Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Þá er genginn á vit feðra sinna hann Geiri á Gugg- unni, þjóðþekktur skipstjóri og aflamaður. Ég kynntist honum ekki af alvöru fyrr en vorið ’88, þegar hann réð mig um borð til sín. „Kanntu að bæta, Magnús?“ Og ég var mættur í næsta túr. Það sætti undrum að ég skyldi vera ráðinn, þar sem ég hafði verið á Júlíusi Geir- Ásgeir Guðbjartsson ✝ Ásgeir Guð-bjartur Guð- bjartsson skipstjóri fæddist 31. júlí 1928. Hann lést 22. febrúar 2017. Útför Ásgeirs fór fram 4. mars 2017. mundssyni í all- mörg ár því það var nettur rígur á milli. Geiri var af- burða maður, bæði til sjós og lands, eindæma fiskinn og ekki síst bar hann mikla virð- ingu fyrir áhöfn sinni, sem skilaði sér í stálkörlum eins og hann kallaði okkur í út- varpsviðtali eftir einn met- túrinn. Geiri var ekki skaplaus mað- ur, eitt sinn hvessti allverulega á milli okkar en það lægði jafn fljótt aftur, hann tók utan um mig og sagði: „Magnús, þetta er búið og þetta verður góður túr.“ Var ég í mörg ár með honum eftir þennan storm á milli okkar. Eftir að Geiri kom í land og var farinn að vera á hliðarlín- unni hætti ég í fússi, hann skildi þessa ákvörðun mína og reyndi að tala um fyrir mér, en mér varð ekki haggað. Þá sagði hann með glotti að ég væri með þrjóskari mönnum sem hann hefði kynnst, ég tók það sem mikið hól. Aldrei bar kala á okkar vin- áttu. Eftir að ég kom í land og var farinn að smíða og kynnast Geira á annan hátt þá áttaði ég mig betur á hversu góða nær- veru sá gamli hafði. Eftir að vinátta okkar hjóna við Stínu og Flosa óx urðu sam- skiptin meiri við þennan öðling, sem fær nú hvíldina hjá henni Sirrý sinni, sem hann elskaði svo heitt alla tíð. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Magnús Hrafn Jónsson, Málfríður Hjaltadóttir (Didda). Nú er hún fallin frá vinkonan mín sem ég hef átt lengst allra, hún Unnur. Hún flutt- ist með fjölskyldu sinni frá Ak- ureyri til Reykjavíkur þegar hún var tíu ára. Þar settust þau að í Kleppsholtinu og þær syst- ur fóru í Laugarnesskólann og þar kynntumst við þegar hún settist þar í bekkinn minn og við smullum saman frá fyrstu stundu. Ég átti enga jafnaldra í hverfinu svo ég varð því mjög Unnur Jóhannsdóttir ✝ Unnur Jó-hannsdóttir fæddist 7. maí 1935. Hún lést 20. febrúar 2017. Útför Unnar fór fram 6. mars 2017. ánægð að eignast þessa nágranna og skólafélaga. Unnur var kát og hress stelpa og engin lognmolla kringum hana. Hún var ágæt námsmanneskja og snillingur í hönd- unum hvort heldur var útsaumur eða fatasaumur. Að loknu landsprófi bauðst henni að ráða sig í vinnu að símstöðinni í Brú í Hrútafirði. Þetta varð henni örlagaríkt. Þarna kynntist hún barnsföður sínum, Gunnari Ríkharðssyni, og saman eignuðust þau dóttur, Aðalheiði, Öllu, sem varð eft- irlæti allra á staðnum. Sam- band foreldranna entist ekki en mæðgurnar undu sér vel á staðnum. Unnur var mann- blendin og ekki leið á löngu áð- ur en hún kynntist ungum bóndasyni úr nágrenninu, Ragnari Elíssyni frá Laxárdal, og úr varð farsælt hjónaband þar sem á hvorugt hallaði. Þó að hún hefði fram að þessu lítið þurft að sinna hús- haldi varð ég alveg undrandi þegar ég kom fyrst í heimsókn og sá dugnaðinn og eljuna. Hún var grönn og pasturslítil að sjá og virtist ekki til stór- ræðanna en á örskömmum tíma hafði henni tekist að til- einka sér, að því er mér virtist, alla kosti hinnar fullkomnu húsmóður. Svo fóru börnin að koma