Fréttablaðið - 27.11.2017, Blaðsíða 8
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Sendibíll ársins 2017.
Nýr Crafter.
Við látum framtíðina rætast.
Alþjóðlegur sendibíll ársins 2017.
Nýr Volkswagen Crafter er hannaður með þarfir
iðnaðarmanna að leiðarljósi. Fyrsti sendibíllinn
með 8 þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur.
Crafter er betri en nokkurn tímann áður en
hægt að velja um fjölda útfærslna á hleðslurými,
farþegarými og aðstoðarkerfi.
Sendibíll verð frá 5.970.000 kr. m/vsk
Pallbíll verð frá 5.610.000 kr. m/vsk
Viðskipti Skattlagning á áfengis-
framleiðendur er eitt helsta
vandamálið sem litlir bjórfram-
leiðendur standa frammi fyrir.
Þetta segir Björg Ásta Þórðardótt-
ir, lögfræðingur hjá Samtökum
iðnaðarins.
Töluverð aukning hefur verið í
neyslu bjórs á undanförnum árum,
en sala í Vínbúðunum jókst um
rúm 13 prósent á árunum 2012 til
2016. Fór úr 14,5 milljónum lítra í
16,4 milljónir lítra. Um 70 prósent
af sölunni er íslensk framleiðsla.
Á sama tíma hafa tekjur íslenskra
bjórverksmiðja aukist. Eitt besta
dæmið er kannski bruggverk-
smiðjan á Árskógssandi þar sem
bjórinn Kaldi er framleiddur. Sölu-
tekjur verksmiðjunnar voru 436
milljónir króna á árinu 2016 og
jukust um 44,6 milljónir króna eða
11,4 prósent. Ölvisholt brugghús
seldi vörur fyrir 74 milljónir króna
í fyrra og Einstök ölgerð seldi bjór
fyrir tæpar 46 milljónir, svo dæmi
séu tekin. Bjórframleiðsla stærri
fyrirtækja á borð við Vífilfell og
Ölgerðina er síðan mun umfangs-
meiri.
„Tækifærin eru náttúrlega
fólgin í því að það er aukin ferða-
mennska og við erum með mjög
flotta aðila sem eru að spretta
upp í þessu umhverfi þó að það sé
svona erfitt umfangs,“ segir Björg.
Samtök iðnaðarins boðuðu
til fundar um íslenska bjórfram-
leiðslu í vikunni. „Þessir minni
bjórframleiðendur hafa viljað fá
einhvern svona vettvang til að
berjast fyrir sínum hagsmuna-
málum, sem eru reyndar sam-
eiginleg stærri framleiðendum
líka. Við höfum sagt að við viljum
styðja við það,“ segir Björg Ásta
um tilefni fundarins.
Opinber gjöld sem lögð eru á
bjór eru misjafnlega há eftir því
hve há áfengisprósentan er, en
að minnsta kosti helmingurinn
af söluverðinu. „Svo eftir því sem
áfengisprósentan hækkar þá
hækkar hlutfallið,“ útskýrir hún.
Björg Ásta segir íþyngjandi fyrir
bjórframleiðandann að þurfa að
standa skil á opinberum greiðsl-
um til ríkisins áður en varan er
seld. „Áfengisframleiðandinn
þarf að standa skil á skattinum til
ríkisins. Hann selur síðan vöruna
til birgja, vínveitingahúsa eða
ÁTVR sem fær þá 30 daga greiðslu-
frest,“ segir Björg Ásta. Það geti því
liðið 30 dagar frá því að framleið-
andinn er búinn að greiða opin-
ber gjöld og þangað til hann fær
sölutekjur af vörunni. „Þannig að
þetta er mög þungur rekstur. Svo
er markaðssetningin takmörkuð
út af áfengissölubanni og fleira,“
bætir hún við.
Björg Ásta telur að Íslendingar
hafi sett heimsmet í skattlagningu
á áfengi. „Þessi staða er erfið fyrir
litlu aðilana sem eru að reyna að
starta fyrirtæki með allt sem því
fylgir og reyna að markaðssetja
sig,“ segir hún.
jonhakon@frettabladid.is
Háir skattar íþyngja brugghúsunum
Opinber gjöld eru eitt helsta vandamálið sem bjórframleiðendur á Íslandi standa frammi fyrir. Þurfa að standa skil á skattinum áður en
varan er seld. Gerir fyrirtækjum erfiðara að fjármagna sig. Samanlagðar tekjur brugghúsanna námu hundruðum milljóna á síðasta ári.
Innlendum brugghúsum hefur fjölgað síðustu ár og vöruúrval aukist þar af leiðandi í ÁTVR. FRéTTablaðIð/ERnIR
björg Ásta
Þórðardóttir
2 7 . n ó V e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
2
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
4
-2
7
F
4
1
E
5
4
-2
6
B
8
1
E
5
4
-2
5
7
C
1
E
5
4
-2
4
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K