Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 EIGNASAFN SEÐLABANKA ÍSLANDS EHF. BÝÐUR TIL SÖLU EIGNARHLUT SINN Í KVIKU BANKA HF. Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. („ESÍ“) býður til sölu allan eignarhlut sinn í Kviku banka hf. („Kvika“). Um er að ræða 42.965.970 hluti í Kviku og nemur eignarhluturinn 3,06% alls útgefins hlutafjár. Aðeins kemur til greina að selja eignarhlut ESÍ í Kviku í einu lagi til sama aðila og skulu framsett tilboð taka mið af því. Sala ESÍ á hlutum sínum í Kviku er undanþegin útgáfu lýsingar í samræmi við ákvæði laga nr. 108/2007, sbr. reglugerð nr. 836/2013. Almennar upplýsingar um Kviku má finna á heimasíðu félagsins, www.kvika.is, og eru til- boðsgjafar hvattir til að kynna sér vel rekstur og starfsemi félagsins. Tilboð skulu berast með tölvupósti á netfangið kvika@lex.is fyrir kl. 16:00 hinn 23. mars 2017. ESÍ áskilur sér rétt til að samþykkja hvaða tilboð sem er eða hafna þeim öllum. Afstaða til tilboðanna þarf ekki að byggja á sérstökum rökstuðningi. Tilboðsgjafa verður tilkynnt með tölvupósti innan 7 daga frá lok tilboðsfrests á tölvupóstfang það sem tilboð er sent úr hvort tilboð hans hafi verið samþykkt eða því hafnað. Seldir hlutir verða afhentir rafrænt í kerfi Nasdaq verðbréfa- miðstöðvar hf. á afhendingardegi gegn greiðslu frá tilboðs- gjafa. Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 31. mars 2017 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. Ummæli nýkjörins Bandaríkjaforseta um innflytjendavanda Svíþjóðar kom heldur betur við kaun sænskra yfirvalda. Hjartans mál sósíal- demókrata – mann- úðarstórveldið – fékk á sig kastljós heims- ins og ekki er allt jafn fallegt og sænskir ráðamenn sögðu. Atvinnumálaráðherra Svíþjóðar, Ylva Johansson, sagði við BBC að nauðgunartölur í Svíþjóð væru á „niðurleið, niðurleið og niðurleið“. Var hún þar m.a. að mæta fullyrð- ingu Nigels Farage að Malmö væri höfuðborg nauðgana í heiminum. Sænska utanríkisráðuneytið kom með fullyrðingar um að engin s.k. „no-go-svæði“ væru til í Svíþjóð. Í raun væru öll svæði í Svíþjóð „go- go-svæði“, þar sem gott væri fyrir alla að vera. Afneitun sænsku ríkis- stjórnarinnar á innflytjendavanda Svíþjóðar hefur ekki orðið til að leysa vandamálin, t.d. á lögreglan fullt í fangi að berjast við vaxandi glæpaklíkur í stórborgunum og hefur lögreglan sent frá sér neyðarkall til yfirvalda vegna manneklu og fjárskorts. Í skýrslu lögreglunnar um öryggisástandið er talað um 53 sérstök hættusvæði í Svíþjóð en þangað fara ekki starfsmenn slökkviliða eða hjúkr- unarfólks án lögregluverndar, það- an af orðin „no-go“. Ylva Johann- esson neyddist til að leiðrétta röng skilaboð um nauðganir og taldi tyrkneski rithöfundurinn Thomas Gur, að málshátturinn „þú getur misst augað þegar þú málar auga- brýrnar“ hefði átt við í því tilviki. Það vildi ekki betur til, að þegar umræðan stóð sem hæst, þá dundi yfir hrina ofbeldisverka m.a. með uppþoti í Rinkeby í norðurhluta Stokkhólmsborgar, skotárásum í Malmö og Stokkhólmi ásamt nýj- um bílaíkveikjum í norðurhluta Stokkhólmsborgar. Stefna sænskra stjórnvalda að afneita tengingu glæpaverka við innflytjendur er til skaða fyrir