Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Verkfæri atvinnumannsins 18V sett: 6 verkfæri í einu setti Borvél DHP481 Hersluskrúfvél DTD129 Hjólsög DHS680 SDS+ Höggbor DHR243 Slípirokkur DGA506 Multisög DTM51 3 x 5 Ah rafhlöður og hleðslutæki fylgir Hleðslutími á tóma rafhlöðu ca 45 mín Trilla fyrir verkfærin fylgir Kr. 230.000,- með VSK 6 stk sett - DLX6066TJX12 6 vélar, 3 rafhlöður + 1 hleðslutæki 18V sett: 10 verkfæri í einu setti Kr. 335.000,- með VSK 10 vélar, 5 rafhlöður + 2 hleðslutæki Borvél Hersluskrúfvél Hjólsög SDS+ Höggbor Slípirokkur Multisög Vinkilborvél Pússari Sverðsög Stingsög 5 x 5 Ah rafhlöður og hleðslutæki fylgir Hleðslutími á tóma rafhlöðu ca 45 mín Trilla fyrir verkfæri fylgir 10 stk sett - DLX1006TJX2 ÞÓR FH | REYKJAVÍK: Krókháls 16 | Sími 568-1500 || AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 568-1555| Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Bryggjan lítur illa út, margir staurar eru orðnir mjög tæpir, bitar hafa gefið sig og það þarf að endurnýja dekkið,“ segir Magnús Arnar Jónsson, bóndi í Krákuvör í Flatey. Í Morgunblaðinu á miðvikudag lýsti Ingibjörg Birna Er- lingsdóttir, sveitarstjóri Reykhóla- hrepps, áhyggjum sínum af öryggi á bryggjunni og brýnni þörf á endur- bótum. Magnús tekur undir þetta og segist vera hræddur við að fara þar um með stór tæki. „Ástand bryggjunnar og þörf á endurbótum hefur margoft og lengi verið rætt við Vegagerðina, en án ár- angurs. Viðgerðum hefur ekki verið sinnt á efri hluta trébryggjunnar í um 40 ár og endurbætur kosta örugglega talsvert. Peningar liggja hins vegar ekki á lausu og það hjálpar ekki að enginn kannast við að eiga krógann,“ segir Magnús, en hvorki Vegagerðin né Reykhólasveit telja sig hafa for- ræði yfir mannvirkjunum. Byggt var framan við gömlu bryggjuna fyrir nokkrum árum. Magnús segir að suðvestan- og vestanáttir séu erfiðastar í Flatey og helstu óvinir eyjarskeggja. Þeim geti fylgi mikill sjór og í háflæði í vondum veðrum geti Breiðafjarðarferjan Baldur iðulega ekki athafnað sig við bryggjuna. Ferðir hafa fallið niður Í vetur hafi ferðir fallið niður nokkrum sinnum eða þá að komið hafi verið við í Flatey á leið á Brjáns- læk og þaðan hafi verið siglt í Stykkishólm án viðkomu í Flatey. Magnús segir það ekki auka ör- yggi ábúenda að geta ekki treyst á reglulegar ferðir Baldurs. Undan- farna vetur hafa 5-7 manns haft vetursetu í Flatey á tveimur bæjum, en eigendur húsa í eynni koma þang- að reglulega allan ársins hring. Á sumrin leggja flestir báteigendur bátum sínum við bólfæri á Höfninni við Hafnarey, en þar er gott skjól. Á vetrum eru engir bátar við bryggju eða ból í Flatey og sjálfur geymir Magnús bát sinn í Stykkishólmi. Höfum margoft og lengi rætt við Vegagerðina  Brýn þörf á viðgerð á bryggjunni í Flatey á Breiðafirði  „Hjálpar ekki að enginn kannast við að eiga krógann“ Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Flatey Fremsti hluti bryggjunnar var byggður fyrir nokkrum árum, en sá hluti sem er næst landi er kominn til ára sinna. Frystihúsið í baksýn. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eins og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum hvað varðar aflahlutdeildir stærstu útgerðarfyrirtækja. Fiskistofa hefur birt á heimasíðu sinni yfirlit um aflahlutdeild þeirra 100 útgerða sem ráða yfir mestum aflaheimildum. Slíkur listi var gefinn út í upphafi fiskveiðiársins og síðan uppfærður eftir úthlutun aflamarks í deilistofnun um áramótin og viðbót- arúthlutun á loðnu, en listinn er mið- aður við 14. mars. Nokkur fyrirtæki sem ráða yfir miklum heimildum í þessum tegundum hafa færst ofar á listanum frá því sem var í september og röðin breyst innbyrðis. HB Grandi er með um 11,3% af hlutdeildunum en var í september við upphaf fiskveiðiársins með 11,0%. Samherji er með 6,5%, en var með 6,24% í september. Í 3. til 5. sæti eru Síldarvinnslan í Neskaupstað, Vinnslustöðin Vestmannaeyjum og Þorbjörn í Grindavík. Tvö fyrr- nefndu fyrirtækin hafa færst upp fyrir Þorbjörninn á listanum. Með of mikla hlutdeild Þegar skoðuð er krókaaflahlut- deild útgerða þá eru þar nokkrar breytingar á stærstu útgerðunum. Hjálmar Fáskrúðsfirði er stærst með 4,3% hlutdeilda og síðan Grunn- ur í