Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Endur á ís Þær voru spekingslegar að spóka sig á ísnum þessar tvær. Eggert Undan ferðamannsins fæti valt steinn úr stað. Og steinninn hélt áfram að velta, veiztu það? (Steinn Steinarr) Hagfræðingar eru undarlegt fólk. Ekki geta þeir notið þess að hlusta á jólaguðspjallið án þess að hugsa um hagfræði. Í Lúk- asarguðspalli er þessi frásögn: „En það bar til um þessar mund- ir að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrá- setja skyldi alla heimsbyggðina.“ Nokkru síð- ar segir: „Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum.“ Fyrri frásögnin hefur beina skírskotun til þjóðskrár og skattheimtu en sú síðari til ferða- þjónustu. Síðasta orðið „upphæðum“ neyðir hagfræðinga til að tala í „fjárhæðum“ til að valda ekki misskilningi. Haft er eftir kunnum bankastjóra að aðeins séu til einar Upphæðir. Í jólaguðspjallinu er allt sem góða ferðaþjón- ustu má prýða; ferðalag, gisting í jötu því hótel var fullbókað og himneskar hersveitir, þó ekki farþegaflugvélar nútímans. Er ferðaþjónusta til? Í þjóðhagsreikningum er „ferðaþjónusta“ ekki sérstök atvinnugrein heldur hluti af ýms- um greinum. Má þar sérstaklega nefna: – Flugrekstur – Farþegaflutningar á landi og sjó – Rekstur samgöngukerfa – Veitingasala – Rekstur gistiþjónustu – Rekstur bílaleiga – Hluti af verslunarrekstri – Rekstur ferðaskrifstofa – Ýmis menningarstarfsemi – Rekstur afþreyingar ýmiskonar – Rekstur þjóðgarða Hluti ferðaþjónustu í þessum atvinnugreinum er misjafnlega mikill en til samans mynda þær ferðaþjónustu og er hún alls ekki ný af nálinni. Mannkynssagan er yfirfull af frásögnum um ferða- lög. Stundum er um herfarir að ræða, ellegar þá ferðir til synda- aflausnar hjá umboðsmönnum Guðs. Þannig ferðaðist Guðríður Þor- bjarnardóttir til Vínlands og ól þar son. Að því loknu fór hún aft- ur heim til Íslands og settist að í Skagafirði. Þá fór hún í pílagrímaför til Rómar að heimsækja Rómarbiskup. Þetta var fyrir þúsund árum og tóku ferðalög hennar örugg- lega nokkur ár. Nú verða svona ferðalög farin á tveimur dögum. Amman í Brekkukoti hefði eflaust sagt: hún lenti í ferðalögum, það er ólánið sem því veldur að konur fara í ferðalög. Gerjun Ferðaþjónusta á Íslandi er alls ekki ný af nálinni. Það er hægt með vissu að segja að stöðugur vöxtur hafi verið í greinum ferða- þjónustu frá því síðari heimsstyrjöld lauk. Sú hugmynd að nýta legu Íslands á milli tveggja heimsálfa gaf vissa möguleika; að flytja far- þega milli heimsálfa og láta þá gista á Íslandi í leiðinni og selja þeim þjónustu. Þessi þróun gekk hægt til að byrja með. Þannig er talið að 5.000 erlendir ferðamenn hafi sótt Ísland heim árið 1950. Árið 2000 eru erlendir ferðamenn um 300.000 og um 500.000 árið 2010. Þetta er hægfara gerjun. Með eldgosum í Eyja- fjallajökli og Vatnajökli varð sprenging í gerj- uninni og á síðasta ári voru erlendir gestir um 1.800.000. Þá varð verkefni að vandamáli en það er með öllu óþarft að nálgast viðfangsefnið með þeim hætti því ekkert hefur verið ófyrir- sjáanlegt í þessari þróun. Ferðaþjónusta er sjálfsprottin náttúruleg gerjun. Það er hægt að hafa fullt vald á gerjun án þess að vera sí- fellt að herða eða slaka á loki sultukrukk- unnar. Vandinn? Sumt af vaxtarverkjum í greinum ferða- þjónustu á Íslandi hefur verið auðleyst með bættri nýtingu framleiðslu þátta. Þannig hefur hlutfallið í seldum gistinóttum á gististöðum, sem opnir eru allt árið lækkað úr 1 á móti 4,5 í janúar á móti júlí árið 2007 í 1 á móti 2,5. Þetta heitir bætt nýting framleiðsluþáttar eða fram- leiðniaukning. Annað er að dýrustu fram- leiðslutækin í greinum ferðaþjónustu, flug- vélar, hafa lækkað í verði en það gefur möguleika á að almúgafólk getur ferðast á við- ráðanlegum kjörum, án þess að setja sig í skuldafangelsi. Það eru sennilega engin vandamál í ferða- þjónustu. Verkefnin eru þau að taka á