Fréttablaðið - 09.11.2017, Page 20

Fréttablaðið - 09.11.2017, Page 20
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Þá mega menn ekki velkjast í neinum vafa um að rætur plastbarka- málsins liggja fyrst og fremst í óheiðarleika og blekk- ingum Paolos Macchiarinis. Umræða um menntamál var ekki í forgangi í liðinni kosningabaráttu þó fullyrða megi að málefnið sé vissulega forgangsmál í samfélag- inu. Allir flokkar voru þó sammála um að efla þyrfti menntakerfið og því verður áhugavert að sjá hvað tilvonandi ríkisstjórn muni setja í forgang í þeim mála- flokki. Skólar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu en í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir: „Skólarnir skulu leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöður og þarfir barna og unglinga. Skólastarfið miðar að virkri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi innan skólans sem utan.“ Þetta er göfugt hlutverk sem framhaldsskólunum ber að uppfylla. Undanfarin ár hafa fjölmargir skólar þurft að skera niður í stoðþjónustu og tækjakaupum og glíma sam- hliða við viðvarandi hallarekstur. Nú hefur tilvonandi ríkisstjórn tækifæri til að snúa þessari þróun við og auka fjárframlög til framhaldsskólanna þannig að þeir geti rækt hlutverk sitt með sóma. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld haldi því fjármagni inni í framhaldsskól- unum sem átti að sparast vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Fjármagnið þarf að nota í þágu nem- enda, sér í lagi að auka við stoðþjónustu og vinna gegn brotthvarfi. Því miður hefur brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi verið hátt í samanburði við önnur OECD- lönd. Til þess að styðja betur við nemendur í fram- haldsskólum og vinna gegn brotthvarfi þarf nauðsyn- lega að greiða fyrir aðgengi að sálfræðiþjónustu inni í skólunum og efla samstarf á milli heilsugæslustöðva og skóla. Einnig þarf að fjölga náms- og starfsráð- gjöfum en víða hefur álag verið mikið á þeim síðustu ár. Einnig mætti athuga að koma á námsstyrkjum sem þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum og geta haft jákvæð áhrif á skólastarfið og um leið minnkað vinnu nemenda með námi. Það er ljóst að tækifærin eru til staðar fyrir tilvonandi ríkisstjórn og forvitnilegt að fylgjast með hvort staðið verði við stóru orðin, þ.e. að bæta menntakerfið og búa þannig nemendum betri framtíð í skólum landsins. Menntamál í forgang Undanfarin ár hafa fjöl- margir skólar þurft að skera niður í stoð- þjónustu og tækjakaupum og glíma samhliða við viðvarandi hallarekstur. Steinn Jóhannsson konrektor MH Hæfileikar, velgengni, frægð og vinsældir ýta undir öfund og lítið samfélag eins og hið íslenska virðist hafa ríka tilhneig-ingu til að brjóta menn niður jafn hratt og það byggir þá upp.Viðbrögð sumra samstarfsmanna Tómasar Guðbjartssonar, þegar niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar um plastbarkamálið voru kynntar í Norræna húsinu á mánudag, voru brjóstumkennanleg. Sumir þeirra áttu erfitt með að leyna þórðargleði sinni. Eftir útgáfu skýrslunnar virðist eiga að gera Tómas að blóraböggli í plastbarkamálinu. Núna á að setja hann í gapastokkinn eins og gert var við útrásarvíkingana eftir bankahrunið. Við ítarlega yfirferð skýrslunnar kemur hins vegar í ljós að Tómas hagaði sér í langflestum tilvikum eins og góður og ábyrgur læknir í málinu. Þá mega menn ekki velkjast í neinum vafa um að rætur plastbarkamálsins liggja fyrst og fremst í óheiðarleika og blekkingum Paolos Macchiarinis. Það kemur fram í skýrslunni að formleg