Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
✝ Anna MargrétKolbeinsdóttir
fæddist 10. ágúst
1920 í Eyvík,
Grímsnesi. Hún
lést 23. janúar
2017 á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Kol-
beinn Jóhannesson,
f. 20. júní 1894 í
Eyvík, Grímsnesi,
d. 24. september 1952, og
Steinunn Magnúsdóttir, f. 15.
febrúar 1885 í Haga, Gríms-
nesi, d. 8. ágúst 1981.
Anna Margrét átti þrjú
1947, Steinunn Sigurðardóttir
rithöfundur, f. 26. ágúst 1950,
Páll Sigurðsson sjómaður, f.
12. október 1953, Guðrún Sig-
urðardóttir þýðandi, f. 26.
desember 1956.
Anna Margrét gekk í Hér-
aðsskólann á Laugarvatni og
síðan Hjúrunarkvennaskóla
Íslands. Hún starfaði við
hjúkrunarstörf alla sína
starfsævi, fyrst á Borgarspít-
alanum í Fossvogi og síðan á
öldrunardeild í Hafnarbúðum
og Landakoti.
Anna Margrét bjó sín
fyrstu búskaparár að Lang-
holtsvegi 22 og síðan í Gnoð-
arvogi 86 þar til hún flutti á
Hrafnistu í Laugarási síðla
árs 2015.
Útför Önnu Margrétar fer
fram frá Langholtskirkju í
dag, 3. febrúar 2017, klukkan
11.
systkini, Jóhannes
Guðmann, f. 3.
júlí 1917, d. 20.
janúar 2012, Sól-
veigu, f. 3. mars
1922, d. 10. febr-
úar 2016, og
Emmu, f. 11.
mars 1923.
Anna Margrét
giftist 1. júní
1946 Sigurði Páls-
syni vörubifreiða-
rstjóra frá Seljalandi, Fljóts-
hverfi, f. 25. febrúar 1915, d.
14. júní 2001, og eignuðust
þau fjögur börn. Þau eru Kol-
beinn verktaki, f. 21. apríl
Það er forskot í lífinu að eiga
mömmu sem er sérstök gæða-
manneskja, lifandi í þankanum
og frumleg. Mér er ofarlega í
huga nú að leiðarlokum endalaus
góðvilji hennar, í garð fólksins
síns, jafnt sem vandalausra, og
þá ekki síst sjúklinganna sem
hún annaðist af lífi og sál. Þess-
um góðvilja fylgdi lifandi áhugi á
annarra högum og uppbyggilegt
samtal, þar sem hún hafði einatt
lag á að nefna eitthvað sem við-
mælandanum taldist til tekna,
stórt eða smátt. Ýmislegt var frá
mömmu tekið í hennar háu elli,
sjónin og skammtímaminnið, en
þessi sérstaki eiginleiki hélst
alltaf. Valgerður deildarstjóri á
Hrafnistu í Reykjavík sagði mér
að mamma hefði nýverið sagt við
sitt góða umönnunarfólk: „Þið
kunnið þetta allt.“ Vinkonur
mínar töluðu um skemmtilegu
mömmu mína og uppörvunina
sem frá henni kom. Hún las fólk
eins og opna bók, enda eins víst
að góðu orðin hennar hefðu ann-
ars misst marks.
Mamma er óeigingjarnasta
manneskja sem ég hef þekkt.
Alltaf tilbúin að þjóna og gefa,
en hún bað ekki um neitt fyrir
sjálfa sig. Hún var dul um sína
hagi og líðan. Það sem henni féll
þungt bar hún ein.
Það er í rauninni alveg merki-
legt að kona eins og hún, sem
átti erfitt með að standa á sínum
rétti, skyldi drífa sig í Hjúkr-
unarkvennaskólann í Reykjavík
um hábjargræðistímann í sveit-
inni, við mótbyr frekar en hitt.
Hjúkrunarstörfin áttu hug henn-
ar, en hún gaf þau upp á bátinn
þegar hún gifti sig, eins og kon-
ur þess tíma gerðu. Fjórum
börnum síðar, og þrjátíu árum,
eða svo, dreif hún sig á end-
urhæfingarnámskeið og fór að
vinna á erfiðri skurðdeild, A 5, á
Borgarspítala. Erfitt er að
ímynda sér það átak, því ým-
islegt hafði nú breyst á sjúkra-
húsunum á þessum áratugum.
