Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
✝ GuðlaugBjörnsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 28. desem-
ber 1925. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu,
Hafnarfirði, 25.
janúar 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Guðfinna
Sigurðardóttir frá
Ási í Garðahreppi,
f. 2.11. 1892, d. 28.1. 1978, og
Björn Árnason bifreiðastjóri,
Hafnarfirði, f. 2.5. 1889, d.
14.7. 1979.
Guðlaug var þriðja í röð
fimm systkina. Elst var Sig-
urlaug Sigríður, f. 19.1. 1920,
d. 13.12. 1922, önnur var ósk-
unn, f. 1947, Ólöf Guðríður, f.
1950, Sveinbjörn Egill, f. 1951,
Helga Lilja, f. 1953, og Guðrún
Þorbjörg, f. 1957. Björn vann
fyrst sem verkfræðingur hjá
Ofnasmiðjunni og Einangrun
hf., síðan varð hann fram-
kvæmdastjóri Vefarans og að
lokum starfaði hann hjá Rann-
sóknarstofnun iðnaðarins. Guð-
laug og Björn bjuggu lengst af
á Háteigsvegi 14 og síðar í
Garðabæ.
Guðlaug stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Staðarfelli
á Fellsströnd. Síðan starfaði
hún í Reykjavíkurapóteki og á
Símstöðinni í Hafnarfirði en
lauk störfum sem skrifstofu-
maður á Pósti og síma Reykja-
vík. Auk þess tók hún þátt
kórastarfi, aðallega í Fílharm-
óníu, og sinnti sjálfboðaliða-
starfi hjá ABC-barnahjálp.
Guðlaug verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
3. febrúar 2017, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
írt stúlkubarn, f.
11.7. 1921, d. 11.7.
1921. Yngri systk-
ini Guðlaugar eru
Sigurlaug skrif-
stofumaður, f. 3.7.
1930, og Sigurður
óperusöngvari, f.
19.3. 1932.
Fyrri eiginmað-
ur Guðlaugar var
Bogi Melsted
læknir, f. 10.6.
1930, d. 13.5. 2008. Þau skildu.
Á nýársdag 1969 giftist hún
Birni Sveinbjörnssyni verk-
fræðingi, f. 30.12. 1925, d.
23.7. 1985. Björn átti fimm
börn með fyrri eiginkonu
sinni, Jakobínu Finnboga-
dóttur. Þau eru Nanna Dýr-
Elsku amma Golla, um huga
okkar streyma ótal yndislegar
minningar nú þegar komið er að
þessari hinstu kveðjustund. Við
minnumst ástúðar þinnar með
hlýju í hjarta og stuðnings þíns á
uppvaxtarárum okkar með þökk í
huga. Þær voru skemmtilegar
stundirnar þegar við heimsóttum
þig á Sunnuflöt, það heimili var
okkur sem ævintýraveröld; læk-
urinn fyrir neðan húsið og hin
þægilega kyrrð sem ríkti á fal-
legu heimilinu. Við dáðumst alltaf
að þér, þeirri ró sem ríkti í kring-
um þig og þeim vel völdu orðum
sem oftar en ekki sögðu eitthvað
fallegt um okkur. Við dáðumst að
glæsileik þínum, grásprengda
hárinu sem myndaði fullkomna
umgjörð um fallega, hlýja andlit-
ið þitt. Við nutum þess að heyra
þig segja frá afa Birni en við nut-
um ekki þeirrar gæfu að kynnast
honum. Við skynjuðum hversu
sárt þú saknaðir hans. Á þessari
stundu sjáum við ykkur fyrir
okkur sameinuð á ný og þannig
munuð þið lifa í hugum okkar er
við systkinin förum í gegnum
þær góðu en jafnframt erfiðu
stundir sem fylgja því að lifa.
Þín,
Bjarki, Nanna og Björn.
