Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
an af að ferðast. Þau ferðuðust
ekkert út í bláinn, þau fóru í heim-
sóknir. Þau heimsóttu okkur sem
unnum á unglingsárum við garð-
yrjustörf í Noregi og dvöldu
þarna hjá okkur að mig minnir í
tvær vikur, en Jón notaði ferðina
til skrifta. Hanna réð sig, nema
hvað, í vinnu með okkur. Það var
einmitt á jarðarberjatímanum og
vandvirkari tínari hafði ekki sést í
Ulvik i Hardanger. Þau heimsóttu
mig líka til Rómar. Mjög eftir-
minnilegt í alla staði.
Hanna var mikill vinur foreldra
minna, hún var vinur okkar allra.
Hún var ein af okkur.
Helga I. Stefánsdóttir.
Elsku Hanna frænka er fallin
frá. Hanna var elst í sínum systk-
inahóp. Árinu eldri en pabbi.
Hanna var mikill fagurkeri og lék
allt í höndum hennar hvort heldur
var hannyrðir eða önnur listsköp-
un. Þess nutum við systkinin. Það
var ósjaldan sem ég sýndi Hönnu
frænku flíkur og þá ekki síst út frá
sniðum eða annarri hönnun. Þeg-
ar ég saumaði mína fyrstu flík
varð ég að fara með hana til
Hönnu til að sýna henni og fá ráð.
Mikið og gott samband var milli
pabba, mömmu og Hönnu en auk
þess unnu pabbi og Hanna lengst-
um saman í Búnaðarbankanum.
Hanna og Jón hennar voru ein-
staklega samheldin hjón, stolt af
sínum börnum, Önnu og Palla og
ekki síður stolt þegar barnabörn
og barnabarnabörn bættust við í
hópinn. Minning um yndislega
frænku lifir, fáguð og glæsileg
með sinn dillandi hlátur.
Auður Stefánsdóttir.
Ég var svo heppinn að fá að
vera í sveit þegar ég var lítill.
Einn sumarpart fékk ég að vera
hjá Hönnu og séra Jóni móður-
bróður mínum í Laufási. Þetta var
eins og draumur því þarna voru
frændsystkini mín og jafnaldrar,
þau Palli og Anna Pála. Ég var
heillaður af gamla bænum og
Hönnu treysti ég alltaf eins og
mömmu. Hún var ekki bara falleg
og góðleg heldur góð í gegn.
Seinna þegar ég flutti að norð-
an og til Reykjavíkur var Hanna
útibússtjóri Búnaðarbankans á
Hótel Sögu. Ég hikaði ekki við að
heimsækja hana oft þangað og
hún var alltaf reiðubúin að hjálpa
mér. Hún kenndi mér á banka-
kerfið og sendi mig til bankastjór-
ans í Austurstræti þegar ég þurfti
fyrirgreiðslu.
Nú á síðari árum hittum við
Sigga Hönnu nokkrum sinnum við
heimili hennar í Lindasmára því
hún bjó við hliðina á vinum okkar.
Við fylgdist einnig eins og margir
með listsköpun hennar og áhuga á
myndlist og sóttum eina sýningu
hjá henni. Við kveðjum stórglæsi-
lega og góða konu með þakklæti
og sendum fjölskyldunni samúð-
arkveðjur.
Ragnar Marteinsson.
Á kveðjustundu reikar hugur-
inn og til mín koma allar þær góðu
og dýrmætu minningar sem ég á
um einstaka konu sem gaf mér af
vináttu sinni. Hanna var glæsileg,
hæfileikarík, hlý og umhyggju-
söm, listræn og skapandi, fé-
lagslynd og alltaf tilbúin til að
taka gott spjall og gera eitthvað
skemmtilegt. Hún hlúði að okkur,
samstarfsfólki Jóns í sálgæslu
presta og djákna á Landspítala.
Bauð okkur oftar en ekki heim
þar sem dekrað var við okkur og
við fengum öll okkar skammt af
líkamlegri og andlegri næringu.