Þar fyrir utan var skilningur
okkar heimilisfólksins á þessu
tiltæki takmarkaður, a.m.k. í
verki, þannig að hún bætti
hjúkruninni ofan á heimilisstörf-
in. Það var helst að pabbi sýndi
lit. Svo mikið er víst að hann til-
einkaði sér þá list að sjóða kjöt-
súpu, og braut þar með upp
fasta verkaskiptingu, sem var
ástunduð í beinu framhaldi af
daglegu lífi í sveitinni.
Mamma vann síðast við að
hjúkra gamla fólkinu í Hafnar-
búðum og á Landakoti og tók
vaktir fram yfir sjötugt. Það var
unun að koma í vinnuna til henn-
ar og sjá hana með skjólstæð-
ingum sínum. Mér líður til dæm-
is ekki úr minni að sjá hana taka
utanum axlirnar á eldgamalli
silfurhærðri konu, með þessum
orðum: „Hún er algjör stjarna.“
Og það var hún líka, sú sem
mælti þau orð.
Steinunn Sigurðardóttir.
Ég var heppinn að búa í sama
húsi og amma Anna og afi Siggi.
Afi var reglumaður og gerði
hlutina eftir klukkunni. Það var
því fastur liður að þegar ég var
búinn í skólanum einu sinni í
viku 12:05 voru afi og amma að
borða hádegismatinn. Það voru
yndislegar stundir.
Afi kvaddi 2001 og kynntist ég
honum ekkert að ráði. Ömmu
kynntist ég aftur á móti vel og
vorum við bestu vinir. Amma
vildi allt fyrir mann gera og tók
upp á því að gera það að föstum
lið að útbúa fyrir mann mat þeg-
ar maður kom heim úr skólan-
um. Amma hafði stundatöfluna
mína og bróður míns uppi á vegg
í eldhúsinu og var búin að elda
fyrir mig og bróður minn þegar
við komum heim úr skólunum.
Þegar heilsan fór að versna og
sjónin með hætti hún amma að
elda fyrir mann þar sem hún
hafði ekki lengur getu til þess.
Ég var þá orðinn svo stór að ég
gat farið að elda fyrir hana í
staðinn. Amma var af þeirri kyn-
slóð sem þekkti ekki annað en að
hafa kartöflur með flestöllum
mat og þegar það gleymdist að
elda kartöflur fyrir hana varð
hún fúl og lét í sér heyra.
Amma hafði gaman af landa-
fræði og á meðan hún hafði sjón
til þess að sjá á landakortið var
kortabókin ekki langt undan.
Amma var fróð um Ísland og
sennilega fáir sem vissu jafn
mikið og hún. Amma gerði sér
enga grein fyrir því hversu fróð
hún var og þegar maður sagði
henni frá því hvað hún vissi mik-
ið sagðist hún ekki vita neitt, al-
veg steinhissa. Það var ótrúlegt
að sitja með ömmu í bíl og
ferðast um því hún vissi svo
margt og gat sagt manni frá
nánast öllu sem maður sá með
nafni.
Tíminn leið og amma fékk
pláss á Hrafnistu í Laugarási.
Það var erfitt að horfa upp á
ömmu fara inn á elliheimili þeg-
ar maður var vanur að geta farið
inn til hennar, hoppað upp á
skrifborðið hennar, spjallað við
hana og hlustað með henni á út-
varpið. Amma hlustaði mikið á
útvarpið og nánast eingöngu á
gömlu góðu gufuna. Hún hafði
meira að segja á orði að gamla
gufan væri miklu betri en sjón-
varpið, það væri svo margt gott
og vandað efni í útvarpinu. Mér
og ömmu fannst synd að gamla
gufan var ekki lengur með út-
varpssögu á daginn klukkan
15:00. Amma bað mig um að
hafa samband við RÚV og reyna
fá þann dagskrárlið aftur en ég
kom því ekki í verk, fyrirgefðu
amma.
Á Hrafnistu fór vel um ömmu
og átti maður góðar stundir með
henni sem gleymast seint. Meðal
þeirra stunda var um síðastliðin
jól. Ég og mamma komum til
hennar á aðfangadag og hjálp-
uðum henni ömmu að opna jóla-
gjafirnar sem hún hafði fengið.
