Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Myndlistartvíæringurinn í Fen-
eyjum hefst 13. maí og eins og
greint hefur verið frá verða tröll
fulltrúar fulltrúa Íslands að þessu
sinni, Egils Sæbjörnssonar. Tröll
sem borða ferðamenn og hafa lært
að drekka espressó og sitja á kaffi-
húsum eins og alvöru listamenn.
Nú hefur Kynningarmiðstöð ís-
lenskrar myndlistar, KÍM, sent frá
sér tilkynningu þar sem frekara
ljósi er varpað á hvað tröllin ætla
að gera í Feneyjum. Tröllin heita
Ûgh og Bõögâr og verkið mun bera
titilinn „Out of Controll“. Eins og
sjá má er orðaleikur fólginn í titl-
inum þar sem „troll“ er enska orðið
yfir tröll. Titillinn felur í sér ein-
hvers konar stjórnleysi, eða það
skyldi maður halda, og í tilkynning-
unni er mörgum spurningum varp-
að fram, t.d. hver sé við stjórnvöl-
inn, hver stýri gjörðum okkar,
hugsunum, ímyndunaraflinu og
hver sé að misnota hvern eða hvað.
„Titillinn er mjög opinn, hann
getur þýtt allan andskotann. Ég
veit ekki nákvæmlega hvað er að
fara að gerast þarna því tröllin eru
involveruð,“ segir Egill, spurður út
í titilinn. En er pólitísk ádeila fólgin
í verkinu? „Ja, sko, þegar maður
fer að spá í það, hver stjórnar hug-
myndum okkar og löngunum og
öðru þá er það náttúrlega bara
heimspekileg spurning sem má svo
heimfæra upp á pólitík. Þegar við
erum í skóla lærum við af skóla-
félögunum hvað sé sniðugt og
áhugavert og kannski af foreldrum,
bíómyndum o.fl. Hugmyndir flakka
á milli okkar manneskjanna og við
tökum þær upp. Við tveir erum t.d.
núna að tala tungumál sem við
bjuggum ekki einu sinni til.“
Inni í tröllahausum
Egill segir ekkert konsept á bak
við verkið í Feneyjum. „Það er bara
einhver vera sem síðan kastar af
sér spurningum og svörin koma í
samræðum milli fólks,“ segir hann.
Hvað tæknilegu útfærsluna varð-
ar segir Egill að hann verði með
vídeóvarpanir og að tveir risastórir
tröllahausar verði eins og kaffihús.
Fólk muni sitja inni í þessum haus-
um og hlusta á tröllin tala saman.
Þrír kvikarar (e. animators) eru að
vinna að verkinu, að sögn Egils,
auk arkitekts, smiða o.fl. „Það er
fullt af fólki sem kemur að þessu,“
segir Egill en verkið verður á eyju
sem nefnist Giudecca.
Þess má geta að hluti af verkinu
er myndskreytt bók sem Egill er
enn að vinna í. Í henni er rakin sag-
an af því hvernig hann hitti tröllin
og hvernig það atvikaðist að hann
fól þeim að sjá um verkið í Feneyj-
um. Bókin er ekki fullkláruð en þær
síður sem komnar eru má finna á
slóðinni icelandicartcenter.is/-
wp-content/uploads/2017/01/
UghandBoogar1.pdf.
helgisnaer@mbl.is
Birt með leyfi listamannsins og i8 gallerís
Tröllaverk Egill og tröllin sem tóku af honum völd, Ûgh og Bõögâr.
Ûgh og Bõögâr
fara til Feneyja
Tröllin hans Egils taka á sig mynd
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Vísindasýning Villa, ný leiksýning
eftir Vilhelm Anton Jónsson/
Vísinda-Villa, Völu Kristínu Eiríks-
dóttur og Vigni Rafn Valþórsson,
verður frumsýnd á Litla sviði Borg-
arleikhússins á morgun kl. 13. Villi
og Vala leika í verkinu en Vignir
leikstýrir því.
Vísinda-Villi er íslenskum börnum
að góðu kunnur, bæði úr sjónvarpi
og af bókum sem hann hefur gefið út
og fjalla um töfraheim vísindanna og
spennandi tilraunir og á vef leik-
hússins segir að nú stígi hann á svið
Borgarleikhússins í fyrsta sinn og
fari með áhorfendur í æsispennandi
ferðalag um heim vísindanna, með
aðstoð Völu sem hafi ráð undir rifi
hverju.
En hvers konar ferðalag skyldi
það nú vera? „Sýningin er þannig að
Villi er með vísindasýningu og svo
kemur Vala Kristín leikkona, sem
leikur sjálfa sig og heitir bara Vala,
og fer að hjálpa Villa, gera tilraun-
irnar flottari með því að nota töfra
leikhússins; ljósin, hljóðin og allt
sem hægt er að gera. Þetta er nefni-
lega orðið alveg svakalegt „show“,
miklu meira en ég hélt að það yrði,“
svarar Villi.
-Þetta er þá um leið kynning á
leikhúsinu og töfrum þess?
