Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 ✝ Sigurgeir Ing-ólfur Jónsson fæddist á Gests- stöðum 2. mars 1915. Hann lést á Droplaugarstöðum 26. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Jón Þor- steinsson, f. 1859, d. 1930. Seinni kona hans var Guðbjörg Jóns- dóttir, f. 16. febrúar 1874, d. 27. nóvember 1944. Bræður Sigurgeirs: Jón Bjarni, f. 4. júlí 1907, d. 3. apríl 2001, kona hans Branddís Aðalsteins- dóttir, f. 12. júlí 1906, d. 27. september 1997. Þau áttu fjög- ur börn og eina fósturdóttur. Þórður Annas, f. 10. maí 1910, d. 28. maí 2005, kona hans Magnelja Guðmundsdóttir f. 15. mars 1914, d. 1997. Þau áttu fjögur börn og einn fóst- urson. Hálfbræður: Magnús, Guðjón og Guð- laugur. Sigurgeir ólst upp á Gestsstöðum og átti þar heimili þar til hann flutti til Reykjavíkur. Á Gestsstöðum vann hann við búið með bróður sínum og við ýmis störf sem buðust utan heim- ilis. Í Reykjavík vann hann fyrst við bygging- arvinnu, en lengst sem lager- maður hjá ÁTVR. Sigurgeir kvæntist 29. desember 1962 Ragnhildi Gunnarsdóttur, f. 12. mars 1919, d. 28. janúar 1994, frá Hleinargarði, S-Múl. Þau bjuggu síðast að Hæðar- garði 35. Árið 2014 fór Sig- urgeir á Droplaugarstaði, þar sem hann dvaldi til æviloka. Útför Sigurgeirs fer fram frá Bústaðarkirkju í dag,17. mars 2017, klukkan 13. Nú hefur Geiri frændi lokið lífs- göngu sinni. Hann var einstaklega vandaður maður sem öllum vildi gott gera. Þegar ég man fyrst eftir mér átti hann heima á Gestsstöð- um. Hann vann heima á sumrin en annars við ýmislegt annað og kom heim um helgar. Ég man eftir lít- illi stelpu sem vaknaði á sunnu- dagsmorgni, hentist fram úr rúm- inu og gáði hvort Geiri hefði komið heim. Læddist fram og aftur við rúmið, það mátti ekki vekja hann. Hann var að hvíla sig. Þegar rifaði í augun var sú litla fljót að skríða upp í með sína köldu fætur. Svo var spilað eða lesin bók. Það var fátt sem hann vildi ekki gera fyrir þessa frænku sína og flest óbeð- inn. En svo hætti hann að koma heim um helgar og sumardvölin styttist. Flutti til Reykjavíkur og kvæntist Ragnhildi Gunnarsdótt- ur, einstakri úrvalskonu. Þau bjuggu sér fallegt heimili þar sem ást og velvilji ríkti. Ég kveð frænda minn og þakka honum ást og umhyggju sem hann sýndi mér og okkur á Gestsstöðum. Guð blessi minningu hans. Ragnheiður Guðbjörg. Þeim heiðurshjónum Ragnhildi Gunnarsdóttur frá Beinárgerði á Völlum og Sigurgeiri Jónssyni frá Gestsstöðum í Steingrímsfirði kynntist ég fyrir um aldarfjórð- ungi. Þá stóð þeirra fallega heimili í Gautlandinu. Síðar fluttu þau í Hæðargarðinn og nutu sín vel þar í góðum félagsskap. Ég minnist þess að fyrst þegar ég heimsótti Sigurgeir eftir andlát Rögnu dró hann fram fínirís bakkelsi úr frystinum, góðgæti úr smiðju elskulegrar og hlýrrar húsmóður. Margar góðar stundir áttum við síðan við eldhúsborðið og ávallt eitthvað til með kúfuðum kakó- bolla. Ekki má gleyma tréskurð- arlistaverkum og ullarleistum og vettlingum sem hann framleiddi í bunkum og var ósínkur á og hlýja enn litlum tásum. Sigurgeir var hæglátur maður en launstríðinn og gat hæglega gefið sig kæti og tilhlökkun á vald, eins og til dæmis þegar hann leit inn í Mosfellsbænum eitt sinn og var þá á leið til Kanarí með góð- vinkonu sinni Ragnhildi. Tókst hann nánast á loft af einskærri ánægju yfir fyrirhugaðri ferð. Kunnu þau að njóta daganna þó að færri yrðu en hjörtun hefðu kosið. Mér hlotnaðist sá heiður að vera veislustjóri í níræðisafmæl- inu hans og þar ríkti mikil gleði í góðra vina hópi, sungið og trallað og ræður fluttar. Í eitt hundrað ára afmælinu sem haldið var í nýj- um heimkynnum, á Droplaugar- stöðum, var líka glatt á hjalla þó að eitthvað væri fólkinu farið að fækka. Og aðeins örfáir dagar voru í 102 ára afmælið þegar Sig- urgeir lét gott heita og hélt á vit nýrra heimkynna. Hann hélt per- sónueinkennum sínum alveg til síðasta dags og sagði mér til dæm- is nýlega frá því hvernig hann var nærri orðinn of seinn í eigin ferm- ingu þar sem illa gekk að sækja hestana. Eitt sinn er ég kom til hans í vetur spurði hann mig hvort ferðin hefði verið löng og hvort ég hefði kannski villst á leiðinni. Fyrst hélt ég að nú væri eitthvað farið að slá út í fyrir honum en átt- aði mig svo á því að þegar ég heim- sótti hann síðast var ég á leið í ferðalag. Eitthvað hefur Geira þótt dragast að ég kæmi til hans eftir þá ferð og lýsti óánægju sinni með þessari góðlátlegu stríðni. En nú er það hann sem er farinn í ferðina löngu eftir langt og gott líf og veit ég að fyrir þá ferð var hann meira en tilbúinn. Guð blessi minningu Sigurgeirs Jónssonar. María Ágústsdóttir. Sigurgeir Ingólfur Jónsson ✝ Jóhanna Arn-órsdóttir fædd- ist á Ísafirði 24. júlí árið 1925. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 12. mars 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Arn- ór Magnússon, f. 17.10. 1897, d. 12.2. 1986, og Kristjana Gísladóttir, f. 4.7. 1900, d. 13.10. 1970. Systkini Jóhönnu voru Þor- lákur Halldór Arnórsson, látinn, Bjarni Arnórsson, dó í bernsku, Hilmar Ægir Arnórsson, látinn, Magnús Arnórsson, Jónatan Arnórsson, Júlíus Arnórsson og Guðbjörg Arnórsdóttir, látin. Eiginmaður Jóhönnu var Hjörtur Kristinn Hjartarson, f. í Vestmannaeyjum 17. desember 1921, d. 3. apríl 2012. Þau gengu í hjónaband 24.12. 1943. Jóhanna fluttist 18 ára að María Sólveig Hjartardóttir, f. 1946, maki Jón Marteinsson. Þau eiga þrjú börn og tíu barna- börn. Arndís Kristjana Hjartardótt- ir, f. 1949, maki Francisco Fern- andez Bravo. Þau eiga tvö börn sex barnabörn. Fyrir á Arndís dóttur með Guðmundi Guð- mundssyni. Eydís Ósk Hjartardóttir, f. 1953, maki Viggó Jóhannsson. Þau eiga tvær dætur og sjö barnabörn. Kristín Gyða Hjartardóttir, f. 1958, maki Guðni Benjamínsson. Börn þeirra eru sex og eitt barnabarn. Jóhanna var lengst af hús- móðir í Vestmannaeyjum og helgaði líf sitt og starf börn- unum sínum fimm . Síðar meir eftir að fjölskyldan fluttist frá Vestmannaeyjum starfaði Jó- hanna hjá efnagerðinni Val í Kópavogi eða þar til að hún lét af störfum. Þau hjónin voru virk í fé- lagsstarfi eldri borgara í Kópa- vogi til margra ára. Jóhanna var lengi vel formaður eldri borg- ara í Kópavogi. Útför Jóhönnu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 17. mars 2017, kl. 11. aldri frá Ísafirði til Vestmannaeyja og fór þar að búa með Hirti Kristni hjá foreldrum Hjartar í Hellisholti, en þau byggðu sér síðan hús í Eyjum sem þau nefndu Lyng- holt. Síðar byggðu þau sér stærra hús þegar fór að fjölga í barnahópnum sem þau nefndu Hátún og standa bæði húsin enn þann dag í dag. Þau hjónin fluttust búferlum frá Eyjum árið 1966 og bjuggu þau á ýmsum stöðum í Kópavogi. Seinustu árin bjuggu þau í Gull- smára 11. Kópavogi eða þar til þau fóru á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð árið 2012. Börn Jóhönnu og Hjartar eru: Hjörtur Viðar Hjartarson, f. 1944, d. 1989, maki Hrefna Víg- lundsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn og eru barnabörnin orðin sjö og barnabarnabörnin tvö. Til ástkærrar móður sem við elskuðum svo mikið. Sem ungu barni þú ruggaðir mér í svefninn, með söng á vörum þér, svaf ég þá vel og svaf ég fast því ég vissi, alla þína ást mér gafst. Er erfitt ég átti þú studdir mig, kenndir mér hvernig á að virða sjálfan sig, vera góð og heiðarleg, muna það, virða hvar sem ég dvel. Ólst mig upp með von í hjarta mér til handa um framtíð bjarta. Hamingjusöm ég á að vera, elskuleg móðir sem allt vill gera. Með þessum orðum vil ég þakka þér alla þá ást og umhyggju sem gafst þú mér. Ég elska þig, mamma, og mun ávallt gera, vil ég þú vitir það hvar sem ég mun vera. (Sumarliði Halldórsson) Elsku mamma. Takk fyrir alla þína ást og um- hyggju og allt það góða sem þú kenndir okkur. Megi Guð og englarnir vaka yf- ir þér. Þínar dætur, María Sólveig, Arndís Kristjana, Eydís Ósk og Kristín Gyða. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Jóhanna Sigríður Viggós- dóttir (Hanna Sigga). Elsku hin amma okkar, eins og við systkinin kölluðum hana allt- af, er fallin frá. Elsku amma, sem alltaf var svo ljúf og góð við alla og sem allir elskuðu. Við systkinin elskuðum að koma í heimsókn og fá nýbakaðar ömmupönnukökur, engin hefur bakað jafn góðar pönnukökur og hún amma okkar. Amma elskaði að spila og nýttum við systkinin okkur það, þar sem við elskuðum það líka. Við erum svo heppin að eiga endalausar minningar um hana elsku hina ömmu okkar sem verða vel geymdar. Guð og englarnir vaka yfir þér, elsku hin amma okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín, Guðfinna Gróa og Viggó Smári. Þá er komið að því sem ég hef kviðið fyrir. Elsku gullið hún amma mín kvaddi þennan heim. Ég hélt að hún amma mín væri eilíf. En svo er auðvitað ekki. Hún er mín stærsta fyrirmynd og henni á ég margt að þakka. Amma var með hjarta úr gulli. Allar bænirnar sem ég kann, hún kenndi mömmu þær, hún mér og ég mínum börnum … Við spiluðum saman, sungum, hlóg- um og gerðum svo margt skemmtilegt. Ég gæti skrifað heila bók um þær gæðastundir sem við höfum átt saman. Og það var svo yndislegt að hafa getað haft þig með vestur sumarið 2012, það var ógleymanlegt. Og þessar minningar mun ég ylja mér við. Elsku hjartans amma mín, það er svo sárt að sjá á eftir þér. Megi Guð geyma þig, elsku fal- legi engillinn okkar. Þín, Ásdís Ósk. Elsku amma mín. Nú ertu komin til afa og á betri stað. Þín verður ávallt minnst sem kærleiksríkrar og góðrar ömmu. Ég á margar góðar minn- ingar um þig en ég ætla að fá að deila nokkrum. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom í heimsókn til ykkar í Kópavoginn og þú leyfðir mér að mala kaffi í kaffikvörninni þinni. Mér fannst það mikið sport og ein af mínum bernskuminning- um sem ég man alltaf. Þú reyndir alltaf að hafa eitthvað handa okk- ur börnunum að gera þegar við komum. Ég á líka mjög skýra minningu um það þegar við fórum öll saman í berjamó í Aðaldalinn, gistum í gömlu sumarhúsi sem með fylgdi bátur og við tíndum margar fötur af aðalbláberjum. Kvöldið fór síð- an í það að hreinsa öll þessi ber sem var mjög skemmtilegt. Mér fannst það ferðalag svo skemmti- legt því það var ekki oft sem ég fór í ferðalag með ömmu og afa í Kópavogi. Það er samt eitt sem aldrei mun gleymast. Það eru pönnu- kökurnar þínar. Ég mun aldrei fá jafn góðar pönnukökur aftur á minni ævi. Ég held ég geti alveg fullyrt það. Elsku amma mín. Takk fyrir samveruna og allar góðu stund- irnar og kærleikann sem þú gafst öllum sem þú varst nálægt. Takk fyrir hvatninguna sem þú gafst mér í íþróttum og trúna sem þú hafðir alltaf á mér. Ég mun alltaf minnast þín og aldrei gleyma þér. Jón Kristinn. Jóhanna Arnórsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNA INGIBJÖRG RÖGNVALDSDÓTTIR, Sólvangi, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, mánudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 18. mars klukkan 14. Guðmundur Eyþórsson Ragnar Eyþórsson Gróa Herdís Ingvarsdóttir Eyþór Stanley Eyþórsson Sigríður Inga Björnsdóttir Elvar Ólafsson Jóna Margrét Hreinsdóttir Þorsteinn Ragnar Ólafsson Þórunn Sigurðardóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG JÓNSSON hjúkrunarfræðingur og píanóleikari, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Lyngrima 15, Reykjavík, lést að morgni 14. mars. Útförin verður auglýst síðar. Jón Hjörleifur Jónsson Sólveig, Kristín, Jón Árni, Kolbrún Sif og makar barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Lalla, Garðabraut 45, Akranesi, lést á Landspítalanum mánudaginn 13. mars. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 24. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Gylfi Þórðarson Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir Sólveig Jóna Ásgeirsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Hege Viken Guðmundur Ásgeirsson Margrét Ýr Einarsdóttir Agnar Ásgeirsson Elsa Jóna Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALDÍS ERLENDSDÓTTIR, sem lést 13. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. mars klukkan 15. Blóm vinsamlegast afþökkuð en bent er á Félag nýrnasjúkra. Örn Pálsson, Margrét Haraldsdóttir Erlendur Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar og tengdamóður, MARÍU KRISTJÁNSDÓTTUR, Sléttuvegi 21. Arinbjörn Arnbjörnsson Sigurlaug Kristjánsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.