Svipurinn á ömmu var einstak-
lega eftirminnilegur þegar hún
sá koma upp úr pakkanum frá
mér sturtusápu sem ég gaf
henni. Amma ljómaði öll, henni
fannst þetta svo sniðug gjöf og
spurði mig eins og hún var vön:
hvernig datt þér þetta í hug?
Eitt af því sem amma talaði
mikið fyrir var að maður vandaði
sig við allt sem maður gerði.
Amma sagði ekki með berum
orðum að maður ætti að vanda
sig. Amma orðaði það alltaf
þannig, það á gera þetta fallega
en ekki illa.
Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og ég kenndi þér,
amma.
Sigurður Einar Traustason.
Þegar ég kom í heiminn var
amma viðstödd fæðinguna. Og
þannig var það allar götur síðan,
amma var kletturinn og aldrei
langt undan.
Þar til ég var 16 ára bjuggum
við í miklu nábýli í Gnoðarvog-
inum og naut ég góðs atlætis hjá
ömmu og afa. Það var ótrúleg
gæfa og hafði eflaust mótandi
áhrif á stelpuskottið. Litla barn-
ið var baðað í bala á eldhúsborð-
inu. Og ég var ekki há í loftinu
þegar amma skreið með mér um
öll gólf í löggu- og bófaleik. Ann-
ars var amma eiginlega alltaf í
eldhúsinu og á meðan aðrir
borðuðu var hún á þönum að
stjana við liðið. Lambalæri var í
hádeginu alla sunnudaga og
reyndar á jólum, páskum og af-
mælum líka. Það var ekkert ver-
ið að breyta út af vananum. Ný-
bökuðu pönnukökurnar hennar
ömmu runnu ljúflega niður með
glasi af kaldri mjólk. Í uppáhaldi
var þó þegar kleinur voru steikt-
ar, svo maður tali ekki um
súkkulaðisnúðana. Þá var hátíð í
bæ. Ég fékk oft að sofa uppí og
var útbúin brík svo ég myndi
ekki detta framúr. Svo sagði afi
mér sögur og fór með kvæði en
amma fór með bænirnar. Amma
hjálpaði mér líka þegar ég fékk
áhuga á saumaskap og aðstoðaði
mig við að sauma buxur með
tígrísdýramynstri og skærgræn-
ar flauelsbuxur.
Amma var gædd miklum
mannkostum. Ég man ekki eftir
að hún hafi talað illa um nokk-
urn mann og laus var hún við
alla fordóma. Hún sýndi öllum
áhuga og kærleik og fylgdist
alltaf ótrúlega vel með öllu sem
við vinkonurnar tókum okkur
fyrir hendur. Ég man sem það
hefði verið í gær þegar hún
skellti sér á jóganámskeið og
kenndi okkur vinkonunum að
leika ljón, slöngu og fleiri fram-
andi dýr. Hún hafði líka mikinn
áhuga á hollustu og matargerð.
Um margra ára skeið bjugg-
um við fjölskyldan í Bandaríkj-
unum. Það kom þó ekki í veg
fyrir að sambandið við ömmu
væri gott. Við spjölluðum saman
í síma og til hennar leitaði ég til
að fá ráð ef einhver í fjölskyld-
unni var lasinn. Þegar við vorum
í stoppi á Íslandi var fyrsti við-
komustaðurinn yfirleitt hjá
ömmu. Hún var þá búin að útbúa
dýrindis kræsingar svo borðin
svignuðu. Samverustundirnar
með ömmu urðu fleiri eftir að við
fluttum aftur til landsins. Fjöl-
skyldan hafði stækkað og heitir
dóttir mín Edda Margrét í höf-
uðið á Önnu Margréti langömmu
sinni. Aldursmunurinn á þeim
var 94 ár en það kom ekki í veg
fyrir að þær gætu skemmt sér
saman. Amma hafði mikið gam-
an af að fylgjast með uppátækj-
unum hjá þeirri stuttu og kallaði
hana „fjörmyllu“. Þær eru dýr-
mætar samverustundirnar þar
sem við sungum saman, lásum
eða ræddum málefni líðandi
stundar. Amma hafði svo góð
áhrif á mann að heimsóknin jafn-
aðist á við jógatíma.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín. Ég mun ætíð minnast ykk-
ar afa með mikilli hlýju og sökn-
uði í hjarta. Þú varst vön að
kveðja mig með orðunum: „Guð
geymi þig, elsku barn“ og að
endingu bið ég góðan Guð að
geyma hana ömmu mína. Hvíl í
friði og knúsaðu afa frá mér.
