Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 22
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Ottó var 230 kíló í byrjun árs 2012. Hann var kominn með sykursýki á háu stigi og var þyngdin farin að há honum í starfi. Yfirmaður Ottós hjá Orkuveitunni kom honum að hjá VIRK sem vísaði honum til Estherar Helgu. Hann hefur notið leiðsagnar hennar síðan. Ég byrjaði að þyngjast ungur að árum og eins og flestallir í þeim sporum hef ég margoft farið í megrun. Þannig náði ég oft af mér tugum kílóa en þau komu alltaf jafnharðan aftur og oftar en ekki bættist annað eins við, enda vantaði mig alla eftirfylgni og hlut- irnir fóru fljótt í sama farið,“ lýsir Ottó sem ráðleggur fólki frekar að gera ekki neitt heldur en að fara í megrun þegar það er ekki til- búið til að fylgja henni eftir. „Mín reynsla er sú að þá verður maður bara þyngri en áður.“ Ottó hefur starfað hjá Orku- veitunni í 45 ár og var svo komið að hann var farinn að missa úr vinnu vegna þyngdarinnar, enda kominn með sykursýki á háu stigi. „Yfir- maður minn kom mér þá að hjá VIRK – Starfsendurhæfingarsjóði sem kom mér til Estherar Helgu Guðmundsdóttur, sérfræðings í matar- og fíkniráðgjöf hjá Matar- fíknimiðstöðinni. Þetta var í byrjun árs 2012 og náði ég í fyrstu góðum árangri. Það fór hins vegar svo að ég féll og þyngdist um þrjátíu kíló. Ég náði mér svo aftur á strik og hef nú lést um 100 kíló frá því að ég var sem þyngstur,“ upplýsir Ottó. Hann segir það ekki hafa gerst af sjálfu sér. „Eftir að hafa klárað grunnnámskeið fór ég að sækja framhaldsmeðferð sem felst í vikulegum fundum hjá MFM mið- stöðinni og því að heyra í Esther Helgu daglega og lista upp fyrir hana það sem ég hyggst borða næsta sólarhringinn,“ útskýrir Ottó. Auk þess sækir hann 12 spora fundi fyrir þá sem glíma við ofát og matarfíkn. Tvenn slík samtök eru virk hér á landi, OA og GSA, en þau eru félagsskapur fólks sem hefur fengið lausn á vandamálum sínum tengdum mat. Samtökin byggja á 12 spora kerfi AA-samtakanna og ganga út á að viðhalda svokölluðu fráhaldi frá vandanum. Því til við- bótar sækir hann vikulega fundi hjá EA samtökum eða Emotions Anonymous enda mikilvægt að vinna með tilfinningahliðina jafn- hliða hinu. Ottó á nú auðveldara með að hreyfa sig og er farinn að stunda sund. Vera Einarsdóttir vera@365.is Aðspurður segist Ottó hafa látið hvað sem er ofan í sig en að hann hafi verið einna veikastur fyrir sykri. Meðferðin hjá MFM miðstöðinni gengur út á að halda sig frá sykri og sterkju sem hvort tveggja ýtir undir ofát og vigta allt sem er borðað. „Þar er jafnframt tekið á sálrænum þáttum og reynt að finna út hvað það er sem veldur því að þú ert alltaf að borða. Mark- miðið er að sættast við sjálfan sig því í raun ertu þinn versti óvinur þegar ofátið nær yfirhöndinni og ákveðin sjálfseyðingarhvöt tekur völdin,“ segir Ottó. Ottó hringir daglega í Esther Helgu og fer yfir það sem er á mat- seðlinum. Ef einhverjar breytingar verða eða ef eitthvað fer úrskeiðis þarf hann sömuleiðis að tilkynna það. Þá er alltaf hægt að hringja í neyðarnúmer. Dæmigerður sólarhringur hljómar svona: 140 grömm af svínakjöti, 600 grömm af grænmeti og 20 grömm af sósu í kvöldmat, 120 grömm egg, tíu grömm fetaostur og epli í morgun- mat og 130 grömm af beikoni, 480 grömm af grænmeti og 20 grömm af sósu í hádegismat. Fyrir þetta greiðir Ottó 4.000 krónur á viku. „Ég lít svo á að þetta hefði að öðrum kosti farið í enn eina pitsuna og líklega hefðu vængir og franskar bæst við. Þetta eru því ekki peningar sem ég sé eftir.