Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Finndu út hvar þú best getur komið skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlustað sé á þig. Ekki fá utanaðkomandi hjálp, byrjaðu á að hreinsa til innra með þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þið megið hvergi slaka á við að vinna fólk á ykkar band. Hvaðeina sem viðkemur veisluhöldum og skemmtun hefur tilhneig- ingu til að ganga of langt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hvernig væri að meta framfarir seinustu vikna? Það er nauðsyn til að vita hvert næsta skref verður. Ef þú vilt vera svo- lítið brjálaður, vertu það þá með hjartanu, ekki munninum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Finnst þér þú vera að drukkna? Nú veistu hvaða tilgangi sundkennsla þjónar. Taktu þig nú á og gerðu eitthvað fyrir sjálfan þig. Karma þitt batnar umtalsvert á næst- unni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Skrifaðu niður tvær hugmyndir sem bæta aðstæður á vinnustað eða upplifun þína í vinnunni. Finndu þeim því farveg þar sem þær fá notið sín. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gefðu þér tíma til að gera heimili þitt meira aðlaðandi. Vertu því óhræddur við að leita til þess vinar er veitir þér visku og skjól þegar þú þarft á slíku að halda. 23. sept. - 22. okt.  Vog Eyddu orku í smáatriðin og þá sjá aðal- atriðin um sig sjálf. Taktu við gjöfunum með bros á vör, sérstaklega þeim sem virðast hafa blendin skilaboð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Félagi lætur skoðun í ljós sem er ólík þinni. Ekki það að þú viljir að fólk þjóni þér, heldur hefurðu sýn sem þarfnast sam- vinnu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skilningur er þemað bæði heima fyrir og í vinnunni. Hikaðu ekki við að leita uppi sálufélaga sem kann að meta gjörðir þínar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þér líki nógu vel við vini þína. Gleymdu ekki heldur að þú þarft líka tíma fyrir sjálfan þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sannleikurinn er furðulegri en argasti skáldskapur. Hvað getur þú gert til þess að bæta aðstæðurnar í vinnunni og hvernig ætlarðu að fara að því? 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér ætti að ganga flest í haginn í dag. Smáatriði vefjast ekki fyrir þér og þú finnur fljótlegustu leiðina að réttri lausn. Vertu með augun galopin. Jón H. Ásbjörnsson sendi mér gottbréf þar sem hann lætur þess getið, að það sé eitt atriði hjá hag- yrðingum sem pirri hann svolítið: „Eins og alkunna er þá er limru- formið sennilega einfaldasta vísna- formið og tiltölulega lítið mál að buna þeim úr sér. Þess vegna finnst mér leiðinlegt að sjá jafnvel hina ágætustu hagyrðinga sniðganga bragfræðina og virða það ekki að nota ljóðstaf í 3. og 4. línu og höfuð- staf í 5. línu. Oftast er það 5. línan sem klikkar og úr verður „ambaga“. Getur þú ekki fengið þetta ágæta fólk til að laga þetta? Læt fljóta með eina vafasama „fjölskyldulýsingu“ í limruformi. Smákrimminn Guðmundur Gauti, var “gangster og alræmdur fauti“. Hans formóðir líka, hún „Friðdóra píka“, sem og faðirinn „Arngrímur blauti“. Það er rétt hjá Jóni að það var sameiginlegt þeim sem „íslenskuðu“ limruna, – ég nefni Jóhann S. Hann- esson, Kristján Karlsson og Þorstein Valdimarsson, – að þeir stuðluðu gjarna þriðju og fjórðu línu á móti höfuðstafnum í þeirri fimmtu. En limran er ekki við eina fjölina felld. Í „Á hænsnaloftinu“ hefur Þorsteinn báða stuðlana í fjórðu hendingu og hugsar limruna þá