Ég loka augunum og er komin
í pössun til þín. Ég er sennilega
ekki eldri en sex ára. Ég ligg á
gólfinu og leik mér með rauðan
bíl á munstruðu teppinu sem
hentar fullkomlega sem bíla-
braut. Allt er gult og hlýlegt. Það
er ömmulykt í húsinu. Þegar
kemur að háttatíma segir þú mér
að brjóta saman fötin mín sem
liggja í hrúgu á gólfinu og leggja
þau fallega á stólinn. Morguninn
eftir gerið þið Ellen dauðaleit að
mér, finnið mig hvergi. Orðnar
hræddar um mig. Finnið mig
steinsofandi undir rúmi. Við
fáum Lucky Charms í morgun-
mat sem við fáum hvergi annars
staðar. Þú færð að heyra alla
Hafnarfjarðarbrandara sem ég
kann. Aftur og aftur. Þú þykist
fara í fýlu, enda borinn og barn-
fæddur Hafnfirðingur, en fitjar
svo upp á nefið og ferð að hlæja.
Skammar mig í gríni.
Ég eldist. Ég verð þreyttur
unglingur sem þarf að slaka á eft-
ir erfiðan skóladag. Ekkert er
betra en þáttur af Leiðarljósi. Við
gleðjumst saman yfir sigrum
Revu og Josh og deilum sorgum
yfir óréttlætinu sem dynur á
Spaulding-fjölskyldunni.
Þið mamma þreytist ekki á því
að spá hvort við systur séum vet-
ur, sumar, vor eða haust. Þú stíg-
ur ekki feilspor í þinni litapal-
lettu. Frekar myndir þú fara
niður í fjöru að bíða eftir jóla-
bókaflóðinu en að fara út úr húsi í
brúnni kápu.
Elsku fallega amma mín.
Ég trúi því að þú sért komin til
afa, 30 ár í ástarsorg eru langur
tími.
Takk fyrir allar minningarnar
sem ylja. Þín rúsína,
Júlía.
Undanfarna daga hef ég
þrammað um götur Kaupmanna-
hafnar með kökk í hálsinum og
tárin í augunum, og hugsað með
söknuði til ömmu Gollu sem nú
hefur kvatt þennan heim. Með
hverju árinu undanfarin ár hefur
Alzheimer stolið meira og meira
af minni ömmu. Það hefur verið
sárt að horfa upp á það en þrátt
fyrir þessa skerðingu fann ég
alltaf fyrir þeim kærleik sem hún
bar í brjósti þegar við hittumst,
hvort sem var í stöku orði eða lát-
bragði. Amma Golla var einstak-
lega kærleiksrík og falleg kona.
Hún hafði sterka siðferðiskennd
og tileinkaði sér kristilegt hug-
arfar. Amma Golla gaf mikið af
sér en hún starfaði meðal annars
sem sjálfboðaliði fyrir ABC-
hjálparstarf. Amma var fyrir-
mynd mín í góðgerðarstarfi en
hún vildi öllum vel. Afi var sér-
lega heppinn að hitta hana og við
barnabörnin að fá að njóta þess
að eiga hana fyrir ömmu. Ástin
þeirra á milli var falleg en amma
syrgði afa sárt eftir að hann féll
frá árið 1985 og hún minntist
hans við hvert tækifæri. Amma
talaði alltaf fallega um afa og dáð-
ist að honum við okkur barna-
börnin. Áður en amma veiktist
hringdi hún reglulega í mig og
stappaði í mig stálinu þegar ég
þurfti á því að halda. Það hefur
verið dýrmætt að eiga svo ynd-
islega ömmu að í lífinu og hennar
verður sárt saknað. Ég vil leyfa
mér að trúa að þau afi hafi hist á
ný og sú tilhugsun yljar mér.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Með kærleik og söknuð í
hjarta sendi ég mínar bestu
kveðjur til allrar fjölskyldunnar
heima.
Erla Björk.
Amma Golla, eins og við öll 17
barnabörnin kölluðum hana, var
alltaf einstaklega ljúf. Hún var
söngelsk og trúuð og alltaf svo
flott og fín.
Ég gisti oft hjá afa og ömmu
bæði á Háteigsvegi og á Sunnu-
flöt. Afi var mikill barnakarl og
vildi helst hafa okkur sem flest
hjá sér. Á báðum stöðum var
mikið ævintýri, garðarnir báðir,
tafl, Mad-blöðin, öll flottu leik-
föngin frá Ameríku og „french-
toast“.