móti hinum aukna fjölda. Tekjur og gjöld Það er sjaldgæft að til verði tekjur sem ekki krefjast útgjalda. Þannig er með greinar ferðaþjónustu. Sá er mestra tekna nýtur er ríkissjóður. Virðisaukaskattur af ferðaþjón- ustu er sem næst 30 milljarðar. Skatttekjur eru sem næst 80 milljarðar. Þannig eru skatt- tekjur af starfsemi Icelandair um 30 milljarðar á liðnu ári. Þessar tekjur verða ekki til af engu. Þess ber þó að geta að sennilega er launa- munur hvergi eins mikill innan atvinnugreina og í ferðaþjónustu, þar sem flugliðar eru há- launa stétt en enginn verður ríkur af að búa um rúm. Virðisaukaskattur er samkeppnistæki. Ferðaþjónusta í Vestur-Evrópu þarf að keppa við lág laun í Austur-Evrópu. Til þess að verða samkeppnishæf hafa lönd Vestur-Evrópu ákveðið að hafa nokkrar greinar ferðaþjónustu í lágu virðisaukaskattþrepi. Lækkun á virðis- aukaskatti var meðal þeirra ráðstafana sem gerðar voru þegar þrengdi að ferðaþjónustu eftir hrun og eldgos eftir 2008, en þá var hníp- in þjóð í vanda. Vöruútflutningur þarf ekki að skila virðis- aukaskatti af útflutningstekjum sínum. Öðru máli gegnir um ferðaþjónustu sem veitt er inn- anlands. Hún skilar virðisaukaskatti af sölu- tekjum. Því hefur hugmynd um ríkisstyrk af lægra skattþrepi eitthvað ruglað hug þeirra er sjá ofsjónum yfir lægra þrepi virðisaukaskatts af ferðaþjónustu. Mikilvægt er að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar til framtíðar. Að gera rétta hluti rétt Að því gefnu að almenn rekstrarskilyrði at- vinnugreina séu í lagi þá eru hin sértæku úr- lausnarefni ferðaþjónustunnar tiltölulega ein- föld. Margt af úrlausnarefnunum snýr að náðhúsum. Því er þannig farið að þegar ferða- menn eru komnir út úr þéttbýli hverfa ekki grunnþarfir. Dæmi um ágæta úrlausn er á Hakinu á Þingvöllum. Þar er náðhús þar sem tekið er gjald. Ferðamenn veigra sér ekki við að greiða gjald ef þjónusta kemur fyrir gjald- ið. Til að hraða uppbyggingu á einföldum inn- viðum kann að þurfa gjaldtöku þar sem ekki er beint samband milli veitanda þjónustu og ráð- stöfun gjalds. Gistináttagjald er þekkt úti um allan heim. Sveitarfélög fá aukin verkefni án þess að bein gjöld komi frá íbúum. Ferðamenn búa hér á landi; stutta stund. Því er eðlilegt að sveitarfélög fái hlutdeild í gistináttagjaldi. Mörkin í gjaldtöku eru að varla verður tekið gjald fyrir að koma í kirkju. Þó kann að vera að sumar kirkjur þurfi hlutdeild í gistinátta- gjaldi eins og sveitarfélög. Þar kemur mér í hug Skálholtskirkja, sem er þjóðardómkirkja. Hér eins og ávallt skiptir öllu máli að gera réttu hlutina og gera þá rétt. Því eins og karl- inn sagði: þegar byrjað er að ljúga er vandi að fara að segja satt á eftir. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það eru sennilega engin vandamál í ferðaþjónustu. Verkefnin eru þau að taka á móti hinum aukna fjölda. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Ferðaþjónusta og sultukrukka Í viðtali í Morgun- blaðinu 4. mars síðastlið- inn segir Bjarni Bene- diktsson forsætis- ráðherra að áfengis- frumvarpið sem nú er til umræðu á Alþingi sé vissulega ekkert smá- mál eins og stundum sé látið í veðri vaka. Það snúist um það hvort mikilvægt sé „að ríkið sjái um þessa tegund smásöluversl- unar“ og forsætisráðherra svarar sjálf- um sér að bragði og segist telja „að við getum fært þessa verslun í hendur einkaaðila og búið þannig með lögum og reglum að starfseminni að gætt sé að sjónarmiðum sem þarf að gæta að þegar áfengi er annars vegar“. Tekur hagsmuna- tengda afstöðu Þetta er mjög skýrt. Forsætisráð- herra stillir sér upp með tilteknum hagsmunum og þá gegn öðrum. Hann vill að verslunin sé ekki hjá ríkinu heldur einkaaðilum ef hægt er að koma því við. Nú er það svo að við sem erum and- víg því að meina ríkinu að annast smá- söludreifingu á áfengi höfum fært rök fyrir því að þetta form sé í samræmi við aðra hagsmuni, þá hagsmuni