Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Elly Vilhjálms, réttu nafni Henný Eldey Vilhjálmsdóttir, fæddist árið 1935 í Merkinesi í Höfnum á Reykja- nesskaga og hóf söngferil sinn í Reykjavík aðeins 17 ára eftir að hafa séð auglýsingu í Morgunblaðinu frá KK sextettinum þar sem söngkonu var leitað. Hún söng með nokkr- um hljómsveitum á ferli sínum, m.a. Hljómsveit Bjarna Böðvars- sonar, föður dæg- urlagasöngvarans Ragnars, KK sextettinum og Hljómsveit Svav- ars Gestssonar en Svavar var þriðji eiginmaður hennar og hljómplötu- útgefandi og söng Elly inn á fjölda platna sem hann gaf út. Þau hjón lét- ust bæði af völdum krabbameins, Elly árið 1995 og Svavar ári síðar. Saga þessarar merku listakonu er rakin í bók Margrétar Blöndal, Elly – ævisaga Ellyjar Vilhjálms, frá árinu 2012 og á laugardaginn kl. 20 verður frumsýndur nýr söngleikur, Elly, sem Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson sömdu að hluta til upp úr bókinni. Gísli leikstýrir sýningunni sem er samstarfsverk- efni Borgarleikhússins og Vestur- ports og með hlutverk Ellyjar fer Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Björgvin Franz Gíslason snýr aftur á leiksvið eftir nokkurra ára hlé og fer með nokkur hlutverk, leikur m.a. söngvarana Ragga Bjarna og Vil- hjálm, bróður Ellyjar og aðrir leik- arar eru einnig í mörgum hlut- verkum, þau Hjörtur Jóhann Jónsson, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir og Björn Stefánsson. Leik- myndahönnuðurinn Börkur Jónsson á heiðurinn af því að hafa breytt saln- um í klúbb eða félagsheimili í anda 6. og 7. áratugarins. Sýningargestir sitja við hringborð sem dreift hefur verið um salinn, framan við svið þar sem ævi Ellyjar verður rakin og hennar þekktustu lög flutt af leik- urum og hljómsveit. Stór kafli í menningu okkar Gísli segir sýninguna unna af mikl- um kærleik og virðingu fyrir umfjöll- unarefninu. „Það ganga allir út meyrir en sáttir,“ segir hann um gesti sem setið hafa æfingar á söng- leiknum í vikunni. – Er þetta þá tilfinningaþrungin sýning? „Já, þetta var náttúrlega stór ævi sem Elly átti, þrjú hjónabönd og svo lést hún úr krabbameini aðeins 59 ára. Þetta er mikil saga og hún var brautryðjandi sem dægurlaga- söngkona á Íslandi, söng á tímum þegar litið var á slíkar söngkonur sem gleðikonur. Ferill hennar er stór kafli í menningu okkar og hún er ákveðin birtingarmynd á þessum tíð- aranda og hvernig var að vera kona í skemmtanabransanum á þessum tíma. Það á ekki bara við um hana heldur allar konur sem voru í brans- anum, þær voru allar í sömu sporum og við vörpum ljósinu á Elly. Hún er fyrsta íslenska dægurlagasöngkonan sem fær atvinnusamning, KK gerði við hana samning þannig að hún var á föstum launum,“ segir Gísli. Fer „alla leið“ í túlkun sinni á Ragga Bjarna Þeir Ólafur leituðu fanga í bók Margrétar við handritsskrifin en öfl- uðu einnig annarra heimilda. Í bók Margrétar kemur fram að erfitt hafi reynst að finna heimildir um ævi og feril Ellyjar og Gísli segir að þeim hafi að miklu leyti verið fargað við andlát hennar. Gísli segir þá Ólaf hafa rætt við syni Ellyjar, barna- Brautryðjandi í sinni list börn, vin hennar og samstarfsmann Ragga Bjarna o.fl. og sankað að sér heimildum sem þeir nýttu við skrifin. „Raggi Bjarna kemur mikið við sögu, Vilhjálmur bróðir hennar, eiginmenn hennar og fleiri,“ segir Gísli um söngleikinn. – Björgvin Franz leikur Ragga Bjarna. Leitaði Björgvin til Ragga til að ná honum sem best? „Já, þeir hafa hist og Björgvin Franz fer á kostum, það er ekkert öðruvísi. Þetta er á einhverju plani sem er alveg meiriháttar,“ segir Gísli og hlær. Björgvin fari