Jón talaði alltaf um mig sem
eftirkonu sína í embætti sjúkra-
húsprests þjóðkirkjunnar – og þá
brostum við í kampinn, Hanna,
Jón og ég því okkur fannst þetta
orðalag öllum jafn skondið. Eftir
að ég tók við embætti sjúkrahús-
prests þjóðkirkjunnar eignaðist
ég vináttu hennar sem fékk að
vaxa og dafna eftir því sem árin
liðu. Ég minnist margra skemmti-
legra og innihaldsríkra stunda og
þegar Hanna sneri sér að mynd-
listinni af fullum krafti naut ég
þess að sjá sýningar hennar,
heimsækja hana á vinnustofuna
og í listasalinn Anarkíu. Trén
hennar þrjú sem hún sýndi á sýn-
ingu í Hallgrímskirkju heilluðu
mig og þegar ég lauk doktorsnámi
mínu fékk ég að nota myndir af
þeim við vörnina. Trén hennar
Hönnu voru á tjaldinu í hátíðasal
Háskóla Íslands og nutu sín vel en
umfjöllunarefnið var líknarmeð-
ferð og guðfræði.
Á þessari sömu sýningu í Hall-
grímskirkju hreifst ég af mynd
sem nú prýðir heimili okkar Lár-
usar.
Ég sagði við Hönnu að ég sæi
bænahendur í myndinni og sýndi
henni með miklu látbragði hvar
þær birtust í bláu litunum sem
hún hafði sett svo listilega á strig-
ann. Hún brosti og hló, alveg
tilbúin til þess að samþykkja túlk-
un mína og hafði greinilega bara
gaman af.
Við ræddum allt á milli himins
og jarðar þegar við hittumst, mál-
efni samfélagsins, listina, guð-
fræði og lífið og tilveruna. Ég kom
aldrei að tómum kofunum hjá
henni og ég fór jafnan ríkari af
hennar fundi.
Rétt fyrir jólin áttum við Lárus
notalega stund á heimili hennar
þar sem jólaundirbúningurinn
stóð sem hæst. Við töluðum m.a.
um alvarleg veikindi hennar og
dauðann en þungamiðjan í sam-
talinu var samt lífið þar sem
Hanna lagði áherslu á mikilvægi
þess að lifa því til fulls. Hún sendi
okkur ófáar kærleikskveðjur í
gegnum tíðina og nú vil ég fá að
færa henni okkar kærleikskveðju
með innilegri þökk fyrir ómetan-
lega vináttu og hlýhug í okkar
garð.
Við hjónin færum fjölskyldu
hennar okkar dýpstu samúðar-
kveðjur. Við minnumst hennar
með söknuði, gleði og þakklæti og
biðjum algóðan Guð að blessa
minningu hennar. Við komum til
með að sakna allra samverustund-
anna.
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir.
Ég kynntist Hönnu Pálsdóttur
fyrir nokkrum árum þegar ég hélt
mína fyrstu myndlistarsýningu í
Anarkíu-Listasal. Hún mætti
brosandi í opnunina með fangið
fullt af blómum. Hanna minnti
mig á kvenpersónur Laxness sem
líða um sögusviðið einsog álfkon-
ur. Hún var hvorutveggja í senn
alþýðustúlka og hefðarfrú, bóhem
og prestsfrú. Þegar við kynnt-
umst var Hanna orðin ekkja eftir
mann sinn, sr. Jón Bjarman.
Börnin voru vaxin úr grasi og áttu
eigið líf. Margir kjósa á slíkum
stundum í lífinu að setjast í helgan
stein og virða fyrir sér farinn veg
og bíða óumflýjanlegra endaloka.
