Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 27

Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 anum í markinu, af sinni alkunnu kurteisi. Þetta er nú engan veg- inn alveg satt, en kannski þó „pínulítið“. Mæður okkar Júlíusar, Anna og Sigurlaug Jónsdóttir, voru góðar vinkonur á yngri árum. Þær sungu saman í kór, fóru á skauta í tunglsljósinu og skemmtu sér saman að hætti þeirra tíma. Leiðir skildi svo í áratugi. Er ég kom að Húsa- bakka 7́2-́81, hittust þær í fáein skipti. Þær rifjuðu upp æskuárin án þess við fylgdumst náið með því. Þessar öldnu konur voru rúnum ristar í andlitinu, hrukk- óttar en hnarreistar. Svo voru það augun. Þau leiftruðu við minningarnar, minningar ungra stúlkna í Dalnum fagra. Þær voru svo fallegar. Söngur var þeim Syðra-Garðshornssystkinum í blóð borinn. Alltaf sungið er komið var saman. Þeir sem til þekkja kannast t.d. við „Söltun- arfélagið“ þar sem vinir úr sveit- inni komu saman að hausti og söltuðu ket í tunnur. Þá var mik- ið sungið í a.m.k. fjórum röddum og einnig ortar vísur um hin ýmsu mál. Gleðin í algleymingi. Merkur félagsskapur sem að litlu leyti er til sýnishorn af vegna framsýni Gísla Más Jó- hannssonar er tók upp sýnishorn af þessum svarfdælsku „súper“- röddum. Þar voru gleðimenn á ferðinni. Flestir þeirra syngja nú sinn svarfdælska kvart- ettsöng í hæstu hæðum. Göngur voru þessum mönnum líklega aðalhátíð ársins, enda unnu þeir sínum Dal hugástum. Við Gunnur og börnin mín sendum fjölskyldur Júlíusar hluttekningu okkar með þessum minningabrotum um góðan og eftirminnilegan vin. Blessuð sé hans minning og þeirra hjóna. Heimir Kristinsson. Nú er fallinn frá Júlíus Jón Daníelsson, mestur sjentilmaður í Svarfaðardal. Hann keppti þar helst við Jóhann bróður sinn, þeir voru í sérflokki. Þeir voru miklir gleðimenn en háttvísin brást þeim aldrei, sama á hverju gekk. Allt varð þeim að söng, fjölradda. Þá bættist bróðir Björn við, Ytra-Garðshorns- bræður líka og Dóri mágur, og var þá fullkomnað því þeir voru söngmenn í gegn, lýrískir og rómantískir. Það var mikill vin- skapur með foreldrum mínum á Tjörn og Syðra-Garðshorns hjónum. Júlíus kenndi okkur systkinum almennan skólalær- dóm en Þuríður leikfimi og dans. Seinna vann ég með honum við túnamælingar, sumarið sæla 1968. Þegar við komum á bæi heilsaði hann öllum með handa- bandi, börnum sem fullorðnum. Júlíus kom fram við mig, ung- linginn, eins og jafningja og leit alls ekki á sig sem yfirmann minn. Ef ég bullaði við hann svaraði hann bara með bulli á móti, því það var svo mikill leik- ur í honum. Þegar við mældum túnin í Öxnadal sváfum við gjarnan í tjaldi. Útvarp var í bláa Moskvitsnum og við sung- um saman. Höfðum reyndar ekki sama tónlistarsmekk en samein- uðumst í mikilli hrifningu á nýju lagi með Tom Jones, Delilah. Eins og fleiri fluttist Júlíus suður á mölina, og fluttist þó ekki. Hann símtalaði títt og ótt við systkini og kunningja fyrir norðan og gladdist „heiftarlega“ yfir heimsóknum úr Svarfaðar- dal. Hann var sérstakur hollvin- ur byggðarblaðins Norðurslóð- ar, dyggur lesandi, skrifaði greinar og lagði til myndir og efni. Og þegar hann var ánægð- ur með efni í blaðinu, sem var oft, mátti höfundur búast við að Júlíus hringdi til að lýsa gleði sinni og þakklæti. Háttvísin, ljúfmennskan og örvandi já- kvæðni runnu honum í merg og blóð. Takk fyrir samfylgdina, kæri Júlíus. Þórarinn Hjartarson. ✝ Halldóra Ár-mannsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 8. des- ember 1934. