Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.11.2017, Blaðsíða 32
Markaðurinn Miðvikudagur 15. nóvember 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur 13.11.2017 Það er eins og það eigi að þagga niður í gagn rýni minni á Hæstarétt. Ég á ekki von á að það beri mik inn ár ang ur. Jón Steinar Gunnlaugs- son, fyrrv. hæsta- réttardómari Eignarhaldsfélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, hagnaðist um rúmlega 60 milljónir króna í fyrra borið saman við hagnað upp á 492 milljónir á árinu 2015. Eyþór er meðal annars stærsti einstaki hluthafi Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins, með tæplega 23 pró- senta hlut en hann kom inn í hluthafahóp félagsins í apríl á þessu ári. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Ramses er hagnaður félagsins að mestu tilkominn vegna tekna af hlutabréfum. Heildareignir í árslok 2016 námu tæplega 706 milljónum, en þar af voru lán til tengdra aðila um 280 milljónir. Eigið fé félags- ins var liðlega 707 milljónir og lagði stjórn þess til að greiddur yrði arður til hluthafa að fjárhæð 50 milljónir. Á meðal fjárfestinga sem Eyþór hefur komið að á undanförnum árum er kísilver Thorsil í Helguvík og þá keypti hann ferðaþjónustufyrirtækið Special Tours í Reykjavík, sem gerir út báta til hvalaskoðunar í Faxaflóa, vorið 2016. – hae Eyþór arnalds hagnast um 60 milljónir Eyþór Arnalds. Á myndina vantar Kjartan Óla Eiríksson 1970–2015 Um 200 Íslendingar látast árlega úr ótímabærum hjarta- og æðaáföllum. Um 12 þúsund manns á aldrinum 50–70 ára glíma við afleiðingar slíkra áfalla og lifa við skert lífsgæði vegna þeirra. Með markvissri leit er hægt að finna þessa einstaklinga áður en það er um seinan og koma í veg fyrir áföllin. Við söfnum fyrir fyrirbyggjandi leit og innleiðingu á öllum heilsugæslum landsins. 907 1502 2.000 KR. 907 1505 5.000 KR. 907 1508 8.000 KR. Pi pa r\ TB W A \ S ÍA Þýski stórmarkaðsrisinn Lidl hefur náð eftirtektarverðum árangri undanfarin ár, og hefur í auknum mæli beint sjónum sínum út fyrir heimalandið. Lidl hefur á einungis fimm árum náð því að vera fimmti stærsti stórmarkaðurinn á Bretlandi að því er varðar veltu, og er aukin- heldur sá sem verið hefur að bæta við sig mestri markaðshlutdeild. Söluaukning félagsins milli ára nam þannig 18% á þriðja fjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Ljóst er því að markaðsdeild Lidl er að gera eitthvað rétt. Því var eftirtektarvert að heyra markaðsstjóra félagsins láta hafa eftir sér að Lidl legði langmesta áherslu á auglýsingar í því sem kalla má hefðbundnum miðlum, það er sjónvarpi, útvarpi og prentmiðlum. Þar telur markaðsstjórinn að mestur árangur náist, og að mest fáist fyrir þá peninga sem lagðir eru til markaðsmála. Hvað nýmiðla varðar, og þá á hann fyrst og fremst við vél- rænar auglýsingar á netinu sem birst geta bæði á vefmiðlum eða á sam- félagsmiðlum, þá telur hann þá dýra og að erfitt sé að mæla árangur. Athyglisvert er að bera þessa reynslu markaðsstjórans og Lidl saman við nýlegar tölur um auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla, en þar kemur fram að auglýsingatekjurnar voru helmingi minni að raunvirði árið 2015 en árið 2007 þegar þær náðu sögulegu hámarki. Nú er ljóst, þótt ekki liggi fyrir opinberar tölur, að auglýsingakaup hafa ekki dregist saman á Íslandi sem þessu nemur. Því má gera ráð fyrir því að það sem upp á vantar, og mögulega meira til, hafi runnið í auglýsingar á netinu ýmiss konar, t.d. til samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram, Snapchat eða YouTube. Kaka inn- lendra vefmiðla er hins vegar enn mjög smá. Í þessu samhengi er sú nálgun Sam- keppniseftirlitsins að skilgreina erlenda samfélagsmiðla ekki sem keppinauta hefðbundinna fjölmiðla í besta falli hlægileg. Auðvitað starfa þessir aðilar á sama markaði og keppa um sömu auglýsendur. Þessar nýju tölur um auglýsingar eru lifandi vitnisburður um það. Hitt er annað mál að orð markaðs- stjóra Lidl benda til þess að þróunin sé mögulega ekki óafturkræf. Ef það er reynsla þess fyrirtækis á Bret- landseyjum sem hefur verið í mestri markaðssókn að hefðbundnir miðlar virki best, þá hljóta aðrir að upplifa það sama eða að minnsta kosti að veita ummælunum eftirtekt. Er hitt ekki líklegra að sannleikurinn liggi einhvers staðar á miðri leið? Hefðbundnir fjölmiðlar lifa vissu- lega í breyttum heimi, en þeir eru langt í frá dauðir úr öllum æðum. Lífseigir miðlar 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 7 -5 9 C C 1 E 3 7 -5 8 9 0 1 E 3 7 -5 7 5 4 1 E 3 7 -5 6 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.