tilvísun sem Tómas ritaði vegna meðferðar Andemariam Beyene í Stokkhólmi var eðlileg og í samræmi við skyldur hans sem læknis. Það eru viðbótarskjöl við tilvísun vegna læknisfræðilegrar meðferðar, lýsing og sjúkrasaga sjúklingsins, sem eru gagnrýniverð að mati rann- sóknarnefndarinnar. Tómas gerði breytingar á þessum skjölum í góðri trú að beiðni Macchiarinis. Nefndin telur að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að gera þessar breytingar á skjölunum undir því yfirskini að fá samþykki siðanefndar í Svíþjóð. Gögnin fóru hins vegar aldrei fyrir siðanefnd en voru notuð til að hraða Andemariam í hina umdeildu plastbarkaígræðslu. Tómas vissi ekki á þeim tíma að Macchiarini hafði snið- gengið sænsk lög og reglur í því skyni að framkvæma aðgerðina. Ef marka má skýrsluna felast mistök Tómasar meðal annars í því að hafa ekki aflað sér leyfa fyrir vísinda- rannsóknum á Andemariam vegna ritunar greinar- innar í The Lancet og í því að fegra eigin hlut í viðtölum við fjölmiðla þegar útlit var fyrir að aðgerðin hefði verið mikið afrek á sviði læknavísindanna. Í fyrrnefnda tilvikinu felast alvarleg mistök en Tómas virðist ekki hafa vitað betur. Í því síðarnefnda var hann fórnarlamb eigin hégóma eins og kemur fyrir mörg okkar einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er engum vafa undirorpið að Tómas Guðbjarts- son er í hópi færustu skurðlækna þjóðarinnar. Hann hefur bakað sér öfund kollega sinna með því að ræða opinberlega um afrek sín í læknisfræði og bakað sér óvild stjórnenda Landspítalans með því að minna reglulega á vondar aðstæður á spítalanum í fjölmiðlum. Þeir lærdómar sem draga má af plastbarkamálinu snúa ekki eingöngu að Landspítalanum og Háskóla Íslands. Íslenskt samfélag getur dregið lærdóm af málinu og eftirmálum þess um það hvernig við nálgumst afrek og ósigra fólks. Við eigum að fjalla um velgengni hæfileika- fólks af sömu hófstillingu og yfirvegun og við nálgumst mistök þeirra. Tómas Guðbjartsson er algjör aukaleik- ari í plastbarkamálinu og hann á að njóta sannmælis um aðild sína að því eins og aðrir. Blóraböggull Zion og Mia Enn og aftur gerir sá sem hér heldur um penna Mannanafna- nefnd að umfjöllunarefni sínu en greint var frá því í gær að nefndin hefði hafnað karlmannsnafninu Zion og kvenmannsnafninu Mia. Þótti ritháttur nafnanna ekki samræmast almennum ritreglum íslensks máls. Að sjálfsögðu er ekki við nefndarmenn að sakast enda starfa þeir eftir lögum og reglum. Það hlýtur hins vegar að vera kominn tími á að ein- staklingar fái að velja nöfn barna sinna óháð gildismati löggjafans. Engin er verri þótt hún heiti Mia og ólíklegt verður að teljast að Zion litli muni tortíma íslensk- unni með nafn sitt að vopni. Forsætisbaráttan Fréttablaðið greindi frá því í gær að forystumenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar flokks ræddu nú saman um hver formanna flokk- anna eigi að leiða viðræður þeirra og hver sé þar af leiðandi ákjósanlegasta forsætisráð- herraefnið. Allir formennirnir þrír geta gert tilkall til stólsins. Bjarni Benediktsson er for- maður stærsta flokks landsins, Katrín Jakobsdóttir er sú eina af formönnunum þremur hverrar þingflokkur stækkaði í kosning- unum og Sigurður Ingi Jóhanns- son er maðurinn í miðjunni, sá sem freistar þess að brúa bilið á milli flokkanna. thorgnyr@frettabladid.is 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð SKOÐUN 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 E -5 5 8 4 1 E 2 E -5 4 4 8 1 E 2 E -5 3 0 C 1 E 2 E -5 1 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.