Tinna, Ólafur, Brimar og
Edda Margrét.
Anna Margrét
Kolbeinsdóttir
✝ Ragnar Egils-son fæddist 11.
apríl 1983 á Akra-
nesi. Hann lést á
heimili sínu 27. jan-
úar 2017.
Foreldrar Ragn-
ars eru Anna Arn-
ardóttir, f. 22. ág-
úst 1959, og Egill
Guðnason, f. 14.
desember 1957.
Systkini Ragnars
eru Örn Egilsson, f. 2. mars 1980,
unnusta hans er Sif Agnars-
dóttir, f. 3. ágúst 1984. Börn Arn-
ar frá fyrra hjónabandi eru Haf-
þór Örn, Heiður
Sara og Aldís Ósk.
Börn Arnar og Sifjar
eru Agnar Ingi og
Alexandra Mjöll.
Margrét Egilsdóttir,
f. 23. maí 1986, maki
hennar er Guðjón
Birgir Tómasson, f.
11. ágúst 1982. Börn
þeirra eru Vignir
Gauti, Dagný Bára,
Erlingur Orri, Fann-
ey Alda og Jóhannes Egill.
Útför Ragnars fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 3. febrúar
2017, klukkan 13.
Mér finnst ég varla heill né
hálfur maður.
Elsku Ragnar.
Takk fyrir þær stundir sem við
áttum saman. Takk fyrir að vera
til staðar þegar á þurfti að halda.
Takk fyrir að gleðja og elska
börnin mín. Takk fyrir húmorinn
þinn. Takk fyrir að vera þú.
Ég gleðst og brosi yfir þeim
minningum sem við höfum skapað
í sameiningu og sem ég rifja nú
upp bæði einn og með öðrum.
Þegar ég hugsa um það hvað ein-
kenndi þig þá er það fyrsta sem
kemur í hugann gleði, hlátur, bros
og sótsvarti húmorinn þinn að
ógleymdri þrjóskunni sem fleytti
þér svo langt og ekki síst endalaus
væntumþykja þín til allra
barnanna minna. Hjálpsemi og
velvilji í garð annarra, alltaf
varstu tilbúinn til að hjálpa öðrum
og gerðir ávallt þitt allra besta til
þess.
Sem dæmi um einfaldleikann í
þínum huga til þess að hjálpa til
þá þótti þér nú ekki tiltökumál
þegar ég stóð í byggingafram-
kvæmdum að mæta með 150
tonna krana til þess að hjálpa að-
eins til, þetta var í þínum huga
jafn sjálfsagt mál og að rétta ein-
hverjum vatnsglas.
Húmorinn þinn sem ekki var
allra og jafnvel ekki prenthæfur.
Ég minnist þess að þú hikaðir
ekki við að stríða lamaðri frænku
þinni sem tók því vel og lét þig síð-
ar heyra það eftir að þú lamaðist
sjálfur eftir slysið. Þrátt fyrir áföll
og vandræðagang í lífinu tókst þér
ávallt að halda þínu striki og strik-
ið var á hraðferð, þú lifðir hratt og
prófaðir og upplifðir æði margt
enda lá þér á, líf þitt var jú stutt þó
þú vissir ekki neitt um það.
Þú skilur eftir stórt og djúpt
skarð í hjarta mínu og okkar allra,
ekki síst barna minna, en þau
hlökkuðu alltaf til að hitta þig því
þú varst ávallt tilbúinn til að leggj-
ast í gólfið með þeim hoppa,
hlaupa og djöflast með þeim. Þau
litu upp til þín þú varst þeim góð
fyrirmynd og þau sakna þín gíf-
urlega. Ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið að verja með þér síð-
asta degi þínum á lífi, það var af-
skaplega góður dagur, mér kom
ekki til hugar á þeim tímapunkti
að hann væri þinn síðasti, þar sem
við ráðgerðum m.a. reglulega fjöl-
skyldumálsverði. Það verður mat-
ur á sunnudaginn ef þú vilt koma,
mamma verður með eitthvað gott.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Ég gleymi aldrei deginum þeg-
ar við gáfum Alexöndru Mjöll
nafnið sitt, þar sem hún lá í faðmi
þínum við athöfnina og allan dag-
inn og svaf svo vært. Þið tengdust
á sérstakan hátt sem enginn ann-
ar fær að gera. Þetta var fallegur
dagur og mér og Sif mjög dýr-
mætur.