eitt af öðru. Alla eignaðist fjögur systkini svo að hún fékk líka í nógu að snúast, enda sagði Ragnar eitt sinn: „Unnur mín, ég veit ekki hvernig við hefð- um farið að ef við hefðum ekki átt hana Öllu,“ enda gekk hann henni í föðurstað og hún kall- aði hann alltaf pabba. Við hjónin áttum oft leið yfir heiðina og þá var alltaf kíkt við í Brú og oft gist í Laxárdal í bakaleiðinni. Hjónin tóku okk- ur fagnandi og var þá oft fjör í kotinu, gítarinn tekinn fram og sungið fram á nótt. Fyrir nokkrum árum brugðu þau svo búi, fluttu til Reykja- víkur og Jóhann sonur þeirra tók við búskapnum. Mér þótti satt að segja undrum sæta hvað Ragnar samdi sig vel að borgarlífinu. Hann sem hafði mestallt sitt líf búið á sama blettinum virtist njóta sín vel þessi ár og hún sömuleiðis. Meðan heilsa beggja var bæri- leg var hressandi að koma í heimsókn, spjalla um landsins gagn og nauðsynjar og skiptast á skoðunum. Nú er þessum kafla lífsins lokið en minning- arnar ljúfu lifa. Ég sendi ykkur systkinunum svo innilegar samúðarkveðjur og bið ykkur allrar blessunar í framtíðinni. Ingibjörg Ingólfsdóttir (Inga). Það er svo margt að una við, að elska, þrá og gleðjast við, jafnt orð, sem þögn og lit sem lag, jafnt langa nótt, sem bjartan dag. Mér fátt er kærra öðru eitt ég elska lífið djúpt og heitt, því allt, sem maður óskar, næst og allir draumar geta ræzt. Ég byggi hlátraheima í húmi langrar nætur. Af svefni upp í söngvahug með sól ég rís á fætur. Og augun geisla af gleði sem grær í mínu hjarta. En syrti að ég syng mig inn í sólskinsveröld bjarta. (Kristján frá Djúpalæk.) Þó að sorgin sé mikil þá er gleðin eiginlega meiri, því að öll þín 85 ár varstu sannkallaður gleðigjafi sem lést engan ósnortinn. Það var svo gæfurík- ur að fá að kynnast þér, elsku Margrét mín. Sem betur fer er ég ein af þeim gæfuríku! Þegar við Einar Már, hann Mossi son- ur þinn, byrjuðum saman í febr- úar fyrir 33 árum fann ég mjög fljótt að ég væri ekki bara að kynnast einstökum manni held- ur líka einstökum foreldrum og systkinum. Ég kom sjálf úr stórri samheldinni fjölskyldu. Foreldrar mínir á sama aldri og þið Guðmundur, ég númer fjög- ur í sex manna systkinahópi eins og Mossi, svo eiginlega fannst mér ég bara eiga heima hjá ykkur frá upphafi. Enda settist ég að í fjölskyldunni. Vanafesta? Nei, ég hafði dottið í lukkupottinn! Allt í einu átti ég tvennt af öllu, tvo pabba og tvær mömmur, tvenna foreldra, sem sýndu manni að sönn ást er til, og tvo nána systkinahópa. Enginn bingóvinningur trompar þennan ekki satt, elsku tengda- mamma? Þú komst sjálf úr stórum samheldnum systkinahópi og því var það erfitt samtal þegar þú hringdir í mig 13. febrúar með þær fregnir að hann Mark- Margrét Sigurðardóttir ✝ Margrét Sig-urðardóttir fæddist 1. desem- ber 1931. Hún lést 23. febrúar 2017. Útför Margrétar fór fram 7. mars 2017. ús litli bróðir væri látinn. Ég vissi ekki þá að þú myndir fylgja hon- um bróður þínum tíu dögum síðar. Ég vissi ekki held- ur þá að það væri eitt af síðustu sím- tölunum í lífi mínu sem enduðu á: „og verið nú alltaf góð við hvort annað, elskurnar mínar“. Ég vissi ekki þá að aðeins 8 dögum seinna væri í síðasta skiptið sem þú endaðir símtalið við Mossa á: „og mundu nú að vera góður við hana Jónu mína, elsku dreng- urinn minn“. Þó að tárin streymi við þessi skrif þá er hjartað létt því að það er ekki annað hægt en að hugsa til þín með bros á vör og hlýju í hjarta. Og minningarnar