„Já, í rauninni, að sjá þessar til-
raunir, hvað vísindin eru ótrúlega
spennandi og verða ennþá meira
spennandi ef við notum töfra leik-
hússins. Töfrar vísindanna mæta
töfrum leikhússins og úr verður
svaka kabúmm!“
Svalasta hljóðfærið
-Þú ert líka þekktur sem tónlistar-
maðurinn Villi naglbítur og mér
skilst að þú verðir með Fender-
rafmagnsgítarinn þinn í sýningunni.
Er tónlist mikilvægur hluti af henni?
„Já, það er mikil tónlist í sýning-
unni en lítið um lifandi tónlist. Tón-
listin er mikið notuð til að ýkja
áhrif,“ útskýrir Villi. Sýningin byrj-
ar hins vegar á því að Villi gengur
inn á svið og útskýrir fyrir krökk-
unum af hverju rafmagnsgítarinn er
svalasta hljóðfæri í heimi. „Það er
gríðarlega mikilvægt að krakkarnir
fari út í lífið með þá vitneskju,“ segir
Villi kíminn.
Sjálfstætt verk
Villi er búinn að gefa út fjórar vís-
indabækur og sú fyrsta er auk þess
komin út í Bandaríkjunum í enskri
þýðingu og ber titilinn The Super
Book of Science. Hann segir sýn-
inguna þó ekki byggða á bókunum,
hún sé alveg sjálfstætt verk þó í
henni megi sjá tilraunir sem komi
við sögu í bókunum.
„Áherslan er lögð á vísindi og list-
ir, hvað það er gaman að vera hissa
og dýrmætt að vera forvitinn, að
leyfa sér að hrífast sem er svo mik-
ilvægt. Það er svo sorglegt að fara í
gegnum lífið án þess að vera forvit-
inn. Þá er maður að missa af svo
miklu,“ segir Villi.
-Varstu forvitið barn, alltaf að
sprengja eitthvað í loft upp heima
hjá þér?
„Já, gríðarlega. Ég skrúfaði hluti í
sundur og ég man sérstaklega eftir
því þegar ég tengdi saman einhverja
víra og stakk þeim í samband. Ég
var að reyna að kveikja á ljósaperu
og sló rafmagnið út í öllu raðhúsinu,“
segir Villi og hlær.
Brunavarnarkerfið í gang
-Talandi um það, sprengingar og
læti, þurftuð þið leyfi frá bruna-
varnaeftirliti eða annars konar eft-
irliti fyrir einhverjum tilraunanna í
sýningunni?
„Nei. Við erum búin að setja
brunavarnarkerfið nokkrum sinnum
í gang í húsinu, það var alveg óvart.
Maður veit að maður er að gera eitt-
hvað gott ef það fer í gang,“ segir
Villi kíminn og ítrekar að engin
hætta sé á ferðum, leikhúsgestir hafi
ekkert að óttast. „Við förum varlega
þegar við erum að blanda saman
efnum. Þetta er mjög spennandi,
myndi ég segja, stærra og flottara
en ég þorði nokkurn tíma að vona.
Allir sem koma að sýningunni eru
svo spenntir fyrir henni og það er
búið að vera ótrúlega skemmtilegt
að vinna með öllum í leikhúsinu.“
Forvitnin er dýrmæt
Vísinda-Villi í fyrsta sinn á sviði Borgarleikhússins
Töfrar vísindanna mæta töfrum leikhússins
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Spennandi Villi og Vala á æfingu á Vísindasýningu Villa.
Hljómsveitin Sigur Rós hefur til-
kynnt rúmlega mánaðarlanga
Evróputónleikaferð sem hefst
með tónleikum í Manchester 16.
september og lýkur í Zürich 18.
október.
Yfirskrift ferðarinnar er „An
evening with Sigur Rós“, þ.e.
Kvöldstund með Sigur Rós og
mun hljómsveitin leika í völdum
tónleikahúsum víðs vegar um
Evrópu og í fyrsta sinn í um ára-
tug sem tríó, að því er fram kem-
ur í tilkynningu, en sveitina skipa
þeir Jón Þór Birgisson, Georg
Hólm og Orri Dýrason. Þá er
þetta fyrsta Evrópuferð hljóm-
sveitarinnar án upphitunar-
sveitar, áherslan lögð á lengri,
tvískipta tónleika með hléi.
Í tilkynningunni segir að hljóm-
sveitin muni leika mörg af vinsæl-
ustu lögum sínum sem og ný lög
sem verði á væntanlegri hljóð-
versplötu hennar, þeirri áttundu
sem hún sendir frá sér frá því
hún var stofnuð árið 1994.
Kári Sturluson, talsmaður
sveitarinnar hér á landi, segist
ekki geta staðfest hvort hljóm-
sveitin muni halda tónleika á Ís-
landi að lokinni Evrópuferðinni
en segir það þó ekki útilokað.
Málið sé í vinnslu.
Hvað tónleika Evrópuferð-
arinnar varðar segir Kári að um-
gjörðin verði glæsileg sem fyrr
og mikið lagt í grafík og mynd-
bönd að vanda, með eldra efni í
bland við nýtt. helgisnaer@mbl.is
Kvöldstund Sigur Rós heldur í haust í tónleikaferð um nokkur Evrópulönd
og er miðasala á tónleikana hafin á vef hennar, sigur-ros.co.uk.
Evróputónleikaferð og
áttunda hljóðversplatan