Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Heildarlausnir
fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili,
veitingahús, veisluþjónustur,
heilsugæslustofnanir o.fl
Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
.
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Pilot
síðan 1937
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Æ
tlarðu að halda
partí eða fá vini í
kvöldmat? Silla’s
Kitchen bjargar
málunum. Þjón-
ustan sem Sigurlaug Jóhannesdóttir
kynnir á vefsíðu sinni er býsna
freistandi – ekki síður en uppskrift-
irnar. Að minnsta kosti fyrir þá sem
ekki eru með allt á hreinu þegar
góða veislu gjöra skal. Áður en fagn-
aðarlætin brjótast út hjá lesendum
er þó rétt að halda til haga að þjón-
ustan er alla jafna bara í boði í Mus-
well Hill-hverfinu í norðurhluta
Lundúnaborgar. Uppskriftirnar
geta allir nálgast á sillakitchen.com
eða samnefndri Facebook-síðu.
Sigurlaug hefur í eitt og hálft ár
búið í London ásamt eiginmanni sín-
um, Daða Hrafni Sveinbjarnarsyni
crossfitþjálfara og börnunum Lilju
Bríeti, 11 ára, og Kristófer, 7 ára.
„Ég vann hjá Te og Kaffi í meira en
áratug, fyrst sem kaffibarþjónn en
síðan og lengst af í rekstrardeild fyr-
irtækisins. Mér fannst kominn tími
til að breyta til og hafði skráð mig í
viðskiptafræði í Háskólanum á Bif-
röst þegar við ákváðum að flytjast til
London. Okkur langaði að búa og
starfa einhvers staðar í útlöndum,
ekkert frekar í London, sem þó á
endanum varð ofan á. Það spilaði inn
í að fjölskylda Daða; móðir, stjúpi og
systkini, hafa búið hér í áratugi og
við þekktum borgina ágætlega síðan
við bjuggum hér árið 2000, bæði rétt
um tvítugt,“ segir Sigurlaug um
ákvörðun þeirra hjóna að flytjast frá
Fróni.
Alveg óvart
Þau fóru svolítið út í óvissuna.
Daði hafði reyndar vilyrði fyrir
starfi á crossfit-stöð, en Sigurlaug
ætlaði að taka það rólega svona fyrst
í stað á meðan börnin væru að aðlag-
ast nýjum skóla og umhverfi. „Ég
hafði stundum tekið að mér að sjá
um matarveislur fyrir vini og kunn-
ingja á Íslandi, en lítið sem ekkert
starfað við matreiðslu, enda ekki
lærður kokkur. Hins vegar hef ég
mikla ástríðu fyrir matargerð og
finnst óskaplega gaman að elda góð-
an mat, bæði heima hjá mér og ann-
ars staðar, og er ein þeirra sem lesa
matreiðslubækur í rúminu á kvöldin.
Mig óraði samt ekki fyrir að innan
skamms yrði ég sjálfstætt starfandi
við að kenna Lundúnabúum að mat-
reiða, elda fyrir þá og að halda fyrir
þá matarboð. Þetta gerðist eiginlega
alveg óvart.“
Kannski ekki alveg óvart. Þeg-
ar fjölskyldan hafði komið sér fyrir í
stórborginni, Daði orðinn yfirþjálf-
ari á crossfit-stöðinni og sjálfstætt
starfandi einkaþjálfari, stofnaði Sig-
urlaug nefnilega fyrrnefnda vefsíðu.
„Áhugafólk um matargerð er
alltaf að leita að nýjum uppskriftum
og deila sín á milli. Mig langaði að
hafa mínar á einum stað og kanna
um leið möguleikana á að starfa
sjálfstætt við það sem mér finnst
skemmtilegast að gera; elda fyrir
fólk og kenna fólki að elda.“
Tónninn á sillakitchen.com er
svo glaðlegur að væntanlegir kúnnar
þurfa ekki að fara í grafgötur um að
með Sillu, eins og hún er oftast köll-
uð, getur matartilbúningurinn varla
orðið annað en skemmtilegur. Leik-
ur einn, eins og hún segir. „Þátttak-
endur ráða hvort þeir koma heim í
eldhús til mín eða fá mig heim til sín.
Ég mæli með að fólk læri að elda í
Hús úr húsi með
veislu í farángrinum
Matgæðingar kannast margir hverjir við vefsíðuna Silla’s Kitchen eða Eldhús
Sillu. Þar ræður Sigurlaug Jóhannesdóttir ríkjum og er óspör á uppskriftir að
góðum og hollum réttum. Hún er fólki líka innan handar þegar góða veislu
gjöra skal og heldur námskeið sem hún sérsníður að þörfum hvers og eins eða
hópa. Og er nánast til í hvað sem er þegar matur og veitingar eru annars vegar.
Fjölskyldan Sigurlaug og Daði Hrafn ásamt Lilju Bríeti og Kristófer.
