Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend ™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti vill meðal annars draga stórlega úr út- gjöldum utanríkisráðuneytisins vegna aðstoðar við önnur ríki og út- gjöldum til umhverfisverndar með það að markmiði að stórauka út- gjöldin til varnarmála og eftirlits við landamærin að Mexíkó. Þetta kemur fram í frumvarpi sem forsetinn lagði fram í gær til fjárlaga næsta árs. Fréttaskýrendur The Wall Street Journal segja að öruggt sé að fjár- lagafrumvarpið mæti mikilli and- stöðu á Bandaríkjaþingi því að þing- menn í báðum stóru flokkunum tveimur hafi þegar gefið til kynna að ólíklegt sé að þeir styðji sparnaðar- tillögur forsetans þegar þær verði afgreiddar á þinginu. Niðurskurðurinn verður mestur í utanríkisráðuneytinu og Umhverfis- verndarstofnun Bandaríkjanna, þar sem útgjöldin verða minnkuð um þriðjung nái tillögur Trumps fram að ganga, að sögn fréttaveitunnar AFP. Það gæti orðið til þess að ráðuneytið drægi stórlega úr aðstoð við önnur ríki og fjárframlögum til stofnana Sameinuðu þjóðanna. Stjórnarerind- rekar og nokkrir fyrrverandi emb- ættismenn í varnar- og öryggismál- um, þeirra á meðal repúblikanar, hafa varað við því að ef Bandaríkin minnki fjárframlög til mannúðarað- stoðar og aðgerða til að stuðla að friði og lýðræði í heiminum geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir ör- yggi landsins síðar. Helsta röksemd þeirra er að ekki sé hægt að leysa mörg af öryggisvandamálunum sem steðja að Bandaríkjunum með því einu að beita hernaði og auka landa- mæraeftirlit. Forsetinn vill auka útgjöldin til varnarmálaráðuneytisins um 54 milljarða dala (6.000 milljarða króna), eða tæp 10%, að sögn AFP. „Dauðar fyrir komu“ Auk niðurskurðarins í Umhverfis- verndarstofnuninni vill forsetinn m.a. minnka útgjöld til Heilbrigðis- stofnunar Bandaríkjanna og stöðva framlög til lista- og menningarstarfs. Enn fremur er stefnt að því að minnka fjárframlög til rannsókna á loftslagsbreytingum og framlög til sambandsríkja og sveitarfélaga til að fyrirbyggja manntjón af völdum náttúruhamfara. Fjárlagafrumvarpið nær ekki til almanna- og sjúkratrygginga og annarra lögbundinna útgjalda, sem nema um 2,8 billjónum dollara á ári. Að sögn fréttaskýrenda The Wall Street Journal sýnir fjárlagafrum- varpið hversu lítið svigrúm forsetinn hafi til að efna loforð sín um að lækka skatta og stórauka útgjöldin til varnarmála án þess að auka fjárlaga- hallann. Þeir skírskota m.a. til and- stöðu meðal þingmanna repúblikana við mikinn niðurskurð á útgjöldum til utanríkisráðuneytisins vegna að- stoðar við önnur ríki. Þegar fjárveit- ingarnar til einstakra ráðuneyta verða afgreiddar þurfa þær að njóta stuðnings að minnsta kosti 60 þing- manna af 100 í öldungadeildinni. Repúblikanar eru með 52 þingsæti í deildinni og forsetinn þarf því að treysta á stuðning demókrata. Flest- ar sparnaðartillögur Trumps njóta ekki stuðnings 50 þingmanna, hvað þá 60, að sögn Steve Bell, fyrrver- andi ráðgjafa Repúblikanaflokksins í fjárlagamálum. Fréttaskýrendur The Wall Street Journal telja líklegt að margar af tillögunum verði „dauðar fyrir komu“ í sali þingsins. Skilaboð til stuðningsmanna Í sögu þingsins eru mörg dæmi um að forseti leggi fram fjárlaga- frumvörp með ákvæði sem hann vissi að næðu ekki fram að ganga. Til að mynda lagði Obama oft til nýja skatta þótt þeir nytu ekki stuðnings allra demókrata, hvað þá repúblik- ana. Fjárlagafrumvörpin hafa oft verið notuð sem tæki til að senda skilaboð um stefnu forsetans. Líta má því á frumvarp Trumps sem pólitíska yfirlýsingu og skilaboð til stuðningsmanna hans um að hann sé „maður aðgerða“ og ekki „dæmi- gerður stjórnmálamaður“. Skoðana- kannanir benda til þess að Trump njóti lítils stuðnings meðal almenn- ings, miðað við síðustu forvera hans í embættinu, en að margir repúblik- anar styðji stefnu hans í efnahags- málum og treysti honum til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Andstaða við tillögur Trumps  Talið er að margar tillögur í nýju fjárlagafrumvarpi njóti ekki nægilegs stuðnings á þinginu  Þing- menn úr röðum repúblikana eru andvígir því að draga stórlega úr útgjöldum til utanríkisráðuneytisins Atkvæðamiklir þingmenn í full- trúadeild Bandaríkjaþings segja að leyniþjónustunefnd hennar hafi ekki fengið neinar upplýsingar sem staðfesti ásökun Donalds Trumps forseta um að forveri hans í emb- ættinu, Barack Obama, hafi látið hlera síma á heimili hans og skrif- stofu í Trump-turni í New York fyr- ir kosningarnar 8. nóvember. „Við höfum ekki fengið nein gögn sem sýna að þetta hafi gerst,“ sagði repúblikaninn Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar- innar. „Ég tel ekki að símar hafi í raun verið hleraðir í Trump-turni.“ Adam Schiff, atkvæðamesti þing- maður demókrata í leyniþjónustu- nefndinni, tók undir þetta. Trump tísti á Twitter fyrr í mán- uðinum að hann hefði komist að því að Obama hefði fyrirskipað síma- hleranirnar skömmu fyrir kosning- arnar og lét m.a. þau orð falla að forsetinn fyrrverandi væri „sjúkur maður“. Fjölmiðlafulltrúi Trumps hefur sagt að ekki eigi að taka þessa ásökun bókstaflega. AFP Þingmenn Repúblikaninn Devin Nunes (t.h.) og demókratinn Adam Schiff. Trúa ekki hlerunarásökun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.