Fréttablaðið - 27.11.2017, Page 12

Fréttablaðið - 27.11.2017, Page 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is FYRIR FLESTAR GERÐIR BÍLA... GORMAR HÖGGDEYFAR VANRÆKTU EKKI VIÐHALDIÐ! STÁL OG STANSAR | SÍMI: 517-5000 | VAGNHÖFÐI 7 | STALOGSTANSAR.IS Þó svo þessir karlar hafi kannski upplifað daðurslega til- burði sína í gegnum tíðina sem heillandi samskipti þá er hætt við að þessar sögur væru ekki þarna ef það hefði verið gagnkvæmt. Meðal stóru áherslumálanna í síðustu alþingiskosningum voru heilbrigðis- og vel-ferðarmál. Íslendingar eru ung þjóð, yngri en nágrannaþjóðirnar, og stærstur hluti aldraðra er hraustur og heilbrigður og býr á eigin heimili mestan hluta ævinnar. Samt vistast hlutfallslega mun fleiri á hjúkrunarheimilum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Önnur, hagkvæmari og betri úrræði eru fábreyttari. Vissulega þarf bráðaaðgerðir í hjúkrunarþjónustu við aldraða. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði endurskilgreind. Vinna þarf að því í verki að gera öldruðum mögu- legt að búa við öryggi og lífsgæði á eigin heimili mun lengur en tíðkast hefur. Hinn mikli vandi á íbúðamark- aði tröllríður umræðunni, snertir hag aldraðra með beinum hætti og aðkoma stjórnvalda að þeim þætti er nauðsynleg. Hagkvæmt húsnæði þar sem félagslegt samneyti er tryggt, eftirlit sömuleiðis með heilsufari og öryggi getur ráðið úrslitum um velsæld og heilbrigði, dregið úr einangrun og slysahættu og tafið stofnana- vistun um marga mánuði eða jafnvel gert slíkt úrræði óþarft. Rannsóknir sýna að aldraðir almennt kjósa að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nokkur hluti aldraðra býr við sæmileg lífeyriskjör en stór hluti þeirra við afar þröngan kost. Lamandi skerðingar þeirra sem enn vilja leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði eru líka fráleitar. Þetta er fjölbreyti- legur þjóðfélagshópur sem á margt sameiginlegt. Þannig hafa t.d. flestir gengið að því sem vísu að lífeyr- issjóðsgreiðslur á starfsævinni yrðu þeim verulegur búhnykkur á efri árum en orðið fyrir vonbrigðum. Hið gamalkunna kjörorð „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er glapsýn. Áhyggjur fylgja mannfólkinu auðvitað alla tíð og aldraðir hafa því áhyggjur eins og annað venjulegt fólk. Það er hins vegar hryggilegt að þjóðin sé svo skammt komin á braut velferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni, hvort þeir eigi til hnífs og skeiðar. Það er ljótur blettur á samfélagi sem vill kenna sig við velferð. Áhyggjur á ævikvöldi Guðjón S. Brjánsson alþingismaður Það er hins vegar hryggi- legt að þjóðin sé svo skammt komin á braut vel- ferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni. Allar byltingar í átt til frelsis og framfara í þágu undirokaðra samfélagshópa eru og hafa ávallt verið í eðli sínu fjöldahreyfing-ar. Tilefni byltinganna eða það sem verður til þess að koma þeim af stað miðar oftar en ekki við þá hópa sem þurftu að þola verstu tilfellin af kúgun og undirokun. Það dregur þó engan veginn úr mikilvægi byltingarinnar að allir sem tilheyra hinum undirokaða samfélagshópi skuli leggja sitt lóð á vogarskálarnar, heldur þvert á móti, þar sem það er styrkur í fjöldanum. Fórnarlömb hætta að vera fórnar- lömb en verða þess í stað leiðarljós í fjöldahreyfingu til frelsis og framfara. Kvennabyltingin sem nú stendur yfir er einmitt gott dæmi um slíka byltingu sem finnur styrk sinn í fjöld- anum og samstöðunni. Þetta skildu vel þau hundruð íslenskra