Hafnarfirði og Jakob Valgeir í Bolungarvík með um 4,1% hvor út- gerð. Stakkavík í Grindavík sem ver- ið hefur stærst í krókaaflahlutdeild- um mörg undanfarin ár er nú 6. sæti á listanum. Eina fyrirtækið sem fer yfir há- markshandhöfn á hlutdeildum er Hjálmar sem ræður yfir tæplega 4,7% hlutdeilda samtals í þorski í báðum kerfunum. Fyrirtækið hefur ákveðinn frest til að leiðrétta þá stöðu. Kvótastaða 10 stærstu útgerða 2017 Röð Eigandi Samtals þorsk- ígildi í tonnum Hlutfall af heild 1 (1)* HB Grandi hf. 49.342 11,32% 2 (2) Samherji Ísland ehf. 28.422 6,52% 3 (5) Síldarvinnslan hf. 22.772 5,23% 4 (6) Vinnslustöðin hf. 20.433 4,69% 5 (3) Þorbjörn hf. 20.425 4,69% 6 (7) Skinney-Þinganes hf. 19.327 4,44% 7 (14) Ísfélag Vestmannaeyja hf. 19.169 4,40% 8 (4) FISK-Seafood ehf. 18.618 4,27% 9 (9) Brim hf. 15.864 3,64% 10 (8) Rammi hf. 15.733 3,61% *Röð 1. september 2016 Heimild: Fiskistofa HB Grandi með 11,3% af aflahlutdeildum  Loðna og deilistofnar breyta röð frá upphafi fiskveiðiárs „Ég er mjög ánægður fyrir hönd ís- lenskra blaðamanna að Mannrétt- indadómstóllinn hafi [í gærmorgun] staðfest dóm héraðsdóms um að það á ekki að skjóta sendiboðann,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrr- verandi ritstjóri Pressunnar, og bæt- ir við að ekki eigi að refsa fjölmiðlum fyrir að miðla orðum annarra einstak- linga. Vísar hann í máli sínu til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hæsti- réttur Íslands hafi brotið gegn tján- ingarfrelsi hans, er dómstóllinn gerði honum árið 2013 að greiða manni sem bauð sig fram til stjórnlagaráðs 200 þúsund krónur í miskabætur og 800 þúsund krónur í málskostnað vegna ærumeiðandi ummæla sem birtust í Pressunni í ritstjórnartíð Steingríms. Ummælin voru jafnframt ómerkt. Var það Ægir Geirdal Gíslason sem höfðaði mál gegn Steingrími árið 2011 og krafðist þess að sex tilgreind ummæli um meint kynferðisbrot hans gegn tveimur systrum yrðu dæmd dauð og ómerk. Sigur fyrir blaðamennsku „Að því leytinu er þetta sigur fyrir vandaða blaðamennsku og enn ein áminning til Hæstaréttar um að fjölmiðlar í lýð- ræðisþjóðfélagi eru að sinna sinni skyldu að koma upplýsingum á framfæri. Ég held að fimm slík- ar áminningar ættu að vera skýr skilaboð til Hæstaréttar um að þeir þurfi að koma inn í nútímann,“ segir Stein- grímur. En dómurinn í gær var sá fimmti sem Mannréttindadómstóllinn fellir þess efnis að Hæstiréttur Íslands hafi brotið gegn tjáningarfrelsi íslenskra blaðamanna. Steingrímur segir Mannréttinda- dómstólinn nú staðfesta að vinnu- brögð við framsetningu fréttanna hafi verið vönduð og átt erindi við al- menning. „Upplýsingaöflun var vönduð í málinu og það á ekki að tak- marka tjáningarfrelsi eins og Hæsti- réttur gerði í sínum dómi. Að þessu leyti tekur Mannréttindadómstóllinn algjörlega undir með héraðsdómi og það eru góðar fréttir,“ segir Stein- grímur enn frekar. Fimmta áminning- in til Hæstaréttar Steingrímur S. Ólafsson  Mannréttindadómstóll Evrópu segir brotið á tjáningarfrelsi Steingríms Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, er að byrja að blómgast þessa dagana og næstu vikur má því búast við elri- frjókornum í lofti ef veður fer hlýn- andi. Elri er fyrst allra tegunda, sem valda ofnæmi, til að blómstra á vorin eða fljótlega eftir að hitastig fer upp fyrir 5°C, segir á vef Náttúrufræði- stofnunar Íslands. Nú þegar má sjá útsprungna rekla hanga á greinum í borginni en með blómguninni fara frjókorn að dreifast út í andrúms- loftið. Fólk með birkiofnæmi get- ur fundið fyrir of- næmiseinkennum því frjókorn birkis og elris hafa sömu ofnæmisvaka. Birki blómgast ekki strax, venjulega um og eftir miðjan maí. ÁAnnars staðar á Norð- urlöndunum blómgast það í apríl og dæmi eru um að frjókorn þaðan, að því er talið er, hafi mælst hér á landi áður en íslenska birkið var byrjað að dreifa frjóum sínum. Birki er einn skæðasti ofnæmisvaldur á Norður- löndunum en grasofnæmi er algeng- ara hér á landi. Frá 1. maí verður hægt að fylgjast með mælingum á birki- og gras- frjóum á vef Náttúrufræðistofnunar en það eru helstu frjóofnæmisvaldar á Íslandi. Ölur byrjar að blómgast  Fólk með birkiofnæmi getur fundið fyrir einkennum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.