alla leið í túlk- un sinni á söngvaranum ástsæla. Forðaðist sviðsljósið Elly var lítt hrifin af því að fjallað væri um hana í fjölmiðlum og forð- aðist sviðsljósið að undanskildu því sem beint var að henni á tónleikum. Gísli er spurður að því hvort hann haldi að Elly væri sátt við að gerður væri um hana söngleikur. „Ég held það. Ég veit að synir hennar eru sátt- ir við það, ég ræddi við þá áður en þetta fór í gang. Maður þekkir það úr listaheiminum að það vilja ekki allir láta klappa fyrir sér og hún var ein af þeim. Hún talaði þannig að henni þætti það sem hún var að gera ekk- ert svo merkilegt en við sem komum á eftir og horfum til baka sjáum að það er stórmerkilegt,“ segir hann. Elly hafi verið brautryðjandi í sinni list og saga hennar áhugaverð og eigi erindi við fólk í dag. Gísli segir að þegar hann hafi lesið bók Margrétar hafi hann áttað sig á því að hann vissi ekkert um ævi Ell- yjar, enda heimildir um hana af skornum skammti. „Hún hættir að koma fram og maður spyr sig hvort það hafi verið tíðarandinn sem stimplaði það inn í hana að hún ætti ekki að koma fram, því þá væri hún gleðikona? Eða var það raunveruleg ósk hennar? Hún segir sjálf í viðtali undir lokin að hún hefði gert þetta allt öðruvísi ef hún hefði fengið ann- að tækifæri,“ segir Gísli. Hefur allt til að bera – Fékkstu hugmyndina að því að setja upp þessa sýningu þegar þú last bókina? „Já, ég hafði oft gælt við hug- myndina um að gera eitthvað um Villa því mér fannst hann svo áhuga- verður líka. Svo las ég bókina og átt- aði mig á því að ég vissi ekkert um Elly og fannst það skrítið því hún er stórmerkileg. Mig langaði að kafa í hennar heim og ævi og gera sýningu fyrir sjálfan mig, í raun og veru.“ Gísli segir hlutverk Ellyjar mikla áskorun fyrir Katrínu. Það sé ekki nóg að líkjast Elly heldur þurfi hún að halda heilli sýningu uppi. „Katrín hefur allt til að bera eins og Elly sjálf,“ segir hann um leikkonuna.  Nýja sviði Borgarleikhússins breytt í klúbb fyrir söngleik um Elly Vilhjálms  „Þetta er mikil saga,“ segir leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson um ævi Ellyjar Gísli Örn Garðarsson Ljósmynd/Grímur Bjarnason Dúett Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum Ellyjar og Ragga Bjarna. Húsgagnahönn- uðurinn Guð- mundur Lúðvík Grétarsson flyt- ur fyrirlestur í Gestagangi, fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúr- deildar Listahá- skóla Íslands, í fyrirlestrasal A í Þverholti 11 í dag kl. 12.15. „Guðmundur rekur eigið stúdíó í Vejle og er auk þess meðlimur í hönnunarfyrirtækinu Welling/ Ludvik industrial design í Kaup- mannahöfn,“ segir í tilkynningu. Hann hyggst ræða um verkefni sín sem og eigin náms- og starfsferil. „Guðmundar starfaði sem smiður og húsgagnasmiður í fjöldamörg ár, áður en hann hóf nám við skúlp- túrdeild Listaháskóla Íslands. Hann flutti til Kaupmannahafnar 1999 og útskrifaðist sem húsgagnahönn- uður frá Danmarks Design Skole 2002. Guðmundur vinnur á skap- andi hátt og tvinnar saman tækni- legar og fagurfræðilegar hliðar hönnunar en að eigin sögn hefur sú námsleið sem hann fór átt þátt í þeirri þróun.“ Fyrirlesturinn fer fram á ensku. 23. mars kl. 18 opnar Guðmundur sýningu í Mengi er nefnist Glíma og er hún hluti af á Hönnunarmars 2017. Fyrirlestur og sýningin Glíma Guðmundur Lúðvík Grétarsson Vor 2017 Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 8 SÝND KL. 5.15, 10.30 SÝND KL. 4, 6 SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 5.45 TILBOÐ KL: 5.45 TILBOÐ KL: 4 TILBOÐ KL: 3.30 TILBOÐ KL: 3.30 SÝND KL. 3.30 SÝND KL. 3.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.