“ Ottó segir hægt að hætta í meðferðinni hvenær sem er en að hann telji sig þurfa á aðhaldinu að halda. „Ef ég þyrfti ekki að skrifa allt niður og láta vita myndi ég fljótlega fara að borða það sem mér sýnist.“ Hann segir matarfíkn ekkert öðruvísi en fíkn í áfengi eða annað. „Alkóhólistar ákveða á hverjum degi að þeir ætli ekki að drekka þann dag. Það sama gildir um sykurinn hjá mér.“ Ottó líður mun betur í dag og segir mestu muna að hann eigi auðveldara með að standa upp og hreyfa sig. Þá er hann ekki sífellt að hugsa um mat eða hvað eigi að vera í matinn enda er það fyrirfram ákveðið. „Ég hef aldrei stundað líkamsrækt en náði sex mánuðum í Heilsuborg á dög- unum sem er það lengsta sem ég hef nokkurn tímann haldið út. Nú er ég auk þess byrjaður að synda og finn hvað það gerir mér gott.“ Ottó segir þó ekki nauðsynlegt að stunda hreyfingu til að léttast heldur þurfi fyrst og fremst að breyta mataræðinu. Þegar Ottó var sem þyngstur þurfti hann að sprauta sig með hæsta skammti af sykursýkilyfjum tvisvar á dag. Hann hefur nú náð að minnka lyfin svo um munar. Er laus við sprauturnar en tekur sykursýkilyf í töfluformi. Ottó segir marga sem komnir eru yfir 200 kíló, eins og raunin var með hann, fara á örorku. „Það var alltaf verið að spyrja mig hvort ég væri enn að vinna og ég skildi það í raun ekki. Það hvarflaði aldrei annað að mér en auðvitað hefði líklega komið að því að ég hefði þurft að játa mig sigraðan.“ Fráhald lausnin Matarfíkn er heilasjúkdómur, að sögn Estherar Helgu Guðmunds- dóttur hjá MFM Miðstöðinni. Hún segir ákveðin matvæli svo sem sykur og sterkju breyta heilastarf- seminni efnafræðilega, á sama hátt og áfengi og vímuefni, og valda ánetjun. Lausnin felst í því að halda sig frá þeim matvælum sem valda þessum breytingum á heila. Helgarnámskeið 10.-12. nóvember 2017 með Rósu Richter sálfræðingi og listmeðferðarfræðingi. Aukið frelsi – aukin hamingja Námskeiðið hentar þér: ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur. Með hjálp listarinnar og EMDR meðferð munum við hefja mikilvæga úrvinnslu á því sem liggur á bak við vandann og byggja upp nýja von og framtíðarsýn. EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er viðurkennd sem hraðvirkasta leið til að vinna úr erfiðum atburðum eða upplifunum sem hafa sett mark sitt á líf okkar. Þú munt læra einfalda en mjög virka aðferð sem þú getur notað eftir námskeiðið til að fást við erfiðar tilfinningar. Rósa mun einnig kenna grunn í hugleiðslu og núvitund. Hafa gaman, leika þér og sleppa tökunum. Það þarf ekki að vera leiðinlegt að vinna í sjálfum sér, og langt í frá. Á námskeiðinu verður sungið, dansað, leirað, málað, hlegið og sköpunarkraftinum gefinn laus taumur. Listin kallar fram allan tilfinningaskalann og endurvekur barnið og skapandann sem býr innra með okkur. Einnig er innifalið: ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, aðgangur að baðhúsi og sundlaugum. Verð pr. einstakling er 59.000 kr. Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur Ljósmyndari: Helena Stefánsdóttir - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. Námskeið 10.-12. nóvember 2017 2 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . O K tÓ B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U RBEtRA Líf 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 A -A F C 8 1 E 0 A -A E 8 C 1 E 0 A -A D 5 0 1 E 0 A -A C 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.