Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 44
Keflvíkingar gerðu góða ferð á Sauð- árkrók í gærkvöld og unnu þar Tinda- stól í tvíframlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni karla í körfu- bolta. Þeir sneru því heimaleikja- forgjöfinni sér í hag. Grindvíkingar unnu sannfærandi sigur á Þór frá Þorlákshöfn en Stjarnan lenti í miklu basli með ÍR-inga og hafði að lokum sigur. »2-3 Keflvíkingar sóttu sigur á Sauðárkrók FÖSTUDAGUR 17. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Artur tók út óverulega upphæð 2. Fimmti ættliðurinn í beinan legg 3. Kærasta Harrys verður ekki … 4. Skemmdir eftir norðurljósaferðir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Mógil leikur uppá- haldslög sín af plötunum Ró frá 2008, Í stillunni hljómar frá 2011 og Korríró frá 2015 í bland við nýja tón- list á tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20. Í hljóðheimi Mógils renna saman klassík, þjóðlagatónlist, djass og til- raunatónlist. Sveitina skipa Heiða Árnadóttir söngkona, Hilmar Jensson á gítar, Kristín Þóra Haraldsdóttir á víólu, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og Joachim Badenhorst á klarinett. Sveitin kemur einnig fram á tón- leikum í Mengi ásamt Mikael Lind annað kvöld, laugardag, kl. 21. Þar verður á efnisskránni ný tónlist með frjálsu spunaívafi. Mikael Lind leikur lög af Intentions og Variations í bland við lög af nýrri plötu sem er væntanleg frá honum á árinu. Með honum á sviðinu verður Julius Rothlaender úr hljómsveitinni Vil. Mógil kemur fram á tvennum tónleikum  Sigurður Sigurjónsson leggur land undir fót og sýnir einleikinn Maður sem heitir Ove, í Valaskjálf á Egils- stöðum annað kvöld og í Miðgarði í Skagafirði 25. mars. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi í Þjóðleikhús- inu í vetur auk þess sem hún var sýnd á Akureyri í janúar. Leikferðirnar eru liður í þeirri áætlun Þjóðleikhússins að færa leiklistina nær áhorfendum á landsbyggðinni. Einleikurinn fjallar um hinn 59 ára gamla Ove, sem er reglufastur ná- kvæmnismaður. Líf hans tekur stakkaskiptum þegar hann kynnist nýjum nágrönnum sínum. Maður sem heitir Ove sýnd á Egilsstöðum Á laugardag Austlæg átt, víða 8-15 m/s og snjókoma eða él, en suðvestan 5-10 syðst. Frost 1 til 6 stig. Á sunnudag Norðaustan 10-15 m/s og éljagangur, en hægara og léttskýjað S- og V-lands. Frost víða 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 10-15 við S-ströndina, annars hægari. Dálítil snjókoma S-lands síðdegis. Frost 0 til 10 stig. VEÐUR Hið unga lið Ynja á Akureyri gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari kvenna í ís- hokkí í gærkvöldi. Ynjurnar unnu þá deildarmeistarana, Ásynjur, sem einnig eru hluti af Skautafélagi Akureyrar, 4:1, í oddaleik um Íslands- bikarinn í Skautahöllinni á Akureyri. Úrslitin réðust í síðasta leikhlutanum eftir æsispennu frá upphafi til enda leiksins. »1 Ynjurnar glöddust á svellinu Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað á þriðja LPGA-móti sínu,sem hófst í Phoenix í Arizona í gær. Hún lék fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari vallarins og var seint í gærkvöld í kringum 35. sæti af 144 keppendum. Ólafía náði fyrsta erni sínum á LPGA- móti þegar hún lék par fjögur holu á tveimur höggum. »1 Ólafía Þórunn fór vel af stað í Phoenix ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einstök börn, stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heil- kenni, er 20 ára um þessar mundir. Félagið bryddar upp á ýmsu í ár í tilefni afmælisins. Þar ber hæst mál- þing, sem haldið var 28. febrúar, á degi sjaldgæfra sjúkdóma, og dags- ferð í Legoland í Danmörku, sem farin verður í byrjun maí. Í haust verður boðið upp á fjölbreytta dag- skrá í formi fræðslu fyrir foreldra barnanna og systkini þeirra. Hlutverk stuðningsfélagsins er að gæta hagsmuna þessara barna og aðstandenda þeirra, halda utan um þær fjölskyldur sem eiga börn með sjaldgæfar greiningar. Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmda- stjóri félagsins, segir að stöðugt þurfi að gæta að réttindum hópsins, sinna fræðslumálum og vekja at- hygli á málaflokknum og sértækum þörfum hópsins. Alls fara yfir 200 manns með fylgdarfólki og starfsmönnum í ferð- ina í Legoland. „Með þessu gefum við börnum og systkinum þeirra tækifæri til þess að gera eitthvað gaman saman,“ segir Guðrún. Í sumum tilfellum þurfa börn tvo fylgdarmenn, en annars er einn fylgdarmaður með hverju barni. „Við gefum líka börnum sem hafa misst systkini sín færi á því að fara með.“ Guðrún segir fjármögnun ferðar- innar mikið púsluspil. „Þrátt fyrir að vera eitt stærsta líknarfélag lands- ins erum við ekki á fjárframlögum ríkisins og erum því eingöngu háð framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum,“ segir hún. Starfsemi félagsins byggist á sjálfboðavinnu foreldra og er Guð- rún eini launaði starfsmaðurinn. „Vinna okkar gengur út á að berjast í réttindamálum og stuðningsmálum fjölskyldunnar,“ segir hún. Baráttan hafi nýlega skilað þeim árangri að nú megi fjölskylda með tvö veik börn samnýta tvo styrki frá Trygginga- stofnun til kaupa á einum bíl, en áð- ur mátti það ekki. Oftar en ekki sé nauðsynlegt að sérhanna reglur vegna barna með sjaldgæfa sjúk- dóma. Félagið helsta stoð foreldra „Kerfið virkar þannig að þegar einstaklingar greinast með algeng- ari veikindi tekur ákveðið kerfi við, teymi sérfræðinga leiðir fjölskyld- una áfram og heldur utan um hana í ferlinu,“ segir Guðrún. „Veikindin eru þekkt innan kerfisins og vitað er hvernig á að bregðast við þeim. Þeg- ar barn greinist með sjaldgæfan, al- varlegan sjúkdóm eða sjaldgæft heilkenni upplifa foreldrar sig eina og þess eru mörg dæmi að þeim sé sagt að fara heim og gúgla á netinu til þess að fá nánari upplýsingar. Þá komum við til sögunnar, reynum að leiðbeina og vinna með foreldrunum, hjálpum þeim að komast að í úr- ræðum, ráðgjöf og aðstoð, en það er svo sannarlega það sem foreldrar þurfa.“ Guðrún segir að þeir sem leiti til félagsins eigi ekki aðgang að öðrum félögum. Foreldrar hafi stofnað fé- lagið til þess að geta betur átt sam- skipti við foreldra í sömu sporum og starfsemin hafi eflst í áranna rás. Öll fagþjónusta innan félagsins hafi aukist mikið. Í því sambandi bendir hún á að flest námskeið í boði séu frí fyrir aðstandendur barnanna. „Starfsemin er byggð upp á stuðn- ingi samfélagsins,“ áréttar Guðrún. Þannig hafi félagið til dæmis fengið styrki til þess að halda námskeið í skyndihjálp, námskeið um styrkingu samskipta hjóna og námskeið um hvernig styrkja megi systkini barna með sjaldgæfar greiningar, sem ver- ið sé að undirbúa. „Mikilvægt er að auka lífsgæði barnanna og fjöl- skyldna þeirra og er það megin- markið félagsins alla daga,“ segir Guðrún. Einstök börn fara í Legoland  Stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni er 20 ára Ljósmynd/Sigurður William Brynjarsson Bessastaðir Hópur frá Einstökum börnum heimsótti forsetahjónin nýverið og næsta stórverkefni er ferð í Legoland í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.