Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 54
Ég málaði þessar myndir hér heima síðasta vetur áður en ég flutti til Strassborgar í Frakk-landi. Þar deili ég nú vinnustofu með öðrum og reyni að lifa af listinni,“ segir Úlfur Karlsson myndlistarmaður sem opnar sýninguna Úlfur við girðinguna á laugardaginn klukkan 14 í Listasafni Reykjanesbæjar. Það er 22. sýning hans og heitið vísar til staðsetningarinnar, nærri gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og banda- rísk menning, Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokktónlist, sviðakjammar og Hershey’s-súkkulaði. Myndir Úlfs eru margslungnar og hafa sitthvað að segja, þær stærstu eru 3,20 m á breidd. „Ég er meðal annars að deila á það þegar menn etja öðrum saman eða út í ein- hverjar hættur en græða sjálfir á til- tækinu. Ég get nefnt umboðsmenn boxara og líka hershöfðingja sem láta aðra slást en standa sjálfir til hliðar. Svo geri ég hljóðverk og mála yfirleitt einn vegg svartan á bak við svo fólk upplifi að það sé í bíói. Ég vil að fólk hugsi um boðskap verk- anna þegar það fer heim, stígur upp í bílinn eða röltir í burtu.“ Úlfur kveðst hafa teiknað frá því hann man eftir sér. „Ég var líka mikið í kvikmyndagerð þegar ég var yngri. Gerði stuttmynd sem hét Piroat þegar ég var krakki, hún fór á stuttmyndahátíð í Bandaríkjunum 2003, ég held að það hafi birst við- tal við mig í Fréttablaðinu þá. Á Akureyri byrjaði ég í myndlist en langaði að prófa eitthvað nýtt og dreif mig í skóla til Gautaborgar. Það var gaman. Þar gat ég búið í vinnustofunni og þá gat ég unnið nótt sem dag. Tók gömul málverk sem aðrir höfðu hent í ruslagáma og spreyjaði þau eins og ég vildi. Nú er ég kominn í meiri fínvinnu. Er reyndar enn með hráan stíl en það eru komin meiri smáatriði.“ Sýningin hans Úlfs stendur til 14. janúar og safnið er opið alla daga frá klukkan 13 til 17. Sýningarstjór- inn, Aðalsteinn Ingólfsson, og Úlfur sjálfur verða með leiðsögn á sunnu- daginn 12. nóvember klukkan 16. Vill að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim Litríkar myndir Úlfs Karlssonar myndlistarmanns eru að rað- ast á veggi Listasafns Reykjanesbæjar við Duusgötu. Sýningin Úlfur við girðinguna verður opnuð þar nú á laugardaginn. „Ég lærði í Gautaborg en fór í skiptinám til Vilnius í Litháen, svo var ég heima í fjögur ár, vann í skóla og vaskaði upp á Argentínu með myndlistinni,“ segir Úlfur sem flutti til Strassborgar í vor en er í heimsókn á landinu. FrÉttAbLAðið/Eyþór Ein myndanna sem Úlfur sýnir í reykjanesbæ. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Dreifing: Ýmus ehf. - Sími 5331700 Dalbrekku 2, 200 Kópavogur ymus@ymus.is - www.ymus.is Fyrirbyggjandi vörn gegn eyrnabólgu og nauðsynlegt fyrir þá sem eru með rör í eyrum eða viðkvæm eyru. Til í þremur stærðum. Njóttu þess að fara í sund / sjósund Verndaðu eyrun með Ear Band-It Ultra eyrnaböndum og eyrnatöppum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? GUM eru hágæða tannvörur tannlæk nar mæla m eð GUM tannvör um ... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum allar upplýsingar á www.icecare.is 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r42 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 E -5 0 9 4 1 E 2 E -4 F 5 8 1 E 2 E -4 E 1 C 1 E 2 E -4 C E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.