eru svo margar, og svo ótrúlega góðar. Eins og sagt er í dag, þú varst falleg bæði að utan sem innan. Sannkölluð Reykjavíkurdama sem allaf vildi líta vel út, sama hvernig á stóð. Og líka sann- kölluð íslensk kvenhetja sem annaðist þinn stóra barnahóp og sást um allt heimilishaldið ein, oft á tíðum mánuðum sam- an, þegar tengdapabbi var úti á sjó. Þú varst sannur vinur sem aldrei talaði illa um aðra. Þú varst sannkölluð ástrík móðir, amma og langamma sem elskaði að hafa hóp af afkomendum í kringum þig. Þvílík gæfa sem það er að hafa mátt kynnast þér. Og því- lík gæfa sem það er að hafa mátt kveðja þig í hinsta sinn. Við Mossi trúum því að þú hafir beðið eftir okkur þegar við hentumst frá Hollandi í skað- ræðisstormi og náðum að kyssa þig bless hinn 23. febrúar. Þessi dagur, brúðkaupsdagurinn okk- ar, verður okkur ennþá hjart- kærari hér eftir. Ég mun sakna þín óendanlega mikið en ég er sem betur fer svo ótrúlega heppin að eiga part af þér. Því þú lifir áfram í manninum mín- um og öllum afkomendum. Í hvert skipti sem ég horfi í augu Mossa þá sé ég þig og tengda- pabba og þá veit ég að sönn ást er til. Þín elskandi tengdadóttir, Jóna Hálfdánardóttir. Meira: mbl.is/minningar Við vorum ríkir, frændurnir. Ríkir af systrum. Áttum hvorugur bróður. Þess vegna vorum við ekki bara frændur heldur líka bræður í hugum okkar. Fyrir utan það vorum við auðvitað vinir. Ríkir, sagði ég. Ekki bara af systrum heldur líka af ættingjum og vinum. Almátt- ugur hvað við eigum stóran fjársjóð af börnum. Ekki bara börnum getnum af sjálfum okkur heldur allt í kringum okkur. Svo vorum við líka ríkir í anda – fannst okkur sjálfum. Líka vínanda og svo ríkir að á endanum urðum við andfúlir. Fúlir og ríkir flæktumst við Jóhann Vilhjálmur Ólason ✝ Jóhann Vil-hjálmur Ólason fæddist 7. október 1956. Hann lést 16. febrúar 2017. Útför Jóhanns fór fram 8. mars 2017. þannig saman í sundur og saman aftur. Hann pass- aði upp á mig þeg- ar ég þurfti á því að halda og ég upp á hann. Svoleiðis kemur það líka ávallt til með að vera. Þó Jói sé far- inn hinumegin og ég sé ennþá hérna megin þá kem ég aldrei til með að sleppa honum og aldrei er frekar langur tími. Hann er frændi minn. Hann er bróðir minn. Hann er vinur minn. Stundum saknaði ég hans þegar hann stóð við hlið- ina á mér. Svo sterk var þörf okkar á að passa hvor upp á hvor annan. Núna mun ég bara sakna hans. Sakna hans svo lengi sem ég lifi. Sofðu rótt, elsku bróðir minn – einhvern tíma allt í einu kem ég og hnippi í þig og við krúsum saman inní eilífðina. Barði. ✝ RagnhildurGuðrún Berg- sveinsdóttir fæddist á Gimli í Ólafsvík 13. apríl 1931. Ragnhildur lést á Landspítala við Hringbraut í Reykjavík 2. mars 2017. Foreldrar Ragn- hildar voru Berg- sveinn Haraldsson kennari, f. 7. september 1895 í Nýlendu í Eyrarhreppi, d. 6. október 1945, og Magdalena Ás- geirsdóttir húsmóðir og mennta- kona, f. 13 nóvember að Fróðá í Fróðárhreppi, d. 14. október 1992. Systkini Ragnhildar eru: Knútur, f. 1925, d. 2011, Auður Ólína, f. 1927, d. 1928, Hreinn, f. 1934, Auður Jóhanna, f. 1936, d. vin og systur sína Bergljótu, þá 11 ára. Þar dvöldu þau allt sum- arið, Ragnhildur sem ráðskona hjá hreppstjóranum Óskari og sinnti öllum almennum störfum og var þetta dýrðartími í lífi þeirra systra. Ragnhildur giftist 1957, Jóhannesi Elíasi Baldvins- syni og átti með honum þrjú börn, Baldvin fjármálastjóra, f. 1952, Magdalenu húsmóður, f. 1954, d. 