stjórnmálakvenna sem fyrir skömmu sendu frá sér yfirlýsingu og settu fram kröfu um bætta stjórn- málamenningu með yfir hundrað dæmum um það sem konur hafa mátt þola á þessum vettvangi. Eðli málsins samkvæmt eru sögur kvennanna jafn ólíkar og þær eru margar enda eru hér eru á ferðinni ein- staklingar sem eiga þann sjálfsagða rétt að setja sín eigin mörk í samskiptum frá degi til dags. Fljótlega fóru þó að heyrast þær raddir, oftar en ekki frá karlmönnum af eldri kynslóðinni, að hinar eða þessar smásögurnar af neikvæðri og jafnvel niður- lægjandi reynslu ættu nú tæpast rétt á sér. Að það að kona sem kvartaði undan smá daðri, klappi eða glápi gerði nú bara lítið úr þeim sem þyrftu að þola eitthvað á borð við káf eða nauðgun. Að slíkar umkvartanir væru að auki einhvers konar aðför gegn eðlilegum og daðurskenndum samskiptum kynjanna sem væru nú þrátt fyrir allt svo óskaplega skemmtilegur hluti af lífinu. Þetta er bæði bull og vitleysa. Þó svo þessir karlar hafi kannski upplifað daðurslega tilburði sína í gegnum tíðina sem heillandi samskipti þá er hætt við að þessar sögur væru ekki þarna ef það hefði verið gagnkvæmt. En það sem verra er þá eru þessar úrtöluraddir líka að reyna að verja menningu sem á alls ekki rétt á sér. Menningu sem undirokar helming- inn af mannkyni í krafti kynferðis og lætur sér það í léttu rúmi liggja hvað það er sem konur upplifa sem átroðning, niðurlægingu og virðingarleysi. Þessar sögur sem sumir hafa þannig viljað afskrifa sem léttvægar og ómerkilegar frásagnir af sam- skiptum kynjanna eru því mikilvægar í margþættum skilningi. Þær eru órjúfanlegur hluti af þeim veru- leika sem konur búa við og þær veita þeim sem hafa þurft að þola verstu tilfellin styrk fjöldans. Þær sýna okkur svo ekki verður um villst að hér er um að ræða heildstætt menningarlegt fyrirbæri en ekki einangruð dæmi yfirgangs og ofbeldis. Það þarf nefnilega ekki að hafa káfað á konu eða nauðgað henni til þess að hafa gengið of langt. Þar af leiðir að þessar sögur eru ómetanlegur lærdómur fyrir alla karlmenn sem vilja með auknum skilningi breyta eigin hegðun og sam- skiptum við konur til betri vegar og báðum kynjum til góðs. Smá daður Er gosið hafið? Undanfarna daga og vikur hafa verið sagðar fréttir af því að ný ríkisstjórn sé í pípunum. Þá hefur einnig verið sagt frá því að Öræfajökull sé að fylla sínar pípur af kviku. Æviskeið beggja fregna hefur verið svipað, allir hlaupa upp til handa og fóta við fyrstu fregnir en eftir því sem á líður hafa æ minni tíðindi borist. Síðustu daga hafa fregnir flestar hljóðað á þann veg að fólk bíði átekta og þetta muni nú skýrast allt á næstunni. Nú stefnir í að ríkisstjórn verði mynduð fyrir vikulok og er aðeins spurning hvort jök- ullinn muni fara að fordæmi stjórnmálafólksins. Kampavínskommar? Þó að tappinn sé ekki farinn úr jöklinum, þá var einn slíkur dreginn úr freyðivíns- flösku í ráðherrabústaðnum í gær. Fulltrúar líklegra ríkisstjórnarflokka, Sjálf- stæðis- og Framsóknarmenn auk Vinstri grænna, skáluðu þá fyrir árangri helgarinnar. Það fylgdi sögunni að for- menn flokkanna þriggja hefðu ekki vökvað lífsblómið af því tilefni heldur voru það næst- innstu koppar í búri sem lyftu glösum og vættu kverkarnar. Einhvers staðar í þessu sam- hengi er grín um kampavíns- komma. Það bara hlýtur að vera. joli@365.is 2 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 4 -0 F 4 4 1 E 5 4 -0 E 0 8 1 E 5 4 -0 C C C 1 E 5 4 -0 B 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.