvar maður er staddur á landinu þegar maður er að vinna takta segir hann: „Það góða við Vestfirði er að maður hefur tíma og svig- rúm til að hugsa, en það hamlar manni á vissan hátt að vera þar – tengiliðirnir eru í Reykjavík og maður ætti helst að vera á staðn- um,“ segir Þormóður, en þegar við- talið á sér stað er hann um það bil að flyta suður. Helgi Sæmundur Einnig þekktur sem: IamHelgi, Evil Mind. Aldur: 30. Önnur nýleg lög: Úlfur Úlfur - Geimvera, Reykjavíkurdætur - Tista, KÁ/ÁKÁ - Draugar (feat. Úlfur Úlfur). Samstarfsfólk: Úlfur Úlfur, SXSXSX, BlazRoca, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur. Forrit: Ableton og Logic. Þormóður Eiríksson Aldur: 21 Önnur nýleg lög: JóiPé og Króli - Oh shit, JóiPé og Króli - Sagan af okkur (feat. Helgi A og Helgi B). Samstarfsfólk: JóiPé og Króli. Forrit: Logic og FL Studio. Úlfur Úlfur hefur verið ein mest áberandi hljómsveitin í rappsenunni undanfarin ár eða alveg frá 2011 og hefur vafalaust verið einn af helstu áhrifavöldum þess að íslenskt rapp fann sína sérstöku rödd um miðjan áratuginn. Helgi Sæmundur hefur ekki aðeins verið helmingur rapp- dúettsins frá Sauðárkróki held- ur einnig framleitt nánast alla tónlistina. Hann er þó ekki við eina fjölina felldur, skipar einnig hljómsveitina SXSXSX, hefur gert lög fyrir listamenn á borð við Emmsjé Gauta og Reykja- víkurdætur og er nú að stíga sín fyrstu skref í að semja tónlist fyrir sjónvarp. „Mamma og pabbi eru bæði tónlistarfólk. Þegar ég var svona fimmtán ára keyptum við M-Box og upptökuforritið Protools og þar byrjaði ég að leika mér takta. Það er um það leyti sem ég byrja að vinna með Arnari, við bjugg- um næstum því hlið við hlið og vorum mikið inni í bílskúr að leika okkur að taka upp. Ein- hverju seinna byrjuðum við svo í hljómsveitinni Bróður Svartúlfs, þá var rappáhuginn eitthvað dottinn upp fyrir hjá mér og mig langaði bara að spila á hljóð- færi,“ segir Helgi, en hljóm- sveitin vann Músíktilraunir árið 2009 og gaf út eina EP-plötu áður en hún hætti og endurfæddist sem Úlfur Úlfur. „Ég fór að vinna í Cubase þegar við Arnar vorum að vinna með Reddlights, þegar þeir voru fluttir suður en við vorum ennþá á Sauðárkróki. Núna nota ég svo aðallega Ableton – þótt ég sé líka alveg að daðra við Logic.“ Hefur það áhrif á tónlistina hvaða forrit þú ert að nota? „Það er erfitt að segja, en mér finnst ég hafa meira frelsi í Ableton. Mér finnst eins og það séu færri reglur sem maður þarf að fylgja – það er svo opið kerfi – þannig að hugmyndirnar sem ég er með í kollinum koma skýrar fram þar en annars staðar.“ Helgi segist nota mikið af hljóðfærum, hljóðgervlum og öðrum hliðrænum tækjum þegar hann gerir takta: „Ég eyði ótrúlega miklu í alls konar „modular“ og „analog-dót.