Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. M A R S 2 0 1 7 Stofnað 1913  65. tölublað  105. árgangur  EIN MEÐ ÖLLU Fullt verð 390 kr. N1 kortatilboð 199 punktar ÞETTA ER EKKI HEFÐBUNDIN SÝNING FÖTIN, GREIÐSLAN, MATURINN OG FALLEGAR MINNINGAR FERMINGAR 88 SÍÐURMENNING 38  „Eftir að við byrjuðum að aug- lýsa húsnæðið í Katrínartúni 4 til leigu í lok febrúar hefur fyrir- spurnum fjölgað mikið. Byggingin er rúmlega 13.000 fermetrar og á níu hæðum, auk þriggja hæða neðanjarðar,“ segir Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri Höfða- torgs ehf., í samtali við Morgun- blaðið, en þrjár efstu hæðirnar í nýja skrifstofuturninum á Höfða- torgi í Reykjavík hafa þegar verið leigðar út, rúmu hálfu ári áður en húsnæðið kemur til afhendingar. Eftirspurnin er enn einn vitnis- burðurinn um uppganginn á fast- eignamarkaðnum á höfuðborgar- svæðinu og kemur í kjölfar þess að greiðlega gekk að leigja allar hæð- irnar 15 í Norðurturninum við Smáratorg í Kópavogi, sem tekinn var í notkun í fyrravor. »6 Morgunblaðið/Eggert Kranar Miklar framkvæmdir standa yfir í námunda við turninn í Borgartúni. Mikil eftirspurn eftir rýmum í nýjum skrifstofuturni  Magnús Arnar Jónsson, bóndi í Krákuvör í Flatey, segir bryggjuna í eynni líta afar illa út. „Margir staurar eru orðnir mjög tæpir, bit- ar hafa gefið sig og það þarf að endurnýja dekkið,“ segir hann. Í Morgunblaðinu á miðvikudag lýsti Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, áhyggjum af öryggi á bryggjunni og brýnni þörf á endurbótum. Undir það tekur Magnús. »14 Brýn þörf á viðgerð á bryggjunni í Flatey Áætlað er að árið 2016 hafi um 960 þúsund erlendir ferðamenn nýtt sér bílaleigubíla á Íslandi (56% gest- anna), samanborið við um 480 þús- und árið 2014 (48%) og 166 þúsund árið 2009 (33%). Þá er áætlað að 16 þúsund bílaleigubílar hafi verið í út- leigu til erlendra ferðamanna í ágúst í fyrra, en þann mánuð voru þeir flestir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerðinni „Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016“ sem birt hefur verið á heimasíðu Vegagerðarinnar. Fram kemur í greinargerðinni að áætlað sé að erlendir ferðamenn hafi ekið bíleigubílum alls um 540 millj- ónir kílómetra á Íslandi árið 2016. Það samsvarar meðalakstri um 45 þúsund heimilisbíla á Íslandi miðað við 12 þúsund kílómetra akstur á ári. Ef miðað er við 8 lítra meðal- eyðslu bílaleigubílanna á hverja 100 kílómetra og eldsneytisverð að jafn- aði 200 krónur á lítra má slá á að eldsneytisútgjöld erlendra ferða- manna vegna aksturs á bílaleigu- bílum á Íslandi árið 2016 hafi numið 8,6 milljörðum króna. »10 Nær milljón ferðamenn óku um á bílaleigubílum í fyrra Morgunblaðið/RAX Vinsælt Seljalandsfoss vekur ætíð lukku hjá erlendum ferðamönnum.  Kolönd, sem er flækingur frá Norður-Ameríku, hefur fært þjóðarbúinu talsverðar tekjur, að sögn Guðmundar Falk, fuglaáhuga- manns og ljósmyndara í Sandgerði. Kolöndin hefur verið í Keflavík. Guðmundur hefur hjálpað hópum fuglaskoðara frá Írlandi, Englandi, Þýskalandi og Spáni sem hafa kom- ið hingað til að skoða öndina. Í lok mars er von á enn einum hópi. »4 Fágæt flækingsönd skapar hér tekjur Götumynd Hafnarstrætis og Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur hefur breyst mjög nú þegar búið er að fjarlægja varnarplast sem þakti veggi nýbyggingar sem reist er á þeim stað sem Rammagerðin var til húsa um árabil, en það hús var rifið seint í september árið 2015. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásýnd miðbæjar Reykjavíkur heldur áfram að breytast Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Reikigjöld farsímanotenda í löndum Evrópusambandsins (ESB) og inn- an Evrópska efnahagssvæðisins (EES) leggjast af um miðjan júní. „Þá getur venjulegur notandi í venjulegri notkun farið um innan svæðisins án þess að borga hærra verð fyrir farnetsnotkun, þ.m.t. fyr- ir síma og gagnaflutning miðað við þá áskriftarpakka sem hann er með heima hjá sér,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar. „Þetta eru frábær tíðindi fyrir neytendur, því frá miðju ári greiða þeir sama verð innan Evrópusam- bandsins og hér heima á ferðalagi sínu,“ segir Gunnhildur Arna Gunn- arsdóttir, upplýsingafulltrúi Sím- ans. Innleiða á reglugerð ESB um af- nám reikigjalda hér á landi vegna aðildar landsins að EES. Þá munu fjarskiptanotendur eingöngu greiða samkvæmt gjaldskrá þess ríkis sem símtal er hafið í án nokkurra við- bótargjalda, að því gefnu að um sanngjarna notkun sé að ræða. Hrafnkell segir að afnám reiki- gjaldanna marki vissulega tímamót. Þau voru há en hafa verið að lækka í þrepum mörg undanfarin ár. Síð- asta skrefið á að stíga 15. júní næst- komandi innan Evrópusambandsins. Sama verð og heima  Reikigjöld á farsímanotkun verða lögð niður í júní í löndum ESB og á EES  Greiða ekki lengur hærra verð fyrir síma og gagnaflutning á ferðum í Evrópu Afnumin » Reikigjöldin heyra sögunni til þegar um venjulega far- símanotkun er að ræða en þak gæti komið á stórnotkun. » Fjarskiptaeftirlitsstofnun Evrópu mótar tillögur um hvað teljist sanngjörn notkun. MReikigjöld síma »11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.