Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er mjög mikilvægt að þú hagir þér siðferðislega rétt í öllum viðskiptum við fólk og að þú sért viss um að það komi fram við þig af sömu virðingu. Að hika er sama og að tapa. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér líður eins og þú hafir orðið undir valtara en átt nú samt erfitt með að sjá hvað olli því. Hugmyndafræði þín gerir þig blindan gagnvart vandamálum og erf- iðleikum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert yndislega opinn þar sem þú hefur ekki enn ákveðið hver þú átt að vera í nýrri stöðu. En til eru þeir dagar þar sem þú skalt fara varlega í hlutina. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Kannski hefur fiskurinn gengið of langt á of skömmum tíma. Gættu þess bara að leggjast ekki á sveif með öðrum að- ilanum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gætir þurft að annast einhvern ann- an eða láta þínar þarfir mæta afgangi vegna þess að einhver þarf á hjálp þinni að halda. Hvernig væri að byrja á nýju? Þú þrífst á þessu hvort eð er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er góður dagur til viðskipta en þið ættuð þó að gæta þess að ofmeta ekki hæfni ykkar. Treystu á ræðusnilld þína. Vertu meistari. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er hentugur tími til að ganga frá lausum endum og ljúka hálfkláruðum vek- um. Minntu þig á tilganginn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Náinn vinur reynist kaldrifjaðri en þú hefur nokkurn tímann getað gert þér í hugarlund. Truflanir og tafir á samgöngum og í tjáskiptum hafa gert þér lífið leitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Allt sem tengist peningum og vinnu er hagstætt í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er ekki góður tími til þess að leggjast í djúpar pælingar með fjölskyldu- meðlim, maka eða einhverjum sem verður á vegi þínum. Veltu því fyrir þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að staldra við og gefa þér tíma til þess að vega líf þitt og meta. En þú ert hátt yfir það hafinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Komdu smá fjöri í félagslíf þitt. Hug- myndirnar hreinlega flæða fram og komdu þeim strax á framfæri. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fíaá Sandi, hefur ráð undir rifi hverju. Hún yrkir á Boðnarmiði: Í fyrradag ég fór að hátta fúl yfir útlitsgöllunum. Jólagrömmin, eitt og átta, ennþá sitja á stöllunum. Ákvað svo að sættast og mér sjálfri lofa ráðum. Ég ætla að kaupa aðra vog og annan spegil – bráðum. Hér leikur Hólmfríður sér að gömlum vísum og hendingum sem eru á allra vörum: Allt fram streymir endalaust elda ég ket og fiskinn. Vetur sumar vor og haust og vaska upp sama diskinn. Einu sinni átti ég hest undan honum Skjóna. Það var sem mér þótti verst þegar hann fór að prjóna. Einu sinni átti ég hest og um hann frægðardrauma. Það var sem mér þótti verst þegar hann fór að sauma. Pétur Húni , – undir sínu lagi: Einu sinni átti ég hest en það var sem mér þótti verst þegar afi skjóttann og dauðinn kom og sóttann. Jakob Ó. Pétursson og vinir hans léku sér oft í þvílíkum vísnaleik. Því miður man ég ekki nema eina vísu. Það var um verslunarmannahelgi: „Ó, Jesús bróðir besti“ sem býrð í Ferðanesti æ láttu ljós þitt skína á litlu dóttur mína. Bjarni úrsmiður frá Gröf orti: Best er að hætta hverjum leik þá hæst ’ann stendur. Ég held ég vildi heldur deyja en heyra konur þetta segja. Hér prjónar hann framan við: Kysstu aldrei mann á munninn marga tælir náttúran. Það er of seint að byrgja brunninn ef barnið er dottið oní hann. Þessar afhendingar Jósefínu Meu- lengracht Dietrich á Boðnarmiði láta lítið yfir sér: Tilskipanir Trump nú skrifar tugum saman. Ofsalega er það gaman Í ljúfum draumi að látast eiga lönd og álfur algerlega einn og sjálfur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Leikið með gamlar vísur og hendingar Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skrifa nýjan kafla af ævisögunni ykkar saman. JÆJA, ELLEN, HVER ER MÖGU- LEIKINN Á AÐ ÞÚ KÍKIR Á STEFNUMÓT MEÐ MÉR? SKELL! ÉG HEYRÐI DYR SKELLAST JÁ JÁ! ÉG ER ENN AÐ SKRIFA ÆVI- SÖGUNA ÞÍNA! „EKKERT GPS EN HANN ER MEÐ SSE-KERFI – STOPPAÐU OG SPYRÐU EINHVERN.“ „HANN FÆR MIG TIL ÞESS AÐ HREYFA MIG AÐEINS.“ ERTU MEÐ LISTA AF HELSTU AFREKUM ÞÍNUM? ÞETTA ER ÍTARLEGUR LISTI! ÉG MYNDI SEGJA AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ MÖGULEIKINN ÞINN AÐ FARA ÚT EFTIRLÝSTUR HRÓLFUR Gaman hefur verið að fylgjast meðuppgangi Gylfa Þórs Sigurðs- sonar með Swansea undanfarið. Ekki þarf að fjölyrða um hæfileika Gylfa og þar við bætist að hann er óbilandi dugnaðarforkur. Lið hans, Swansea, hefur verið í basli mestalla leiktíðina og er aðeins tveimur stig- um frá fallsæti. Gylfi hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir það og liðið virðist nú vera að upp- skera. Sigrar hafa unnist í tveimur síðustu deildarleikjum og skoraði Gylfi Sigurmarkið í þeim báðum. Fyrri sigurinn var á móti Liverpool, sem hefur verið á mikilli siglingu í enska boltanum, en varð að lúta í lægra haldi fyrir Gylfa og félögum. x x x Kunningi Víkverja fór til Englandsað sjá viðureign Liverpool og Swansea. Hann er mikill aðdáandi Liverpool og sagði fyrir leikinn að ferðin yrði fullkomnuð fengi hann að sjá Gylfa skora og Liverpool sigra. Aðeins fyrri óskin rættist. x x x Frammistaða Gylfa er svo sannar-lega farin að vekja athygli á Bretlandi. Eins og fram kom á mbl.is í gær tilnefndi netmiðillinn Whoscored.com Gylfa leikmann um- ferðarinnar. Blaðamaður blaðsins Guardian hrósaði Gylfa einnig í há- stert, gat þess að hann hefði átt þátt í 14 mörkum liðsins, skorað sjö og lagt upp sjö, og bætti við „ … líf án hans er óhugsandi fyrir Swansea“. x x x Fyndnasta frétt vikunnar birtist ámbl.is í fyrradag: „Helsta áskor- un Neyðarlínunnar þegar erlendir ferðamenn hringja í hana er að stað- setja vettvang. Greint er frá nýlegu atviki á Facebook-síðu Neyðarlín- unnar þar sem umferðaróhapp varð á Suðurlandi og erlendur ferðamað- ur reyndi að gefa upp hvar það varð. Starfsmaður Neyðarlínunnar spurði manninn hvort hann vissi hvar hann væri og stóð ekki á svari. Segir í Facebook-færslu að ferðamaðurinn hafi sagt sigri hrósandi að hann vissi nákvæmlega hvar hann væri. „Ég sé brú og ég stend við hliðina á skilti þar sem segir G-O-D-A-F-E-R-D.““ vikverji@mbl.is Víkverji Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. (Jóh. 10:9) LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.