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Ási í Hveragerði 25. jan- úar 2017. Foreldar Hall- dóru voru Ármann Bjarnason, f. 10.11. 1911, d. 23.9. 1999, og Guðmunda Margrét Jóns- dóttir, f. 16.3. 1911, d. 23.9. 1998. Systkini Halldóru eru Her- bert, f. 1.3. 1939, og Jónína, f. 3.2. 1949, d. 24.11. 1984, lætur eftir sig þrjú börn. María, gift Grími Magnússyni, þau eiga fjögur börn. Halldóra giftist 31.12. 1954 Hauki Þór Guðmundssyni frá Halldóra giftist 26. júní 1976 Snorra Snorrasyni frá Eskifirði, f. 10.9. 1928, d. 17.2. 2014. Hann átti sex börn með fyrri konu sinni, Ragnhildi Kristínu Páls- dóttur. Halldóra ólst upp í Vest- mannaeyjum. Hún lauk gagn- fræðaprófi og lærði einnig fata- saum, sem hún stundaði með heimilisstörfum. Hún flutti með fjölskyldu sinni upp á land í gos- inu, 1973. Um haustið 1973 flutti hún ásamt börnum sínum í við- lagasjóðshús á Selfossi. Hún vann við ýmis störf, var ganga- vörður í skóla en lengst af vann hún við Sundhöll Selfoss. Hall- dóra átti sæti í stjórn Kvenfélags Selfosskirkju, var í stjórn Félags eldri borgara og starfaði lengi sem leiðbeinandi í handavinnu. Halldóra sótti Dale Carnegie- námskeið 1980 og var einn stofn- enda Selju I.T.C. á Selfossi og starfaði með þeim frá 1984-1990. Útför Halldóru fer fram frá Selfosskirkju í dag, 3. febrúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Ísafirði, f. 5.6. 1926, d. 25.8. 1988. Þau eignuðust fimm börn: Guðmar Þór, f. 22.6. 1955, Ár- mann, f. 3.9. 1956, Elínu, f. 2.6. 1958, gift Guðlaugi A. Stefánssyni, þeirra dóttir er Eydís Eva, f. 29.8. 1995, Draupni, f. 4.9. 1963, d. 23.10. 2010. Hann var kvæntur Fanneyju Friðriksdóttur frá Sandgerði, þau skildu. Dætur þeirra eru: Hildur Mekkín, f. 10.4. 1987, og Dagný Lind, f. 9.7. 1993. Magni Freyr, f. 12.8. 1964. Dóttir hans er: Helga Dóra, f. 8.5. 1984. Barnsmóðir Jakobína Ó. Fann- arsdóttir. Haukur og Halldóra skildu. Til þín, mamma mín. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Þinn sonur, Guðmar Þór. Elsku mamma mín. Þegar ég fékk símhringingu þriðjudaginn 23. janúar frá Ási, að þér væri farið að hraka, dreif ég mig til þín og sat hjá þér. Hvíslaði að þér að ég væri komin til þín og myndi vera hjá þér. Að eiga þá stund, að halla höfði mínu að þér, elsku mamma mín, og halda í höndina á þér þegar þú kvaddir þetta líf, það var sárt en friðsæl stund. Nú ertu laus við allar kvalir og ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér. Með þess- um orðum, kveð ég þig með þessu fallega ljóði: Nú ertu horfin héðan, kæra hjartans vina, burt mér frá þér ég nú vil þakkir færa, þögul tárin leika um brá. Lengi götu ganga máttum, grýtt og hörð var stundum braut en við marga einnig áttum yndisstundir gegnum þraut. Því ég stilli harm í hljóði, horfi yfir forna slóð, kveð þig nú með litlu ljóði, ljúfa mamma, kona góð. Fyrir handan hafið kalda hygg ég að þú bíðir mín. Minning þín um aldir alda eflaust verður sólin mín. Elsku mamma, einnig viljum eiga stund við beðinn þinn. Núna er hljótt er hér við skiljum, hjörtun klökkna nú um sinn. Muna blíða bernsku kæra börnin þín og þakkir nú fyrir ást og allt það kæra okkur sem að veittir