Fréttablaðið - 24.10.2017, Síða 26

Fréttablaðið - 24.10.2017, Síða 26
Elín Albertsdóttir elin@365.is 6 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . o K tó B e R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U RBetRA Líf Anna Voltaire, læknir í Sví­þjóð og sex barna móðir, hefur gefið út bók sem hún nefnir „Innan väggen“ og vakið hefur mikla athygli í Svíþjóð. Þar lýsir hún því hvernig líkaminn sagði stopp þegar hún var 45 ára. Anna hafði starfað sem læknir ásamt því að sinna börnum sínum og heimilisstörfum. Í bókinni lýsir hún streitu og álagi í daglegu lífi og hvernig hún áttaði sig á því að hún væri að brenna út. „Ég er læknir og starf mitt er að hjálpa öðrum í veikindum. Starfið hefur verið líf mitt og yndi. Ég hefði átt að kannast við viðvör­ unarbjöllurnar hjá sjálfri mér. Álagssjúkdómar eins og síþreyta eru algengir,“ segir Anna, sem gekk á vegg í lífi sínu og hefur tekist á við sjúkdóminn, í viðtali við net­ útgáfu sænska blaðsins Expressen. Núna tveimur og hálfu ári síðar hefur hún náð sér þokkalega og sendir frá sér bók um þessa reynslu og hvernig fólk getur tekist á við streituna í lífinu. Í bókinni gefur hún upp viðvörunarmerki sem líkaminn gæti sent frá sér þegar hann er um það bil að brenna út. „Við erum öll ólík og það getur verið mismunandi hvernig sjúk­ dómurinn læðist að okkur,“ segir hún. Mörg einkenni Anna var með líkamlega verki og taldi þá vera vegna þess að hún hafði gengið með sex börn. Staðreyndin var sú að hún var of stressuð. Vöðvabólga í öxlum og hnakka eru merki um of mikið álag. Höfuðverkur kemur af spennu sem jafnframt er afleiðing af stressi. Algengt er að finna fyrir slíkum höfuðverk á föstudögum eftir annasama vinnuviku. „Ef fólk er ekki vant að fá höfuðverk en hann byrjar allt í einu að gera vart við sig ætti að leita til heimilis­ læknisins,“ segir Anna. „Vont skap og pirringur getur sömuleiðis verið merki um síþreytu.“ Í bókinni deilir Anna með lesendum eigin reynslu af síþreytu á áreiðanlegan og persónulegan hátt. Einnig bendir hún á hvaða meðferðir eru í boði og hvernig fólk getur sjálft brugðist við. „Ég var orðin hálfgert skrímsli heima fyrir,“ segir Anna og bætir við að unglingsbörn hennar hafi spurt hvort hún væri að snappa. „Ég var alltaf á fullu. Mér fannst ekkert mál að elda fjóra rétti til að gera öllum til hæfis í kvöldmatnum. Einn daginn fann ég að allt var einhvern veginn orðið of mikið. Ég æpti á krakkana að það væru bara sam­ lokur í matinn. Pirringurinn kom mest fram heima í garð fjölskyld­ unnar. Hugsanlega fengu starfs­ félagar mínir líka sinn skammt af skapillskunni,“ útskýrir Anna. „Ég reyndar þekki eina súperdug­ lega manneskju sem einn daginn öskraði í vinnunni: „Nei, nú get ég ekki meira.“ Hún fann að streitan var farin að taka völdin. Pirr­ ingur og streita fara mjög oft vel Að brenna út og rekast á vegg Venjulega er rætt af mikilli aðdáun um ofurkonur. Það getur hins vegar farið illa með fólk að vera stöð- ugt undir miklu álagi. Streita getur verið mjög hættuleg, eftir því sem fram kemur í nýrri sænskri bók. saman. Þegar þannig er komið er kannski rétt að skoða á hvaða stað maður er kominn. Börn hafa engan skilning á ofurstressaðri móður, þau sjá bara ömurlega fúla og skap­ vonda manneskju. Það getur samt verið ansi erfitt að sjá sjálfan sig í réttu ljósi, svo var einnig með mig sjálfa,“ segir hún. Að týna sjálfri sér „Eitt af því sem skeður í öllu þessu álagi er að minnið versnar. Maður gleymir hvar maður setti bíllykl­ ana, setur þá jafnvel í ísskápinn, gleymir fundum í vinnunni og man ekki hvað maður ætlaði að segja. Einu sinni ætlaði ég að segja mótorhjól en sagði reiðhjólahjálm­ ur í staðinn. Maður fattar þetta ekki sjálfur fyrr en fólk horfir for­ viða á mann. Svona bull var mjög ólíkt mér og passaði heldur ekki við sjálfsmynd mína. Ég er mjög skipulögð manneskja og alltaf með allt á hreinu. Ég gaf barninu mínu brjóst á meðan ég þreif húsið og var vön að gera marga hluti í einu. Þegar álagið var orðið of mikið gat ég ekki einu sinni sett kaffi­ pokann á réttan stað í kaffivélina. Engar pillur geta læknað þetta, því miður,“ segir Anna. Einn af fylgifiskum síþreytu er verra ónæmiskerfi. „Maður fær oftar kvef og óútskýrðan hita sem kemur og fer. Ég fékk veirusýkingu, ristil, sem venjulega kemur ekki hjá ungu og frísku fólki. Ég leitaði læknis vegna þessa því ég átt­ aði mig ekki á hvað þetta væri. Læknirinn benti mér á að ég þyrfti að hvílast, ég væri greinilega undir of miklu álagi. Ekki einu sinni það kveikti á viðvörunarbjöllum hjá mér,“ segir Anna sem nokkru seinna fór í sjúkrabíl á sjúkrahús gjörsamlega búin á sál og líkama. Hún mælir ekki með því að fólk brenni svo svakalega út að það þurfi með sjúkrabíl á spítala. „Best er að heimsækja heimilislækninn ef maður finnur fyrir einkennum síþreytu. Hann getur leiðbeint um hvíld og meðferð,“ segir hún. „Og það er best að fara eftir fyrirmæl­ unum.“ Pirrandi hávaði Viðkvæmni vegna hávaða er ein af viðvörunarbjöllum ofþreytu. Ef þér finnst vera stöðugt suð í eyrunum er það væntanlega stress, þó ekki þegar um er að ræða tinnitus. „Ég varð ofurviðkvæm fyrir öllum hávaða. Meira að segja glamrið í diskum í eldhúsinu fór fyrir brjóstið á mér. Ég gekk um og bað börnin að hafa hægara um sig en þau störðu bara og sögðu að það hefði ekki verið neinn hávaði. Svefninn getur líka sagt heil­ mikið um streitu. Ef þú sefur meira en venjulega án þess að vakna úthvíld getur það verið merki um of mikið álag. Eða ef þú vaknar upp við minnsta þrusk og átt erfitt með að sofna aftur. Ef svefnmynstrið breytist allt í einu þarf að taka það alvarlega. Svefninn er afar mikilvægur og ef hann er ekki í lagi getur maður orðið mjög veikur. Maður vaknar kannski um miðja nótt í stresskasti yfir hinu og þessu sem maður á ógert.“ Algengur sjúkdómur Álagssjúkdómar eru algengir í Svíþjóð. Um 32 þúsund manns greinast með síþreytu þar í landi árlega. Ástæðan gæti verið of mikið álag í starfi, atvinnumissir, vandamál í hjónabandi eða undir­ liggjandi sjúkdómar. Síþreyta er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst þungt á fólk. Sumir ná sér aldrei fullkomlega og eiga erfitt með að höndla álag þótt þeir hafi náð sér af veikindunum. „Sjúkl­ ingar hafa komið til mín eftir að hafa rekist á vegg og sagt að þeir sofi bara og sofi. Það er mjög gott. Svefn og rólegheit er það sem við þurfum á að halda.“ Það er ekkert mjög sniðugt að vera ofurkona. Ég er mjög skipulögð manneskja og alltaf með allt á hreinu. Ég gaf barninu mínu brjóst á meðan ég þreif húsið og var vön að gera marga hluti í einu. Anna Voltaire, læknir í Svíþjóð og sex barna móðir. Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Heilsu Qigong 5 helstu ástæður þess að iðka qigong Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þarsem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar æfingar”. Skráning í síma 553 8282 1. Aukin vellíðan og lífsþróttur Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról. 2. Dregur úr þrálátum sársauka Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt. 3. Betra blóðstreymi Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum. 4. Dregur úr spennu Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð. 5. Byggir upp sjálfsvirðingu Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega. Þú finnur okkur á Facebook 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 A -A 0 F 8 1 E 0 A -9 F B C 1 E 0 A -9 E 8 0 1 E 0 A -9 D 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.