sem ferhendu að þessu leyti: Nú hættið þið hérna við tónvarp og hefjið hið fullkomna stjónvarp – verpið í þögn – látið sjón bera af sögn! Ég annast sjálfur tónvarp og grjónvarp. Hér hefur Kristján Karlsson tvo stuðla í fimmtu línu: Ein karlfugl í Kaplaskjóli, bæði kargur og ósvífinn fóli, kvaðst þola þá verst sem þyldu sig best, „en ég slæ ekki hendi við hóli“. Og hér Jóhann S. Hannesson: Án einlægni- og alúðarsparnaðar, ég óska þér gæfuríks farnaðar. En ef á skyldi bjáta, ég bið þig að láta mig nýtast sem víti til varnaðar. Hrólfur Sveinsson orti um mark- aðsbúskapinn: Egill fór vestur um ver með vélstrokkað tilberasmér og fékk fyrir það þegar í stað hausinn á sjálfum sér. Hér bregður Hermann Jóhannes- son út af hinu klassíska limrulagi: Úr vinnunni hann fékk oft far með Hildi. Hann fattaði samt aldrei hvað hún vildi. En kvöld eitt kát og rjóð þau keyrðu fram á stóð, – og þá var eins og blessuð skepnan skildi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limran er ekki við eina fjölina felld Í klípu „HEPPINN ÞÚ. Á MÍNUM VINNUSTAÐ ER EKKERT PLÁSS FYRIR ÞAÐ.“ VÆRUKÆRÐ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ GETUM SETT ALLT GAMLA DRASLIÐ OKKAR HINGAÐ UPP.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar fjöldi freknanna er jafn þeim ástæðum sem þú elskar hana út af. BANK! BANK! ÞETTA ER EKKI AUÐVELT ÞETTA ER ÞAÐ VINIR MÍNIR, JARL OG KARL ÆTLA AÐ SNÆÐA MEÐ OKKUR MORGUNMAT… ÉG BÝST VIÐ ÞVÍ… ER ÞÉR EKKI SAMA? HVENÆR EIGUM VIÐ VON Á ÞEIM? ÞEIR ERU KOMNIR! VIÐ ÆTLUM AÐ SPILA FRAM AÐ MORGUNMAT! Í veðurfréttum ríkissjónvarpsins sl.mánudagskvöld var fólk varað við snjókomu um allt land að morgni. Íbúum var ráðlagt að vera snemma á ferðinni og gefa sér nægan tíma til þess að skafa af bílrúðum og hreinsa bílinn áður en haldið yrði út í umferð- ina sem yrði með hægara móti, hvernig svo sem það er hægt í Reykjavík. Síðdegis var spáð allt að 15 sm jafnföllnum snjó. x x x Víkverji tók veðurkonuna alvar-lega, eins og alltaf, hafði til vetr- arfötin, skóflu og sköfu og athugaði með strætóferðir, en taldi það reynd- ar gagnslaust því að fenginni reynslu liggja strætóferðir niðri í Reykjavík við þessar aðstæður. Lausnin fólst í því að að leggja strax í hann, en mið- að við spána var ekki á það hættandi. x x x Yfirvöld lýstu yfir neyðarástandi ínokkrum ríkjum Bandaríkjanna vegna óveðursins sem átti að ganga yfir Ísland sl. þriðjudagsmorgun, en í Reykjavík var bongóblíða, þó ekki norðanmönnum að þakka eins og borgarstjóri heldur fram á kostnað borgarbúa, og það tók Víkverja hálf- tíma að aka í vinnuna leið sem hann á að fara á tíu mínútum. x x x Ungur lærði Víkverji að veður-fræðingar ættu í erfiðleikum með að spá fyrir um veðrið í gær hvað þá á morgun. Stjórnendur fjöl- miðla, sem hafa áttað sig á alvarleika málsins, hafa látið misklæðlitlar kon- ur sjá um veðurfréttirnar með góð- um árangri og enn koma norðan- menn ekkert við sögu, eins og borgarstjóri þó heldur. x x x Finnsk útvarpsstöð, sem einnigsendir út í mynd, hefur sennilega gengið lengst í þessu klæðlitla efni, en nakin kona gerði þar grein fyrir veðrinu og vakti mikla lukku. Eng- inn, sem horft hefur, hefur tjáð sig um spána og takmarkinu þar með náð. Þetta er í anda meirihluta Reykjavíkurborgar og miðað við stefnu hans er næsta víst að klæð- lausar veðurfréttir verða settar í styrkjaforgang. vikverji@mbl.is Víkverji Orðið varð hold Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. (Jóh.l 1:1) LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.