Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2017, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 24.10.2017, Qupperneq 34
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, Egils Jónssonar fyrrverandi brunavarðar, Barmahlíð 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til brunavarða Slökkviliðsstöðvar höfuðborgarsvæðisins og Hörpu útfararstofu fyrir góða þjónustu. Auður Ingvarsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Pernille G. Bremnes Lilja Matthíasdóttir Jón Matthíasson Heiðdís Sigurðardóttir Ingvar Matthíasson Helena Bergstrøm Björn Matthíasson Þuríður Jóhannsdóttir Brandur Matthíasson Sigríður Laufey Gunnarsdóttir Svanborg Matthíasdóttir Kjartan Örn Sigurðsson og barnabörn. Elskuleg móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Hjördís Erla Pétursdóttir áður Löngubrekku 2, Rjúpnasölum 10, lést þriðjudaginn 17. október. Hún verður jarðsungin frá Lindakirkju föstudaginn 27. október klukkan 13. Hörður Oddgeirsson Kristín Líndal Hafsteinsdóttir Guðný R. Reynisdóttir Haukur Reynisson Erna Gísladóttir Kristín Magnúsdóttir Kjartan Magnússon Erla Stefanía Magnúsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Ágúst Jóhannsson húsgagnasmiður, Smárarima 26, lést á líknardeild Landspítalans 19. október síðastliðinn. Útför auglýst síðar. María Haraldsdóttir Ólafía Ágústsdóttir María Ágústsdóttir Guðjón Hauksson Anna Ágústsdóttir Andrés Magnússon og afabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir, Guðrún Kristjana Ólafsdóttir Grænlandsleið 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi 17. október sl. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning fyrir son hennar Gunnar Friðrik, reikn. 0528-14-400263, kt. 220572-4209. Björn Helgason Gunnar Friðrik Björnsson og fjölskylda. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haukur Sveinsson frá Baldurshaga í Bolungarvík, lengst af til heimilis að Hólabraut 5 í Hafnarfirði, lést laugardaginn 14. október á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 27. október, kl. 15. Sveinn Rúnar Hauksson Björk Vilhelmsdóttir Óttar Felix Hauksson Guðný Þöll Aðalsteinsdóttir Sigríður G. Hauksdóttir Evald E. Sæmundsen barnabörn og barnabarnabörn. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r18 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Það sem ég ætla að tala um er einkum hvers konar fyrirbæri siðbótin var, hverjir siðbótar-mennirnir voru sem kenndu sig við Lúther og hver mark- mið þeirra voru,“ segir séra Gunnar Kristjánsson um fyrirlestur sem hann flytur í Snorrastofu í Reykholti í kvöld og hefst klukkan 20.30. Tilefnið er að nú í októberlok eru 500 ár frá því Marteinn Lúther birti gagnrýni sína á Rómar- kirkjuna og festi á kirkjuhurð fursta- hallarinnar í Wittenberg í Þýskalandi auk þess sem hann bauð til almennrar umræðu um efnið. „Ég hef lengi stúderað Lúther og meðal annars  unnið að þýðingum nokkuð margra rita eftir hann sem munu koma út á næstunni,“ segir séra Gunnar sem telur siðbótina eina áhrifamestu umbótahreyfingu sögunnar og rekur hugmyndir um almenna menntun, vestræna samfélagshugsun, rætur vel- ferðarkerfisins og hugsjónir frönsku byltingarinnar til hennar. „Siðbótin kristallast einkum í tvennu,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gagnrýni á Rómarkirkjuna sem var glæsileg hið ytra á 16. öld en aldrei í sögunni jafn spillt hið innra, einkum á það við um páfana. Í öðru lagi er siðbótin að vissu leyti undanfari upplýsingastefnunnar. Lúth- er þýddi Biblíuna á þýsku, móðurmál sitt, svo að almenningur gæti lesið hana, myndað sér skoðun og tekið afstöðu. Fólk þyrfti ekki að lúta túlkunarvaldi vígðra manna heldur væri hver og einn frjáls til að lesa og hugsa og móta eigin skoðanir. Þetta er ein af grundvallarfor- sendum siðbótarinnar. Þótt Lúther hafi barist gegn klausturlifnaði vildi hann að klaustrunum yrði breytt í menningar- stofnanir. Eitt rita hans fjallar um að skynsamlegt væri að breyta þeim í skóla þar sem börn alþýðufólks, bæði drengir og stúlkur, lærðu að lesa og skrifa þannig að þau gætu verið virkir þátttakendur í samfélaginu.“ gun@frettabladid.is Siðbótin í ljósi sögunnar Séra Gunnar Kristjánsson ræðir þær kristnu hugsjónir sem Marteinn Lúther boðaði í Wittenberg í Þýskalandi fyrir 500 árum, í Snorrastofu í Reykholti í kvöld. „Við Íslendingar höfum haft þröngt sjónarhorn á siðbótarhreyfinguna til þessa og þau tímamót í menningarsögu Vesturlanda sem hún markaði,“ segir séra Gunnar. Fréttablaðið/anton brink Þótt Lúther hafi barist gegn klausturlifnaði vildi hann að klaustrunum yrði breytt í menningarstofnanir. 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 A -A F C 8 1 E 0 A -A E 8 C 1 E 0 A -A D 5 0 1 E 0 A -A C 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.