Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 13
Ljósmynd/Daði Hrafn
Eldhús Sillu Sigurlaug heldur námskeiðin annaðhvort í eldhúsinu sínu eða heima hjá kúnnunum.
sínu umhverfi, úr hráefnum sem til
eru á heimilinu, með sínum áhöldum
og tækjum, og þar sem kannski er
kveikt á sjónvarpinu og krakkarnir
og hundurinn hlaupandi allt í kring,“
segir Sigurlaug.
Sjónræna minnið
Sjálf kveðst hún stundum hafa
sótt matreiðslunámskeið í fínum og
þar til gerðum eldhúsum, en sjaldan
eldað réttina sem hún lærði að mat-
reiða þegar heim var komið. „Mín
reynsla er sú að sjónræna minnið
virki betur í kunnuglegu umhverfi,“
útskýrir hún.
Þótt íbúar Muswell Hill séu upp
til hópa fremur efnaðir, er hverfið að
sögn Sigurlaugar að mörgu leyti
eins og lítið þorp þar sem allir
þekkja alla. Hún er orðin málkunnug
nágrönnum sínum, foreldrum skóla-
systkina barnanna og fleirum og hef-
ur þjónustuna sem hún býður upp á
stundum borið á góma.
„Ég útbjó gamaldags auglýs-
ingar með mynd af mér og símanúm-
eri og hengdi upp hjá kaupmann-
inum á horninu og víðar. Þótt ég sé
ekki á þeytingi hús úr húsi frá
morgni til miðnættis, hef ég smám
saman fengið meira að gera í hverf-
inu mínu. Hér er algengt að kon-
urnar vinni ekki utan heimils, fjöl-
skyldur hafi einkakokk, barnfóstru
og aðkeypta húshjálp af ýmsu tagi.
Einn kúnninn í einkaþjálfun hjá
Daða hafði orð á að hann hefði þurft
að reka kokkinn sinn. Daði benti
honum á mig og úr varð að ég fer
núna og elda hádegisverð þrisvar í
viku fyrir börnin í fjölskyldunni. Þau
sitja ekki til borðs með foreldrunum,
annar kokkur eldar fyrir þá.“
Þegar Sigurlaug tekur að sér að
matreiða fyrir boð í heimahúsum,
býðst hún til að kaupa í matinn og
ganga frá í eldhúsinu áður en hún
hverfur á braut. Hún kappkostar að
koma til móts við óskir kúnnanna,
eldar annaðhvort allt sjálf eða með
þeim og tekur meira að segja að sér
að útbúa trakteringar með krökkum
fyrir afmælisveislur. Námskeiðin
sníður hún svo eftir þörfum hvers og
eins eða hópa. „Yfirbragðið er frjáls-
legt og afslappað. Í grunninn byggi
ég þau þannig upp að við eldum aðal-
rétt ásamt meðlæti sem og eftirrétt,
fáum okkur kannski hvítvínsglas og
setjumst að snæðingi í lokin,“ segir
Sigurlaug og upplýsir að hún hafi
fyrir margt löngu ætlað sér að verða
kennari. Með námskeiðunum sam-
eini hún sín helstu áhugamál; mat-
reiðslu og kennslu.
Áhuginn spratt
af blankheitum
Hugmyndirnar eru óþrjótandi
og Sigurlaug er til í nánast hvað sem
er þegar matur og veitingar eru ann-
ars vegar. Á vefsíðunni er hún með
ýmsar atvinnuskapandi uppástungur.
Til dæmis býðst hún til að útbúa
nokkra skammta af ungbarnamat,
sem foreldrar geta gripið til í frystin-
um, eða hollustu handa unglingunum
þegar þeir eru einir heima. „Listinn
er endalaus,“ segir hún.
Kunnáttu hennar í matargerðar-
listinni var þó ekki fyrir að fara um
árið þegar þau Daði bjuggu í London
þar sem hann hafði fengið starf í
kvikmyndabransanum. „Ég elti bara
og fékk reyndar vinnu við sömu sjón-
varpsþætti. Við vorum mjög blönk og
neyddumst til að gera mikið úr litlu.
Ég kunni ekkert að elda enda hafði
ég alist upp við fisk og soðnar kart-
öflur í flest mál heima í Ólafsvík og
síðar á Selfossi. Eina sem mamma
hafði kennt mér var að flaka fisk.
Ætli megi ekki segja að mataráhug-
inn hafi sprottið af blankheitum
okkar Daða,“ segir Sigurlaug bros-
andi.
Um áherslur sínar í matargerð
segist hún einfaldlega hafa yndi af
að búa til alls konar mat og þróa nýj-
ar uppskriftir. „Þótt ég sé hrifin af
ítalskri og taílenskri matreiðslu,
reyni ég fyrst og fremst að elda ein-
faldan og hollan fjölskyldumat.