Hanna valdi á hinn bóginn að
nota síðustu ár ævi sinnar til að
kanna áður ókunna stigu og kynn-
ast sjálfri sér betur. Hún fór að
mála en myndir hennar voru full-
ar af ungæðishætti og þrá eftir
hinu óþekkta. Hanna gaf hugar-
fluginu og litrófi tilfinninganna
lausan tauminn á léreftinu. Hún
hafði sérlega næmt litaskyn og
sagði mér einhvern tíma að hún
væri alltaf að mála blómin í Axar-
firðinum, sem tóku á sig fjöl-
breyttar og kynngimagnaðar
myndir.
Hanna var glæsileg kona, vel
tilhöfð, brosmild og ungleg. Alltaf
til í að vera með í fjörinu, hún
mætti á opnanir og í öll partíin
enda sérlega félagslynd. Ein
sögupersóna Halldórs Laxness
borðar aldrei en er aldrei svöng.
Hún sefur aldrei en er aldrei
þreytt.
Með þessu er verið að leggja
áherslu á innri styrk manneskj-
unnar. Bóklestur og menntun
skiptir ekki sköpum heldur eðlis-
greind og innræti. Prestsdóttirin
frá Skinnastað fór út í heiminn
með menningu og sögu kynslóð-
anna í farteskinu. Lífsverkið var
drjúgt enda kom hún víða við.
Myndirnar hennar túlka þennan
arf og þessa sögu. Ég vil að að
leiðarlokum þakka Hönnu Páls-
dóttur fyrir samfylgdina þessi ár
sem við þekktumst. Hún veitti
mér innsýn í heim sem mér var
hulinn.
Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Hanna Pálsdóttir, góðvinur
Skálholts, hefur stigið yfir frá
jarðvist sinni til hins eilífa ljóss
Guðs dýrðar á himnum. Trúin
birtir okkur heim sem sýnir okkur
efalaust hvernig henni munu
mæta í faðmi Guðs þau öll sem
hún með Guði hafði sjálf faðmað í
lífi sínu meðal okkar. Ég man vel
myndina í Degi á Akureyri sem
sýndi litlu prestsfjölskylduna sem
var að koma frá Ameríku til að
setjast að í Laufási haustið 1961.
Þar var presturinn Jón Bjarman,
kona hans Hanna og sonur þeirra
Páll. Ég man hvað ég var stoltur
yfir því að þetta fallega fólk væri
að koma til þjónustu á mínum
heimaslóðum. Hanna var fljótt
kölluð til kennslu við barnaskól-
ann á Grenivík. Þótt leiðin sé ekki
mjög löng milli Laufáss og Greni-
víkur gat hún verið tafsöm á vetr-
um. Ég man að mínar fyrstu frétt-
ir af nýju prestsfrúnni í Laufási
voru þessar: Hún er fantagóður
bílstjóri. „Hún er betri en Jón!“
Ég hef alltaf litið svo á að þessi yf-
irlýsing segi langa og merkilega
sögu um menningu og störf í
dreifðum byggðum landsins og
viðurkenningu þess. Það sagði ég
líka þegar kvikmyndatökulið frá
fjarlægum löndum, sem var að
gera kvikmynd um Hönnu, kom í
Skálholt síðastliðið vor. Það var
einhvern veginn svo táknrænt
fyrir Hönnu, líf hennar og starf,
að þegar hún var kominn á níræð-
isaldur skyldi koma kvikmyndatö-
kulið frá Suður-Ameríku til að
gera kvikmynd um lífsferil henn-
ar! Hver var hún, þessi kona sem
fólk úr fjarlægum löndum vildi
gera kvikmynd um? Hún var
prestsdóttir frá týndri veröld for-
tíðar sem varðveitti ævilangt sinn
heimanmund þaðan. Hún var
heimsborgari þeirrar veraldar
sem skynjaði hlutverk kirkjunnar
og ábyrgð hennar samtímis á
trúarlegum og félagslegum for-
sendum. Þess vegna gegndi hún
lykilhlutverki í uppbyggingu sam-
skipta ungs fólks frá framandi
löndum við íslensk ungmenni. Sú
þjónusta leiddi saman sögu henn-
ar og sögu Skálholts fremur en
nokkuð annað. Kannski rís þessi
hluti starfsemi hennar hæst í
heildarmynd hinnar kirkjulegu
þjónustu. Þegar þau hjónin fluttu
til höfuðstaðarins á sínum tíma
tók Hanna við verkefnum í banka-
geiranum og sinnti þeim, lengst af
sem bankaútibússtjóri, til starfs-
loka.