sem tengjast lýðheilsu, enda í samræmi við ábendingar og áskoranir heilbrigðis- stétta, Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar, Embættis landlæknis, foreldra- samtaka, ungmennasamtaka og annarra samtaka sem beita sér gegn áfengisneyslu og annarri vímuefna- notkun. Markaðsvæðingunni andmæla þessir aðilar allir hástöfum. Einu að- ilarnir sem eru henni fylgjandi virðast vera verslunaraðilar sem sjá hagnaðarvon, væntanlega hinir sömu og forsætisráðherra vill færa áfeng- issöluna í hendur, eins og hann orðar það í framangreindu viðtali. Enginn deilir um að þarna er um gríðarlega peningahagsmuni að ræða. Forverar forsætisráð- herra sýndu varkárni Ég leyfi mér að vekja athygli Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra á því að forverar hans í for- mennsku Sjálfstæðis- flokksins sem jafnframt hafa gegnt embætti for- sætisráðherra, á undan- förnum áratugum, hafa ekki viljað hleypa ágengri markaðshyggju í áfengis- málum upp á dekk eins og hann virðist reiðubúinn að gera. Frum- vörp um afnám ÁTVR hafa nefnilega oft komið fram áður, en aldrei verið veittur sambærilegur stuðningur og nú gerist af hálfu forystu Sjálfstæðis- flokksins. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að ekki séu allir flokksmenn Bjarna sáttir við þessa stefnubreyt- ingu enda hafði varkárni forvera hans, hygg ég, ekki með það að gera að þeir hafi ekki viljað veg markaðsaflanna mikinn. Allt of mikinn, fyrir minn smekk! En þarna var að finna varnagla og varkárni af félagslegri og lýðheilsu- rót. Ég þykist vita að margir flokks- félagar þeirra voru sama sinnis. Fundurinn í Valhöll Ég minnist fundar sem mér var boð- ið á í salarkynnum Sjálfstæðisflokks- ins í Valhöll haustið 2014 til að taka þar þátt í umræðum um framvarp Vil- hjálms Árnasonar sem þá var nýkomið fram, sama efnis og núverandi frum- varp Odds Einarssonar. Ásamt mér mætti Ari Matthíasson, þjóðleikhús- stjóri, þáverandi starfsmaður SÁÁ, og andmæltum við frumvarpinu en til varnar var flutningsmaður ásamt Pa- vel Bartoszek, núverandi þingmanni Viðreisnar. Hver talaði með sínu nefi að sjálfsögðu en síðan voru athuga- semdir úr sal. Fyrir og eftir fundinn gafst okkur færi á að ræða við marga fundarmenn. Eflaust voru stuðningsmenn flutnings- manna fleiri á fundinum en andstæð- ingar, en þó er ég ekki viss, því á þess- um fundi, að ekki sé minnst á viðbrögð eftir hann, sannfærðist ég um að and- staðan gegn þessum lagabreytingum er mjög hörð af hálfu margra hægri- manna enda ætti þetta mál ekki að vera flokkspólitískt. Á ekki hlusta á þá sem best hafa kynnt sér málin? Stjórnmálamenn segjast iðulega vilja vera faglegir og saglegir, hlusta á rök og ábendingar þeirra sem rann- sakað hafa álitamál sem uppi eru. Það er vissulega gert þegar lýðheilsustefna er mótuð – og samþykkt. Slík stefna, byggð á ítarlegum rann- sóknum, var samþykkt á síðasta kjör- tímabili, meðal annars af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins! Heilbrigðisyfir- völd hafa á það bent að umrætt frum- varp stríði gegn þessari stefnu. Er þar komið að tilefni þessa opna bréfs til forsætisráðherra, að bjóða honum til fundar, sem fyrst og fremst á að vera upplýsandi. Fundurinn er hádegisfundur, hald- inn í Iðnó í Reykjavík, þar sem einfald- lega er spurt: Hver á að selja áfengi: hvað segja rannsóknir? Til þess að svara spurningunni hafa verið fengnir færustu sérfæðingar. Fundurinn verður stuttur en vonandi markviss. Ekki trúi ég öðru en for- sætisráðherra vilji kynna sér niður- stöður rannsókna færustu sérfræðinga áður en málið er til lykta leitt á Al- þingi. Vonandi sjáumst við á laugardag klukkan tólf! Bjarna boðið Eftir Ögmund Jónasson Ögmundur Jónasson » Frumvörp um afnám ÁTVR hafa nefnilega oft komið fram áður, en aldrei verið veittur sam- bærilegur stuðningur og nú gerist af hálfu forystu Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.