“ Kannski er þetta bara einhver söfnunarárátta en mér finnst svo skemmtilegt að nota hendurnar – að geta verið að snúa tökkum. Þótt maður vinni ekki jafn hratt og ef maður er bara að lúppa „soft-syntha“ þá finnst mér eins og það verði aðeins lífrænna. Ég nota aðallega syntha en ég er líka farinn að fikta með fjögurra- rása-kasettutæki, þá keyri ég hljóðin í gegnum ódýrar segul- bandsspólur og fæ „nice“ „hiss“ og alls kyns hávaða sem mér finnst mjög fallegur. Ég er líka með „pitch“ takka þannig að ég get hægt á því eða hraðað og svo framvegis,“ segir Helgi. Hann segir að útsetningin sé líklega það mikilvægasta í góðum rapptakti: „Ég hef yfir- leitt gert þau mistök að troða allt of miklu í taktana mína. Ef ég er að hugsa um epískt við- lag þá set ég þrjá mismunandi „pads“, bissí syntha-línu yfir. En það sem hefur gerst hjá mörgum pródúserum að undanförnu, til dæmis Reddlights og Aron Can- genginu, er að útsetningin er orðin svo góð að það verður nóg pláss fyrir allt,“ segir Helgi. Rapparinn Birnir skaust fram á sjónarsviðið í byrjun árs með lögunum Sama tíma og Ekki Switcha. Rappstíll Birnis er eitur- svalur og letilegur og sljór og pass- ar fullkomlega við djúpa, kalda, naumhyggjulega og lyfjaða taktana sem eru framleiddir af Ými Rúnars- syni, sem kallar sig WHYRUN. „Ég byrjaði að gera tónlist fyrir svona ellefu árum. Ég fékk mér gamalt „version“ af FL Studio og byrjaði að fikta. Fyrstu árin var ég að gera frekar glataða teknótónlist, en ætli það séu ekki svona níu ár síð- an ég byrjaði að gera „beats“,“ segir Ýmir sem hefur notað FL Studio við upptökurnar æ síðan. Hann segist ekki notast við hljóðfæri heldur smíðar hljóðin öll í tölvunni og stjórnar með midi-stýritækjum. Þó að Ýmir hafi verið að gera rapptakta í tæpan áratug er það fyrst í ár sem lög framleidd af Ými vekja almennilega athygli: „Ég var mikið að gera beats heima hjá mér sem ég seldi svo í gegnum netið, bæði til útlanda og til einhverra krakka hérna heima. En svo fékk ég loksins stúdíó fyrir einu og hálfu ári. Hugmyndin var ekki að vera að taka upp heldur bara gera fleiri takta til að selja. En þá frétti Birn- ir af því að ég væri kominn með þetta stúdíó og hafði samband. Við linkuðum upp og tókum svo alveg heilt sumar í að finna okkur – gera lög sem komu aldrei út.“ Eru einhverjir peningar í því að selja takta? „Já, ef maður gerir það rétt. Ég þekki að minnsta kosti fólk sem fær mjög fínan pening út úr því að selja beats í gegnum netið. En ég er búinn að setja þetta á „hold“ í bili en þetta er planið hjá mér.“ Ýmir segist ekki vilja ofhugsa hlutina og segir að takturinn fyrir Ekki Switcha og upptökurnar með Birni séu gerðar á einum degi: „Ég vil ekki hafa þetta of flókið. Ég reyni bara að gera einfalda takta þar sem hvert einasta hljóð er mjög rétt. Ég vil hafa fá element en passa að þau virki fullkomlega saman, hafa nóg pláss fyrir rapparann til að gera lag- ið að sínu,“ útskýrir hann. „Þegar ég var að byrja var lítið í gangi í íslensku rappi en núna er svo margir að pródúsera. Mér finnst líka geggjað hvað íslenskir rapparar sækja mikið í íslenska pródúsera, því það væri ekkert mál fyrir þá að kaupa bara einhver beat á netinu – þar getur maður valið úr milljón töktum. En þeir vilja að allt lagið sé íslenskt, og það er alveg geðveikt fyrir senuna.“ WHYRUN Skírnarnafn: Ýmir Rúnarsson. Aldur: 24. Önnur nýleg lög: Birnir - Sama tíma, Huginn - Gefðu mér einn. Samstarfsfólk: Birnir, Huginn, SKASTR/K Forrit: FL Studio. Maðurinn á bak við Ekki switcha með Birni Maðurinn á bak við B.O.B.A með JóaPé og Króla Maðurinn á bak við Bróðir með Úlfur Úlfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.