En þá hófst nýtt tímabil sem
blundað hafði lengi en fékk loks
tíma og framgang. Listakonan
Hanna Pálsdóttir steig fram og
varpaði með því áður lítt þekktu
ljósi á hæfileika sína, líf sitt og
persónu. Hún hélt margar sýning-
ar á myndlist sinni. Ein þeirra var
í Skálholti. Síðan þá hangir ein af
myndum hennar uppi í matsal
Skálholtsskóla, eins og tákn og
svipleiftur sögu hennar og sögu
Skálholts í einni andrá. Skálholt
stendur í þakkarskuld við Hönnu
Pálsdóttur, ekki aðeins vegna
þessarar myndlistarsýningar
heldur vegna allra tengsla hennar
fyrr og síðar við Skálholtsstað og
alveg sérstaklega vegna starfa
hennar meðal skiptinemanna.
Fyrir það vil ég þakka fyrir hönd
Skálholts á þessum vegamótum.
En fyrst og síðast vil ég þakka
fyrir að hafa mátt vera einn af vin-
um Hönnu og þeirra hjóna
beggja, í hálfa öld og mega um síð-
ir fagna með þeim í þeirri eilífð
sem stendur um aldir alda. Amen.
Kristján Valur Ingólfsson.
Hönnu kynntist ég fyrst þegar
ég var að kenna málun við mynd-
listarskóla Reykjavíkur haustið
2005. Síðan þá var vinskapur okk-
ar óslitinn, þar sem hún hélt
áfram að iðka málaralist og sækja
hin ýmsu námskeið hjá mér á
þeim vettvangi. Af því leiddi sam-
starf okkar við rekstur Anarkíu
listasalar og ekki síður djúp og fal-
leg vinátta.
Eins og þeir sem þekktu Hönnu
vita þá fór þar mikil manneskja,
kröftug og kærleiksrík. Við áttum
margar góðar samverustundir og
bauð hún okkur hjónum oft á sin-
fóníutónleika og að þeim loknum
settumst við stundum niður með
hennar gömlu vinum og ræddum
landsins gagn og nauðsynjar með-
fram því að kryfja tónleikana.
Einnig unnum við oft saman að
sýningum, en þar bar hæst þegar
hún setti upp sýningu í Hallgríms-
kirkju í tilefni af áttræðisafmæli
sínu. Hún hafði fengið pláss á
vinnustofu okkar hjóna til að vinna
að stórum verkum sem hún gerði
sérstaklega fyrir sýninguna. Kom
hún á hverjum degi og vann eins
og sannur atvinnumaður í list sinni
frá morgni til kvölds. Það var ein-
stakt að sjá þennan fyrrverandi
útibússtjóra taka myndlistina af
svo mikilli alvöru.
Hanna var ákveðin en sú
ákveðni var merki um einskæra
umhyggju. Hanna vissi upp á hár
hvað hún vildi og vék ekki svo auð-
veldlega frá skoðunum sínum. Við
gátum tekist á um ýmislegt, bæði
það er laut að rekstri sýningarsal-
ar, sem og lífsins reglum en þrátt
fyrir að þrjóskuhorn okkar
rækjust stundum á þá skyggði það
aldrei á vinskap okkar. Það voru
mikil forréttindi að fá að kynnast
Hönnu sem manneskju, mann-
eskju sem sannarlega hafði kær-
leikann að leiðarljósi í lífinu.
Bjarni Sigurbjörnsson.
