Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 32

Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 ✝ Petra GuðrúnStefánsdóttir fæddist að Arn- arstöðum, Núpa- sveit, 27. janúar 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 28. janúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Oktavía Stefanía Ólafs- dóttir, f. 30.9. 1891, d. 4.1. 1934, og Stefán Tómasson, f. 4.3. 1891, d. 19.2. 1967. Petra ólst upp að Arnarstöðum til 11 ára aldurs en þá fluttist hún að Grjótnesi á Melrakkasléttu til hjónanna Aðalbjargar Páls- dóttur og Björns St. Guðmunds- sonar. Petra var við nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1942-1943, Leksands Husmod- erskole 1946 og Stockholms veitu Suðurnesja, Svartsengi. Hjalti lést 15.7. 2001. Börn Petru og Hjalta: Stefanía Björg, maki Ólafur Þór Þorgeirsson, þau eiga fjögur börn, Hjalta látinn, Jón Þór, sambýliskona Hafdís Bára Óskarsdóttir, Ragnheiði Þóru, maki Rúnar Sigurður Sig- urjónsson, og Petru Rós, maki Unnar Ástbjörn Magnússon. Magnús Andri, maki Hjörtfríður Jónsdóttir, þau eiga þrjú börn, Ernu Rún, maki Óðinn Árnason, Berglindi Önnu, sambýlismaður Þráinn Kolbeinsson, og Hjalta, unnusta Hrafnhildur Erla Guð- mundsdóttir. langömmubörnin eru 16 og langalangömmubörnin fjögur. Systkini Petru eru: Gunn- þórunn Ingibjörg, látin, Ólafur Þorsteinn, látinn, Valgerður, lát- in, Þóra Steinunn, látin, Þórunn Emelía (tvíburasystir Petru) lát- in, Halldór Gunnar, látinn, Hall- dór Ólafs, látinn, Jón Gunn- laugur, Ingibjörg, látin, og Bragi. Hálfsystir Petru, sam- feðra, er Oktavía Erla. Útför Petru Guðrúnar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 3. febrúar 2017, kl. 14. Tillskårar Akademi 1947. Tveir síðast- nefndu skólarnir eru í Svíþjóð. Petra var handavinnu- kennari í Reykholti og vann einnig við ýmis verslunarstörf í Reykjavík en 1953 flytur hún til Grindavíkur. Þar var hún fyrst ráðs- kona en síðan með eigin verslunarrekstur til 1970. Petra starfaði eftir það hjá Kaupfélagi Suðurnesja, sem ráðskona hjá Þorbirni hf. og handavinnukennari við grunn- skólann 1982-1989. Petra var heiðursfélagi í Kvenfélagi Grindavíkur og Slysavarnadeild- inni Þórkötlu Grindavík. Petra giftist 24.5. 1958 Hjalta Magn- ússyni, síðast starfandi hjá Hita- Í dag kveðjum við hana mömmu og tengdamömmu. Það er mikill missir fyrir okkur öll að hún skuli vera farin en samt verðum við að vera jákvæð og sátt við þetta. Hún var búin að bíða eftir því að fá að fara og var orðin södd lífdaga. Samt beið hún eftir því að klára afmælisdaginn sinn. Náði því að verða 95 ára 27. janúar og sofnaði síðan svefnin- um langa aðfaranótt 28. janúar. Hún kunni þetta. Stíll á þessu hjá henni, eins og alltaf. Hvernig hún hugsaði um heimilið og okkur, það var eins og að vera á fimm stjörnu hóteli. Öll föt pressuð, einnig nærföt, og brot pressuð í gallabuxur. Við Hjödda vorum mjög heppin, eða kannski voru það krakkarnir okkar sem voru heppnari þegar við fluttum til Grindavíkur, því það voru aðeins nokkur hús á milli okkar. Þeim fannst gott að geta farið til ömmu og afa t.d. eftir skóla til að fá mjólk og heimabakað bakkelsi. Frystikistan í bílskúrnum, var aðeins 500 lítrar að stærð og þau bara tvö