þú. Barnabörnin bljúg nú senda blíða hinstu kveðju þér. Tengdabörn og tryggir vinir til þín allir beinast hér, koma nú að kistu þinni, krjúpa þar svo undurhljótt. Allir hafa sama sinni segja þökk – og góða nótt. (Borgfjörð) Þín dóttir, Elín. Þér góðir englar lýsi leið, er liðið hefur dapra neyð, og flytji þig í hásal hans, sem huggun best er sálu manns. Þó mæða væri um margt þitt líf, þér mildan dóminn færi, og hlíf sé ljósið skæra lausnarans, sem lýsir best upp hugskot manns. Friðarkærleiks góður Guð, sem gefur allan lífsfögnuð, verndi þig og veiti frið. Vel ég þess af hjarta bið. (Gísli á Uppsölum) Þinn tengdasonur, Guðlaugur A. Stefánsson. Nú ertu horfin, mín amma Ég bið að þú sofir rótt Ekki skal þér bregða Þótt allt sé orðið hljótt Nú opnast himna heiðir Allar fyrir þér Nú skiljast jarðneskar leiðir Þú vakir yfir mér Góða nótt, amma mín. Þín Eydís Eva Guðlaugsdóttir. Ég heyrði í útvarpinu dán- artilkynningu hennar Dóru minnar, mér brá, er það virki- legt, Dóra mín, að þú sért far- in? Ég hef hugsað sterkt til þín frá áramótum og ætlaði að drífa mig til þín út að Ási í Hvera- gerði. En svona líður tíminn. Ég hef þekkt Halldóru síðan 1974, kynntist henni er við vor- um nágrannar í Úthaga á Sel- fossi, en Dóra, eins og hún var alltaf kölluð, vissi um mig og ég um hana því við vorum tengdar og við urðum strax kunningja- konur, báðar nýkomnar til Sel- foss, ég frá Danmörku en hún frá Vestmannaeyjum þegar gosið skall þar á. Það var hræðilegt áfall. Þannig var að Ísak, móðurbróður minn í Vest- mannaeyjum, kvæntist ömmu Halldóru og eignuðust þau einn son, Jón hét hann en hann er látinn og við útför hans hitti ég Dóru, hún var svo fín og hress eins og hún var ávallt. Síðustu ár hefur hún búið á Ási í Hvera- gerði og skrapp ég allt of sjald- an til hennar, en svona líður tíminn frá manni. Þegar við Dóra vorum ná- grannar í Úthaganum á Selfossi til nokkurra ára brölluðum við margt saman yfir kaffibolla, hún bjó þarna með börnin sín, ég tók hana stundum með mér í bíltúr. Ég man ekki hvenær hún hitti seinni manninn sinn, hann Snorra heitinn, það fór vel á með þeim, en hann lést fyrir nokkru. Við vorum báðar dug- legar að sauma föt hér á árum áður, eða bara allt milli himins og jarðar svo okkur datt í hug að stofna saumastofu saman heima hjá okkur og auglýstum við á búðarhurð hjá Geira í Múla, saumastofan hét Sólídó, þar með myndaðist heilmikið fjör, við unnum báðar úti á dag- inn, höfðum bara kvöldin og helgar til saumaskapar, allt gekk þetta vel hjá okkur og mikið að gera. Svo kom að því að við fluttum í sína áttina hvor, ég í Miðengi á Selfossi en Dóra í Löngumýri á Selfossi. Hún varð fyrir því óhappi þar að detta og handleggsbrjóta sig og varð ekki jafngóð í handleggn- um eftir það. Upp úr því fór að síga á seinnihlutann og fór hún að Ási í Hveragerði og lést þar 25. janúar sl. Ég þakka henni fyrir sam- fylgdina í Úthaganum og síðari tíma, hún var dugleg að koma í heimsókn, og ég til hennar í Löngumýri, sendi mínar bestu samúðarkveðjur til barna henn- ar og fjölskyldna. Hvíl í friði. Ég mun geyma þig í minn- ingunni. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Sólrún Guðjónsdóttir. Sérstakar minningar vakna er Halldóra er kvödd hinstu kveðju. Hún er sú félagslega og fórnfúsa manneskja sem stóð í fremstu röð meðal sinna jafn- ingja í störfum fyrir eldri borg- ara á Selfossi. Félag eldri borg- ara var stofnað á Selfossi 1980. Þá gerðist hún stofnfélagi og var stjórnarmaður í tæp 30 ár og leiðbeinandi í fjölbreyttum hannyrðum hátt á þriðja tug ára. Þar komu fram listrænir hæfileikar hennar, sem aðrir gátu nýtt sér og haft til fyr- irmyndar. Á 30 ára afmæli félagsins 2010 var Halldóra kjörin heið- ursfélagi um leið og henni voru þökkuð hin miklu störf í þágu félagsins. Í forystu með fórnarhuga í félaginu var þitt svið. Allt að þriggja áratuga óspart veittir mörgum lið. Það var notalegt að koma á heimili þeirra hjóna að Löngu- mýri 38. Þar voru listmunir inn- an dyra og utan. Listmunir sem einkenndust af smekkvísi og hugkvæmni. En hæverska og alúð húsfreyju skein alls staðar og vakti hlýjar tilfinningar hjá gestum þeirra. Ítrekuð er þökk til þessarar heiðurskonu fyrir störf hennar í þágu eldri borg- ara á Selfossi. Blessuð sé minning hennar. Einlæg samúð er flutt til henn- ar nánustu. Hjörtur Þórarinsson, fv. form. FEB Selfossi. Halldóra Ármannsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Innstu-Tungu, Tálknafirði, lést á Landspítalanum Hringbraut 26. janúar. Útförin fer fram frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 4. febrúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Styrktar- og gjafasjóðs Landspítala. Ársæll Egilsson Kristín G. Ársælsdóttir Njáll Torfason Hrefna Ársælsdóttir Steindór Andersen Níels A. Ársælsson Sigurlaug Guðmundsdóttir Tryggvi Ársælsson Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Hlynur Ársælsson Hallveig Guðný Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SÓLVEIG AXELSDÓTTIR, Víðilundi 23, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju 17. febrúar klukkan 13.30. Axel Gíslason Hallfríður Konráðsdóttir Hólmfríður Gísladóttir Guðmundur Pétursson Þórhalla Gísladóttir Samúel Jón Samúelsson Sólveig Gísladóttir Hörður Blöndal Katrín Gísladóttir Björn Ingi Sveinsson Hildur Gísladóttir Sigurður Albertsson Björg Gísladóttir Páll Kristjánsson Kjartan Þorbjörnsson Júlía Þorvaldsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæra INGUNN HALLDÓRSDÓTTIR, Stórhóli 19, Húsavík, lést mánudaginn 30. janúar. Einar Halldór Einarsson Guðrún Einarsdóttir Benóný Valur Jakobsson Halldór Ingólfsson Einar Þorbergsson Þuríður Halldórsdóttir Ólafur Benediktsson Þorbergur Einarsson Óli Björn Einarsson Kristbjörg Sigurðardóttir Laufey Marta Einarsdóttir Ólafur Einar Samúelsson og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNÝ GUÐBJÖRG GUÐMANNSDÓTTIR, Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 27. janúar. Við þökkum fyrir góða umönnun hlýju í hennar garð Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 6. febrúar klukkan 13. Jón Guðmann Jónsson Dorian Obando Gomez Vaida Masson Halldóra Elín Magnúsdóttir Guðmundur A. Sæmundsson Valdís Magnúsdóttir Unnsteinn Hermannsson Sólveig Fanný Magnúsdóttir Hallgrímur H. Gröndal barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR ÁRNASON, fyrrverandi bóndi og bílstjóri, frá Ketu í Hegranesi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki föstudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4. febrúar klukkan 11. Brynja Ingimundardóttir Símon Skarphéðinsson Árni Ingimundarson Jóhanna Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.