Fréttablaðið - 09.11.2017, Side 66

Fréttablaðið - 09.11.2017, Side 66
Allar frábærar þáttaraðir eiga sína veiku hlekki Stundum þarf að lífga upp á hlutina með til að mynda söngleikjaþætti eða þætti sem gerist í fortíðinni, jafnvel teiknimyndaþætti í leikinni seríu og svo framvegis. Stundum þarf eitthvert uppfyllingarefni þegar söguþráðurinn er aðeins 9 þættir en í seríunni eru samt sem áður 10 – nýlegt dæmi er einn ákveðinn þátt- ur í nýju Stranger Things seríunni. Stundum heppnast þetta ágætlega … en stundum ekki. Grínþáttur reynir við dramatík Quagmire’s Mom er virkilega erf- iður þáttur í Family Guy, þáttaröð sem gengur að vissu leyti út á það að vera hömlulaus – en þátturinn er bara byggður á svo undarlegri pælingu sem á að vera alvarleg og fá okkur til að hugsa. Kynferðisaf- brotamaðurinn Quagmire er á leið- inni í fangelsi fyrir kynferðisafbrot en rifjar upp æsku sína í réttarhöld- unum þar sem mamma hans kemur mikið við sögu. Hann er gerður að aumkunarverðu fórnarlambi og það er eitthvað svo óviðeigandi og ófyndið. Karlar eru svín She’s a man, baby, a man! er hræði- legur þáttur í hinni annars lýta- lausu þáttaseríu, Charmed. Eins og í öðrum þáttum Charmed þurfa nornirnar þrjár að takast á við enn einn djöfulinn, í þetta sinn djöful sem er ákaflega hrifinn af því að ráðast á karlmenn. Auðvitað ákveða þær að klæða Prue upp sem karlmann til að leiða þennan drýsil í gildru og í kjölfarið fylgir þáttur troðfullur af steríótýpum, atriðum sem virðast innblásin af klámmyndun og bara almennum óþægindum. Fullir hellisbúar Aftur að tíunda áratugnum og göldrum: Þátturinn Beer Bad í Buffy er líklega langversti Buffy-þátturinn. Buffy dettur í það með eldri gaurum, en þau breytast öll í gríðarlega heimska hellisbúa og allt fer í vit- leysu. Það má reyndar kannski hafa gaman af þessu, þátturinn á að vera „comic relief“ en er eiginlega ekkert fyndinn heldur bara heimskulegur – en mögulega svo heimskulegur að hann er kominn hringinn og er í raunar bara frekar fyndinn. Óumbeðin fantasía BBC-þáttarröðin Sherlock var gríð- arlega vinsæl og flestir aðdáendur hennar elska að sjá Benedict Cum- berbatch í hlut- verki Holmes leysa gátur sem virðast jafnvel eiga sér yfirnáttúrulegar orsakir með ótrú- lega lógískri, vís- indalegri nálgun. Í síðasta þætti í fjórðu seríu skýt- ur því skökku við að mörgu leyti – í fyrsta lagi birtist systir Sherlocks allt í einu en hún er svo fluggáfuð að hún getur dáleitt fólk með vitsmununum einum saman og það kemur í ljós að hún er völd að öllum vandræðum Sher- locks fram að þessu – kollvarpar þar með öllu sem fram hafði komið í söguþræðinum fram að því. Það versta er svo að ekkert af því sem gerist í þættinum er útskýrt á lóg- ískan hátt, heldur er um hálfgerða fantasíu að ræða. … og allir deyja í kjarnorku- stríði. Endir Lokaþáttur How I Met Your Mother er ein af mestu vonbrigðum sjón- varpssögunnar, að minnsta kosti að mati hörðustu aðdáenda þátta- raðarinnar. Án þess að neinu verði spillt hérna þá er notast við mjög ódýra lausn til að veita persónun- um hamingjusamlega úrlausn sem varpar skugga á allt sem kemur á undan. Lausn þessi virðist því hafa verið ákaflega vanhugsuð og líklega skrifuð á hlaupum. Fjárans Sandsnákarnir Game of Thrones eru vinsælustu þættir heimsins um þess- ar mundir en það þýðir þó ekki að allir þættirnir séu gjörsamlega frábærir. Það eru nokkur slæm augnablik í þáttaröð- inni, en líklega er Unbo- wed, Unbent, Unbroken mesta samansafnið af slæmum augnablikum. Sandsnákarnir óvinsælu berjast til að mynda við Jaime í einhverju asna- legasta og tilgangslausasta atriði sjónvarpssögunnar – sandsnákarnir reyta af sér illa skrifaðar og illa leiknar línur og kóreóg- rafían í slagsmálunum er alveg glötuð, fyrir utan það hvað slagsmálin sjálf eru mikill óþarfi. Þættin- um lýkur með hræðilegri nauðgun- arsenu sem virðist bara hafa verið höfð með til að viðhalda orðspori Game of Thrones sem miskunnar- lausir þættir. Fluga sem uppfyllingarefni Fluguþátturinn í Breaking Bad var svo augljóst uppfyllingarefni að hann verðskuldar að vera hér á lista. Walt og Jesse eltast við flugu á tilraunastofunni sinni en Walt segir það útilokað að hefja framleiðslu á metamfetamíni með flugu inni í dauðhreinsaðri stofunni. Og það er söguþráðurinn. Ekkert gerist. Þeir eltast við flugu og þátturinn endar. Á meðan situr söguþráður þátta- raðarinnar á hakanum. stefanthor@frettabladid.is Vondir þættir, góðar þáttaraðir Quagmire, gríðarlega sympatísk týpa – segir enginn. Stelpurnar í Charmed eru töfrandi, nema þarna í þessum eina þætti. Ekkert er fullkomið og þar með taldar eru margar frábærar sjónvarpsþáttaraðir. Stundum ákveða handritshöfundar að bregða út af van- anum eða brjóta upp söguþráðinn með hræðilegum afleið- ingum. 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r54 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 E -8 1 F 4 1 E 2 E -8 0 B 8 1 E 2 E -7 F 7 C 1 E 2 E -7 E 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.