í heimili, var alltaf full af mat og heimabökuðu góðgæti. Aldrei mátti sjást í botninn á kökufati eða kjötdiski, þá liti út fyrir að ekki væri nægjanlegt magn til. Þegar við Hjödda fór- um utan yfir helgi fannst okkur langbest að mamma flytti yfir til okkar og hún væri þá með krakk- ana. Þeim fannst það nú ekkert spennandi að amma flytti inn á þau. Það var ekki töff. Strax á fyrsta degi breyttist það. Ástæð- an: Heitur matur í hádeginu, miðdegiskaffi, kvöldmatur og síð- an kvöldkaffi og líka búið að taka til í herbergjunum þeirra og búa um. Þá fannst þeim gott að hafa ömmu heima. Alla tíð og alveg fram á síðasta dag var hún að hugsa um aðra. Eina nóttina sem ég var hjá henni í Víðihlíð var hún alltaf að spyrja mig hvort ég næði nú ekki að sofna aðeins, ég sagði nú við hana að hún héldi fyrir mér vöku með öllum þessum spurningum og áhyggjum. Þetta segir allt um hana, allir aðrir gengu fyrir. Ekki var nú lífið allt- af dans á rósum hjá henni. Hún missir móðir sína aðeins ellefu ára og er þá send ásamt tveimur systkinum sínum á Grjótnes á Melrakkasléttu, en hin átta systkinin voru send á aðra bæi í sveitinni. Þarna átti hún mjög góð ár og þegar hún talaði um staðinn eða fólkið sá maður að það birti yfir henni og hún Aðal- björg fóstra hennar var í guða- tölu hjá henni og reyndar allt hennar fólk. Þegar hún var 24 ára gömul brá hún undir sig betri fætinum og hélt til Stokkhólms og fór að læra handavinnu. Það hefur nú ekki verið algengt með ungar stúlkur, hvað þá stelpu alda upp norður á Sléttu. Það var gaman að skoða myndirnar í gömlu albúmunum sem teknar voru á þessum námsárum. Þar var hún komin á háu hælana sína, sem voru svo nánast vörumerkið hennar alla tíð. Aldrei í flatbotna skóm. Ekki má gleyma sumarbú- staðnum sem þau byggðu í Grímsnesinu árið 1970 og áttu í 30 ár. Yfirleitt voru þau með ein- hver af barnabörnunum með sér í bústaðnum, þurftu nánast að stel- ast ef þau ætluðu að vera bara tvö. Ég gæti haldið áfram að rifja upp gamlar minningar en ætla að láta þetta duga. Okkur fjölskyld- una í Staðarhrauninu langar til að þakka fyrir öll árin og allt sem þið gerðuð fyrir okkur. Það var ómet- anlegt fyrir börnin okkar að hafa búið svona stutt frá afa og ömmu. Það er ýmislegt sem þau hafa lært af ykkur. Takk fyrir allt. Magnús Andri og Hjörtfríður. Hún elskulega amma mín og nafna lést rétt eftir miðnætti 28. janúar sl. aðeins nokkrum klukkutímum eftir að 95 ára af- mælisdagurinn hennar hafði runnið sitt skeið, við héldumupp á hann með sérríi, pönnukökum og öðrum kræsingum eins og amma hefði líklega viljað hafa það. Hún amma var yndisleg kona með hlýtt hjarta sem allir löðuð- ust að, jafnt börn sem fullorðnir. Hún vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. Hún var heiðursfélagi í Kvenfélagi Grindavíkur og Slysavarnadeild- inni Þórkötlu. Einnig var hún sæmd heiðursviðurkenningu Grindavíkurbæjar árið 2014 fyrir störf að félags- og mannúðarmál- um. Sem segir kannski svolítið um hennar karakter. Eftir hana liggja gríðarlega mörg listaverk en hún var mikil handavinnukona sem ég hef lært mikið af. Alltaf var gott að leita til ömmu og afa. Kíkja í hádeginu þegar ég var yngri til ömmu og fá skyr með rjóma og ristað brauð og smá spjall. Fá að fara í sumarbústað- inn með þeim. Að eiga ömmu að þegar ég fór að eiga börn var ómetanlegt. Hún átti alltaf tíma fyrir mig og mína fjölskyldu. Síð- ustu vikur áttum við fjölskyldan góðar stundir hjá henni er hún gekk sín síðustu skref í áttina að ljósinu. Hún rölti þennan stíg í ró- legheitunum og er ég viss um að hún hefur rölt hann í háhæluðu skónum sínum. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég hef margt lært af henni ömmu minni og ætla ég að halda hennar minningu á lofti fyrir börnin mín. Ég vil þakka henni kærlega fyrir allt. Sofðu rótt, elsku amma. Þín Petra Rós og fjölskylda, Unnar, Ólafur Þór, Una Rós, Rakel Rós og Birta Rós. Jæja amma mín, þá er þessum kafla lokið. Það er nú ekki langt síðan ég minnist þess að sjá þig í feitum dansi, nú eða prílandi upp á stól, gegn allra ráðum. Þú varst aldrei neitt mikið fyrir að feta í fótspor annarra heldur skildir þú eftir þín eigin, smá með litlu millibili og iðulega mátti marka háhælaðan skóbúnað. Ég get ekki munað eftir þér öðruvísi en á hælum, þannig varst þú bara, algjör skvísa. Pabbi grínaðist oft með það að ef þú færir úr hæl- unum þá myndir þú líklegast detta aftur fyrir þig, og ég er ekki frá því. Betri manneskju hef ég ekki kynnst. Þú gerðir allt fyrir alla og óskaðir einskis í staðinn. Þú talaðir aldrei illa um neinn, jafn- vel þótt réttlætanlegt væri, held- ur fannst þú það góða og lést það eitt standa. Þér hefði mátt líkja við dýrling sem bakaði kleinur. Ég tel mig heppinn ef ég næ að líkjast þér eitthvað smávegis. Ég vona að við hittumst ein- hvern tímann aftur. Hjalti Magg yngri. Hraustari og hressari konu höfum við systur aldrei áður kynnst. Það eru ekki allir á átt- ræðisaldri sem fara í fótbolta á hælaskóm með barnabörnunum sínum líkt og þú gerðir á einu ættarmótinu og allir sem voru staddir þar tóku andköf. En auð- vitað, eins og þér einni er lagið, hlóstu að þessum áhyggjum og gafst okkur krökkunum ekki tommu eftir. Þú varst alltaf tilbúin að dekra okkur systkinin með heimagerðum dásemdum og munum við sérstaklega eftir morgnunum þegar við vöknuðum hjá ykkur afa. Þá máttum við nefnilega alltaf fara í afastól og þú barst morgunmatinn fram á bakka til okkar og við máttum horfa á barnaefnið á meðan, sem ekki var leyfilegt á Staðarhraun- inu. Við trúum því ennþá að það geri enginn annar í heiminum betri kleinur og pönnukökur en þú. Dyrnar á Heiðarhrauninu stóðu alltaf opnar fyrir okkur. Ekki nóg með að þú varst best í nánast öllu, heldur varstu svo mikil pæja alltaf. Erna Rún elsk- aði að koma og fá að kíkja í skó- skápinn þinn og fá að máta þá og leika sér að öllum háhæluðu, lit- ríku skónum þínum. Þegar hún eltist var hún svo heppin að vera sú eina sem passaði í skóna þína, skór voru ykkar sameiginlega áhugamál. Það eru mikil forrétt- indi að hafa alist upp með þér við hliðina á húsinu okkar og vita alltaf að við gátum farið til þín þegar við gleymdum húslyklun- um og vorum læstar úti, sem jú gerðist ansi oft, hugsanlega vilj- andi. Elsku amma, við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna hjá afa Hjalta og við vitum að þú fylgist með okkur. Að vera orðin 95 ára og geta litið yfir líf