Amma sagði aldrei neitt nema
fallega hluti við mann og ég man
að ég gerði talsvert til að halda tí-
unni í kristinfræði til að gera
hana stolta. Við áttum löng sam-
töl um mígrenið okkar og allt
fram til níræðs spurði hún mig
með hluttekningu hvernig haus-
verkirnir mínir væru. Hún var
fyrirmynd á sinn hátt því hún var
amman sem var ekki að baka eða
föndra, hún var ólík og sýndi mér
og öðrum að ömmur voru alls
ekki allar eins – þó að barnabæk-
urnar segðu það. Takk, elsku
amma, fyrir samveruna, ég veit
þú ert hvíldinni fegin.
Augun mín og augun þín
ó! þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Vatnsenda-Rósa)
Þorbjörg Helga.
Guðlaug
Björnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur, nærir,
eins og foldarblómin smá.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Takk fyrir allt, elsku
Golla.
Guðfinna Björnsdóttir
og fjölskylda.
✝ Ásgerður Sig-ríður
Sigurðardóttir,
Sigga, fæddist 18.
apríl 1929 í Reka-
vík bak Höfn,
Hornströndum.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir-
arholti í Grafar-
vogi 24. janúar
2017.
Sigga var dóttir
hjónanna Sigurðar Hjálm-
arssonar, f. í Stakkadal, Hlöðu-
vík, 14. september 1894, d. í
nóvember 1969, og Ingibjargar
Bárðlínu Ásgeirsdóttur, f. í
Bolungarvík, 23. apríl 1898, d.
í október 1935. Systkini henn-
ar eru Guðrún Hjálmfríður, f.
1927, d. 1976, Sturla Valdimar,
arson. Dætur þeirra eru: Hug-
rún Sif, maki Kristján Viggó
og eiga þau fjögur börn; Sig-
ríður Hrund, maki Stefán og
eiga þau fjögur börn. 2) Sigrún
Alda, maki Björgvin Andri
Guðjónsson, börn: Guðrún
Stella og á hún fjögur börn;
Ásgeir Freyr, maki Lára og
eiga þau þrjú börn; Andrea
Björg, maki Páll; 3) Ásgerður
Ósk, maki Hans Wilhem Wil-
kens, börn: Sævar Jökull, maki
Birna Dröfn og eiga þau eitt
barn; 4) Lilja Hrönn, börn: Júl-
íus, maki Hildur og eiga þau
fjögur börn; Erla Kristín, maki
Vilhjálmur og eiga þau þrjú
börn; Bergdís Brá; 5) Heiða
Björk, maki Óskar Krist-
jánsson, börn: Kristján Örn,
maki Eva Lena og eiga þau
þrjú börn; Fannar Andri, maki
Lajla og eiga þau eitt barn;
Júlíus Orri.
Útför Sigríðar fer fram frá
Bústaðakirkju í Reykjavík í
dag, 3. febrúar 2017, og hefst
athöfnin klukkan 13.
f. 1932 d. 1932,
Björg Bjarndís, f.
1933. Systkini
Siggu sammæðra,
Högni, f. 1919, d.
2009, Guðrún Þor-
katla, f. 1923, d.
2010, Sturlína f.
1924. Sigga giftist
Júlíusi Óskari
Halldórssyni,
Júlla, 30. apríl
1954. Hann var
sonur hjónanna Halldórs Jóns
Guðmundssonar, f. 1900, d.
1976, og Sigrúnar Jónsdóttur,
f. 1891, d. 1974, systir hans er
Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 1.
september 1929. Sigga og Júlli
eignuðust saman fimm dætur.
Þær eru: 1) Ingibjörg Bára,
maki Símon Johnsen Þórð-
Þar sem íslensk náttúra er
hvað fegurst nyrst við dumbshaf
og veður eru oft undurblíð en
breytast sem hendi sé veifað og
verða að tröllauknum skrímslum.
Þar er Rekavík bak Höfn og í vík-
inni fögru fæddist mamma okkar.
Sex ára gömul missir hún móð-
ur sína úr veikindum og pabbi
hennar verður að láta yngstu
dótturina frá sér aðeins tveggja
ára gamla. Þegar mamma var á
sextánda ári bregður afi búi og
fer með tvær af dætrum sínum til
Ísafjarðar.
Um tvítugt flytur mamma suð-
ur til Reykjavíkur. Þar kynnist
hún pabba og við systurnar fimm
komum í heiminn.
