Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 66
Allar frábærar þáttaraðir eiga sína veiku hlekki Stundum þarf að lífga upp á hlutina með til að mynda söngleikjaþætti eða þætti sem gerist í fortíðinni, jafnvel teiknimyndaþætti í leikinni seríu og svo framvegis. Stundum þarf eitthvert uppfyllingarefni þegar söguþráðurinn er aðeins 9 þættir en í seríunni eru samt sem áður 10 – nýlegt dæmi er einn ákveðinn þátt- ur í nýju Stranger Things seríunni. Stundum heppnast þetta ágætlega … en stundum ekki. Grínþáttur reynir við dramatík Quagmire’s Mom er virkilega erf- iður þáttur í Family Guy, þáttaröð sem gengur að vissu leyti út á það að vera hömlulaus – en þátturinn er bara byggður á svo undarlegri pælingu sem á að vera alvarleg og fá okkur til að hugsa. Kynferðisaf- brotamaðurinn Quagmire er á leið- inni í fangelsi fyrir kynferðisafbrot en rifjar upp æsku sína í réttarhöld- unum þar sem mamma hans kemur mikið við sögu. Hann er gerður að aumkunarverðu fórnarlambi og það er eitthvað svo óviðeigandi og ófyndið. Karlar eru svín She’s a man, baby, a man! er hræði- legur þáttur í hinni annars lýta- lausu þáttaseríu, Charmed. Eins og í öðrum þáttum Charmed þurfa nornirnar þrjár að takast á við enn einn djöfulinn, í þetta sinn djöful sem er ákaflega hrifinn af því að ráðast á karlmenn. Auðvitað ákveða þær að klæða Prue upp sem karlmann til að leiða þennan drýsil í gildru og í kjölfarið fylgir þáttur troðfullur af steríótýpum, atriðum sem virðast innblásin af klámmyndun og bara almennum óþægindum. Fullir hellisbúar Aftur að tíunda áratugnum og göldrum: Þátturinn Beer Bad í Buffy er líklega langversti Buffy-þátturinn. Buffy dettur í það með eldri gaurum, en þau breytast öll í gríðarlega heimska hellisbúa og allt fer í vit- leysu. Það má reyndar kannski hafa gaman af þessu, þátturinn á að vera „comic relief“ en er eiginlega ekkert fyndinn heldur bara heimskulegur – en mögulega svo heimskulegur að hann er kominn hringinn og er í raunar bara frekar fyndinn. Óumbeðin fantasía BBC-þáttarröðin Sherlock var gríð- arlega vinsæl og flestir aðdáendur hennar elska að sjá Benedict Cum- berbatch í hlut- verki Holmes leysa gátur sem virðast jafnvel eiga sér yfirnáttúrulegar orsakir með ótrú- lega lógískri, vís- indalegri nálgun. Í síðasta þætti í fjórðu seríu skýt- ur því skökku við að mörgu leyti – í fyrsta lagi birtist systir Sherlocks allt í einu en hún er svo fluggáfuð að hún getur dáleitt fólk með vitsmununum einum saman og það kemur í ljós að hún er völd að öllum vandræðum Sher- locks fram að þessu – kollvarpar þar með öllu sem fram hafði komið í söguþræðinum fram að því. Það versta er svo að ekkert af því sem gerist í þættinum er útskýrt á lóg- ískan hátt, heldur er um hálfgerða fantasíu að ræða. … og allir deyja í kjarnorku- stríði. Endir Lokaþáttur How I Met Your Mother er ein af mestu vonbrigðum sjón- varpssögunnar, að minnsta kosti að mati hörðustu aðdáenda þátta- raðarinnar. Án þess að neinu verði spillt hérna þá er notast við mjög ódýra lausn til að veita persónun- um hamingjusamlega úrlausn sem varpar skugga á allt sem kemur á undan. Lausn þessi virðist því hafa verið ákaflega vanhugsuð og líklega skrifuð á hlaupum. Fjárans Sandsnákarnir Game of Thrones eru vinsælustu þættir heimsins um þess- ar mundir en það þýðir þó ekki að allir þættirnir séu gjörsamlega frábærir. Það eru nokkur slæm augnablik í þáttaröð- inni, en líklega er Unbo- wed, Unbent, Unbroken mesta samansafnið af slæmum augnablikum. Sandsnákarnir óvinsælu berjast til að mynda við Jaime í einhverju asna- legasta og tilgangslausasta atriði sjónvarpssögunnar – sandsnákarnir reyta af sér illa skrifaðar og illa leiknar línur og kóreóg- rafían í slagsmálunum er alveg glötuð, fyrir utan það hvað slagsmálin sjálf eru mikill óþarfi. Þættin- um lýkur með hræðilegri nauðgun- arsenu sem virðist bara hafa verið höfð með til að viðhalda orðspori Game of Thrones sem miskunnar- lausir þættir. Fluga sem uppfyllingarefni Fluguþátturinn í Breaking Bad var svo augljóst uppfyllingarefni að hann verðskuldar að vera hér á lista. Walt og Jesse eltast við flugu á tilraunastofunni sinni en Walt segir það útilokað að hefja framleiðslu á metamfetamíni með flugu inni í dauðhreinsaðri stofunni. Og það er söguþráðurinn. Ekkert gerist. Þeir eltast við flugu og þátturinn endar. Á meðan situr söguþráður þátta- raðarinnar á hakanum. stefanthor@frettabladid.is Vondir þættir, góðar þáttaraðir Quagmire, gríðarlega sympatísk týpa – segir enginn. Stelpurnar í Charmed eru töfrandi, nema þarna í þessum eina þætti. Ekkert er fullkomið og þar með taldar eru margar frábærar sjónvarpsþáttaraðir. Stundum ákveða handritshöfundar að bregða út af van- anum eða brjóta upp söguþráðinn með hræðilegum afleið- ingum. 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r54 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 E -8 1 F 4 1 E 2 E -8 0 B 8 1 E 2 E -7 F 7 C 1 E 2 E -7 E 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.