Fréttablaðið - 24.10.2017, Page 42
Golfklúbbur
seltjarnarness
62,5 pkm
172 milljónir króna
Pylsukílómetrar
Ein með öllu nema hráum er trúlega fyrsti skyndibiti Íslendinga enda algjörlega
óskiljanlegt að fólk fái sér hráan
lauk á þennan þjóðarrétt. Það er
hægt að hafa vel upp úr því að selja
pylsur eins og Pylsuvagninn á Sel-
fossi sannar. Í nýbirtum ársreikn-
eins og að selja
þúsund pylsur
á hverjum
einasta degi
Velta Pylsuvagnsins á Selfossi
var 172 milljónir í fyrra og skil-
aði vagninn eigendum sínum
tugmilljóna arði. Eigandi Pylsu-
vagnsins vill þó ekkert gorta
sig af afrekinu en kunnugir
segja að biðin eftir einni með
öllu á Selfossi, sé þess virði.
selfoss
ingi vagnsins kemur fram að veltan
var 172 milljónir króna á síðasta ári.
Það gerir þúsund pylsur á dag en ein
með öllu kostar 450 krónur.
Vagninn hefur verið rekinn á
sömu kennitölunni í þau 33 ár sem
hann hefur verið til og segir Ingunn
Guðmundsdóttir, eigandi Pylsu-
vagnsins, að tölurnar sýni hversu
mikilvægt starfsfólkið sé. Að öðru
leyti vildi hún ekkert tjá sig um
þessa gífurlegu sölu.
Ársverkin voru 11 á síðasta ári
hjá vagninum og hagnaður félags-
ins nam um 19,5 milljónum króna.
Félagið greiddi 13,78 milljónir í arð
á síðasta ári.
Vörusala nam 172 milljónum
króna og jókst um 22 milljónir á
milli ára. Það eru ekki aðeins seldar
pylsur í pylsuvagninum því matseð-
illinn er kraumandi af kræsingum.
Þar má finna margt sem leikur um
bragðlaukana.
Laun á síðasta ári hjá vagninum
voru 64 milljónir og handbært fé í
árslok tæpar 20 milljónir. Ingunn
eyddi tæpum 300 þúsund krónum á
síðasta ári í vinnuföt enda samdóma
álit þeirra sem kíkja við hjá vagnin-
um að starfsfólkið þar sé snyrtilegt
og vel til fara. Ingunn gerði líka vel
við starfsfólk sitt utan vinnu því hún
eyddi yfir milljón í árshátíð, óvissu-
ferðir og fleira.
Það kostar sitt að kynda undir
pylsupottinum og hafa grillið nán-
ast alltaf í gangi en rafmagnsreikn-
ingurinn nam rúmri milljón. Þá fóru
770 þúsund í sorplosun enda mikið
rusl sem fylgir þjóðarréttinum.
benediktboas@365.is
Pylsuvagninn malar gullpylsur þessi misserin. Fréttablaðið/SteFán
ingunn Guðmundsdóttir eigandi á
góðri stund. Fréttablaðið/MaGnúS
Pylsan er 18 sentimetrar samkvæmt svörum ss.
veltan var 172 milljónir á síðasta ári. 365 þúsund
Pylsur Gera því 64,5 kílómetra. þá er hæGt að leGGja
Gómsætan PylsuveG frá PylsuvaGninum á selfossi oG alla
leið að Golfskálanum á seltjarnarnesi oG samt eiGa
fjöldann allan af Pylsum til að Gefa svönGum Golfurum.
365.000.000
- lægra verð
Kæri nágranni!
Við bjóðum 20–25% afslátt af barnavörum og barnavítamínum
í Apótekaranum til 7. nóvember. Hlökkum til að sjá þig.
afsláttur af öllum
barnavörum og
barnavítamínum
2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r26 l í f I Ð ∙ f r É t t A b l A Ð I Ð
Lífið
2
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
0
A
-B
E
9
8
1
E
0
A
-B
D
5
C
1
E
0
A
-B
C
2
0
1
E
0
A
-B
A
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K