Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Renndu við hjá okkur
í Tangarhöfða 13
FAI varahlutir
Ódýrari kostur í varahlutum!
stýrishlutir
hafa verið leiðandi í yfir 10 ár.
Framleiddir undir ströngu
eftirliti til samræmis
við OE gæði.
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Meirihlutinn í Reykjavík fylgirþeirri stefnu í nafni gagn-
særrar og lýðræðislegrar stjórn-
sýslu að leita álits íbúa eftirá og þá
að sjálfsögðu að-
eins til mála-
mynda. Þetta
skilar prýði-
legum árangri í
því að koma í
veg fyrir að
borgarbúar séu
að þvælast fyrir
ákvörðunum meirihlutans, enda
hefur afstaða íbúanna lítil áhrif haft
á þá stefnu sem rekin er, oft af mik-
illi óbilgirni og offorsi.
Það er í þessum anda sem fulltrú-ar meirihluta borgarstjórnar í
umhverfis- og skipulagsráði borg-
arinnar felldu tillögu fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um að leita umsagn-
ar Vegargerðarinnar,
lögreglunnar, Samgöngustofu og
Samtaka sveitarfélaga, áður en
skýrsla starfshóps um lækkun um-
ferðarhraða á götum borgarinnar
vestan Kringlumýrarbrautar yrði
tekin til afgreiðslu.
Skýrslan var svo keyrð í gegnmeð atkvæðum meirihlutans
gegn atkvæðum minnihlutans.
Í skýrslunni er m.a. gert ráð fyrirað lækka hámarkshraða á
Hringbraut og Miklubraut vestan
Kringlumýrarbrautar um 10 km/
klst, í 40 km/klst þar sem hann er 50
og 50 km/klst þar sem hann er 60.
Þessi stefna er til komin vegnafordóma meirihlutans um að
bílar séu af hinu illa og að þess
vegna sé rétt að gera allt til að
reyna að stöðva umferð þeirra.
Þetta skref í þá átt þolir vitaskuldekki gagnrýna skoðun, sem
skýrir hvers vegna ekki mátti leita
álits á kreddunni.
Kredda sem ekki
þolir skoðun
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.2., kl. 18.00
Reykjavík 1 skýjað
Bolungarvík 4 léttskýjað
Akureyri 1 heiðskírt
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló -1 alskýjað
Kaupmannahöfn 0 þoka
Stokkhólmur 0 þoka
Helsinki -2 skýjað
Lúxemborg 8 heiðskírt
Brussel 12 heiðskírt
Dublin 10 súld
Glasgow 11 rigning
London 10 skýjað
París 11 súld
Amsterdam 11 heiðskírt
Hamborg 2 þoka
Berlín 0 skýjað
Vín 0 þoka
Moskva -10 heiðskírt
Algarve 17 skýjað
Madríd 11 súld
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 14 skýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -22 heiðskírt
Montreal -10 snjókoma
New York 1 alskýjað
Chicago -7 léttskýjað
Orlando 11 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:01 17:23
ÍSAFJÖRÐUR 10:21 17:13
SIGLUFJÖRÐUR 10:05 16:55
DJÚPIVOGUR 9:35 16:49
Vinna við 2. áfanga Norðurgarðs í
Gömlu höfninni í Reykjavík mun
hefjast í þessum mánuði. Verkið felst
í því að byggja nýjan hafnarbakka
fyrir framan frystihús HB Granda.
Bakkinn kemur í stað trébryggju,
sem var orðin lúin. Hún var byggð
árið 1966 en hefur verið endurnýjuð
að einhverju leyti. Verklok verða í
haust.
Fyrsti áfangi Norðurgarðs var
byggður á árunum 2004-2005, þar
sem ný frystigeymsla HB Granda
stendur.