Markmiðið er að allir geti farið eftir
uppskriftunum mínum. Ég trúi því
að allir geti lært að elda góðan mat,“
segir Sigurlaug og lætur þess getið
að hún væri alveg til í að koma til Ís-
lands og halda námskeið.
Að öðrum kosti getur landinn
ekki notið tilsagnar hennar nema
hann bregði sér til Muswell Hill þar
sem fjölskyldan hefur hreiðrað um
sig til frambúðar. Silla’s Kitchen á
netinu verður að duga.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Leðursófi á frábæru verði
Italia
Dado Model 2822
L214 cm leður ct.10
299.000,-
L174 cm leður ct.10
259.000,-
Italia
Framleiðsla Natuzzi Italia fer fram
í ítölskum verksmiðjum.
Leður, viður og áklæði eru unnin af
handverksmönnum sem eru
sérfræðingar á sínu sviði á Ítalíu.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640
Uppskrift fyrir 4
8-10 beinlaus kjúk-
lingalæri eða 4-6
bringur
1 matskeið paprikuduft
1 matskeið karríduft
2 hvítlauksrif
2-3 sentimetra bútur
af engifer
safi og börkur af einni sítrónu
50 ml ólífuolía eða sólblómaolía
handfylli ferskur kóríander
salt og þurrkaðar chili-flögur
Setjið öll þurrkuðu kryddin í skál.
Bætið við krömdum eða rifnum
hvítlauk og rifnum engifer. Rífið
börkinn af sítrónu og bætið út í
ásamt safanum og olíunni. Bætið út
í salti, chili-flögum og gróft söxuðu
fersku kóríander og hrærið þessu
saman.
Raðið kjúklingnum í ofnfast mót
og hellið marineringunni yfir hann.
Leyfið þessu að marinerast eins
lengi og þið hafið tíma fyrir, hálf-
tími til klukkutími er flottur tími.
Hitið ofninn á 200° á blæstri og
eldið kjúklinginn í 30-40 mínútur
eftir því hversu stórir bitarnir eru.
Kúskús
300 g kúskús
kjúklingasoð (vatn+teningur)
½ teskeið túrmerik
handfylli fersk minta og/eða kórí-
anderfræ úr hálfu granatepli
Eldið kúskús samkvæmt leið-
beiningum á pakkanum en í staðinn
fyrir að setja vatn þá notið þið kjúk-
lingasoð og túrmerik. Þegar kús-
kúsið er eldað er gott að hræra var-
lega í því með gaffli og svo bætið
þið við gróft söxuðum kryddjurt-
unum og granateplafræjunum. Ber-
ið fram kalt eða volgt. Einnig er
gott að bera þetta fram með góðri
kaldri sósu svo sem raítu eða ein-
hverju slíku.
KJÚKLINGUR MEÐ INDVERSKU ÍVAFI OG LITRÍKT KÚSKÚS
Ljósmynd/Daði Hrafn
Uppskrift fyrir 4
1 kg ýsa eða þorskur
2-3 matskeiðar hveiti
3 egg
50 g fínt rifinn par-
mesan-ostur
100 g brauðraspur,
mér finnst best að
nota hvítan eins og
t.d. Panko
salt og pipar
olía til steikingar
Byrjið á því að skera fiskinn í hæfilega stóra bita og kryddið með salti
og pipar. Brjótið eggin í skál og pískið létt. Setjið hveitið í aðra skál.
Blandið svo saman í þriðju skálinni brauðraspi og parmesan.
Veltið fiskinum fyrst upp úr hveitinu, svo eggi og síðast upp úr raspi og
osti. Steikið á miðlungsheitri pönnu þar til fallega gullinn og stökkur.
Með þessu er best að bera fram eitthvað einfalt eins og t.d. kartöflumús
eða nýjar íslenskar kartöflur og sítrónubáta.
PÖNNUSTEIKTUR FISKUR Í PARMESAN-RASPI
Ljósmynd/Daði Hrafn
Circus Lumineszenz mætir einnig í
Gerðuberg 4. og 5. febrúar þar sem
settur verður upp gagnvirkur ljós-
leikvöllur, sem er sérstaklega hugs-
aður fyrir yngri þátttakendur og fjöl-
skyldur þeirra.
Sirkusinn er verkefni þar sem list-
ir og menntun eru höfð að leiðarljósi
með notkun lita og nýsköpunar
þannig að til verði margmiðlunar-
umhverfi, innsetningar og gjörn-
ingar.
Nánari upplýsingar: www.cir-
cuslumineszenz.com.
Ókeypis aðgangur og allir vel-
komnir.
u Grófinni og Gerðubergi í tilefni Vetrarhátíðar
Leikur með ljós Leysiharpan er samsett úr leysigeislum, skynjurum og tölvu.