sitt og verið sáttur við hlutskipti sitt í lífinu er eftirsóknarvert. Þú skil- aðir þínu og rúmlega það. Þú get- ur farið stolt og við getum svo sannarlega sagt að við erum stoltar yfir því að þú sért amma okkar. Guð gefi þér góða nótt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Erna Rún og Berglind Anna. Þegar fjölskylda mín flutti að norðan árið 1953 til Reykjavíkur fannst mömmu mest um vert að geta nú loksins hitt mörg systkini sín sem hún hafði ekki séð síðan hún var barn. Ellefu systkina hópurinn hafði dreifst víða um landið þegar móðir þeirra dó úr berklum árið 1934. Fyrstu vik- urnar og mánuðina hér syðra heimsótti mamma systkini sín hvert af öðru og hafði mig, tíu ára, með sér í eftirdragi. Það var ógleymanlegt að sjá þetta fólk hittast, harðfullorðið fólk sem hafði geymt í sér systkinakær- leikann þrátt fyrir áratuga að- skilnað. Ein eftirminnilegasta heim- sóknin var til Petru móðursystur í Grindavík og þar kom margt til. Í fyrsta lagi var það „utanbæjar“ þannig að við urðum að gista, jafnvel margar nætur. Það var mikið ævintýri enda Grindavík spennandi staður. Í öðru, þriðja og fjórða lagi var það þó Petra sjálf sem heillaði, eldrauðhærð, grannvaxin og nett, kvik í hreyf- ingum og orðhvöt, óskaplega skemmtileg kona. Hún var þá rétt um þrítugt og rak mötuneyti í Grindavík sem var einkum sótt af sjómönnum – eða þannig minnist ég þess. Stefanía Björg dóttir hennar var þá þriggja ára skotta sem ég fékk að passa. Petra hafði farið utan til náms sem ekki var algengt á árunum eftir stríð og menntað sig í handavinnu í Stokkhólmi, enda kunni hún ákaflega vel til allra verka. En Svíarnir þurftu ekki að kenna henni góðan smekk, hann var henni meðfæddur. Heimili hennar var glæsilegt og hún var sjálf alltaf svo vel klædd og smart að maður fylltist öfund. Sumum er það bara eiginlegt að klæða sig eins og kóngafólk þó að engar séu nafnbæturnar. Heimsóknir til Petru urðu aldrei nógu margar en alltaf var hátíð að hitta hana. Örfáum árum eftir fyrsta fund okkar giftist hún einum af fastagestunum sínum, Hjalta Magnússyni. Hjalti var með fallegri karlmönnum sem ég hafði séð. Suðrænn yfirlitum, dökkur á hár og húð og fór rauð- kollinum Petru eins vel og fallegu fötin hennar. Þau áttu einstak- lega vel saman og hún missti mikið þegar hann lést 2001. En hún missti aldrei gamansemina, jafnvel núna um daginn þegar hún tók á móti okkur í síðasta sinn, komin hálf úr heimi, gat hún gert að gamni sínu og komið okk- ur til að skellihlæja þótt okkur væri ekki hlátur í hug. Það er missir að manneskjum eins og Petru en hún lifir í sínum myndarlegu afkomendum. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Silja Aðalsteinsdóttir. Petra Guðrún Stefánsdóttir ✝ Elísabet Gunn-laug Þórarinsdóttir, Ellý, fæddist í Vestmannaeyjum 27. nóvember 1936. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Mörk 27. jan- úar 2017. Foreldrar henn- ar voru Þórarinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, f. 24. júní 2013, d. 4. mars 2002, og Jóhanna Sig- urðardóttir frá Rafnseyri, f. 7. maí 1915, d. 14. maí 1987. Systkini Elísabetar eru Sig- urður, Grétar og Þórey. Fyrri maður Elísabetar var Júlí Sæ- berg Þorsteinsson, þau skildu. Seinni maður Elísabetar var Hlöðver Björn Jónsson, f. 25. júlí 1935, d. 8. apríl 1997. El- ísabet fór í Barna- skólann í Vest- mannaeyjum og síðan í Skóga- skóla, þaðan sem hún útskrifaðist 1953. Elísabet vann í fiski á sumrin og síðan við verslunarstörf. Lengst vann hún hjá Eymundsson og Almenna Bókafélaginu, eða frá 1973 til 1995, þegar bókafélagið hætti starfsemi. Eftir það vann hún hjá Landssíma Íslands þar til 2003 þegar hún fór á eftir- laun. Útför Ellýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 3. febr- úar 2017, klukkan 15. Elsku amma mín. Það er erfitt að venjast til- hugsuninni um að þú sért farin. Þú varst svo spennt þegar ég sagði þér að það væri von á litlu kríli í júní, einhvern veginn hvarflaði ekki að mér að þú næðir ekki að hitta litla gaur. Hann missir af því að kynnast því hvað þú varst einstaklega hlý, barngóð og full af húmor. Þú varst mér svo óendanlega kær og ég er heppin að eiga allar þessar ynd- islegu minningar um þig. Þegar litli gaur verður eldri get ég sagt honum sögur af því hvað þú, amma mín, varst góð við mig, hafðir alltaf trú á mér og virtist ekkert þreytast á því hvað ég gat strítt þér. Ég get þulið upp ótal minningar og atriði sem ég er þakklát fyrir, bæði í þínu fari og eins allt það sem þú gerðir fyrir mig. Í bili segi ég takk fyrir allt, elsku amma, og læt fylgja bænina sem þið langi fóruð alltaf með fyrir mig, en ég náði ævinlega að rugla. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig, amma mín, og skilaðu kveðju til afa og langa. Þín nafna, Elísabet. Mig langar til að setja á blað örfá minningarorð um Elísabetu. Hún Ellý mín hefur nú fengið hvíld í hinsta sinn og ég held að megi segja að hún hafi verið hvíldinni fegin. Hún var með ólæknandi lungnasjúkdóm og heilsunni hrakaði smátt og smátt þar til yfir lauk. Það sama verður ekki sagt um hugann, en Ellý var eldklár og með skýra hugsun allt til hins síðasta. Hún var líka víð- lesin og átti stórt bókasafn, enda hafði hún unnið innan um bækur lengst af sinni starfsævi. Ég kynntist Ellý og Hlöðveri heitnum fyrir um aldarfjórðungi þegar við Dóra, systurdóttir hennar og konan mín, fórum að stinga saman nefjum. Kynnin voru mun nánari en ætla mætti við frænku, en Ellý var engin venjuleg frænka. Hún var að segja má önnur mamma Dóru, enda hafði hún dvalið hjá Ellý oft og lengi allt frá barnæsku. Þær tengdust því órjúfanlegum bönd- um og aldrei hljóp snurða á þann þráð svo lengi sem ég hef fengið að vera með. Ellý átti ekki því láni að fagna að eignast börn, en var afskap- lega barnelsk engu að síður. El- ísabet okkar var skírð í höfuðið á Ellý og tók svo við af mömmu sinni og fór miklu oftar í pössun til Ellýjar og Hlöðvers en með þurfti. Hjá þeim undi hún sér vel við leik og spil í Kópavoginum um helgar eða í sumarbústað með Ellý ömmu og Hlöðveri afa. Ellý skilur eftir sig ákveðið uppeldi og uppfræðslu til þeirra mæðgna Dóru og Elísabetar, sem er þeim báðum ómetanlegt. Ég verð henni Ellý því ævinlega þakklát- ur fyrir hennar hlutdeild og áhrif inn í okkar líf. Ég vona að minningin um hana Ellý ylji þeim sem til hennar þekktu um hjartarætur. Pétur Pétursson. Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.