Verkið var boðið út og átti Ístak
hf. lægsta tilboðið, 311 milljónir
króna. Að sögn Gísla Gíslasonar
hafnarstjóra bætist við ýmis kostn-
aður, m.a. vegna efnisskiptaskurðar
sem Hagtag er að grafa – síðan lagn-
ir og fleira. Þannig að heildarkostn-
aður verður liðlega 600 milljónir
króna þegar allt er saman tekið.
Eins og fram kom í frétt í Morgun-
blaðinu lagðist danskt flutningaskip,
Dan Fighter, að Miðbakka í vikunni.
Skipið var að koma með 450 tonn af
stáli sem notað verður í hafnargerð-
ina á Norðurbakka.
Stálþilið verður geymt á Mið-
bakka til að byrja með. Síðan verður
því skipað um borð í pramma, sem er
gömul ekjubrú, og flutt yfir að Norð-
urgarði. Pramminn verður síðan not-
aður við hafnargerðina sjálfa. Vinnu-
svæðið við Norðurgarð er af
skornum skammti vegna nálægðar
við frystihúsið og því kemur pramm-
inn að góðum notum. sisi@mbl.is
Byggja nýjan hafnarbakka
Norðurgarður Nýi bakkinn verður fyrir framan frystihús HB Granda.
Leysir af hólmi
gamla trébryggju
á Norðurgarði
Mynd/Faxaflóahafnir
Reykjavíkurborg hefur synjað Vals-
mönnum hf. um leyfi til að reisa
svefnskála á lóð nr. 14 við Hlíð-
arenda. Á því svæði stendur fyrir
dyrum mikil uppbygging. Valsmenn
höfðu sótt um leyfi til að koma upp
vinnubúðum með svefnskálum á
tveimur hæðum fyrir 44 starfsmenn
í sérhönnuðum svefngámum. Var
það álit skipulagsfulltrúa borgar-
innar að erindið samrýmdist ekki
gildandi aðal- og deiliskipulagi.
Fram kemur í álitinu að umrædd
lóð sé samkvæmt aðalskipulagi á
svæði sem tilgreint er sem íþrótta-
svæði. Samkvæmt deiliskipulagi
Hlíðarenda, síðast samþykkt 15. júní
2016, sé gert ráð fyrir fótboltavöllum
á svæðinu þar sem skálarnir eru
sýndir. Svefnskálar séu bygging-
arleyfisskyldir og verði því að vera í
samræmi við gildandi aðal- og deili-
skipulag.
„Hægt væri að skoða staðsetn-
ingu fyrir gistiskála innan Hlíð-
arendasvæðis þar sem fyrir er bygg-
ingarreitur og notkun í samræmi við
gildandi heimildir,“ segir m.a. í álit-
inu. sisi@mbl.is
Valsmenn fá ekki
að reisa svefnskála
Hlíðarendi Mikil uppbygging er
áformuð á svæðinu næstu árin.
Sr. Skírnir Garðarsson, héraðs-
prestur og fyrrverandi sóknar-
prestur í Lágafellssókn, segist hafa
fengið það staðfest frá forstjóra Per-
sónuverndar að þar verði fljótlega
tekin til efnislegrar meðferðar
kvörtun sín vegna meintra brota
nokkurra embættismanna innan
þjóðkirkjunnar á lögum um per-
sónuvernd.
„Kvörtunin hefur verið að velkjast
í kerfinu í 11 mánuði og hefur valdið
titringi í stjórnsýslunni því hún snýr
að háttsettum embættismönnum
þjóðkirkjunnar,“ segir Skírnir m.a. í
yfirlýsingu. Hann segir rannsókn
Persónuverndar kalla á spurningar
um hvort embættismenn, sem kvört-
unin snýr að, eigi að stíga til hliðar á
meðan rannsókn standi yfir.
Snýr kvörtunin að meintum ólög-
legum áframsendingum og móttöku
bréfa, tölvupósta og trúnaðargagna
á milli þessara embættismanna á ár-
unum 2014-2016.
Kæra tekin
til efnis-
meðferðar