Mamma var stórbrotin per-
sóna. Það tók okkur systur aldur
og þroska að átta okkur á því og
þá magnaðist ást okkar og virð-
ing.
Hún var með ólíkindum dugleg
og hörð af sér. Hvað sem hún tók
sér fyrir hendur var listilega
gert, saumað og prjónað og fal-
legt heimili skapað.
Hún elskaði okkur dætur sínar
skilyrðislaust og við elskuðum
hana. Pabba elskaði hún í sam-
tvinnaðri gleði og sorg. Hún var
kærleiksrík amma og langamma.
Með ljóði, söknuði og þakklæti
í hjarta kveðjum við þig, elsku
mamma okkar.
Það voraði snemma í víkinni fögru,
þar fæddist lítil snót.
Lék við sinn fingur með pabba og
mömmu,
lífið gaf og tók.
Þær undu við flest ungu Sigga og
Rúna,
þar fegurð landsins er mest.
Er haustaði að var búist til farar,
en víkin litla var alltaf til staðar.
(höf. IBJ)
Þínar dætur,
Ingibjörg, Sigrún,
Ásgerður, Lilja og Heiða.
Elsku Sigga amma mín og vin-
kona. Sambandi okkar er best
lýst sem sálufélagar. Þó að oft
hafi vegalengdin verið löng á
milli okkar og langt liðið milli
heimsókna var alltaf eins og við
hefðum hist í gær. Allar þær
stundir sem við áttum saman á
mínum yngri árum eru minn fjár-
sjóður í dag.
Með bros í hjarta og söknuð er
mér hugsað til baka, hversu „fer-
legur bílstjóri“ þú varst. Ég man
þegar ég ætlaði að panta pizzu
fyrir okkur og fá heimsent, en þá
var nýbyrjað að veita slíka þjón-
ustu. Þú tókst það ekki í mál og
sendir mig út að sækja pizzuna.
Hjá þér var alltaf góður matur,
kjötbollur í brúnni, bjúgu með
uppstúf og steingrímur með rús-
ínum.
Ég gleymi aldrei buddunni
sem þú sendir mig ávallt með til
kaupmannsins, en sannleikurinn
er sá að ég faldi hana í skápnum
frammi á gangi og fór með aurinn
í vasanum til kaupmannsins. Hjá
þér fékk ég straujaðar nærbuxur
og sokka, bestu skonsur í heimi,
leyfi til að fara með á kvenfélags-
fundi (bingó) og margt annað
sem einungis við gerðum saman.
Ég er þakklátur fyrir allar okkar
stundir, elsku hjartans amma
mín.
Ég veit að þú ert komin á betri
stað, þú ert komin heim. Við hitt-
umst aftur þegar minn tími kem-
ur og er ég þess fullviss að þú
verður fremst í flokki að taka á
móti mér. Bið að heilsa öllum
þarna uppi.
Ef ég á eitthvað önugt heima
og eitthvað, sem ég þarf að gleyma,
þá kem ég hingað hvert eitt sinn,
að heyra fagra sönginn þinn.
Og ég tek vor með ástarómi
og yl úr þínum hlýja rómi,
ef illur stormur úti hvín
og andar köldu á blómin mín.
Og þegar öllu er um mig lokað
og ekkert getur hliðum þokað,
þá á ég víðan unaðs heim,
sem opnast fyrir rómi þeim.
(Þorsteinn Erlingsson)
Þinn vinur og ömmustrákur,
Júlíus S. Fjeldsted.
Það var fyrir rúmum fjörutíu
árum að ég kom inn í líf Siggu og
Júlla í Ásgarðinum. Var ég þá bú-
in að kynnast næstelstu dóttur
þeirra, henni Sigrúnu. Heimilið í
Ásgarðinum var stórt. Fjórar
stelpurnar enn heima en sú elsta
flutt í næsta hús. Sigga var hús-
móðirin og réði ríkjum á heim-
ilinu.
Mjólkurlegið hvalkjöt steikt á
pönnu var herramannsmatur hjá
Siggu, en það var ódýrasta kjötið
í þá daga. Frá fyrsta degi var ég
einn af fjölskyldunni.
Stundum kom upp að Sigga fór
í breytingastuð á húsgögnum,
einhverra hluta lenti ég í að for-
færa húsgögn ekki alveg í þökk
Júlla.
Þá var mín í stuði. „Dæturnar
mínar“ var hún vön að segja, þær
voru hennar stolt og stytta þegar
árin liðu áfram. Jólaboðin hjá
þeim hjónum þegar dæturnar
voru allar komnar með maka og
börn voru ánægjulegar stundir.
Ávallt var tekið í spil eftir matinn
með tilheyrandi leiðsögn frá
Siggu, t.d. hvaða spil maður ætti
að setja út. Hún var kannski ekki
tapsár en vildi alltaf vinna.
Árin fjörutíu hafa liðið hratt og
margt gæti maður minnst á er til
baka er hugsað. Nú er Sigga
komin á æskuslóðir sínar í Reka-
vík bak Höfn sem henni þótti afar
kær og minntist ávallt með hlýju.
Elsku Sigga, takk fyrir allt og
allt. Hvíl í Guðsfriði. Þinn
tengdasonur,
Björgvin Andri.
Látin er í Reykjavík kær
frænka mín, Sigríður Ásgerður
Sigurðardóttir, ættuð frá Reka-
vík bak Höfn í Sléttuhreppi á átt-
tugasta og áttunda aldursári.
Móðursystir mín Sigríður, eða
Sigga frænka eins og hún var
kölluð af sínum nánustu, var ætt-
uð norðan úr Sléttuhreppi þar
sem brimið drynur, snjónum
kyngir niður og myrkrið er svart.
Ég var svo heppinn að fá að
vera samferða þessari góðu konu
sem barn og vera tengdur henni
alla ævi.
12 ára missti Sigga móður sína
og þurftu þær systur að takast á
við lífið, sem ekki var alltaf blítt,
ekki alltaf sól í víkinni fögru.
Ungar tengdust þær sterkum
systra- og vinaböndum sem alltaf
héldu.
Á Hábrúnartindinum heima
ég hrifinn og þögull stend.
Má vera að mig sé að dreyma, –
en mörgu er unnt að gleyma –
það fer um mig fagnaðarkennd.
Sól er að síga til viðar,
svalan af fjöllunum slær –
Í alkyrrð hins eilífa friðar
er einungis lindin sem niðar
og hljómþýðu hörpurnar slær.
(Sigmundur Guðnason frá Hælavík.)
Sigga hélt stórt myndarheim-
ili, dæturnar fimm og alltaf auka-
fólk. Ég dáðist að því sem barn og
alla tíð hvað allt var hreint heim-
ilið, röð og regla á öllu. Starfs-
vettvangur Siggu var heimilið
auk þess sem hún um árabil
starfaði við ræstingar af mynd-
arskap.
Afi minn, Sigurður Hjálmars-
son, bjó í skjóli Siggu dóttur sinn-
ar síðustu ár ævi sinnar í Ásgarði
32, fyrir það er ég þakklátur.
Fjölskylda mín átti því láni að
fagna að fara með Siggu og Júlla í
Rekavík ógleymanlega ferð árið
1990, þá var Sigga komin á sjö-
tugsaldur.
Þegar þangað var komið var
eins og Sigga svifi um á hvítu
skýi, hún fékk einhvern ofur-
kraft. Allir staðhættir voru á
tandurhreinu, og fór útum allt,
Hvannadal, Atlaskarð og klifraði
á köðlum útí Höfn. Þetta var
ógleymanleg ferð, en hún í raun
flutti hugur hennar aldrei úr
Rekavík.
Við fjölskyldan áttum því láni
að fagna þegar móður okkar lést,
langt fyrir aldur fram, að eiga
hlýtt faðmlag hjá Siggu frænku
sem endranær, fyrir það er ég
þakklátur.
Ég kveð kæra frænku með
söknuði og sendi samúðarkveðjur
til dætra og fjölskyldu.
Sævar Geirsson.
Ásgerður Sigríður
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Í dag skein sól á sundin blá
og seiddi þá,
er sæinn þrá
og skipið lagði landi frá.
Hvað mundi fremur farmann
gleðja?
Það syrtir að, er sumir kveðja.
Með þessu ljóði eftir
uppáhaldsskáldið hennar
Siggu, mágkonu minnar,
Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi, kveð ég hana
með innilegu þakklæti fyrir
áralanga samfylgd og vin-
áttu.
Sofðu rótt.
Þín mágkona,
Ingibjörg.