Vinkona mín Hanna Páls er
fallin frá. Hún og við vinir hennar
og fjölskylda vissum hvert stefndi
en tíminn leið of hratt. Það var ein-
hvern veginn ekki tímabært að
kveðja – ekki alveg strax. Hönnu
kynntist ég fyrst í gegnum starf
skiptinemasamtakanna AUS og
ekki hvað síst á þeim árum þegar
ég vann á skrifstofu samtakanna
hér heima og gegndi síðar starfi
stjórnarformanns alþjóðastjórnar.
Ásamt manni sínum séra Jóni
Bjarman var hún virkur þátttak-
andi í starfinu bæði hér heima og
erlendis. Ófáa skiptinemana hýsti
hún um lengri og skemmri tíma og
ósjaldan kom hún til aðstoðar þeg-
ar við yngra fólkið vorum ráð-
þrota. Skiptinemi þurfti í skurð-
aðgerð og Hanna vissi hvað til
bragðs skyldi taka, annar var
lagður inn á geðdeild og Hanna
kunni ráð, þriðji var ásakaður um
kynferðisáreiti og Hanna var til
staðar. Ég hef oft síðan velt vinnu-
aðferðum Hönnu fyrir mér. Þess-
ari hæglátu, blíðlegu en á sama
tíma ákveðnu og afgerandi leið til
að taka erfiðar ákvarðanir án þess
að við hin yrðum þess eiginlega
vör.
Það var ekki fyrr en löngu
seinna að ég gat þakkað Hönnu
fyrir að vera til staðar fyrir AUS
og fyrir umburðarlyndið sem hún
sýndi okkur þessu óþolinmóða og
óreynda unga fólki sem allt var að
gera sitt besta en kunni vissulega
ekki alltaf vel til verka. Reynslu
sinni, þekkingu og innsæi deildi
hún eins og Salvatore Romagna,
framkvæmdastjóri á alþjóðaskrif-
stofu samtakanna, sagði í pósti í
vikunni: „Með blik í þessum fag-
urbláu augum og bros á vor.“
Síðasta áratug hef ég endurnýj-
að vinskap við Hönnu og notið
þess að vera henni samferða í upp-
götvunum á nýjum og annars kon-
ar hæfileikum.
Í myndlistinni náði Hanna að
tjá hina litríku og margbrotnu sig
sem hún hélt e.t.v. til hlés á banka-
konutímabilinu.
Á sinn yfirvegaða en um leið
ákveðna hátt sleppti hún fram af
sér beislinu og fegurðarskyn
hennar og glæsileiki birtist með
alveg nýjum hætti. Verk hennar
bera þess vitni.
Í sýningarskrá frá árinu 2014
segir hún: „Það að stunda mynd-
list hefur gefið mér meira en mig
gat grunað. Skynjun mín á um-
hverfið hefur vaxið, ég tek eftir því
sem ég sá ekki áður. […] Í mynd-
listinni er maður stöðugt að keppa
við sjálfan sig og þegar manni
finnst það takast verður gleðin
svo mikil.“
Við, samferðafólk Hönnu,
sáum það gerast aftur og aftur og
nutum þess með henni.
Um leið og ég þakka Hönnu
samferðina sendi ég Palla og
Önnu, ásamt öðrum ættingjum og
vinum, hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Hólmfríður Garðarsdóttir.
Kynni okkar af Hönnu hófust í
útibúi Búnaðarbankans í Austur-
stræti kringum 1990 þegar við
vorum að tínast inn hvert af öðru
sem nýir starfsmenn bankans,
var hún yfirmaður okkar allra. Í
seinni tíð kallaði hún hópinn okk-
ar unga liðið.
Okkur varð strax ljóst hversu
mikið gæðablóð hún Hanna var.
