Fréttablaðið - 27.11.2017, Síða 46

Fréttablaðið - 27.11.2017, Síða 46
Jólatertur Gríptu eina! eða allar 4 Strax í dag Smakkaðu NÝJA með rabbarbara - sultu MYLLU cw170109_ISAM_Myllan_Jólaterta_blá_dagbl_5x10_20171113_END.indd 1 24.11.2017 10:04:08 Rithöfundurinn Birna Anna Björnsdóttir hóf sinn höfundarferil með allsérstæðum hætti sem einn af höfundum skáld­sögunnar Dís, árið 2000. Fjórum árum síðar kom svo skáldsaga hennar Klisjukenndir og svo nýjasta skáldsagan Perlan: Meint skinkuvæð­ ing íslensku kvenþjóðarinnar í kjölfar efnahagshrunsins, sem kom út fyrir skömmu. Í öllum þessum verkum er að finna sameiginlegan streng sem er fólginn í skoðun á stöðu ungra kvenna og Birna Anna segir að í sinni nýjustu bók sé stóra hugmyndin með aðalper­ sónunni að skoða hvernig konur eru hlutgerðar í nútímamenningu. „Aðalpersónan Perla er kona sem hefur alltaf verið hlutgerð af umhverf­ inu og því finnst mér áhugavert að skoða manneskjuna á bak við ímynd­ ina og hvað það getur verið rosalega langt á milli ímyndarinnar og hinnar eiginlegu manneskju. Ég skoða líka hvernig það fer með manneskju að hafa alltaf verið sett á ákveðinn stall. En svo er líka hluti af þessari frægðardýrkun að við höfum oft svo lítið úthald fyrir einstaklingum og það þarf því alltaf að koma einhver ný týpa, hvort sem það er í listum eða öðru í menningunni, sem tekur við þessu hlutverki að vera aðal. Þá vakn­ ar spurningin hvað verði um mann­ eskjuna eftir að henni hefur verið ýtt til hliðar og hún er ekki lengur í tísku. Við þekkjum þessar týpur í umhverf­ inu, þessar manneskjur sem birtast og verða frægar, stundum bara fyrir að vera frægar, en hvað svo? Það er soldið það sem þessi bók snýst um. Hvað verður um svona konu?“ Ráfar um í reiðileysi Birna Anna fer þá leið með sína per­ sónu að hún lætur hana hverfa af sjónarsviðinu um langa hríð en dúkka svo upp aftur í nýju samhengi. „Í upp­ hafi bókar er Perla komin á vitnalista í réttarhöldum um stríðsglæpi og þá vaknar aftur áhugi allra á Íslandi á henni. Þá vilja allir vita hvað varð um þessa konu og hvað hefur orðið til þess að hún er komin á þennan óvænta stað í þessu samhengi. Við sem lesendur fáum svo að fylgja henni náið í gegnum hennar sögu og komast að því hvað gerðist.“ Birna Anna er á því að konur séu líklegri til að lenda í þessari hverfulu athygli umhverfisins en karlar enda staða þeirra í menningunni önnur. „Það er miklu meira horft á útlit og yfirborð kvenna og útlitsdýrkun nær miklu frekar til kvenna. Hún á sér að einhverju leyti stað hjá körlunum líka en hún er sterkari hjá konum og hefur meiri áhrif á konur almennt. Þessar ímyndir hafa áhrif út fyrir sjálfa sig og snerta flestar konur með einhverjum hætti í gegnum menninguna.“ En að hversu miklum hluta erum við sjálf að framleiða okkar eigin ímynd? „Ég held að fólki geri það í síauknum mæli með tilkomu samfélagsmiðla. Hér áður fyrr voru það aðeins þeir sem voru áberandi og mikið í fjöl­ miðlum sem skópu sér ímynd en með tilkomu samfélagsmiðla getur hver og einn ákveðið að búa sér til slíka ímynd út á við. Mér fannst áhugavert að skapa sögupersónu sem er í þessari stöðu, að hafa sterka ímynd í hugum fólks en svo er innra lífið, sjálft sálarlífið, allt annað en ímyndin segir til um. Það myndast ákveðin togstreita þegar langt bil er þarna á milli. Þá myndast tómleiki, tengslaleysi við annað fólk og einmanaleiki og það er meðal annars það sem ég er að skoða. Perla á mjög erfitt með að mynda tengsl við aðra. Hún ráfar um í ákveðnu reiði­ leysi á sínum fullorðinsárum út af þessu tengslaleysi og það hefur með hennar bakgrunn og umhverfi að gera auk þess hvernig samfélagið hefur alla tíð skilgreint hana og metið.“ Hver kynslóð gerir betur Aðspurð um áhrifavalda segist Birna Anna mikið lesa kvenrithöfunda og gjarnan femíníska höfunda, meðal höfunda sem eru í uppáhaldi eru Chimamanda Ngozi Adichie, Zadie Smith, Jennifer Egan og Claire Mess­ ud. „Það er líka stór persóna í bókinni minni sem er femínískur fræðimaður og það koma vissulega ákveðnar femínískar pælingar við sögu. Mér finnst þetta áhugavert að skoða því að femínismi er stórt og dýna­ mískt fyrirbæri þar sem alls konar straumar og hugmyndir eru í mótun eftir því sem samfélagið þróast. Mér finnst ekki síst áhugavert að skoða hvernig manneskja sem sækir sér athygli fyrir yfirborð getur líka verið skoðuð með femínískum gleraugum. Og þegar við förum í gegnum þessa sögu með henni þá vonandi sjáum við að það býr annað og meira að baki en bara það sem við sjáum á yfirborð­ inu.“ En hefur íslenskur femínismi þá einsleita mynd af því sem konur ættu að vera? „Nei, mér finnst vera mikil gerjun í íslenskum femínisma og að þetta sé rosalega frjótt samfélag. Það er mikið af ferskum hugmyndum í gangi og spennandi og mikilvægir hlutir að gerast. Eins og við sjáum núna til dæmis, þá getur femínismi verið gríðarlega sterkt hreyfiafl til framfara í samfélaginu. Mér finnst ungu íslensku femínistarnir alveg magnaðir og finnst þeirra barátta og starf svo flott. Hver kynslóð byggir auðvitað á þeim sem á undan fóru og gerir svo vonandi ennþá betur.“ Það er stutt í húmorinn í skáld­ sögunni Perlan og Birna Anna segir að það sé henni mikilvægt. „Í fyrsta lagi þá er einfaldlega gaman að lesa fyndnar bækur og ég elska sjálf bækur með góðum húmor. Húmor getur líka verið eitt besta og beittasta greining­ artækið þegar við erum að skoða sam­ tímann og getur hjálpað okkur að sjá og skilja hlutina í nýju ljósi.“ Femínismi getur verið sterkt hreyfiafl í samfélaginu Birna Anna Björnsdóttir segir að það sé mikil gerjun í íslenskum femínisma og að það sé frjótt samfélag. FRéttABlAðið/EyþóR Perlan: Meint skinkuvæðing ís- lensku kvenþjóðar- innar í kjölfar efna- hagshrunsins, er titill nýjustu skáld- sögu Birnu Önnu Björnsdóttur sem skoðar m.a. bilið á milli manneskju og ímyndar. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r26 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 4 -1 4 3 4 1 E 5 4 -1 2 F 8 1 E 5 4 -1 1 B C 1 E 5 4 -1 0 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.