Leikminjasafnið hefur sett saman
dagskrá um sögu listdans á Ís-
landi, sem flutt verður í Iðnó við
Vonarstræti á Safnanótt, í kvöld,
föstudag 3. febrúar. Iðnó verður
fyllt af dansi frá kl. 18 til 23.
Kynningarefni um Helga Tómasson
verður uppi á veggjum, dansarar
deila minningum úr dansheiminum
með gestum og dansgagna-
grunnur Leikminjasafnsins verður
kynntur.
Ingibjörg Björnsdóttir og Katrín
Gunnarsdóttir kynna listdanssög-
una með lifandi hætti á efri hæð-
inni og inni á sal. Undirliggjandi
spurning viðburðarins er: Hvernig
getum við haldið í þessar sögur?
Kl. 22.30 eiga gestirnir gólfið og
geta dansað af hjartans lyst.
Saga listdans á Íslandi
Listdans Katrín og Ingibjörg segja frá listdönsurum á Íslandi fyrr og síðar.
Iðnó verður fyllt af dansi
Ferð til sýslumanns. Þang-að þurftum við spúsan aðfara saman til þess aðsækja um vegabréf fyrir
fimm mánaða son okkar. Hann var
því með í för enda á leið í myndatöku
fyrir passann. Ákveðið var að fara
árla morguns og undirritaður var
illa sofinn og seinn til svars. Þó náði
ég að tauta um það hversu asnalegt
það væri að við þyrftum að fara með
hann bæði og bíða í röð bara til þess
að geta sýnt fram á að við værum
foreldrar barnsins. Væri ekki nær
lagi að staðfesta tilvist sína og sam-
þykki við vegabréfsumsókn barns-
ins í gegnum hið svokallaða int-
ernet? Menn hafa nú náð með
nokkurri færni að staðfesta tilvist
sína með þeim hætti, t.a.m. í gegn-
um hinn rafræna íslykil.
En að sjálfsögðu er það ekki svo,
þar sem ríki og stofnanir hafa ein-
stakt lag á því að vera lengi að kom-
ast í takt við tímann.
Líkt og við var að búast gleymdi
spúsan opinberum skilríkjum og
bankakortið dugði ekki til að stað-
festa að hún var hún. Ég gat hins
vegar staðfest tilvist
mína með öku-
skírteini. Okkur var
vísað frá. Voru nú góð
ráð dýr. Ég var orð-
inn of seinn í vinnuna
og við á lokadegi til að
sækja um vega-
bréf fyrir
pabbalingakút
þar sem nú
styttist í hans
fyrstu ferð til
útlanda. Úrilli pabbinn hreytti ein-
hverju í grey afgreiðslukonuna um að
það væri furðulegt að ekki væri hægt
að gera þetta með rafrænum hætti.
Benti hún kurteislega á það að ekki
væri við hana að sakast. Ég þyrfti að
biðla til Alþingis um að breyta lögum
þannig að hægt væri að gera þetta
rafrænt. Benti hún okkur á að við
gætum fengið einhvern til að votta
fyrir tilvist okkar. Gripum við því
nærliggjandi ókunningja sem voru
boðnir og búnir að votta. Þeir spurðu
ekki um skilríki. Það var látið gott
heita og vegabréfið á leiðinni. Að
þessu tilefni langar mig fyrir hönd ís-
lensku þjóðarinnar, starfsfólk sýslu-
mannsemb-
ættis og
kynslóð barna
minna að gera
líkt og af-
greiðslukonan
hjá sýsla bað
um. Herra og
frú Alþingi.
Viltu kippa
þessu í liðinn?
Kveðja, úrilli pabbinn.
»Gripum við því nær-liggjandi ókunningja,
sem voru boðnir og búnir
að votta. Þeir spurðu
ekki um skilríki.
Heimur Viðars
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Í tilefni Vetrarhátíðar efnir Borgar-
bókasafnið til hátíðardagskrár í
Gerðubergi og Grófinni. Dagskráin
hefst á Safnanótt kl. 18 í dag, föstu-
dag 3. febrúar, í Grófinni þar sem
ljósin verða slökkt í barnadeildinni
og sagðar krassandi draugasögur.
Austurrísk/argentínski ljósasirk-
usinn Circus Lumineszenz verður
einnig á ferðinni í Grófinni á Safna-
nótt. Gestum býðst að taka þátt í
skapandi tónlistarupplifun og búa til
hljóðheim með hreyfingum sínum í
gegnum leysihörpu, hreyfiskynjara
og hátalara. Leysiharpan er af-
sprengi meðlima ljóssirkussins og
samsett úr leysigeislum, skynjurum
og tölvu. Leysiharpan verður alla
helgina í Grófinni.
Hátíðardagskrá í Borgarbókasafnin
Ljósasirkus,
leysiharpa og
draugasögur