2000, hvers börn eru Georg Christopher, Atli Heimir og Ellen Grace; og Bergsvein Haralz, meistara silfursmið, f. 1958, d. 2014. Ragnhildur skildi við eiginmann sinn 1964 og byrj- aði stolt að vinna fyrir sér og sín- um við gæslu barna, sem hún var síðar verðlaunuð fyrir af Reykja- víkurborg eftir áratuga starf við umönnun barna. Hún eignaðist sína fyrstu íbúð 1973 að Njáls- götu 15, ásamt syni sínum Bald- vini, og 1984 keypti hún sína eig- in íbúð að Njálsgötu 104, sem hún bjó í til dánardags. Að ósk Ragnhildar fór útför hennar fram í kyrrþey 10. mars 2017. 2014, Auðunn, f. 11. febrúar 1929, d. 10. maí 2016, og Berg- ljót, f. 1942. Ragn- hildur ólst upp í Ólafsvík hjá for- eldrum sínum í Bjarnarhúsi – Ólafsvík, til hausts- ins 1945 er faðir hennar andaðist. Móðir hennar flutt- ist sumarið eftir ásamt börnum sínum sex, þá á aldrinum fjögurra til 21 árs, í Kópavoginn, að Borgarholts- braut 35. Ragnhildur byrjaði snemma að bjarga sér, bæði við nám og síðar tilfallandi vinnu. Henni fæddist sonur 1952 og 1953 fór hún til Kirkjubæjar- klausturs með flugvél og svo að Fossi á Síðu með son sinn Bald- Móðir mín elskulega, stolta, hreinskiptna, fallega og gáfaða, hefur nú kvatt þennan heim. Með þessum sálmi nr. 280 Sb. 1945 eftir Hallgrím Pétursson, votta ég henni virðingu mína og þakklæti fyrir ævidaga okkar, sem við áttum saman í nær 65 ár: Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. Hér kveð ég móður mína, hefðarmærina lífsglöðu, Ragn- hildi (Lillu). Þinn sonur, Baldvin. Sérhvert sinn sem við kveðj- um góðan vin, fer einhver hluti af okkur með honum og við stönd- um berskjölduð eftir, þótt minn- ingin lifi. Systir mín hún Lilla, sofnaði 2. mars síðastliðinn og hélt á fund skapara síns og barna sinna tveggja, eftir langan og strangan ævidag. Mamma henn- ar orti: Lilla syngur, hoppar, hlær, hún er ljúf úr máta. Augasteinninn okkar kær, agnarlítil táta. Meðan hún var yngri, en samt stóra systir mín var hún lífsglöð og naut þess að vera til og hjálpa öllum sem minni voru í víðtækri merkingu. Þar sem hún var stóra systir kom í hennar hlut að gæta okkar og hjálpa til við heimilisstörfin, og naut hún því þess ríkulega þegar færi gafst til útileikja með jafnöldrum og vin- konum. Ung að árum fór hún að vinna úti, sem kallað var, en skólaganga eftir barnaskóla var lítil, en þeim mun meiri lærdóm- ur beið hennar í lífsins skóla. Hún starfaði í vist og þjónustu- störfum m.a. á Elliðavatni og Grund þar til hún giftist og eign- aðist þrjú börn með eiginmanni sínum meðan hjónabandið ent- ist. Eitthvað í fari hennar var allt- af „unga stelpan með ljósa hárið og léttu lundina“ sem aldur beit ekki á né vandamál fráskilinnar konu með börnin þrjú. Þá bretti hún upp ermar, keypti sér íbúð með elsta syni sínum og tók að gæta barna annarra og var far- sæl dagmamma í áratugi og lengi voru þakklátir foreldrar og fósturbörn tengd henni vina- böndum. Hún var mikil mamma og hélt börnum sínum þétt að sér með umhyggju og forsjá. Ómælanleg sorg helltist yfir er hún varð að sjá eftir tveimur börnum sínum langt fyrir aldur fram og bugaðist hún við og varð ekki söm eftir, en sonurinn Bald- vin var klettur hennar og hugg- un og hugsum við til hans með þökk og samúð. Við þökkum samveruna og fullviss um sæluvist með ástvin- um þínum kveðjum við með þökk. Hreinn, Valgerður og fjölskylda. Ragnhildur Guðrún Bergsveinsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.