Ég kvaddi þig þennan síðasta
dag með orðunum: við sjáumst, þú
svaraðir að vanda: já, gerum það.
Ég vildi heyra það því ég vildi
vera viss um að við myndum
örugglega hittast aftur. Ég kveð
þig nú í hinsta sinn og með ögn
virðulegri hætti.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Ég elska þig alltaf, þinn
Örn (Öddi).
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Elsku Ragnar minn, sársauk-
inn er svo mikill að orð fá því ekki
lýst.
Ég er samt svo þakklát fyrir að
hafa fengið þessi tvö og hálfa ár
aukalega með þér. Ég er þakklát
fyrir að við höfum alltaf verið
miklir vinir í gegnum barnæskuna
og fram eftir aldri. Stundum
komu stirðar stundir en þeim
mátti svo gleyma. Við eigum
minningar úr barnæsku sem ég
reyni að ylja mér við og fram til
síðasta dags. Þið bræðurnir gátuð
nú stundum verið svolítið erfiðir
við einu skottuna á heimilinu. En
þú kenndir mér svo margt í lífinu
sem erfitt er að telja upp því það
er af svo mörgu að taka. Minning-
arnar sem við eigum mun ég halda
í og þú munt eiga stóran stað í
hjarta mínu, en skarðið þar er svo
stórt og djúpt. En tíminn er sagð-
ur lækna öll sár.
En síðustu tvö og hálft ár hafa
sýnt okkur að tíminn læknar ekki
öll sár en maður verður að sætta
sig við það sem komið er. En ekk-
ert er gefins í þessu lífi og allt er
fengið að láni og við verðum að
nýta það vel.
Vildi bara ég gæti faðmað þig
einu sinni enn. Mig, Guðjón og
krakkana langaði bara að þakka
þér fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman.
Takk fyrir að elska börnin okk-
ar eins og þau væru þín, takk fyrir
að dekstra þau, takk fyrir allt. Við
vitum að þú munt passa upp á
okkur.
Við pössum líka að börnin muni
eftir Ragga frænda. Kveðjustund-
ir eru alltaf erfiðar og mig langar
ekki að kveðja en ég verð. Ég kveð
þig því með ekka og tárum en
samt sem áður með þakklæti. Veit
þú tekur á móti mér þegar minn
tími kemur.
Elska þig. Þín litla systir,
Margrét.
Er það ekki undri líkt
yndi mitt er fullt af þökk.
Lífið er af litum ríkt
lítil sál á jörðu klökk.
Mesta sköpun meistarans
í morgun hafði í fangi mér.
Vær og lítil vera manns
veldur svona gleði hér.
Skapaður í mannsins mynd
mikið er hann fagur.
Guð gefi að hans gæfulind
verði gullinn dagur.
(Brynja Einarsdóttir)
Þetta fallega ljóð samdi Brynja
þegar hún upplifði fæðingu Ragn-
ars í gegnum ömmu hans og afa
og þykir mér við hæfi að kveðja
Ragnar með þessum ljúfu orðum.
Ragnar hefur yfirgefið sviðið,
dregið fyrir og slökkt á eftir sér.
Hann skilur eftir sig mikið af fal-
legum minningum sem verður
gott að gleyma sér í þegar hug-
urinn fer að róast. Núna er ég
bara döpur yfir örlögum Ragnars
og ætla að leyfa mér að sakna og
syrgja. En á morgun kemur nýr
dagur með ný tækifæri og áskor-
anir og ég mun verða tilbúin til að
takast á við þær með æðruleysi
sem hann Ragnar sýndi mér.
Takk fyrir allar stundirnar,
elsku hjartans vinurinn minn,
takk fyrir að kenna okkur að
halda áfram og styðja hvert annað
og elska betur. Takk fyrir nýja
sýn á lífið. Og þú manst, ég elska
þig.
Helga frænka.
Ragnar Egilsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
UNNAR DÓRÓTHEU
HARALDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar-
heimilisins Ísafoldar fyrir frábæra umönnun
og hlýju.
Dúfa Sylvía Einarsdóttir Guðmundur Ragnarsson
Anna Sigríður Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar