Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er dálít-ið sérstakthversu grunnt er á virð- ingu fyrir lýð- ræðislegum niðurstöðum, hugnist niður- staðan ekki þeim sem árum eða áratugum saman hafa þó flaggað ást sinni á lýð- ræðinu. Dæmi eru um slíkt hér á þessu góða landi og sum nýleg. Minnisstæðir er fýrar sem töluðu gjarnan eins og væru þeir umboðs- menn þjóðarinnar, þótt aldrei fengju þeir fylgi. Sumir þeirra kröfðust þess að niðurstaða atkvæða- greiðslu um spurningaleik tengdan vinnu að því að kollvarpa stjórnarskránni yrði talin bindandi, þótt hún stæðist ekki lagaskilyrði. Verra var þegar Jóhönnu- stjórnin ákvað að hunsa niðurstöðu Hæstaréttar Ís- lands sem ógilti almenna kosningu. Og enn lakara þegar ítrekað var reynt að koma Icesave-samningum á þjóðina, þótt afgerandi af- staða hennar lægi fyrir. Nú birtast dæmin erlend- is. Bandarískir demókratar virðast ekki geta sætt sig við að hafa tapað kosn- ingum til beggja þingdeilda Bandaríkjaþings og Hvíta húsinu að auki. Vissulega kom það fleirum en þeim á óvart að Donald Trump sigraði í forsetakosning- unum. Sú varð niðurstaðan og þýðir ekki að hanga á kenningu um að Trump hefði tapað ef kosninga- reglur væru aðrar en gilt hafa í rúm 200 ár. Sama tilhneiging sýnir sig í Bretlandi. Þar unnu út- göngumenn úr ESB svo- kallað „Brexit“-þjóð- aratkvæði. Sú útkoma varð önnur en flestir höfðu spáð. En það ríkir enginn vafi á niðurstöðunni. Samt leita sumir þeirra sem urðu und- ir logandi ljósi að aðferð til að hafa niðurstöðuna að engu. Í hópi þess fólks eru ein- staklingar sem hefði með réttu verið misboðið ef ýjað hefði verið að því áður að þar færu andlýðræðis- sinnar. En nú ráða þeir ekki við sig. Til atkvæðagreiðslunnar var boðað með lögmætum hætti. Forsætisráðherra landsins hafði lofað þjóðar- atkvæðinu fyrir kosningar, sem hann vann. Hann komst ekki hjá því að efla það loforð og bar til- lögu um atkvæðagreiðsluna undir hið sögufræga þing Breta. Þar varð mun minni ágreiningur um málið en gert hafði verið ráð fyrir. Tillagan gekk út frá að fá bindandi niðurstöðu þjóðar- innar um málið. Sú tillaga var samþykkt með öflugri meirihluta en nokkurn hafði órað fyrir, því 544 þing- menn greiddu atkvæði með en aðeins 53 þingmenn voru á móti. Í ákvörðun þingsins var gert ráð fyrir því að færu þeir sem vildu úrsögn með sigur af hólmi skyldi 50. grein ESB-sáttmálans virkjuð, eins og ber að gera vilji aðildarríki segja sig úr sambandinu. Þrátt fyrir niðurstöðuna hófst barátta fyrir því sjónarmiði að mál- ið yrði að ganga aftur til þingsins til endanlegrar af- greiðslu áður en hægt væri að hefja úrsagnarferlið. Þeir sem börðust fyrir þessu og leituðu til dóm- stólanna leyndu því ekki að félli dómur þeim í vil treystu þeir því að þingið myndi fara á svig við nið- urstöðu í þjóðaratkvæðinu sem svo afgerandi meiri- hluti sama þings hafði efnt til. Niðurstaða dómstólsins varð nokkuð óvænt sú að málið skyldi borið undir þingið á ný. Það gerði for- sætisráðherrann fáeinum vikum síðar. Þegar í stað hófst ákafur áróður fyrir því, með sérkennilegum röksemdum, að þingið hafn- aði beiðni ráðherrans um að fá að tryggja að þjóðarvilj- inn næði fram að ganga. Frumvarp forsætisráð- herrans var þó samþykkt og það með mjög afgerandi hætti, með 444 atkvæðum gegn 114. Mikill meirihluti þeirra sem barist höfðu ákaft gegn úrsögn höfðu lýðræðislegan styrk til að virða niðurstöðu þjóðarinnar. En ekki allir, eins og þessar atkvæðatölur sýna. Það eru ekki allir lýð- ræðissinnar þótt þeir sitji á þjóðþingum lýðræðisríkja. Það er dapurlegt. Það vekur umhugs- un að sjá ítrekað hversu grunnt lýð- ræðisviljinn liggur hjá sumum} Fylgja lýðræðinu fylgi það þeim L ítil þjóð syrgir. Lítil þjóð syrgir Birnu Brjáns- dóttur, unga konu, sem fékk ekki að verða eldri, sem fékk ekki að njóta hæfileika sinna lengur, sem fékk ekki að upplifa svo ótal margt sem lífið hefði getað veitt henni. Hún verður borin til grafar í dag. Fæst okkar höfðu persónuleg kynni af Birnu á hennar stuttu ævi. Líklega þekktu hana álíka margir og hverja aðra manneskju á hennar aldri, hún átti fjölskyldu, vini, skóla- félaga, kunningja, vinnufélaga og nágranna. Fæst okkar eru í þeim hópi. En við syrgjum hana samt, þó að sú sorg sé með allt öðrum hætti en sorg þeirra sem þekktu hana og stóðu henni næst. Við syrgj- um hana vegna þess að okkur er ekki sama um annað fólk. Vegna þess að það nístir okkur í hjarta- stað að líf fólks skuli enda á þennan hátt. Vegna þess að okkur finnst svo óskaplega ósanngjarnt þegar ungt fólk deyr ótímabærum dauðdaga. Tvítug lífsglöð stúlka fer út að skemmta sér með vin- konum sínum á föstudagskvöldi, dansar, fær sér að borða og heldur svo heim á leið. Sama hegðunarmynstur og hjá mjög mörgum íslenskum ungmennum um helgar. En munurinn á Birnu og öllum hinum er að hún skilaði sér ekki heim. Flest höfum við einhvern tímann óttast um einhvern sem kom ekki heim þegar til stóð. Þetta hefði getað verið hver sem er; dóttir, systir eða vinkona. Þetta hefði líka getað verið sonur, bróðir eða vinur. Umfangsmesta leit sem gerð hefur verið hér á landi hófst, vinnubrögð og viðhorf lög- reglu einkenndust af fagmennsku og nær- gætni og það sama má segja um starfsfólk flestra fjölmiðla, sem stóðu sig vel við að feta stigið á milli þess að flytja upplýsandi fréttir af þessu viðkvæma máli og að sýna til- hlýðilega virðingu. Átta dögum síðar fannst hún svo látin. Þegar Birnu var enn leitað skrifaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Facebo- ok-síðu sína að samhugur, stilling og vilji til að láta gott af sér leiða skipti mestu. Varast skyldi allt sem gæti sært þá sem síst skyldi eða alið á fordómum og tortryggni. „Stöndum áfram saman, Íslendingar, sýnum styrk, von og samkennd,“ skrifaði Guðni. Við sem ekki þekktum Birnu höfum fengið að kynnast henni í gegnum hjartnæmar lýsingar fjölskyldu hennar og vina þar sem dregin er upp mynd af sjálfstæðri, glað- lyndri, félagslyndri og vel gerðri stúlku. Ómögulegt er að gera sér í hugarlund sorg nánustu aðstandenda hennar eða vina hennar. Líklega verður líf þeirra aldrei samt, en það er okkar allra að halda utan um þau. Við getum líka haldið áfram að láta okkur það varða þegar eitthvað bját- ar á, jafnvel þó að við þekkjum ekki viðkomandi. Það er ein leiðin til að sýna minningu Birnu Brjánsdóttur virð- ingu. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Styrkur, von og samkennd STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is N anólyfjatækni hefur breytt miklu í lyfja- meðferð og á eftir að breyta mjög miklu, segir Berglind Eva Benediktsdóttir, lektor í lyfjagerða- fræði við Háskóla Íslands, en hún flutti erindi á Nano World Cancer Day sem haldinn var í húskynnum Landspítalans við Hringbraut í gær. „Hægt er að gefa sjúklingum öruggari meðferð og minni skammt en það dregur verulega úr aukaverk- unum. Þetta er því í stuttu máli skil- virkari meðferð og færri aukaverk- anir.“ Spurð hvernig nanólyfjatækni virki og hversu langt þróun á þessum tegundum lyfja og meðferða sé kom- in segir Berglind að hér sé til samlík- ingar hægt að hugsa sér stýriflaug sem hittir ákveðið skotmark í stað þess að taka út heilt svæði. „Nanóefni eru hönnuð með það í huga að geta verkað á svokölluðu sub-cellular stigi en þá erum við að nýta okkur sérstaka eðlis-, efna- eða líffræðilega eiginleika nanóefna. Í stað þess að t.d. krabbameinslyf fari um alla vefi líkamanns og hafi áhrif á heilbrigðar frumur í öðrum vefjum þá fer það sérstaklega bara á krabba- meinið sjálft og virkar þar.“ Berglind segir að fyrsta lyfið í þessum flokki hafi komið fram fyrir rúmum 20 árum eða árið 1995. Frá þeim tíma hafa orðið miklar framfar- ir, þónokkur lyf komin á markað og gífurlegur fjöldi í þróun. „Í dag erum við að skoða flókn- ari lyfjaform og getum þá orðið enn sértækari og nákvæmari í okkar meðferðarúrræðum.“ Fram kom í fyrirlestri Berg- lindar að 49 nanólyf hafi verið sett á markað árið 2013 og í dag séu yfir 230 lyf í klínískum prófunum og þar af séu um 70 í krabbameinslækningum. „Þetta er ekki eingöngu nýtt í krabbameinslækningum þó það sé kannski stærsta einstaka sviðið sem verið er að rannsaka. Verið er að þróa nanólyf við t.d. Alzheimer, gigtar- sjúkdómum og hvers konar bólgu- sjúkdómum svo eitthvað sé nefnt.“ Nákvæmari greining Auk fyrirlestrar um nanótækni og ný tækifæri í greiningu krabba- meina og í krabbameinslækningum var jafnframt verið að kynna þá möguleika sem felast í tilkomu jáeindaskanna á Íslandi. „Hér er um gríðarlega mikið stökk að ræða í greiningu frá því sem við þekkjum í dag. Talað er um margfalt nákvæmari greiningu, eða tugum sinnum betri greiningu,“ seg- ir Garðar Mýrdal, forstöðumaður geislaeðlisfræðideildar LSH. „Þetta eykur mjög nákvæmni í staðsetningu og gefur okkur mun betri upplýsingar um það hvort t.d. krabbamein er byrjað að breiða úr sér eða er staðbundið. Slík greining hefur svo áhrif á ákvörðun um með- ferðarleið, þ.e. hvort farið er í lyfja- meðferð, geislameðferð eða upp- skurð. Núna eru bæði skurðaðgerðir og geislameðferðir svokallaðar stað- bundnar meðferðir en lyfjameðferð nær til alls líkamans og er því frekar beitt ef sjúkdómurinn er farinn að dreifa sér. Aukin nákvæmni í grein- ingu hjálpar því í allri ákvörð- unartöku sem aftur hefur áhrif á meðferð og líðan sjúklings.“ í Danmörku fara fram hátt í 40 þúsund rannsóknir með jáeinda- skanna að sögn Garðars sem telur, til samanburðar, að þær verði um 2000 hér á landi. „Við erum að senda um 200 sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar svo þetta eykur mjög aðgengi og möguleikann að beita þessu fyrir sjúklinga sem oft eru mjög veikir.“ Mikilvægt fyrir rannsóknir Í fyrirlestri sínum kom Garðar inn á möguleikann á vísindarann- sóknum. „Tvímælalaust er þetta tæki- færi fyrir vísinda- og fræða- samfélagið. Það eru metnaðarfullir vísindamenn tengdir háskólum og fyrirtækjum á Íslandi sem vilja gera spennandi hluti en skanninn opnar á markvissar rannsóknir á ýmsum sviðum. Ég nefni sem dæmi rann- sóknir á litlum dýrum í krabba- meinsrannsóknum og lyfjafræði- rannsóknum.“ Garðar benti einnig á mikilvægi þess að efla þekkingu og færni á sviðum sem jáeindatæknin og notk- un hennar byggist á. Þá sagði hann að íslenskir heilbrigðisstarfsmenn og rannsakendur þyrftu að gera sér grein fyrir möguleikum tækninnar. Betri greining og nákvæmari lyf Morgunblaðið/Frikki Fyrirlestur Berglind Eva Benediktsdóttir, lektor í lyfjagerðafræði við Háskóla Íslands, flutti erindi um nanólyfjatækni, virkni hennar og þróun. Vísindin Horft inn í hringhraðal sem er hluti jáeindaskanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.