Hún fór aldrei í manngreinarálit,
var með eindæmum umhyggju-
söm, lausnamiðuð og jákvæð. Tók
hún á ýmsum aðstæðum í starfi af
víðsýni, brosi og hlýju, hvort sem
það var starfsfólkið eða viðskipta-
vinirnir sem áttu í hlut. Hanna
átti langan og glæstan starfsferil í
bankanum og virtist á stundum
lifa fyrir vinnuna. Lauk hún
starfsferli sínum á hlaupárinu
2000, sem þýddi að hún fékk að
starfa einum degi lengur en hún
hefði ella gert. Hafði hún oft orð á
því hvað Guði hefði verið góður
við sig, hann hefði gefið henni
einn starfsdag í viðbót.
Hanna og Jón heitinn voru af-
skaplega samhent hjón þótt ólík
væru og höfðingjar heim að
sækja. Hanna var í gegnum tíðina
mjög dugleg að sækja ýmsa
menningarviðburði. Sem dæmi
áttu hjónin ársmiða á Sinfóníu-
hljómsveitina óslitið síðustu 50 ár
og árskort í leikhús borgarinnar.
Eftir andlát Jóns hélt Hanna
áfram að endurnýja kortin og fór
m.a. með hluta af hópnum á Vín-
artónleika Sinfóníuhljómsveitar-
innar í byrjun þessa árs. Á tón-
leikunum hafði Hanna orð á því
hvað henni þótti leitt að Jóni
skyldi ekki hafa enst ævi til að
upplifa tónleika í Hörpu, en hann
lést áður en Harpa var opnuð.
Hanna var afskaplega listfeng
og handlaginn. Listfengni Hönnu
átti eftir að koma enn betur í ljós
eftir starfslok hennar. Nýr kafli
hófst hjá henni þegar hún hætti
störfum í bankanum. Við starfs-
lok hennar höfðum við orð á því að
við hefðum áhyggjur af því hvað
tæki við hjá henni, því okkur
fannst hún lifa fyrir vinnuna. En
þær áhyggjur urðu strax að engu
því við starfslokin hellti Hanna
sér út í myndlistina af fullum
krafti, hóf nám við myndlistar-
skóla. Hanna hélt fjölda sýninga,
bæði einka- og samsýningar. Hún
var mjög afkastamikill listamaður
og það gladdi hana mikið þegar
Lindakirkja þáði að gjöf frá henni
þrjár stórar myndir sem nú prýða
veggi kirkjunnar. Eftir starfslok
Hönnu myndaðist fallegur og
hlýr vinskapur milli hennar og
hópsins. Ekki hefðum við trúað
því þegar við hófum störf í bank-
anum, þá rétt liðlega tvítugir ný-
græðingar í bankanum, að við
ættum eftir að eiga svo góðan vin-
skap með Hönnu eftir starfslok
hennar. En það sýnir vel hversu
ung í anda hún var.
Höfum við hist við hin ýmsu
tækifæri, sem dæmi farið saman
út að borða, á tónleika, mælt okk-
ur mót í matarboðum o.fl. Enn er
í fersku minni þegar við buðum
henni í svokallað High Tea í tilefni
af áttræðisafmæli hennar. Okkur
þótti slíkt dömuboð eiga vel við
þegar Hanna átti í hlut. Ýmis
teikn voru á lofti sem bentu til
þess að tími Hönnu væri brátt á
enda, heilsunni hafði hrakað mik-
ið síðustu mánuði. Höfðum við
hópurinn því rætt okkar á milli að
endurtaka leikinn í kringum af-
mæli hennar í febrúar og bjóða
henni í High Tea en af því verður
því miður ekki.
Við munum þess í stað minnast
hennar með hlýju og skála í henn-
ar anda með eplasíder.
Hönnu verður sárt saknað í
hópnum en minning hennar lifir
með okkur og öllu samferðarfólki
hennar. Sendum fjölskyldu og að-
standendum Hönnu okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Bentína, Ragnheiður,
Jórunn, Bjarni, Erla og
Inga Dóra.
