Fréttablaðið - 09.11.2017, Síða 10
Það er greinilega
betra að vera
hryðjuverkamaður sem
kemur aftur heim frá Sýr-
landi en þingmaður sem
fordæmir að-
gerðir Ísl-
amska
ríkisins.
Marine Le Pen
699 kr.pk.
Klementínur 2,3 kg, Spánn
Ódýrt
Hreyfing er lífsgæði
Frelsið til að hreyfa sig er uppspretta orku
og lífsgleði. Njóttu þess alla ævi.
Verndar liði, bein og brjósk
Inniheldur aðeins náttúruleg efni
Kollagenrík blanda úr sæbjúgnaskráp
Bætt með D3- og C-vítamíni
Túrmerik og mangan fyrir aukna virkni
LIÐIR - liðkandi fiskprótínblanda frá PROTIS
Mengun Úrgangslosun í sjó af
völdum sjókvíaeldis á Íslandi sam
svarar því ef skólp Reykvíkinga færi
óhreinsað í sjóinn. Framkvæmda
stjóri Landssambands fiskeldis
stöðva segir það ekki mikið miðað
við það magn sem Færeyingar og
Norðmenn framleiða.
Fram kemur í tölulegum upplýs
ingum um umhverfisáhrif laxeldis
að: „úrgangsefni við framleiðslu á
einu tonni af laxi samsvarar klóak
rennsli frá átta manns.“ Samkvæmt
Kristjáni Davíðssyni, framkvæmda
stjóra landssambandsins, segir hann
að allt að 14.000 tonn verði fram
leidd af fiski í ár og að þessi iðnaður
sé í stöðugri framþróun og sókn. Því
er mjög líklegt að magn framleidds
fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á
næstu árum.
14.000 tonn af framleiddum laxi
og urriða í sjó þýðir því að skólp
112.000 manna rynni óhreinsað í
sjóinn. Til samanburðar bjuggu í
höfuðborginni í byrjun árs rétt um
123 þúsund manns.
Þorsteinn Másson er svæðisstjóri
Arnarlax á Bíldudal. Hann segir
fyrirtækið leggja gríðarlega áherslu
á að framleiðsla þess sé í sátt og
samlyndi við náttúruna og valdi
engum spjöllum. Mikil verðmæti
verði til í sjókvíum fyrirtækisins.
„Ef við lítum til þess hversu mikið af
mat við framleiðum og hversu góð
nýtingin er þá er þetta ekki mikið.
Okkur er mikið í mun að lágmarka
umhverfisáhrif okkar eins mikið og
hægt er með aðstoð Hafrannsókna
stofnunar, Umhverfisstofnunar
og Skipulagsstofnunar,“ segir Þor
steinn.
Björt Ólafsdóttir umhverfis
ráðherra telur að óhreinsaður
úrgangur frá sjókvíaeldi sé nokkuð
mikill séu tölurnar réttar um að þær
samsvari óhreinsuðu klóakrennsli
Reykjavíkur. „Það er mjög mikið að
mínu mati og er ástæða þess að ég
og minn flokkur vildum fara leið
Norðmanna og skoða lokað sjókvía
eldi sem lágmarkar úrgang frá fiski
og lágmarkar hættu á erfðablönd
un,“ segir Björt. „Hér hefur umræða
um erfðablöndun verið mikil en
lítið talað um umhverfisáhrif eins
og losun úrgangs í hafið af þessum
iðnaði. Því ættum við að fara okkur
hægt og taka upp bætta tækni með
lokuðum kerfum.“
Kristján Davíðsson, fram
kvæmdastjóri LF, segir þetta ekki
mikið. „Þú getur borið það saman
við Færeyjar sem framleiða fjórum
sinnum meira og Noreg sem fram
leiðir 1,3 milljónir tonna árlega. Svo
er úrgangur úr fiski eins og úrgang
ur frá húsdýrum á landi. Þetta er
áburður og lífrænt efni. Við þurfum
bara að sjá til þess að hann dreifi sér
vel með straumum,“ segir Kristján.
sveinn@frettabladid.is
Sjókvíar á Íslandi menga á við
óhreinsað skólp Reykvíkinga
Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykja-
víkur rynni í sjó fram. Umhverfisráðherra segir þetta mikið en fiskeldismenn eru ekki á sama máli. Svæðis-
stjóri Arnarlax á Bíldudal segir sér mikið í mun að lágmarka umhverfisáhrif framleiðslunnar eins og hægt er.
Fiskeldi er svo sannarlega stækkandi atvinnugrein og skapar hundruð starfa á Vest- og Austfjörðum. FréttAblAðið/Pjetur
björt
Ólafsdóttir
Kristján Þ.
Davíðsson,
framkvæmda-
stjóri Granda hf
DóMsMál Dómur Mannréttinda
dómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils
Einarssonar gegn íslenska ríkinu
sendir misvísandi skilaboð til lands
dómstóla, segir í grein Davíðs Þórs
Björgvinssonar, prófessors í lög
fræði. Rökstyður hann mál sitt með
því að MDE hafi hafnað miskabóta
kröfu Egils þrátt fyrir að hafa sakfellt
íslenska ríkið. Það heyri til undan
tekninga og sé ekki sérstaklega rök
stutt í dómnum.
Davíð segir málið snúast um hvort
ummæli Inga Kristjáns Sigurmars
sonar, sem Egill kærði fyrir meiðyrði
og var sýknaður, „Fuck you rapist
bastard“ fælu í sér gildisdóm eða
staðhæfingu um staðreynd. Hæsti
réttur taldi þau gildisdóm en MDE
staðhæfingu um staðreynd.
Þá segir í greininni að tveir dómar
ar MDE hafi lýst sig ósammála niður
stöðu meirihlutans og sögðu að virða
bæri svigrúm Hæstaréttar til mats á
ummælunum og var áhersla lögð á
„fyrri framkomu Egils í opinberri
umræðu sem hefði lotið mjög að
kynfrelsi kvenna og með henni hefði
hann kallað yfir sig hvöss ummæli í
sinn garð“. – þea
Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi
MDE hafi hafnað miska-
bótakröfu Egils þrátt fyrir að
hafa sakfellt íslenska ríkið.
Það heyri til undantekninga
og sé ekki sérstaklega rök-
stutt í dómnum.
FrakklanD Franska þingið svipti
Marine Le Pen, sem laut í lægra
haldi fyrir Emmanuel Macron í for
setakosningum fyrr á árinu, þing
helgi í gær. Þverpólitísk þingnefnd
tók þá ákvörðun í gær.
Franskir saksóknarar rannsaka
um þessar mundir birtingu Le Pen
á grófum myndum af athöfnum
skæruliða hryðjuverkasamtakanna
sem kenna sig við íslamskt ríki. Le
Pen birti myndirnar árið 2015 og
sýndi ein myndanna hauslausan
líkama bandaríska blaðamannsins
James Foley. Önnur mynd sýndi
skriðdreka keyra yfir fanga sam
takanna og sú þriðja sýndi fanga
sem kveikt hafði verið í. Slík mynd
birting er ólögleg í Frakklandi en
vegna þinghelgi hefur ekki verið
hægt að ákæra hana hingað til.
„Það er greinilega betra að vera
hryðjuverkamaður sem kemur aftur
heim frá Sýrlandi en þingmaður
sem fordæmir aðgerðir Íslamska
ríkisins,“ sagði Le Pen á Twitter í
gær. – þea
Þingnefnd
sviptir Le Pen
þinghelginni
9 . n ó v e M b e r 2 0 1 7 F I M M T u D a g u r10 F r é T T I r ∙ F r é T T a b l a ð I ð
0
9
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
E
-9
A
A
4
1
E
2
E
-9
9
6
8
1
E
2
E
-9
8
2
C
1
E
2
E
-9
6
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K