Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 64
Kemur í staðinn fyrir mengandi krem Nýtt íslenskt andlitssprey, Sea Breaze, kemur út á laugardag. Þetta er fyrsta vara Ásgeirs Hjartarsonar hárgreiðslumeistara, sem hefur tekið sér góðan tíma í að þróa spreyið. Íslenskur hrossaþari úr Breiðafirði er í aðalhlutverki en þarinn er mjög ríkur af steinefnum. Nú á tímum beinist umræðan að mestu að hollu matar­æði og hreyfingu sem lykill að góðri heilsu. Einn mikilvægur þáttur sem einnig stuðlar að góðri heilsu en minna hefur verið talað um eru góð félagsleg tengsl. Það er í raun fátt dýrmætara í lífinu en náin sambönd og rann­ sóknir sýna að þegar við upplifum að vera elskuð, að hugað sé vel að okkur og á okkur hlustað þá eflist Heilsan okkar Edda Björk Þórðardóttir, doktor í lýðheilsuvís- indum, svarar spurningum lesenda. og styrkist andleg og líkamleg heilsa. Góð sambönd hafa áhrif á heilsu okkar á margvíslegan hátt. Að eiga traustan og skilningsríkan aðila til að eiga samskipti við og ræða um líðan okkar eykur sjálfsöryggi og dregur úr streitu. Þegar streita minnkar þá minnkar framleiðsla kortisóls sem í miklu magni eykur áhættu á háum blóðþrýstingi og hjarta­ og æðasjúkdómum. Þá getur snerting haft jákvæð áhrif á heilsuna, inni­ legt faðmlag styrkir tengsl með því að auka flæði hormónsins oxýtós­ íns sem er spennulosandi og hefur jákvæð áhrif á hjartað og æðakerfið. Rannsókn sem var gerð á vegum Harvard­háskóla, þar sem karl­ mönnum var fylgt eftir frá unglings­ aldri til efri ára, leiddi í ljós að það sem spáir helst fyrir um góða heilsu á efri árum eru góð og náin sambönd. Þeir sem voru í sterkum félagslegum tengslum voru hamingjusamari, líkamlega hraustari og lifðu lengur. Gæði sambanda vega þar þyngra en fjöldi þeirra. Í hraða og amstri hversdagsins eru heilsuátök og skyndilausnir meira áberandi í umræðunni um bætta heilsu. Góð sambönd myndast ekki fyrirhafnarlaust. Að rækta þau er langtímaverkefni sem krefst tíma, þolinmæði og skilnings. En upp­ skeran og minningarnar sem þú skapar verða líklega það dýrmætasta og eftirminnilegasta í lífinu. Niðurstaða: Samspil margra þátta ýtir undir góða heilsu en einna mikilvægast er góð sambönd við aðra. Sambönd þar sem við upp- lifum að við séum elskuð, að hugað sé vel að okkur og hlustað sé á okkur hafa bæði jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar. Lesendum er bent á að senda sérfræðingum okkar spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á heilsanokkar@frettabladid.is. Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is CFORCE 52o Kr. 1.199.000,- ✓ Fjórgengis eins cylindra ✓ 495cc, 25,5 kW/6200rpm ✓ Bein innspýting ✓ Rafmagnsstýri ✓ Spil og dráttarkrókur ✓ Sjálfstæð A-armafjöðrum ✓ Hátt og lágt drif ✓ 15 lítra bensíntankur ✓ Vökvabremsur ✓ Tveggja manna ✓ 12 tommu álfelgur ✓ Gasdemparar FYRIR FLESTAR GERÐIR BÍLA... GORMAR HÖGGDEYFAR VANRÆKTU EKKI VIÐHALDIÐ! STÁL OG STANSAR | SÍMI: 517-5000 | VAGNHÖFÐI 7 | STALOGSTANSAR.IS Full búð af nýjum vörum! Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34 Síðan 1918 www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is Yfir 300 vörutegundir fyrir veitingastaði, mötuneyti og fyrir þig ! Innihaldsefnin eru sérvalin og kom ekkert annað til greina en að nota íslenska vatnið okkar sem er tekið frá Kald­bak, jöklinum við Grenivík, og aðalefnið er íslenskur hrossaþari úr Breiðafirði sem er einstaklega ríkur af steinefnum, vítamínum og ver einnig húðina, ásamt því að gefa raka,“ segir Ásgeir Hjartarson, hárgreiðslumeistari og frumkvöðull, en hann mun setja á markað á laugardag rakaspreyið Sea Breaze, sem er fyrsta varan hjá Dark – Force of pure nature. Ásgeir er í ágætis aðstöðu til að prófa spreyið í snyrtiskóla sínum Mask Academy. „Við prófuðum vöruna sérstaklega á fólki sem er við­ kvæmt í góðan tíma, eða um árabil og árangurinn fór fram úr vonum. Við erum einnig búin að prófa að setja spreyið á undan förðun og á eftir og hefur Bergþóra mín verið duglega að nota það á förðunar­ kúnna sem hefur slegið í gegn. Varan er fyrir bæði kyn og ég nota það eftir sturtu til dæmis. Það kemur það í staðinn fyrir krem sem eru full af parabenum og alkóhóli. En spreyið er laust við allt aukadrasl.“ Fyrir utan hrossaþara og íslenska vatnið er ilmkjarnaolía sem heitir geranium sem hefur róandi áhrif, ásamt öðrum efnum sem gefa raka og viðhalda ljóma húðarinnar. Ástæðan fyrir litnum er út af nafn­ inu á vörunni sem er Dark – Force of pure nature, og að hluta til út af því að það er myrkur hér níu mánuði á ári. Einnig að Ásgeir og félagar eru að taka þessi efni frá myrkum stöðum og draga þau fram í ljósið. „Einnig ef þú ert með svartar umbúðir þá ver flaskan innihaldið betur plús að okkur finnst svarti liturinn mega­ töff,“ segir hann og brosir. Þessi hugmynd er búin að vera á teikniborðinu í um sjö ár og hefur nokkrum sinnum farið ofan í skúff­ una. „Við ákváðum að byrja á einni vöru og viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Það er ekki planið að gera stóra línu, heldur fáar en yfir­ burða vörur,“ segir hann, en eins og gefur að skilja er Ásgeir með formúlu að sjampói og hárnæringu. „Þessi heimur breytist fljótt og við þurfum að þróa það betur. Það er líka á teikniborðinu að gera línu fyrir herra, en það verður allt annar handleggur. Þar kemur pönkarinn í okkur við sögu sem verður spenn­ andi.“ Draumurinn er að láta flug­ félögin selja þetta og komast þann­ ig með vöruna upp í hæstu hæðir – í bókstaflegri merkingu. Annars verður varan til sölu á heimasíðunni. benediktboas@365.is ég nota Það Ein- göngu Eftir sturtu til dæmis og KEmur Það algjörlEga í staðinn fyrir KrEm sEm Eru full af para- BEnum og alKóHóli. Íslenskur hrossaþari úr Breiðafirði er uppistaðan í spreyinu. 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r52 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 E -9 5 B 4 1 E 2 E -9 4 7 8 1 E 2 E -9 3 3 C 1 E 2 E -9 2 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.