Fallin er frá kær vinkona,
Hanna Pálsdóttir. Ég man fyrst
eftir henni þegar ég var sjö ára og
hún tæplega þrítug. Hún var gift
móðurbróður mínum, Jóni
Bjarman. Hanna var ein falleg-
asta kona sem ég hafði séð. Hún
var ekki aðeins falleg og glæsileg
heldur ekki síður góð og skiln-
ingsrík. Ég dvaldi á sumrin í
Laufási er þau bjuggu þar og átta
eða níu ára var ég farin að vinna
mér inn laun við að sýna gamla
bæinn þar.
Hanna og Jón studdu móður
mína er hún var orðin ein með sex
börn. Aldrei heyrði ég þau kvarta
undan okkur og alltaf vorum við
eins og hluti af fjölskyldunni.
Þrátt fyrir að sjö manna fjöl-
skylda dveldi hjá þeim um jól og
páska og hluta af sumri var það
alltaf sjálfsagt.
Ég man eftir atviki þar sem
Hanna bað mig um að fara með
rjóma niður í kjallara og setja
hann í vatn þar sem ekki var ís-
skápur á staðnum. Ég hellti dýr-
mætum rjómanum í vatnsfatið og
kom hróðug upp með flöskuna.
Þegar hún áttaði sig á því hvað ég
hefði gert var hún fremur von-
svikin gagnvart sjálfri sér að hafa
ekki útskýrt betur hvað ég átti að
gera en að skamma mig kom ekki
til greina.
Í sannleika sagt man ég ekki
eftir að þau hjónin hafi nokkru
sinn skammað okkur börnin.
Ég minnist líka þegar stein-
hleðslan í kringum Laufáskirkju
sem var endurnýjuð fyrir eitt
hundrað ára afmæli kirkjunnar
og við börnin horfðum á með and-
akt. Vinnumennirnir voru farnir í
mat og Lappi, hundurinn á bæn-
um, stakk sér í gröfina og kom
upp með bein. Ég fór heim, náði í
brúnan poka og setti nokkur bein
í pokann. Við krakkarnir sungum
„mannabein í pokanum“ og létum
Hönnu fá fundinn. Hanna varð
agndofa en ekki reið heldur sagði
að Jón myndi tala við okkur sem
hann gerði.
Gestkvæmt var í Laufási og á
sumrin var eins og hótel hjá þeim,
fullt af skemmtilegum vinum og
ættingjum og nóg að gera. Anna
litla systir mín varð eftir hjá þeim
fyrsta veturinn þeirra í Laufási
og varð svo hluti af þeirra fjöl-
skyldu og varð það blessun fyrir
þau og hana og ekki síst fyrir
Palla son þeirra sem eignaðist
systur og var hann einn af okkur í
leik.
Eftir að ég varð fullorðin kom
persónuleiki hennar betur í ljós
fyrir mér.
Hún var full af fróðleik og þeg-
ar við ræddum gamla tíma og
erfiðleika æsku minnar kunni hún
að leiða mig áfram á þá braut að
sætta mig við lífið og njóta þess
betur.
Hanna varð aldrei gömul,
skoðanir hennar voru alltaf nýjar
og ferskar og hún naut þess að
vera með okkur stórfjölskyldunni
í „graut“ og fylgjast þannig með
ættingjum sínum. Það var hægt
að deila flestu með henni, hún
hafði skoðanir og við nutum þess
að eiga með henni tíma.
Þegar Hanna vissi að hún væri
með sjúkdóm sem myndi að lok-
um hafa yfirhöndina ákvað hún að
gera það besta, mála, fara í leik-
hús, njóta tónleika, sinna vinum
og fjölskyldunni. Hún var góður
málari og liggja mörg góð verk
eftir hana.
Henni fannst að nýtt líf hefði
byrjað er hún fór að mála eftir
áratuga starf í banka. Við sem
þekktum Hönnu urðum ríkari og
minnist ég hennar með virðingu
og hlýju.
Takk, Hanna.
Þín
Guðrún (Gunna).