Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 3. M A R S 2 0 1 7 Stofnað 1913  70. tölublað  105. árgangur  VEFUR SEÐLA- BANKANS HRUNDI VEKUR REIÐI OG DEILUR HÖNNUÐIR OG VERK ÞEIRRA Á HÖNNUNARMARS MYNDLIST 38 24 SÍÐNA SÉRBLAÐVIÐSKIPTAMOGGINN Jón Þórisson Stefán E. Stefánsson Eigendur Arion banka geta á grundvelli endurskipulagningar á fjármagnsskipan bankans greitt allt að 70 milljarða króna út í formi arðs. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk um þessar mundir og nam ríf- lega 211 milljörðum um nýliðin áramót en eiginfjárhlutfallið stóð í 27,1%. Hins vegar standa eiginfjárkröfur þær sem stjórnvöld gera á hendur bankanum í 20,7% og því má hæglega lækka eigið fé til samræmis við það. Auk þess er bankanum heimilt að gefa út víkjandi skuldabréf til að mæta nokkrum hluta eiginfjárkröfunnar. Þannig sýndu forsvarsmenn bankans fram á það í kynningu sem fylgdi ársuppgjöri síð- asta árs að hagstæð samsetning eiginfjár gæti falist í að hlutfall hefðbundins eigin fjár stæði í 16,8% en aðrir hlutar þess í 5,4%. Gefa undir fótinn með arðgreiðslu Heimildir Morgunblaðsins herma að verulegar líkur séu á því að í kjölfar þeirra eignarhaldsbreytinga sem urðu á bank- anum um nýliðna helgi verði eigið fé bank- ans lækkað. Upplýsingar af nýafstöðunum aðalfundi bankans benda einnig í þá átt. Í skýrslu af fundinum kemur fram að ákveðið hafi verið að greiða ekki út arð að sinni „en stjórn bankans hefur víðtæka heimild til að leggja fram tillögu um arðgreiðslu eða aðra ráðstöfun eigin fjár og því mun stjórnin mögulega boða til aukahluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um slíka ráðstöfun yrði lögð fyrir,“ eins og segir í gögnum frá bankanum. Geta greitt út allt að 70 milljarða  Líklegt að eigið fé Arion banka verði lækkað Morgunblaðið/Kristinn Arion banki Sterk eiginfjárstaða. MViðskiptaMogginn Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Fimm voru seint í gærkvöldi látnir eftir hryðjuverkaárás í Lundúnum í gær þar sem árásarmaður ók nið- ur gangandi vegfarendur á West- ministerbrúnni. Jepplingur árás- armannsins staðnæmdist síðan við grindverk þinghússins þaðan sem hann gekk nokkurn spöl áður en hann stakk lögregluþjón til bana. Lögregla skaut árásarmanninn að lokum til bana. Breska ríkissjónvarpið segir lögregluna ekki hafa viljað tjá sig um hver árásarmaðurinn væri, en hafi gefið í skyn að lögreglan vissi á honum deili. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverkaárás og er talið að maðurinn hafi verið einn að verki. „Munið ekki sundra okkur“ Fjörutíu særðust í árásinni á brúnni, þar af voru tólf fluttir á sjúkrahús alvarlega slasaðir. Með- al hinna slösuðu eru franskir nem- endur á unglingsaldri sem voru í námsferð, lögregluþjónar og breskir háskólanemar. Einni konu var bjargað lifandi upp úr ánni Thames en hún er slösuð. Theresa May forsætisráðherra lýsti árásinni sem sjúklegri og níð- ingslegri. Hún sagði að viðbúnað- arstig yrði ekki hækkað. Sadiq Khan, borgarstjóri Lund- úna, segir að skilaboð sín til þeirra sem vilji valda borginni skaða vera: „Ykkur mun ekki takast það. Þið munið ekki sundra okkur, við verð- um ekki hrædd til undirgefni af hryðjuverkamönnum,“ sagði Khan í gær. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu hefur engin til- kynning borist ráðuneytinu um að Íslendingar séu meðal fórnar- lamba árásarinnar. Sigríður Torfa- dóttir Tulinius, sem starfar hjá skoska þjóðarflokknum, segir að starfsfólk þingsins hafi verið varað við því undanfarið að árás væri hugsanlega yfirvofandi. FIMM LÁTNIR OG 40 SÆRÐIR EFTIR ÁRÁS  Hryðjuverk framin við þinghúsið í Lundúnum  Unglingar í námsferð meðal særðra  Árásarmaðurinn skotinn til bana  Varað hafði verið við árás AFP Hryðjuverk Árásarmaður ók bifreið á gangandi vegfarendur á Westministerbrúnni við breska þingið í gær. Fimm létust og tugir slösuðust. MHryðjuverkaárás »2, 18, 20 MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.