Morgunblaðið - 03.02.2017, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
að óverðtryggð lán hafi numið um
22% af öllum nýjum útlánum sjóð-
anna og 78% því verið verðtryggð.
Um nýliðin áramót voru heildar-
eignir sjóðanna metnar á 3.514 millj-
arða króna og höfðu þær vaxið um
7% að nafnvirði frá fyrra ári. Sé tillit
tekið til iðgjaldagreiðslna inn í sjóð-
ina umfram útgreiðslur og verðbólgu
yfir tímabilið reynist arðsemi af
eignum sjóðanna þó mun minni.
Lægstu vextir á markaðnum eru í
boði hjá Söfnunarsjóði lífeyrisrétt-
inda, sem er sjöundi stærsti sjóður
landsins. Hann býður óverðtryggð
sjóðfélagalán með 5,84% vöxtum, þá
býður sjóðurinn fasta verðtryggða
vexti á 3,55% og breytilega á 3,15%.
Til samanburðar eru lægstu óverð-
tryggðu vextir bankanna til íbúðar-
kaupa 6,35% hjá Arion banka og
3,65% verðtryggðir vextir sem
Landsbankinn og Arion banki bjóða
upp á.
Lífeyrissjóðir veittu ný sjóð-
félagalán fyrir 89 milljarða
Metár í útlánum hjá sjóðunum Rúmur fimmtungur lánanna óverðtryggður
Stækkandi útlánabækur
» Heildareignir lífeyrissjóð-
anna námu 3.514 milljörðum
um nýliðin áramót.
» Sjóðfélagalán voru bókfærð
á 236 milljarða um áramótin
en þau voru færð á 172 millj-
arða á sama tíma ári fyrr.
Ný útlán lífeyrissjóðanna 2010-2016
100
80
60
40
20
0
2010
Verðtryggð
Óverðtryggð
2011 2012 2013 2014 2015 2016
Heimild: Hagtölur Seðlabanka Íslands
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Hrein og klár sprenging hefur orðið í
útlánum íslenskra lífeyrissjóða á
undanförnum mánuðum. Þannig
námu ný útlán þeirra á síðasta ári 89
milljörðum króna. Til samanburðar
námu útlánin á árinu 2015 tæpum 22
milljörðum króna og rúmlega fjór-
földuðust því milli ára. Sé litið lengra
aftur í tímann kemur í ljós að ný út-
lán sjóðanna í fyrra reyndust 33%
meiri en öll ný útlán þeirra á sex ára
tímabili þar á undan, þ.e. á árabilinu
2010-2015 þegar þau námu tæpum
67 milljörðum króna. Þetta má lesa
út úr hagtölum sem Seðlabanki Ís-
lands birti á vef sínum í gær.
Á ótrúlega skömmum tíma hafa
sjóðirnir stækkað mjög hlutdeild
sína á lánamarkaði, en fram til ársins
2016 komu þeir í meiri mæli að fjár-
mögnun húsnæðislána einstaklinga í
gegnum lánveitingar viðskiptabank-
anna og Íbúðalánasjóðs. Þannig
bendir margt til að á komandi miss-
erum muni sjóðirnir lána meira fé
gegn veði í fasteign en viðskipta-
bankarnir.
Þegar rýnt er í hlutfall verð-
tryggðra og óverðtryggðra lána
sjóðanna kemur í ljós að af milljörð-
unum 89 voru um 20 milljarðar veitt-
ir í óverðtryggðu. Jafngildir það því
unni […] Þrátt fyrir rólega byrjun á
árinu var tekjuvöxtur vel viðunandi
eða um 11% og var hann mestur í
hugbúnaðartengdri starfsemi,“
segir Finnur.
Tekjur Tempo jukust um 40%
Sem dæmi um árangurinn á árinu
nefnir Finnur að tekjur dóttur-
félagsins Tempo hafi aukist um
40% á milli ára. „Svipaða sögu má
segja af Applicon AB, TM Software
og hugbúnaðarsviði Nýherja þar
sem tekjuaukning er á bilinu 20-
45%.“
Ennfremur segir Finnur að
rekstur félagsins hafi verið í ágætu
jafnvægi þrjú síðustu ár, en á þeim
tíma hafi eiginfjárstaða styrkst til
muna. „Þrátt fyrir ögrandi rekstr-
arumhverfi framundan, m.a. vegna
samningsbundinna launahækkana,
þá gerum við ráð fyrir að grunn-
rekstur samstæðunnar verði áfram
stöðugur. Við erum því í sóknarhug
og teljum horfur almennt góðar.“
Verð hlutabréfa í upplýsingatækni-
fyrirtækinu Nýherja hækkaði um
13% í gær og hefur hækkað um tæp
20% síðan félagið birti á þriðjudag-
inn uppgjör sitt fyrir 2016. Frá ára-
mótum hefur gengi bréfanna hækk-
að um 39%.
Finnur Oddsson, forstjóri félags-
ins, segir í tilkynningu um afkomu
síðasta árs að árið hafi verið með
þeim betri í sögu Nýherja.
„Við erum ánægð með nýliðið
rekstrarár hjá Nýherjasamstæð-
Hlutabréfaverð Nýherja tekur kipp
39% hækkun frá áramótum Mestur vöxtur í hugbúnaði
Hugbúnaður Tekjuvöxtur Nýherja
var 16% á síðasta fjórðungi 2016.
3. febrúar 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 115.85 116.41 116.13
Sterlingspund 144.06 144.76 144.41
Kanadadalur 88.31 88.83 88.57
Dönsk króna 16.671 16.769 16.72
Norsk króna 13.936 14.018 13.977
Sænsk króna 13.126 13.202 13.164
Svissn. franki 116.37 117.03 116.7
Japanskt jen 1.018 1.024 1.021
SDR 156.99 157.93 157.46
Evra 124.0 124.7 124.35
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.15
Hrávöruverð
Gull 1224.05 ($/únsa)
Ál 1816.5 ($/tonn) LME
Hráolía 55.55 ($/fatið) Brent
Kaupmáttur með-
allauna hækkaði
um 9,5% árið 2016
miðað við árið á
undan. Kaup-
máttaraukningin
var rúmlega fimm
sinnum meiri en
meðaltal síðasta
aldarfjórðungs,
sem er 1,8%
hækkun á ári.
Þetta kemur fram í Hagsjá hag-
fræðideildar Landsbankans. Laun í
landinu hækkuðu að meðaltali um
11,4% milli áranna 2015 og 2016 og
hefur launavísitalan ekki hækkað
meira síðastliðinn aldarfjórðung.
Meðalhækkun launavísitölu á tíma-
bilinu 1990-2016 var 6,5% sem er
verulega meira en gerist í nálægum
löndum, segir Landsbankinn.
Metár í
launaþróun
Laun Hækkuðu um
11,4% að meðaltali.
Laun ekki hækkað
meira í aldarfjórðung
● Alcoa Fjarðaál var í gær valið mennta-
fyrirtæki ársins 2017, en verðlaunin voru
veitt á menntadegi atvinnulífsins sem
haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica.
Í umsögn SA segir að hjá Fjarðaáli sé
metnaður lagður í menntun, þjálfun og
fræðslu starfsfólks á hverjum degi. Fyrir-
tækið reki stóriðjuskóla sem er sam-
starfsverkefni Fjarðaáls, Austurbrúar og
Verkmenntaskóla Austurlands en um 50
nemendur stunda nám við skólann á
hverjum tíma.
Keilir var svo valinn menntasproti árs-
ins 2017 en Keilir er alhliða mennta-
fyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og al-
mannasamtaka. Í umsögn SA segir að á
aðeins tíu árum hafi tekist að breyta yfir-
gefinni herstöð í þekkingarþorp. Keilir
hafi lyft grettistaki, innleitt nýjar hug-
myndir og kennsluhætti og lagt sig fram
um að hlusta á þarfir atvinnulífsins og
mennta starfsfólk sem eftirspurn er eftir.
Alcoa Fjarðaál valið
menntafyrirtæki ársins
Mennt Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri
Alcoa Fjarðaáls, ásamt forseta Íslands og
mennta- og menningarmálaráðherra.
STUTT