inn- flytjendur. Löghlýðnir borgarar liggja undir grun þegar ekki má segja hverjir glæpamennirnir eru. Ríkisstjórn Svía hef- ur neitað að láta fara fram rannsókn á mál- inu, vegna þess að slík rannsókn „muni ekki sýna fram á neitt nýtt“. Vaxandi andstaða er hjá al- menningi gegn afneit- un yfirvalda, sem birtist m.a. í sérlega góðum móttökum á nýrri bók Tino San- andaji „Massutman- ing“ um tengingu inn- flytjendavandamála við aukna glæpatíðni í Svíþjóð. Þar tekur Sanandeji málefni inn- flytjenda heildartökum og skýrir vaxandi glæpastarfsemi í Svíþjóð aðallega hjá innflytjendum, sem fæddir eru í löndum utan Evrópu. Sýnir hann fram á djúpa gjá milli innflytjenda og annarra Svía varð- andi atvinnumál, efnahagsmál og afkomumál. Styrkir bók hans þá mynd sem sænsk yfirvöld reyna að fela, að aðlögun innflytjenda í Svíþjóð gengur á afturfótunum og hlutskipti þeirra er langtum lak- ara en annarra í Svíþjóð: „Um 17% íbúanna eru fædd er- lendis og um 5% eru önnur kyn- slóð innflytjenda. Þrátt fyrir þetta eru 53% afbrotamanna, með lengstu fangelsisdóma, fæddir er- lendis, 54% atvinnulausra eru fædd erlendis og 60% útborgaðra félagsbóta fara til þessa hóps. 71% heimila með barnafátækt tilheyrir heimilum af erlendum uppruna samtímis sem 76% meðlima í glæpahópum tilheyra innflytj- endum.“ (Af baksíðu bókarinnar Massutmaning). OECD gagnrýnir Svíþjóð fyrir slappleika í aðlögun innflytjenda í samfélagið, en innflytjendum gengur erfiðast að fá vinnu í Sví- þjóð af öllum ríkjum OECD. Lög- reglumenn, sem gefist hafa upp á að tala fyrir daufum eyrum yfir- manna og stjórnvalda, segja í rík- ari mæli sjálfir frá ástandinu í blaðagreinum og á félagsmiðlum. Nýjasta dæmið er rannsóknarlög- reglumaðurinn Peter Springare, en stuðningshópur hans varð á fáum dögum að þriðja stærsta hópi Svíþjóðar á Facebook með yfir 220 þúsund meðlimi. Skv. Eu- rostat hefur Svíþjóð einungis helming lögregluliðs miðað við önnur ríki. Auknar umræður í Svíþjóð, um rót og eðli glæpavandans, sýna að vitund margra hefur vaknað til að taka á málunum. Lögfræðingar benda á að einungis 14% allra kærðra mála eru upplýst, sem sýnir að Svíþjóð hefur yfirgefið ýmis lög ríkisins. Einungis 2,1% skemmdarmála, 3,5% af heimilis- innbrotum og 12,6% af ofbeldis- málum eru leyst: „Þegar fólk upp- lifir að lögreglan getur ekki haldið uppi lýðræðislega ákveðnum lög- um hreyfum við okkur að hættu- mörkum réttarsamfélagsins. Áhættan verður mikil að sífellt fleiri óttaslegnir og hræddir íbúar taki lögin í eigin hendur eða leiðist til skjótra lausna án þess að láta sig varða grundvallarkröfur réttaröryggis.“ (Sverige har i praktiken övergett vissa lagar Svd. 9/3-17.) Vinstrimenn játa svik: „Á meðan við höfum engin svör við því hvernig á að stöðva ofbeldið eigum við heldur ekki skilið trúnað kjós- enda.