Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Laugavegi 63 • Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Opnum í dag kl. 13 nýja og glæsilega verslun í Skipholti 29b Bernharð Laxdal er umboðsaðili GERRY WEBER á Íslandi (sama verð og á hinum norðurlöndunum) ásamt mörgum öðrum þekktum vörumerkjum s.s. BETTY BARCLAY, CREENSTONE, CINZIA-ROCCA og JUNGE. GERRY WEBER 20-25% afsláttur Ýmis önnur opnunartilboð Glæsileg opnunar- tilboð Verið velkomin Hæstiréttur Íslands dæmdi í gær ís- lenska ríkið til að greiða karlmanni á sextugsaldri miskabætur, alls tvær milljónir króna, vegna þving- unarráðstafana sem lögregla hafði uppi gegn honum að ósekju, við rannsókn á meintum stórfelldum fíkniefnaviðskiptum hans. Í dóminum segir að brotið hafi verið gegn manninum við handtöku og síðar í gæsluvarðhaldsvist, en maðurinn var í einangrun í ellefu daga. Taldi rétturinn vistina hafa falið í sér vanvirðandi meðferð. Sími mannsins var hleraður og ólöglega var leitað í bankahólfi hans, stigagangi og geymslu hans. Í dómi Hæstaréttar segir að að- gerðirnar hafi ekki aðeins valdið manninum andlegum þjáningum, heldur hafi umfang þeirra, „sem var langt úr hófi fram miðað við til- efnið, orðið honum til alvarlegs álitshnekkis, en hann gegndi á þeim tíma, sem um ræðir, stjórnunar- stöðu hjá einkafyrirtæki“. Milljónir í bætur frá ríkinu  „Vanvirðandi meðferð“ lögreglu Morgunblaðið/Þórður Dómur Maðurinn var grunaður um stórfelld fíkniefnaviðskipti. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt eru nú til kynn- ingar á vef innanríkisráðuneytisins. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins að tilgang- ur breytinganna sé sá að styrkja lagastoð með hliðsjón af undirbún- ingi fullgildingar tveggja samninga Sameinuðu þjóðanna um ríkis- fangsleysi. Fram kemur í tilkynningunni að breytingunum er ætlað að draga úr ríkisfangsleysi, að einfalda mögu- leika ungs fólks sem búið hefur hér á landi að óska eftir íslenskum rík- isborgararétti og að einfalda skrán- ingu íslensks ríkisfangs við fæð- ingu ef foreldri er íslenskur ríkisborgari. Samráð haft við aðra Frumvarpið var unnið í innanríkisráðuneytinu að höfðu samráði við Þjóðskrá Íslands, Út- lendingastofnun og Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. Í 1. grein lag- anna gera nýju drögin ráð fyrir að foreldri komi í stað móður og því verði hún svohljóðandi: „Barn öðl- ast íslenskt ríkisfang við fæðingu: 1. ef foreldri þess er íslenskur ríkisborgari, 2. ef foreldri þess er látið og var þá íslenskur ríkisborgari.“ Í greininni eru jafnframt ákvæði um að hafi barn verið getið við tæknifrjóvgun erlendis og foreldri þess er íslenskur ríkisborgari geti það óskað þess að Þjóðskrá Íslands skrái ríkisfang barnsins í þjóðskrá. Drögin gera ráð fyrir að 2. grein núgildandi laga falli brott, en við- auki komi við 1. greinina, þar sem segir meðal annars : „Sá sem fædd- ur er hér á landi, og hefur verið ríkisfangslaus frá fæðingu, öðlast íslenskt ríkisfang með skriflegri til- kynningu til Útlendingastofnunar áður en hann nær 21 árs aldri. Til- kynning skal lögð fram af forsjár- mönnum hans hafi hann ekki náð 18 ára aldri. Sá sem óskar að öðlast íslenskt ríkisfang skv. 1. mgr. skal hafa dvalið samfellt hér á landi frá fæð- ingu og í að minnsta kosti þrjú ár þegar tilkynning er lögð fram.“ Tilmæli Flóttamannastofnunar Fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu að með tillögum um breytingar á lögum um íslensk- an ríkisborgararétt sé brugðist við tilmælum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) um að draga úr ríkisfangsleysi. Er ætlað að draga úr ríkisfangsleysi  Frumvarp um ríkisborgararétt, í samræmi við baráttu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna Leit lögreglu og björgunarsveita að Arturi Jar- moszko verður fram haldið á morgun, laugar- dag. Þyrla Land- helgisgæslu Ís- lands mun hins vegar í dag fljúga yfir leitarsvæðið. Leitað verður á sömu slóðum og áður, þ.e. við strandlengjuna í Reykjavík og Kópavogi. Mun þyrla Gæslunnar einnig taka þátt í leitinni. Ekkert hefur spurst til Arturs frá því aðfaranótt 1. mars sl. og vinnur lögregla nú að því að fara yfir ýmis gögn, s.s. úr farsíma og tölvu Arturs og upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögregla telur ekkert benda til sak- næms athæfis í tengslum við hvarf Arturs og mjög ólíklegt þykir að hann hafi farið úr landi. Áfram verður leitað á landi og úr lofti Artur Jarmoszko

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.