Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Auðvelt Hallfríður sýnir að það tekur ekki langan tíma að fletja börurnar út eftir að komið er að þeim slasaða. sjúkrabörurnar og Vaðlaskálmarnar verða til sýnis í Íslensku Ölpunum, Ármúla 40, 23.-25. mars í kringum Hönnunarmars. Sjúkrabörur með CE-vottun Sjúkrabörur flokkast sem lækningatæki og þurfa því að ganga í gegnum þar til gerðar prófanir og vottanir. Sjúkrabörurnar hafa upp- fyllt alþjóðlega staðla og fengið CE- vottun British Standards Institution á Íslandi. „Slíkt ferli tekur alveg sex til átta, jafnvel 12 vikur, og kostar hátt í milljón. Þetta er alveg alvöru prófun, álagsprófun og þyngd- arprófun og fleira. Þar sem þetta flokkast undir lækningatæki þarf að tryggja að þetta skaði ekki sjúkling í flutningi,“segir Hallfríður. Björgun Þegar búið er að leggja þann slasaða á börurnar er auðvelt að lyfta honum frá jörðu og bera hann í nærliggjandi skjól. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Dæmi: Fagleg & persónuleg þjónusta AULIKA TOP Frábær kaffivél fyrir lítil og millistór fyrirtæki. COSMETAL J-CLASS Kolsýruvatnskælir fyrir kröfuharða. YUMI Vönduð og góð brúsavatnsvél. BIANCHI TOUCH Frábær kaffivél fyrir stærri fyrirtæki. Umræðuhefð Íslendinga á verald- arvefnum veldur mér hugarangri. Það er vissulega vandamál hvernig við tölum við hvert annað en það er líka vandamál hversu sjaldan við leiðréttum rangfærslur. Rang- færslur fá oft að standa óáreittar. Stundum er viljandi farið með rangt mál og stundum óviljandi. Rangfærslur sem standa óáreittar geta oft litið út eins og staðreynd í augum margra. „Lygin var hlaupin yfir hálfan hnöttinn áður en sann- leikurinn náði að reima á sig skóna,“ er áhugaverð tilvitnun í þessu samhengi. Ekki einungis vegna innihalds tilvitnunarinnar heldur einnig vegna þess að hún er ranglega eignuð ýmsum hugs- uðum á veraldarvefnum. Á tilvitn- anavef Wikipedia, Wikiqoute, er hún meðal annars eignuð Mark Twain. Hún er einnig eignuð hon- um á öðrum stöðum á veraldar- vefnum og sums staðar með ártal- inu 1919, sem er skrýtið því hann lést 1910. Ef tilvitnunin er sett í leitarvélina Google er hægt að finna hana eignaða Winston Churchill eða Thomas Jefferson, en enginn af ofangreindum orti eða mælti þessi fleygu orð. Þetta er þó að mörgu leyti saklaus og kómísk rangfærsla. Það verður engum meint af þótt tilvitnunin sé eignuð Mark Twain í ýmsum fræði- ritum. Þegar það kemur hins vegar að pólitík eða kosningum geta rangar staðreyndir haft gríðarlega slæmar afleiðingar. Það er erfitt að koma í veg fyrir slíka hluti á veraldarvefnum án þess að leggja til verulegs inngrips í tjáningar- frelsið. Það er nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í þeim efn- um, eins og Mannréttindadómstóll Evrópu minnti Hæstarétt á í gær. „Eitt af vandamálunum við að verja tjáningarfrelsið er að maður þarf oft að verja fólk sem manni finnst vera svívirðilegt,“ sagði rit- höfundurinn Salman Rushdie í Today-þætti NBC. Það þýðir að við þurfum líka að verja rétt þeirra sem dreifa röngum stað- reyndum á netinu viljandi eða óviljandi, að vissu marki. Við meg- um hins vegar ekki gleyma því að leiðrétta rangfærslur eða falsfréttir svo að þær standi ekki óáreittar. Ver- aldarvefurinn er kannski að ögra tjáningarfrelsinu en það er jákvætt á marga vegu því hvernig við nýtum þetta frelsi endur- speglar á marga vegu samfélagið sem við búum í. »Veraldarvefurinn erkannski að ögra tján- ingarfrelsinu en það er já- kvætt á marga vegu því hvernig við nýtum þetta frelsi endurspeglar á marga vegu samfélagið sem við bú- um í. HeimurMagnúsar Magnús Heimir Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.