Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 28
Íslenska ætihvönn- in er uppistaðan í vörum SagaMedica og hefur mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, því hún hefur verið talin afar mikilvirk lækningajurt allt frá landnámstíð. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Þekkingarfyrirtækið Saga-Medica er leiðandi afl í íslenskum náttúruvöruiðnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2000, en upphafið má rekja til rannsókna dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, líf- efnafræðings og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands. SagaMedica sér- hæfir sig í rannsóknum á íslenskum lækningajurtum og framleiðslu á hágæða náttúruvörum úr þeim. Fyrirtækið selur vörur sínar bæði innanlands og á erlendum mörk- uðum. ,,Íslenska ætihvönnin er uppi- staðan í vörum SagaMedica, en mismunandi hlutar plöntunnar innihalda efni með ólíka lífvirkni,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórs- dóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá SagaMedica. „Hvönnin hefur mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, því hún hefur verið talin afar mikilvirk lækningajurt allt frá landnámstíð.“ Fælir flensuna burt „Sérfræðingar fyrirtækisins eru stöðugt að rannsaka og þróa nýjar afurðir sem stuðla að bættum lífs- gæðum. Það er okkar markmið að létta fólki lífið,“ segir Ingibjörg. SagaVita (áður Angelica) jurta- veigin er fyrsta varan sem sett var á markað hjá SagaMedica. „Saga- Vita er unnið úr hvannarfræjum og afurðin inniheldur fjölmörg lífvirk efni,“ segir Ingibjörg. „Saga- Vita er talin hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Margir taka því SagaVita á haustin til að verjast kvefi og flensu. Einnig hefur Saga- Vita þótt gagnast þeim sem eru að jafna sig eftir veikindi og gefa aukinn kraft og framtakssemi.“ SagaVita er bæði fáanlegt í töflu- og vökvaformi. Íslenska röddin sívinsæl „Í gegnum árin hefur SagaMedica útvíkkað vörulínuna jafnt og þétt og höfum við nýlega tekið í gegn og sett á markað nýjar umbúðir og tegundir fyrir Voxis háls- töflurnar,“ segir Ingibjörg. „Þessar umbúðabreytingar eru í takt við þær breytingar sem gerðar voru á umbúðum annarra vörutegunda á síðasta ári. Voxis hálstöflurnar eru nú jafnframt fáanlegur sykurlausar og sykurlausar með engifer.“ „Voxis hálstöflurnar eru vin- sælustu hálstöflur landsins sam- kvæmt síðustu mælingum (Nielsen tölur, september, Gallup á Íslandi). Töflurnar gagnast vel við kvefi og særindum í hálsi og mýkja röddina. Fyrir utan það eru þær einstaklega bragðgóðar og henta öllum aldurs- hópum,“ segir Ingibjörg. „Eins og aðrar vörur SagaMedica eru Voxis töflurnar framleiddar úr hvönn en auk þess innihalda þær mentól og eucalyptus. Til gamans má geta að nafnið Voxis þýðir íslensk rödd, en „vox“ þýðir rödd á latínu og „is“ er svo landskóði Íslands.“ Aðrar vörur frá SagaMedica eru SagaPro og SagaMemo og eru allar vörur fáanlegar í helstu apótekum, heilsubúðum, matvöruverslunum og á vef þeirra, SagaMedica.is Bætt lífsgæði með aðstoð íslensku hvannarinnar Fyrirtækið SagaMedica rannsakar íslenskar lækningajurtir og framleiðir hágæða náttúruvörur úr íslenskri hvönn sem geta meðal annars unnið gegn kvefpestum og bætt lífsgæði og þrótt. Ingibjörg segir að markmið SagaMedica sé að bæta lífsgæði fólks. MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON 8 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . O K Tó B e R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U RBeTRA LÍF l Slökum á. Það þarf ekki að gera allt í snarhasti. Stresslaust líf eykur hamingju og árvekni. l Hlúum að fólkinu sem er okkur kærast, njótum samvista við það sem oftast og komum fram við það eins og við viljum að sé komið fram við okkur. l Einbeitum okkur að því sem við höfum frekar en því sem við höfum ekki, þegar kemur að eigin velgengni. l Víkkum út sjóndeildarhringinn og reynum okkur við ný verkefni. Sér- hver dagur felur í sér ný tækifæri til að kynnast sjálfum sér betur og læra eitthvað nýtt um lífið. l Kynnumst fólki sem er svipað og við sjálf erum, en líka fólki sem er ólíkt okkur. Það eykur þekkingu okkar á misjöfnu hlut- skipti og skilning okkar á ólíkri lífsreynslu fólks. l Verum opin fyrir lystisemdum lífsins sem kosta ekki krónu, eins og dýrlegu sólarlagi eða því að geta kúrt undir sæng þegar vont veður geisar úti. l Njótum þess að vera með okkur sjálfum. Enginn annar skynjar betur hvað maður vill eða þarfnast sjálfur. l Jörðin er undurfagur staður. Förum sem oftast út í náttúruna og ferðumst til að opna hugann, kynnast ólíku fólki, menningu og landslagi. l Hjálpum náunganum. Það fáum við margfalt til baka og upplifum sanna vellíðan á eftir. l Notum skilningarvitin til að njóta þess besta úr jarðlífinu. Hlustum á fegurstu hljóðin, kjömsum á sælkeramat, snertum það sem freistar okkar að snerta, horfum á fagurt sköpunarverkið og nusum af margvíslegri angan tilverunnar. l Hugsum meira og tölum minna. Með því lærum við meira og missum af minna. l Sofum vel. Þreyttur hugur er van- sæll og afkastalítill. l Stöndum við orð okkar. Það sýnir úr hverju við erum gerð og hvernig okkar verður minnst. l Hættum fullkomnunaráráttu til þess eins að ganga í augu ann- arra. Reynum frekar að fullnægja eigin þörfum og löngunum. l Látum fortíðina lönd og leið og höfum ekki áhyggjur af fram- tíðinni. Lifum í núinu því ellegar missum við af lífinu hér og nú. Verum vakandi fyrir öllum litlu, dýrmætu augnablikunum og njótum þeirrar andagiftar og hamingju sem í þeim felast. l Hlæjum og hættum að taka lífið of alvarlega. Hláturinn lengir lífið. l Stígum út fyrir þægindaramm- ann og tökum óvæntum tæki- færum með opnum huga. l Hættum að sóa tíma okkar og lærum tímastjórnun til að ná markmiðum. Ellegar ráfum við stefnulaust áfram og eigum á hættu að missa sjónar á þeim. Uppskrift að betra lífi Tíminn er af skornum skammti. Allt of margir sitja fastir í fortíðinni eða bíða eftir framtíðinni og gleyma að njóta líðandi stundar með öllum sínum dýrmætu andartökum sem skapa góðar minningar. Lifum af ástríðu og í tilhlökkun fyrir verkefnum dagsins því hamingjan hefur lítið með veraldleg auðæfi að gera. Sköpunarverkið í sinni fegurstu mynd veldur vellíðan og hamingju þeirra sem njóta og kostar ekkert. Hláturinn lengir lífið og því ættum við að hlæja sem oftast og hætta að taka lífið of alvarlega. Súkkulaði er sælubiti, eins og svo margt annað sem við getum upplifað og nært með skilningarvitunum. 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 A -B 4 B 8 1 E 0 A -B 3 7 C 1 E 0 A -B 2 4 0 1 E 0 A -B 1 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.