Fréttablaðið - 09.11.2017, Side 48
Á þessum kalda nóvembermorgni 1986
vöknuðu starfsmenn Hvals við vondan
draum. Búið var að sökkva tveimur
skipum og vinna mikil skemmdarverk á
starfsstöð Hvals í Hvalfirði.
Spjótin beindust fljótt að Sea
Shepard og viðurkenndi Paul Watson,
formaður samtakanna, að samtökin
hefðu sent Breta og Bandaríkjamann til
landsins til að gera sem mestan skaða.
„Við höfum skaðað efnahag fyrirtækis-
ins sem stendur að baki hvalveiðunum
og náð heimsathygli,“ sagði Watson
í samtali við Þjóðviljann sem kom út
þriðjudaginn 11. nóvember.
Hann sagði jafnframt við blaðið
að mennirnir sem staðið hefðu
að skemmdarverkunum væru komnir til
lands sem myndi ekki framselja þá.
Watson var harðorður í garð Ís-
lendinga í viðtalinu. Hann sagði hval-
veiðar þeirra glæpsamlegar og sagðist
hæstánægður ef samtökin yrðu lögsótt
fyrir athæfi sitt.
Grænfriðungar fordæmdu þó að-
gerðir Sea Shepard og töldu að sam-
tökin hefðu skaðað málstað hvalfrið-
unarsinna.
Rannsóknarlögregla ríkisins og dóms-
málaráðuneytið unnu að rannsókn
málsins. Steingrímur Hermannsson,
þáverandi forsætisráðherra, sagði í sam-
tali við Þjóðviljann að athugað yrði með
kröfu um framsal mannanna en ekki
hefur enn komið til þess.
Steingrímur sagðist vera óánægður
með hvernig brugðist hefði verið við
af hálfu lögreglunnar og sagði: „Manni
hlýtur að detta handvömm í hug.“ – bb
Þ etta g e r ð i st 9 . n óv e m b e r 1 9 8 6
Sökktu hvalveiðibátunum í Reykjavíkurhöfn
erik Damgaard er stofnandi og aðalhönnuður Uniconta en ferill hans í hugbúnaðarþróun spann-ar rúm 30 ár, þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Hann hannaði
bókhaldskerfin Dynamics aX og Dyna-
mics C5 og varð milljarðamæringur á
nánast einni nóttu þegar microsoft keypti
hugbúnaðarlausnir hans árið 2002.
Í kjölfarið starfaði erik um stund í
höfuðstöðvum microsoft í seattle, áður
en hann sagði skilið við hugbúnaðar-
bransann. Hann hellti sér í ýmiss konar
fjárfestingar, með báða vasa fulla fjár, og
var sérstaklega stórtækur í fasteignavið-
skiptum.
Hrunið fór illa með erik, eins og hann
hefur oft talað opinberlega um, og tapaði
hann gífurlegum fjármunum á stuttum
tíma. Það má segja að frumkvöðullinn í
erik hafi vaknað af dvala þegar hann stóð
andspænis erfiðleikum, en reglulega var
fjallað um fjármálaraunir hans og skraut-
legt einkalíf í dönskum fjölmiðlum. Þann-
ig fæddist nýjasta frumkvöðlaverkefni
Danans, bókhaldskerfið Uniconta – bók-
haldskerfi í skýinu sem byggt er á nýjustu
fram- og bakendalausnum microsoft.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég kem
til Íslands. Langt í frá. Þessi heimsókn er
bara vinnutengd – síðast tók ég konuna
mína með mér og við vorum heila viku
að lifa og njóta. Það var frábær heim-
sókn. en núna er kalt og dimmt þannig
ég verð aðallega við vinnu,“ segir erik
sem býr á spáni og því kannski eðlilegt
að honum finnist vetrarkuldinn svolítið
yfirþyrmandi.
„Ég byrjaði að skrifa forrit um 1984 og
sýndi mitt fyrsta forrit skömmu síðar.
síðan var ég 18 ár í því fyrirtæki þangað
til við seldum það til microsoft. Ég vann
aðeins í seattle en kúplaði mig fljótt út
úr forritageiranum og gerðist fjárfestir.
Það gekk ekki svo vel því ég lenti illa í
kreppunni og tapaði miklum peningum.