“ (Vi i vänstern har svikit fö- rorterna, Aftonbladet 9/3 –17.) Innflytjendastefna sósíaldemó- krata hefur beðið sögulegt skip- brot og ógnar afkomu og öryggi Svíþjóðar. Á meðan sósíaldemó- kratar afneita samhengi glæpa við innflytjendastefnu sína eru þeir ófærir um að leiða landið. Það mun koma þeim í koll í næstu þingkosningum. Margir fylgis- menn Svíþjóðardemókrata koma úr röðum sósíaldemókrata. Stjórn- málin eru í kreppu í Svíþjóð með skipulagðri þingræðismisbeitingu meirihlutans og einelti á Svíþjóð- ardemókrötum, sem nú mælast stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóð- ar í ýmsum könnunum. SOS frá Svíþjóð Eftir Gústaf Adolf Skúlason » 17% íbúanna eru fæddir erlendis og 5% eru önnur kynslóð innflytjenda. Þrátt fyrir þetta eru 53% afbrota- manna með lengstu fangelsisdóma fæddir erlendis. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smá- fyrirtækjabandalags Evrópu og er smáfyrirtækjarekandi í Svíþjóð . Það er ánægjulegt að heyra og sjá að um- ræðan er mun meiri um stöðu og málefni aldraðra en áður var. Menn gera sér betur grein fyrir að eldri borgarar eru stór hóp- ur í þjóðfélaginu sem getur og vill taka þátt í samfélaginu. Það gengur ekki lengur að líta þannig á að það þurfi bara að geyma gamla fólkið á sæmilegum stað, þar sem minnst fer fyrir því. Sú hugsun heyrir for- tíðinni til. Því miður er það svo að ráðamenn hafa ekki viðurkennt nægjanlega vel tilvist eldri borgara í samfélaginu. Auðvitað er það svo að margir eldri borgarar þurfa ekki að kvarta, hafa ágætis fjárráð og góða heilsu. Þessi hópur getur að sjálfsögðu tekið að fullu þátt í þjóð- félaginu, látið ýmislegt eftir sér, farið í ferðalög, stundað skemmt- anir o.s.frv. En það er til stór hópur meðal eldri borgara sem hefur mjög kröpp kjör. Eftir 50 ár á vinnumarkaðnum eru greiðslur úr lífeyrissjóði ótrúlega litlar. Almannatrygg- ingar bæta við, en samt nær heildartalan ekki einu sinni 300 þúsund á mánuði fyrir skatta. Vilji viðkom- andi reyna að bæta sér þetta upp með vinnu þá er frítekjumarkið aðeins 25 þúsund á mánuði, það sem um- fram er skerðir greiðslur frá Trygg- ingastofnun þannig að lítið verður eftir í veskinu, þegar upp er staðið. Nú er það svo að margir eldri borgarar þurfa á gleraugum að halda. Allir sem þurfa á því að halda vita hver kostnaðurinn er. Margir eldri borgarar hafa hrein- lega ekki efni á slíku, hvað þá að fara í augnsteinaskipti. Það er algengt að eldri borgara missi hluta af heyrn sinni og þurfi á heyrnartækjum að halda. Þokkaleg heyrnartæki kosta 400-500 þúsund og hið opinbera borgar mjög lítinn styrk á móti. Eldri borgarar eins og aðrir þurfa á góðri tannheilsu að halda. Það getur reynst æði dýrt að ætla að sinna þeim þætti heilsunnar. Hreinlega það dýrt að margur eldri borgarinn telur sig ekki hafa efni á að sinna slíku. Við eldri borgarar þurfum að standa mun betur saman til að berj- ast fyrir okkar hagsmunamálum. Við erum yfir 40 þúsund sem til- heyrum þessum hópi. Við getum sameiginlega myndað öflugan þrýstihóp. Það er sanngjarnt að við gerum þá kröfu til stjórnvalda að eldri borgurum standi til boða öflug heil- brigðisþjónusta og þar með talin þjónusta við augu, eyru og tennur. Þessi þjónusta við eldri borgara á að vera nánast gjaldfrjáls. Stöndum saman og náum ár- angri. Gleraugu, heyrnartæki og tannheilsa Eftir Sigurð Jónsson » Við eldri borgarar þurfum að standa mun betur saman til að berjast fyrir okkar hagsmunamálum. Sigurður Jónsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum . ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.