Það er líka ekki jafn gaman að vera fjár-
festir og að eiga sitt eigið fyrirtæki.“
eftir að hafa verið á hliðarlínunni í
nokkur ár skrifaði hann Uniconta sem
sló í gegn. Þá var hann búinn að skoða
póker á netinu og hafði skrifað forrit
fyrir banka. Hann segir margt jákvætt við
að vera í skýinu með forritið og með alla
þá reynslu sem hann hefur er það mjög
lausnarmiðað. „engir vilja breyta því
sem þeir eru vanir að gera heldur vill fólk
breytingar því að það vill eitthvað meira
með því sem það er vant að gera.“
ingvaldur thor einarsson, fram-
kvæmdastjóri og stofnandi Uniconta á
Íslandi, segir það mikinn feng fyrir Íslend-
inga að fá erik Damgaard til landsins.
„Hann er án efa einn fremsti sérfræð-
ingur veraldar í viðskiptalausnum og bók-
haldskerfum og það er mikill heiður að
hann vilji sækja Ísland heim til að fræða
okkur um þá fjölmörgu möguleika sem
Uniconta býður upp á,” segir ingvaldur,
sem hefur miklar mætur á erik.
„Hann er ekki aðeins fagmaður fram í
fingurgóma heldur einstaklega skemmti-
legur maður sem er hokinn af reynslu.
saga hans er mjög áhugaverð, svo vægt sé
til orða tekið, og hægt að draga af henni
ýmsan lærdóm. Það er einnig mjög gef-
andi að vinna með frumkvöðli sem er að
nálgast sextugt, en gefur sér yngra fólki
ekkert eftir þegar kemur að orku, ástríðu
og sköpunargáfu.”
erik segir að það séu enn not fyrir
gamla frumkvöðla. „Ég var með of mik-
inn eldmóð til að sitja bara og fjárfesta.
Ég var 48 ára gamall þegar ég byrjaði á ný.
Ég elska enn að gera það sem ég geri. Það
vinna margir ungir hjá mér og unga fólkið
er ágætt en það vill gera eitthvað annað en
það sem skiptir máli. gamla kynslóðin sér
um það og það eru enn not fyrir okkur.“
benediktboas@365.is
Tölvugúrúinn sem varð
fjárfestir en tapaði öllu
Danski hugbúnaðarverkfræðingurinn og frumkvöðullinn Erik Damgaard verður aðal-
gestur á ráðstefnu um bókhaldskerfið Uniconta, sem haldin verður í dag. Erik er stofn-
andi og aðalhönnuður Uniconta en ferill hans í hugbúnaðarþróun spannar rúm 30 ár.
Lífið brosir svo sannarlega við Eric Damgaard þessa dagana. Hann átti eitt sinn fjölmarga milljarða eftir að Microsoft keypti af
honum hugbúnað en tapaði þeim öllum í hruninu. Nú er hann kominn aftur og verður með fyrirlestur í dag.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Eggert Þorfinnsson
skipstjóri,
Kirkjusandi 1,
lést af slysförum
mánudaginn 6. nóvember.
Kristín Ólafsdóttir
Þorfinnur P. Eggertsson Sara Halldórsdóttir
Sigurður J. Eggertsson Friðrika K. Stefánsdóttir
barnabörn og aðrir aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Steinarr Guðjónsson
bókaútgefandi,
Hvassaleiti 56,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
í Reykjavík laugardaginn 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á góðgerðarfélög.
Elsa Pétursdóttir
Björg Steinarsdóttir Gísli Viðar Guðlaugsson
Rakel Steinarsdóttir
Bryndís Steinarsdóttir Hermann Hermannsson
Sigurbjörn Magnússon
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Bergur Jónsson
rennismiður,
Aflagranda 40,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
mánudaginn 30. október. Útförin fer fram
í Neskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 13.00.
Jón Bergsson Guðrún Sederholm
Björn Bergsson
Kristjana Bergsdóttir Atli Árnason
Elín Bergsdóttir Sveinbjörn Jónsson
Arndís Bergsdóttir Björn Þorláksson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Ingveldur
Sigurðardóttir
Gunnarsundi 7, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu 5. nóvember sl. Útförin
fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 15. nóvember kl. 13.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ólína Anna Guðjónsdóttir
frá Eiðhúsum, Miklaholtshreppi,
síðast til heimilis að Björtuhlíð 33,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ föstudaginn 3. nóvember. Hún
verður jarðsungin föstudaginn 10. nóvember 2017
frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ klukkan 13.00.
Erling Jóhannesson
Eva Erlingsdóttir Lárus Björnsson
Una Erlingsdóttir Vagn Ingólfsson
Jóhannes Erlingsson Valborg Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ég var með of mikinn
eldmóð til að sitja bara
og fjárfesta. Ég var 48 ára gam-
all þegar ég byrjaði á ný. Ég elska
enn að gera það sem ég geri.
9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r36 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
0
9
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
E
-8
B
D
4
1
E
2
E
-8
A
9
8
1
E
2
E
-8
9
5
C
1
E
2
E
-8
8
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K